Morgunblaðið - 15.03.1979, Side 41

Morgunblaðið - 15.03.1979, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979 41 fclk í fréttum + Dæmdur var hann í steininn þessi ítalski stjórnmálamaður og fyrrum varnarmálaráðherra Ítalíu, Mario Tanassi, er upp var kveðinn dómur yfir honum í Róm fyrir skömmu í sambandi við mútuþægni. Er þetta mál hans eitt af mútumálum í sambandi við flugvélakaup frá Lockhecd-verk- smiðjunum amerísku. Hlaut hann nær tveggja og hálfs árs fangelsis- dóm. Mútuupphæðin nemur um 1,6 millj. dollara eða um 512 milljónir ísl. krónur. — Annar fyrrum varnarmálaráðherra Ítalíu, Luigi Fanali, var sýknaður. + Sfðasta hönd lögð að mynd af kónginum. — Þessi mynd er tekin í því fræga vaxmyndasafni í London, Madame Tussaud-safninu. bað er myndhöggvarinn Ian Hanson, sem hér leggur sfðustu hönd á verk sitt, sem nú tekur sæti í því fræga myndasafni. Myndin er af Juan Carlos Spánarkonungi. + Stjórnmálaforinginn spænski, Aldolfo Suarez forsætisráðherra, fagnar sigri f kosningunum á dögunum, lyftir höndum og gerir sigurtákn Churchills með fingrunum. Ásamt honum á myndinni eru tveir kunnir stjórnmálamenn þar, báðir flokksbræður Suarezar. + Sigri fagnað. ítölsku fót- boltakapparnir, sem eink- um komu við sögu í lands- leiknum milli Hollands og Ítalíu á dögunum. Þeir skoruðu hver sitt markið. Leiknum lauk með sigri ítala, 3:0. Það er Paolo Rossi þessi með sigurbrosið (til v.), í miðið er Marco Tardeíli og sá sem hellir kampavíninu er Roberto Bettega. Þeir félagar skál- uðu síðan fyrir sigrinum yfir Hollendingum. Eigum til afgreiöslu í þessum mánuöi fáeina Dodge B200/ B300 sendibíla árgerö 1978 á afsláttarverði. Dodge B200 er 6 cyl., beinskiptur meö vökvastýri. B300 Maxivan er sjálfskiptur, 6 cyl. meö vökvastýri. Hér er einstakt tækifæri til aö eignast gott at- vinnutæki á hagstæöu veröi. Tryggiö ykkur bíl stax í dag — á morgun veröa þeir e.t.v. uppseldir. 83454. hf. Umboðsmenn: Sniðill hf. Óseyri 8, Akureyri. Simi 22255 Bílasala Hinriks, Akranesi. Sími 1143 Friðrik Óskarsson, Vestmannaeyjum. Simi 1552 Óskar Jónsson, Neskaupsstað. Sími 7676 Sölumenn Chrysler-sal s:83730 — W wökull Ármúla 36. Símar 84366 - 84491 „Massívu fururúmin“ voru aö koma til okkar úr framleiöslu, og fallegri smíöi er erfitt aö finna. Þeir sem eiga pöntuö rúm eru beðnir um aö koma sem allra fyrst, því sendingin er ekki stór. Rúmin eru í viðarlit og bæsuö brún, rauð eöa blá. Svefnplássiö er 160X200 cm. Ábyrgö á smíöi 5 ár. Stærsta verzlun á íslandi í svefnherbergissettum í Sýningahöllinni Bíldshöfða 20—Sími 81410.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.