Morgunblaðið - 01.04.1979, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRIL 1979
7
Guðspjall þessa dags
segir frá því, er engill
birtist Maríu og boöaði
henni að fæða skyldi hún
frelsara mannanna. Ekki
gleymist það í kirkjum
mótmælenda þótt viðhorf
þeirra til móður Jesú sé
annað en rómversk-
kaþólskra manna,
sem hafa hafiö smiöskon-
una í Nazaret upp í hásæti
„himnadrottningar" og
„guösmóður“.
Kristindómurinn er af
rótum Gyðingdóms
runninn, en Gyðingdómur
er eindregnasta eingyðis-
trú mannkyns og það sér-
kenni hefur Islam tekið í
arf og varðveitt dyggilega.
Allah einn er þeirra Guð
og Múhameð spámaður
hans, en hvorki Guð né
guðssonur. Kristin-
dómurinn vék snemma af
vegi þeirrar skilyröislausu
trúar á einn Guð, sem
mark takandi á
guðspjöllunum hafa þau
mæðgin ekki átt samleið
um starf Jesú fyrr en eftir
dauöa hans.
Þegar kristnin tekur að
breiðast út og fámennir
söfnuöir eru eins og
dropar í hafi heiðinna
manna varð ekki hjá því
komizt aö ýmsar hug-
myndir seitluðu inn í hinn
unga átrúnað og þar á
meöal hin afarútbreidda
trú á mey-móður-guðinn
og dýrkun hennar.
Þessar hugmyndir
festast smám saman í
kristninni, unz kirkjuþingið
í Efesos 431 ákvað, að
Maríu skyldi nefna „guð-
rnóður". Menningin rís og
hnígur, hún vinnur
heiminn og molnar í duft-
ið, en trúin lifir gegn um
allar þrengingar (Will
Durant)", — og ekki trúin
aðeins heldur hafa trúar-
hugmyndir reynzt lífseigari
finnum því engan grund-
völl í orðum Krists, eins og
guðspjöllin flytja okkur
þau.
En trú mannshjartans
þræðir ekki ævinlega vegi
sögulegra staðreynda.
Lotningin andspænis hinu
heilaga, auðmýktin frammi
fyrir því sem æðra er öllu
manniegu, jarðnesku, ein-
lægnin í tilbeiðslunni og
fórnarviljinn vakinn af
kærleika Guðs, allt eru
þetta einkenni hræsnis-
lauss trúarlífs, og öll eru
þessi verðmæti auðsæ í
Maríudýrkuninni.
Aldrei hefur mér orðið
það Ijósara en þegar ég
var um skeiö gestur
munkanna í hinu undur-
fagra Beuronklaustri við
upptök Dónár og tók dag-
lega þátt í Maríu-guö-
rækni bræðranna í kveld-
kyrrð klaustursins. Það
sem mér er ógeöfellt í
rómverskri trúfræði um
María
„ Guðsmóöir”
meistari þeirra hafði boð-
aö og gerðu sjálfan hann
að Guði. Og enn í dag er
það svo, aö eitt megin-
ádeiluefni Múhameðs-
manna á kristna menn er
þaö, að þeir hafi horfið frá
eingyðistrú meistara síns,
gert jaröneskan mann aö
Guði, trúi nú á þrjá Guöi,
heil. þrenningu, og ekki
hafi það verið langstærstu
deild kristinnar nóg,
heldur bætt viö fjórða
guðinum, þar sem guðs-
móðirin María sé komin.
Þetta mál
er flóknara en svo að lítið
rúm nægi, enda vefst
trúlega fyrir mörgum,
hvernig Guö er ein og
þrennur í senn, en þetta er
einfalt mál fyrir
Múhameðsmenn, Allah
einn er Guð (Nánast Guð
Gamla testam.) og enginn
annar.
En hvað Maríudýrkun-
ina snertir er dýrkun
mey-móðurinnar ævaforn.
í öllum fjölgyðistrúar-
brögðum fornaldar voru
dýrkaði guðir og gyöjur
jöfnum höndum, og til var
það, að gyðjan væri æðst
allra guöa. Frá þessum
ævafornu trúarhug-
myndum liggur bein leið
og auðrakin til Maríu-
dýrkunar, en henni er ekki
hægt aö finna stað í
kenningu Jesú, og sé
en öll önnur menningar-
verðmæti á jörðu.
