Morgunblaðið - 01.04.1979, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1979
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1979
17
JWnrgM Útgefandi ttÞfafrife hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson
Ritstjórn og afgreiósla Aðalstrœti 6, sími 10100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480.
Askríftargjald 3000.00 kr. á mánuði innanlands.
1 lausasölu 150 kr. eintakió.
Benedikt Davíðsson er
nú orðið einn helzti
forystumaður Alþýðu-
bandalagsins í verkalýðs-
hreyfingunni. Hann hafði
eftirfarandi að segja í
samtali við Þjóðviljann í
gær um „samkomulag“
það, sem nú er orðið í
ríkisstjórninni um efna-
hagsmál: „Verkalýðshreyf-
ingin gaf þessari ríkis-
stjórn betri starfsfrið en
áður eru dæmi um og
hefur stutt hana til skyn-
samlegra verka til lausnar
á efnahagsvandanum. Með
samkomulaginu 1. septem-
ber og 1. desember féllum
við frá ítrustu kröfum sem
við áttum samkvæmt gild-
andi kjarasamningum.
Verkalýðshreyfingin fór
þar að tilmælum forsætis-
ráðherra og taldi sig vera
að tryggja það að samn-
ingar giltu að öðru leyti
óbreyttir fram til 1. des-
ember 1979. Ég tel, að nú
hafi samningar verið rofn-
ir umfram það, sem verka-
lýðshreyfingin bauðst til
að semja um t.d. vegna
aðsteðjandi vanda vegna
verðhækkana á olíu. Af-
leiðingin af þessu hlýtur
að verða sú, að verkalýðs-
hreyfingin búi sig nú í
stakk til þess að ná nýjum
samningum þar sem boð
hennar um óbreytta samn-
inga á þessu ári hefur ekki
verið þegið."
Snorri Jónsson, varafor-
seti Alþýðusambands ís-
lands, einnig einn af
helztu leiðtogum Alþýðu-
bandalagsins í verkalýðs-
hreyfingunni, hafði eftir-
farandi að segja um „sam-
komulag" stjórnarflokk-
anna:
„Það hefur verið grund-
vallarstefnumál verka-
lýðshreyfingarinnar að
samningarnir tækju gildi.
Við höfum boðizt til að
taka tillit til aðsteðjandi
vanda eins og til dæmis
vegna verðhækkana á olíu
en við getum ekki mælt
með svona krukki, sem
óhjákvæmilega skekkir
alla kjarasamninga. Það
er út af fyrir sig til bóta að
komið hafi verið í veg fyrir
skerðingu lægstu launa í
bili, en hér er ekki farið að
í samræmi við tillögur
verkalýðshreyfingarinnar."
Þessi ummæli Benedikts
Davíðssonar og Snorra
Jónssonar benda til þess
að ekki sé allt sem sýnist í
sambandi við „samkomu-
lag“ stjórnarflokkanna.
Bersýnilegt er að tengsl
ríkisstjórnarinnar við
hluta verkalýðshreyfing-
arinnar eru að rofna.
Ekki fer á milli mála, að
hinir pólitísku leiðtogar
Alþýðubandalagsins
leggja mikla áherzlu á, að
flokkur þeirra eigi aðild að
ríkisstjórn úr því að þeir
eru tilbúnir til þess að
taka þá áhættu, sem felst í
slíku ósamkomulagi við
helztu verkalýðsforingja
flokks síns. Raunar virðist
fátt, sem ráðherrar Al-
þýðubandalagsins eru ekki
tilbúnir að gera til þess að
halda stólum sínum. Það
fer að verða leit að þeim
mönnum, sem setzt hafa í
ráðherrastóla á íslandi,
sem halda í þá slíku
dauðahaldi, sem ráðherrar
Alþýðúbandalagsins nú.
