Morgunblaðið - 15.03.1979, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979
Vltf>
MORö-dh/-
KAttlNÚ
r
[i \n«
Kte
Er ekki bezt að þú sprautir
hann sjálfur á meðan ég fer
fram fyrir og skrifa lyfseðil-
inn?
Ifafið þér forstjóri góður, lesið um skriístofublókina sem
hreinsaði til sín alla vinningana í getraununum. — TÓLF réttar!
Ég er nú búin að bíða eftir
þessum kaffisopa í tvo tíma,
maður minn.
„ Alið ekki upp
spilaf íknina ’ ’
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Það er gömul og góð regla, að
bæði í sveitakeppni og rúber-
tubridge á ekki að reyna að fá
yfirslagi fylgi því sú hætta, að
spilið tapist. Suður gleymdi þessu í
fyrra spilinu af tveim að þessu
sinni
Vestur gaf, allir á hættu.
Vestur
S. ÁKG
H. DG109
T. 6
L. 87432
Norður
S. 87542
H. ÁK2
T. 92
L. D105
Suður
S. D10963
H. 85
T. ÁK754
L. Á
Austur
S. -
H.7643
T. DG1083
L. KG96
Vestur hóf sagnir á einu laufi og
suður varð síðan sagnhafi í fjórum
spöðum. Út kom hjartadrottning,
sem tekin var í borði og spaða
spilað. Vestur tók þá trompslagi
sína og spilaði aftur hjarta. En
þegar skipting tígullitarins kom í
ljós var ekki hægt að vinna spilið,
þar sem tromp vantaði í borði til
að sjá um fimmta tígulspil suðurs.
Einn niður, að vísu óheppni, en
einfalt var að vinna spilið. Allt og
sumt var að spila ekki trompi.
Vestur mátti trompa tígulháspil
en þrátt fyrir það gæti hann ekki
hnekkt spilinu.
Austur gaf, norður-suður á
Velvakanda hefur borist eftir-
farandi bréf vegna skrifa Stein-
þórs Ingvasonar út af leiktækja-
sölum svo kölluðum og telur
greinarhöfundur þær ekkert
annað en fyrsta stig til að þjálfa
ungviði til fjárhættuspils.
„Ég undirritaður á 3 börn og
voru þau öll búsett í Bandaríkjun-
um. I hvert sinn em þau fóru i
búðir var nauðað í því að fara í þá
leiktækjastaði þar sem peninga-
kassar voru. Þessir staðir voru
hinir flottustu með öllum hugsan-
legum tækjum sem ná í siðustu
aurana sem krakkar hafa undir
höndum. Svo eru menn að dásama
svoleiðis lagað.
Nei, það er alls ekki gott að ala
upp spilafíknina í unglingum. Það
er ekki til þess að hjálpa heimilun-
um. Þetta stríð sem foreldrar eiga
í núna verður að taka föstum
tökum. Nóg er af þessu gegndar-
lausa hangsi þótt ekki komi til
fleiri staðir þar sem unglingar
geta stundað slíkt. Það mætti
herða eftirlitið með þeim stöðum
sem hafa rauða kross kassa þannig
að unglingar yngri en 16 ára fái
ekki að spila í þeim.
Jónas P. Aðalsteinsson
Kleppsvegi 132.
• Takmörk
fyrir öllu
Kæri Velvakandi
Nú þegar vetrarhörkur ríkja á
Islandi og hættur og slys á hverju
strái eiga margir um sárt að
binda. Ýmiss konar félög efna til
ferða um hverja helgi og skiptir
þetta fólk engu hvort veður er gott
eða vont. Það er ákaft að rjúka úr
bænum í vitlausum veðrum, og þó
þetta fólk sé vant og duglegt
ferðafólk, hljóta að vera takmörk
fyrir öllu. Er ekki full ástæða til
að byrgja brunninn nú þegar og
banna ferðalög í vondum veðrum?
Og ég held að fólki sé hollt að vera
heima öðru hverju. Enginn er
fullkominn, slys geta hent alla og
er engin undantekning til. Þetta
eru aðeins varnaðarorð, og alls
ekki beint gegn einum eða neinum.
Vonandi verður þessu vel tekið, því
það er vel meint.
H.Ó.
• „Kominn tími
til að Alþingi
fái völdin“
Kæri Velvakandi
Það er full ástæða að taka
undir orð Ragnhildar Helgadóttur
um að það sé ekki virkt lýðræði á
íslandi og að kjörnir fulltrúar
flokksins sem á Alþingi sitja séu
ekki það mótandi afl sem þeir eru
kosnir til að gegna. Heldur eru það
5—6 menn í verkalýðshreyfing-
unni sem allt byggist á að hafa
góða því ella logar allt í verk-
föllum og skæruhernaði.
Annars er furðulegt hvað
kommar komast upp með miklar
lygar í verkalýðshreyfingunni án
þess að hinn þögli meirihluti rlsi
upp og segi sína meiningu.