Eftir kirkjuþingið í
Efesos óx Maríu-dýrkunin
og frá páfastólnum berast
nýjar og nýjar kenni-
setningar um „guðmóður-
ina“, „himnadrottninguna"
nálega fram á þennan
dag, eins og aö hún hafi
verið eingetin eins og
sonur hennar, ekki átt
mannlegan föður og stigið
í líkamanum upp til himna
viö ævilokin. Þessar
kennisetningar eiga enga
stoð í guöspjöllum, en því
verður ekki neitaö, að
dýrkun Maríu eins og hún
birtist í rómverskri háguð-
rækni sem dýrkun móður-
innar-meyjarinnar hefur
skapað margan fagran
gróður á akri kristinnar
guðrækni auk þess sem
hún hefur oröið hvati af
ómetanlegum verðmætum
í öllum listgreinum hins
kristna heims. En svipað
má að sínu leyti segja um
dyrkun mey-móður-
gyöjunnar
í öðrum hinna æðri trúar-
bragða og þá ekki sízt um
dýrkun Kuan-Yin í
Búddhadómi.
í alþýðlegri Maríudýrkun
rómversku kirkjunnar er
margt, sem kemur okkur
mótmælendum undarlega
fyrir sjónir, og sumt okkur
ógeðfellt af því líka aö viö
smiðskonuna í Nazaret
hvarf mér meðan ég stóð
andspænis lotningunni,
auömýktinni, einlægninni í
þögulli tilbeiðslu munk-
anna frammi fyrir Maríu-
myndunum. Og þegar ég
kalla fram minninguna um
þessa viku í friöarheimi
klaustursins meðan
nasistasöngvarnir ómuðu
fyrir utan klausturmúrana
fyrir nálega 45 árum,
kemur mér í hug það, sem
skáldiö E. Ben. kveður:
„Því Guð metur aldrei
annað í heim
en auðmýkt og hjartans
trúnað“.
Mun Hann ekki fremur
skyggnast eftir hjartanu
sem á bak við trúarhug-
myndirnar slær en þeim
hugmyndum, sem fávísir
menn gera sér um hin
hæstu rök? Mun hann láta
sig öllu skipta nafnið, sem
í hreinni, tærri tilbeiðslu er
nefnt?
í Eddu segir Snorri:
„Alla hluti skilja mennirnir
jarðligri skilningu, því að
þeim er eigi gefin andlig
spekþin". Höfuðið er dýr-
mætt, enginn skyldi neita
því, en mun samt ekki
„andlig spekþin" liggja
hjartanu nær en efnis-
hyggjuöld, síhungraða
eftir því sem ekkert gildi
hefur eftir að jarölífi lýkur,
grunar?
Framhjoladrifinn
fjölskyldubíll
frái
F / A T
Eigum nú til afgreiðslu strax FIAT 128 2ja
og 4ra dyra á ótrúlega hagstæðu verði.
ouoo 128
er framhjóladrifinn og hef-
ur einstaka aksturseigin-
leika í snjó og á slæmum
vegum.
F ! A T
128
er sparneytinn
0000128
er vel búinn af nauðsyn-
legum aukahlutum, sem
auka öryggið og þægindin
eins og t.d.
★ Nýr og breyttur gírkassi
★ Stálstyrkt farþegarými
★ Öryggisstýri í 3 liðum
i ★ Bakkljós ★ Vel stoppuð og mjúk sæti ★ Færanlegt
bak í framsætum ★ Kveikjari ★ Rafknúin rúðusprauta
★ Vatnshitamælir ★ Kortavasar í framhurðum ★
Læsanlegt bensínlok ★ Teppalagðir og fleira sem vert
er að kynna sér.
OOOO128
er bíll sem borgar sig.
Verd med rydvörn
2ja dyra standard
4ra dyra CL
Ti! öryrkja:
2ja dyra standard
4ra dyra CL
kr. 2.850.000.-
kr. 3.100.000.-
kr. 1.750.000.-
kr. 2.010.000.-
Komid og skodid
FÍAT EINKAUMBOO Á ÍSLANDI
DAVÍÐ SIGURÐSSON hf.
SÍÐUMÚLA 35. SÍMI 85855