Það hefði t.d. einhvern-
tíma þótt saga til næsta
bæjar, að Alþýðubanda-
lagið væri tilbúið til að
afnema kauphækkanir
með lögum. En hluti þess
samkomulags, sem gert
hefur verið milli stjórnar-
flokkanna byggist einmitt
á því, að með lögum verði
afnumdar umsamdar
áfangahækkanir nokkurra
starfshópa. Þetta fyrir-
hugaða lagaákvæði tekur
t.d. af bankamönnum
áfangahækkanir launa,
sem þeir eiga rétt á samn-
ingum samkvæmt, samtals
um 6,1%. Svavar Gestsson
bankamálaráðherra á hér
mestan hlut að máli. Hann
sendi bankamönnum bréf
og bað þá um að fresta
þessari kauphækkun. Þeir
höfnuðu því. Þá grípur
ráðherrann til þess ráðs að
taka þessa kauphækkun af
með lögum. Var einhver að
tala um „samningana í
gildi“?
„Samningar rofnir”
Árni Óla:
Skipulag
Grjótaþorps
Vegna þess, að skipulag
Grjótaþorps í Reykjavík er nú á
uppsiglingu, en á hinn bóginn
verið nokkuð um það rætt, að
vernda beri byggðina, sem þar
er nú, langar mig til þess að
minna bæjarstjórn Reykjavíkur
á, að á þessu svæði er einmitt
sagnhelgasti bletturinn á ís-
landi, og honum verður umfram
allt að þyrma.
Þetta er svæðið milli Grjóta-
götu og Túngötu annars vegar,
en Aðalstrætis og Garðastrætis
hins vegar.
Á þessum stað reisti Ingólfur
Arnarson fyrsta norræna land-
námsbæinn á Islandi. Fyrir
þessu eru óyggjandi heimildir.
Þegar Skúli Magnússon land-
fógeti, sem kallaður hefir verið
„faðir Reykjavíkur", var að
koma á fót hinu mesta þjóð-
þrifafyrirtæki, er hann gat
hugsað sér, ullarverksmiðjun-
um, sem jafnframt voru fyrsta
iðnfyrirtæki á landinu, þá valdi
hann þeim stað á „helgum
höfuðtóftum" Ingólfs. Það var
ekki gert að óhugsuðu ráði.
Þessi staður hæfði hinu mesta
framfara fyrirtæki landsins, og
var þá um leið friðaður fyrir
umbyltingum tímans.
Fyrirtækið blessaðist að vísu
ekki eins og Skúli hafði hugsað
sér, en það varð þó til þess að
vernda þennan mesta helgistað
þjóðarinnar.
Og nú kemur til kasta bæjar-
stjórnar Reykjavíkur að taka að
sér verndun staðarins.
Við það verður allt skipulag
Grjótaþorpsins að miðast.
Hér er ekki um neitt smámál
að ræða. Á því veltur virðing
Reykjavíkur og allrar þjóðar-
innar.
Enginn staður á landinu jafn-
ast á við þennan stað, þegar um
verndun sögulegra minja _ og
íslenzkrar þjóðmenningar er að
ræða.
Þessi staður á að halda áfram
að vera helgasti staður Reykja-
víkur, og hér á ráðhús borgar-
innar að rísa.
Sem betur fer virðist nú
sívaxandi áhugi á landvernd og
gæzlu fornra menningarerfða.
Hér er það fyrst og fremst
staðurinn, sem þarf að friða, og
fyrir því verða öll önnur sjón-
armið að víkja.
Harald G. Haralds-
son hlýtur styrk
úr Leiklistarsjóði
Brynjólfs
Jóhannessonar
HARALD G. Haraldsson hefur
hlotið styrk til árs framhalds-
náms í leiklist erlendis. Styrkur
þessi er veittur úr Leiklistarsjóði
Brynjólfs Jóhannessonar.