Það er tími til kominn að
Alþingi fái þau völd sem það á að
haf3- Launþegi
hættu. Norður S. G752 H. KG9
Vestur T. Á94 L. Á65 Austur
S. 8 S.D109
H. 643 H. 8752
T. IX, 105 T. 8762
L. D10932 L. G8
Lokasögn sex spaðar í suður.
Útspil tíguldrottning og hvernig
ætlar þú að vinna spilið eftir að
spaöalegan kemur í ljós?
Eina vonin er að austur eigi
aðeins laufin tvö. Hann hlýtur
auðvitað slag á spaðadrottninguna
en bara þegar okkur hentar. Við
tökum því fyrst á háspilin í lág-
litunum, trompum tígulinn, tökum ‘
hjartaslagina og eftir það fær
austur á trompdrottninguna.
Hann á þá aðeins rauð spil og
verður að gefa tólfta slaginn með
útspili sínu.
„Fjólur — mín Ijúfa"
Framhaldssaga eftir Else Fischer
Jóhanna Kristjónsdóttír pýddi
84
hann sá að svitinn var farinn
að perla af honum og hann
kyngdi ótt og tftt eins og hann
ætlaði að reyna að segja eitt-
hvað en kæmi þvf ekki út úr
sér.
Án þess að segja orð ræsti
Bernild bflinn og steig bensfnið
f botn, svo að bfllinn rykktist af
stað. Hann pressaði hraðann
upp f það sem unnt var og hélt
sér dauðahaldi f stýrið sem
hann lét bflinn þeytast áfram.
— Einu ári of snemma, taut-
aði Martin.
— og gert af röngum aðila,
iauk Bernlld setningunni.
— Hamingjan sanna, ástæð-
an fyrir þessu iiggur skyndi-
lega svo ofboðslega f augum
uppi-..
— Og kúlan á Susanne var á
hægra gagnauga en ég trúði
henni ekki, stundi Martin.
— Minnið mig ekki á það.
Ég hef horft á þcssa kúiu á
hverjum degi, sagði Bernild og
hann hefði aukið hraðann á
bflnum enn hefði það verið
mögulegt.
19. kafli
Susanne vætti þurrar var-
irnar og mældi með augunum
fjariægðina frá sófanum að
dyrunum.
— Þú kemst ekki iifandl að
þessum dyrum, sagði Jasper,
sem svar við hugrenningum
hennar.
— Ég get hrópað, Susanne
hvfslaði orðin og uppgötvaði
sér til skeifingar að hvfslið
heyrðist naumast.
— Það gætirðu kannske
reynt, en mér heyrist radd-
styrkurinn ekki vera sérstak-
iega miklll og það myndi eng-
inn heyra til þfn, svaraði
Jasper. — Fjölskyldan er uppi
að hvfla sig fyrir kvöldverðinn.
Þú veizt eins vel og ég að þau
eru öll dauðþreytt eftir dagsins
mæðu og stormurinn iætur svo
hátt að hann kæfir öll hljóð.
— Já, en óp, tautaði
Susanne.
— Það myndi vera eins og
ugluskrækur. Uglurnar láta í
sér heyra hér í kring. Við
könnumst við þau hljóð.
— Og síðan kom Banda-
rfkjasamningurinn sem vissu-
lega byggðist algerlega á
fjólunum... Susanne beit á vör
sér og ieit á hann — og þá
hefurðu ekki getað horfst í
augu við afleiðingarnar og þær
vinsældir sem hefðu hrunið af
þér.
— Það voru mfnar vinsældir
en ekki hans, öskraði Jasper
upp yfir sig. — Það er ég sem
fólk er hrifið af og það ílykkist
að mér hvar sem ég kem. Það er
persónuleiki minn sem hefur
gert lagið vinsælt. Það er mltt
lag...
Susanne horfði á hann með
vaxandi skeifingu. Það var
enginn vafi á því að Jasper
hafði farið yfir þau mörk sem
köiluð eru eðlileg. Frægðin —
sem hann hafði eignað sér á
föiskum forsendum — hafði
stigið honum svo til höfuðs að
hann reyndi að réttlæta sig og
rangsnúningur hans á stað-
reyndum benti til þess eins að
við vitskertan mann væri að
eiga. Og meira að segja nú á
jieirri stundu sem hann bjó sig
undir að drepa hana, gat hann
ekki afborið annað en henni
geðjaðist að honum.
Hún þrýsti sér aftur á bak í
sófanum og starfði á hann,
þegar hann beygði sig hægt f
áttina til hennar. Hún fann að
hún átti engan þrótt, allt mót-
stöðuafl var þorrið og hún
gerði sér grein fyrir að hún
myndi ekki geta varið sig
þegar hann gripi höndum um
háls henni og herti að.
Hún hvarflaði augunum
æðislega í kringum sig. Á borð-
inu lá bréfið. Bréfið sem hún
hafði skrifað undir um að
Martin væri morðinginn.
Martin sem hún elskaði. Og
Jasper sem fram að þessu hafði
sloppið frá þvf að grunur félli á
hann vegna tveggja morða
myndi nota þetta bréf til að