Á aðalfundi Félags íslenskra
leikara var tilkynnt um úthlutun
styrksins sem í ár nemur 500.000
krónum. Leiklistarsjóður
Brynjólfs Jóhannessonar var
stofnaður 7. desember 1970 með
peningagjöf er hann afhenti félag-
inu til sjóðsmyndunar. Sjóðurinn
hefur því hlutverki að gegna, að
styrkja unga íslenska leikara til
framhaldsleiklistarnáms erlendis
og er þetta í 6. skipti sem slíkur
styrkur er veittur úr sjóðnum.
Harald G. Haraldsson
leikari
j Reykjavíkurbréf
'Laugardagur 31. marz
Reynslan er
ólygnust
Nokkrar umræður hafa orðið
síðustu daga um atburðina á
Austurvelli 30. marz 1949 í tilefni
af því, að 30 ár voru liðin í gær,
föstudag, frá þeim. Þessar
umræður eru gagnlegar. Þær rifja
upp og minna á einstæðan atburð í
sögu lýðveldis okkar, þegar reynt
var með ofbeldi að hindra Alþingi
í störfum þess. Þær eru lærdóms-
ríkar fyrir uppvaxandi kynslóð,
sem ekki liðfi óeirðirnar á Austur-
velli þennan dag en minna hana á
hvað hér getur gerzt.
Stundum er orð á því haft, að við
Islendingar höfum ekki jafn ríkan
skilning og t.d. Norðmenn á nauð-
syn þess að halda uppi öflugum
vörnum. Á það er bent, að hernám
Þjóðverja í Noregi á árum heims-
styrjaldarinnar síðari hafi orðið
Norðmönnum, sú lífsreynsla, sem
þeir aldrei geti gleymt. Þess vegna
er mjög almennur stuðningur í
Noregi við aðild landsins að
Atlantshafsbandalaginu og
öflugar hervarnir. Norðmenn
halda uppi öflugum her og eru
mjög vakandi fyrir þeirri hættu,
sem að þeim steðjar. Það er lífs-
reynsla út af fyrir sig að kynnast
sjónarmiðum Norðmanna í
öryggismálum og sjá hve ríka
áherzlu þeir leggja á varnir lands
síns. Landamæri Noregs og Sovét-
ríkjanna liggja saman í
Norður-Noregi eins og kunnugt er
og einmitt í námunda við þau
landamæri er einhver mesta her-
stöð í heimi, herstöð Sovétmanna
á Kola-skaga. Norðmenn láta sér
ekki til hugar koma, að þeir geti
lifað áhyggjulausir um sjálfstæði
og velferð þjóðar sinnar í
námunda við Sovétríkin.
Nú er það út af fyrir sig ósann-
gjarnt að halda því fram, að við
Islendingar höfum ekki skilning á
nauðsyn þess að halda uppi öflug-
um vörnum. Frá árinu 1949 hefur
yfirgnæfandi meirihluti þjóðar-
innar ítrekað stuðning sinn við
aðild að Atlantshafsbandalaginu
með stuðningi við lýðræðisflokk-
ana þrjá, sem jafnan hafa haft þá
aðild á stefnuskrá sinni í
kosningum. Þessi mikli stuðningur
þjóðarinnar við aðild okkar að
Atlantshafsbandalaginu hefur
einnig komið fram í því, að and-
stæðingum þeirrar aðildar hefur
nákvæmlega ekkert orðið ágengt,
þrátt fyrir harðvítugar tilraunir
til þess að grafa undan stuðningi
við aðild okkar að bandalaginu. Á
það má líka líta, að við íslendingar
höfum að því leyti til fært meiri
fórnir en Norðmenn í þágu
sameiginlegra varna lýðræðisríkja
Vestur-Evrópu og N-Ameríku, að
við höfum fallizt á að hafa erlent
varnarlið í landi okkar í 28 ár.
Hatrammar tilraunir til þess að
ná fram breytingum í þeim efnum
hafa líka verið árangurslausar og
stuðningur þjóðarinnar við
varnarsamninginn við Bandaríkin
kom skýrt fram í undirskriftasöfn-
un Varins lands veturinn 1974 og
kosningasigri Sjálfstæðisflokksins
þá um vorið en þær kosningar
snerust að verulegu leyti um
varnarmálin. Það verður hins
vegar að segjast eins og er, að
Framsóknarflokkur og Alþýðu-
flokkur hafa ekki verið jafn stað-
fastir í stuðningi sínum við
varnarsamninginn eins og glögg-
lega kom fram í afstöðu þessara
tveggja flokka í vinstri stjórninni
1956—1958 og í afstöðu Fram-
sóknarflokksins í vinstri stjórn-
inni 1971—1974, og innan beggja
þessara flokka hafa jafnan starfað
hópar, sem eru andvígir þessari
stefnu.
Við íslendingar urðum að þola
vinsamlegt hernám á stríðs-
árunum síðustu á sama tíma og
Norðmenn og Danir urðu að sæta
því að fjandsamlegir herir settust
að í þeirra löndum. Þetta hefur
sett sitt mark á þessar þjóðir, þó
sérstaklega Norðmenn og mótað
afstöðu þeirra til utanríkismála
jafnan síðan.
Þótt við Islendingar yrðum ekki
að sæta slíku hernámi sem Norð-
menn á stríðsárunum, eigum við
þó annað dæmi úr síðari tíma sögu
okkar, sem ætti að verða okkur um
alla framtíð áminning um það,
sem getur gerzt en flestir vilja
sjálfsagt trúa, að aldrei geti gerzt
hér þótt það kunni að gerast
annars staðar. Þetta dæmi eru
atburðirnir við Austurvöll 30.
marz 1949. Þá gerðu kommúnistar
tilraun til þess að koma í veg fyrir,
að Alþingi tæki ákvörðun, sem það
hafði stjórnskipulegan rétt til að
taka. Nú 30 árum síðar er það
rætt, hvernig þessa atburði hafi
borið að höndum og hvort harðar
aðgerðir lögreglu og varaliðs hafi
orðið til þess að auka á átökin í
stgð þess að draga úr þeim. í
þessum umræðum gleymist eitt
lykilatriði. Ofbeldisárásina á Al-
þingishúsið 1949 verður að setja í
samhengi við það, sem hafði verið
að gerast í Evrópu árin á undan.
Einungis með því getum við nú, 30
árum síðar, skilið til fulls það, sem
þarna var að gerast.
Alþingi kom saman til þess að
taka ákvörðun um aðild að
Atlantshafsbandalaginu einmitt
vegna þess, að lamandi ótti hafði
gripið um sig meðal fólks í
V-Evrópu um, að í kjölfar harð-
stjórnar Hitlers mundi koma
harðstjórn Stalíns. Frá lokum
heimsstyrjaldarinnar síðari hafði
hver þjóðin á fætur annarri í
fi -Evrópu fallið undir veldi
Stalíns. Þetta gerðist ýmist á þann
hátt, að Rauði herinn yfirgaf
einfaldlega ekki þau lönd, sem
hann hafði flæmt þýzkar hersveit-
ir úr á síðustu misserum stríðsins
eða á þann veg að lítill en harð-
snúinn hópur kommúnista ruddist
til valda í skjóli Rauða hersins.
Slík valdataka í Tékkóslóvakíu
1948 réð úrslitum um það, að
Atlantshafsbandalagið var
stofnað.
Ef við setjum okkur í spor
þeirra manna, sem stóðu fyrir
aðildinni að Atlantshafsbanda-
laginu 1949 og gerum okkur grein
fyrir þessum evrópska bakgrunni
átakanna á Austurvelli 30. marz
1949, verður okkur ljóst, að því fór
fjarri, að slík ofbeldisárás
kommúnista væri einangrað fyrir-
bæri hér á íslandi. Hún var í
fullkomnu samræmi við það, sem
kommúnistar höfðu gert annars
staðar. Þess vegna hlutu þeir, sem
ábyrgð báru á landsstjórninni á
þessum árum að líta svo á að
einnig hér væri verið að gera
tilraun til þess að kollvarpa lýð-
ræði og þingræði enda hafði fram-
kvæmdavaldið ekki yfir miklum
tækjum að ráða til þess að hindra
slíkt ofbeldi.
Atburðina á Austurvelli verður
einnig að skoða í því ljósi, að á
þeim árum voru tengsl Sósíalista-
flokksins við Sovétríkin augljós.
■ M
■
r
......Wzý
Það fór ekkert á milli mála, að
stefna Sósíalistaflokksins var
mörkuð í Moskvu. Þar voru
ákvarðanir teknar um afstöðu
flokksiiis til hinna mikilvægustu
mála. Menn þurfa ekki annað en
að kynna sér afstöðu sósíalista til
hernaðarátaka Sovétmanna og
Finna nokkrum árum áður til þess
að komast að raun um það, en
Moskvusinnuð afstaða kommún-
ista á þeim tíma varð til þess, að
Héðinn Valdimarsson yfirgaf
Sósíalistaflokkinn u.þ.b. ári eftir
að hann stofnaði hann með komm-
únistum — Kalinn á hjarta.
Allt þetta verðum við að hafa í
huga, þegar við metum atburðina
á Austurvelli 1949 og þá verður
okkur væntanlega ljóst, að þótt við
höfum ekki fjandsamlegt hernám
á stríðsárunum til þess að draga
lærdóma af, höfum við þó þetta
dæmi um ofbldisárás kommún-
ista á Alþingi, sem að öllum
líkindum hefur verið framkvæmd
samkvæmt fyrirskipun frá
Moskvu. Þegar þessi atburður er
settur í samhengi við ofbeldisverk
kommúnista í Evrópu eftir stríð
getur engum dulizt að það, sem
hefur gerzt annars staðar, getur
einnig gerzt hér. Reynslan er
ólygnust í þeim efnum og við
höfum sem þjóð yfir slíkri reynslu
að búa frá fyrstu árum lýðveldis
okkar. Við skulum festa okkur þá
reynslu í minni.
30 árum
seinna
En nú eru 30 ár liðin og þá er
spurt: hefur virkilega ekkert
breytzt á þessum 30 árum? Þótt
þörf hafi verið fyrir Atlantshafs-
bandalagið 1949 og varnarsamn-
inginn 1951, er hún enn til staðar?
Vissulega hefur margt breytzt á
þessum árum. Mikilvægasta breyt-
ingin frá sjónarmiði Atlantshafs-
bandalagsríkja er auðvitað sú, að
frá og með stofnun þess var
framsókn kommúnista stöðvuð í
Evrópu. Atlantshafsbandalagið
hefur því náð þeim árangri, sem að
var stefnt. En úr því að svo er,
spyrja menn, er þá ekki orðið
tímabært að leysa bandalagið upp
og leggja það niður?
Áður en þeirri spurningu er
svarað, verðum við að íhuga hvaða
breytingar hafa orðið á utanríkis-
stefnu Sovétríkjanna á síðustu 30
árum. Engum getur dulizt, að þau
lögðu áherzlu á landvinninga eftir
stríð með umtalsverðum árangri í
A-Evrópu. En hvað hefur síðan
gerzt? Síðan hefur það gerzt, að
Sovétríkin eru orðin margfalt
öflugra stórveldi en þau voru 1949,.
þegar Atlantshafsbandalagið var
stofnað. Þá voru Bandarikin
ótvírætt öflugasta ríki veraldar en
þrátt fyrir það lögðu Sovétmenn
undir sig hálfa Evrópu. Nú eru
Sovétríkin a.m.k. jafn öflug
Bandaríkjunum hernaðarlega og
hinir færustu sérfræðingar hafa
upplýst, að í nokkur ár á næsta
áratug muni Sovétríkin verða til
muna öflugri hernaðarlega en
Bandaríkin vegna vitlausra og
skammsýnna ákvarðana, sem
bandarísk stjórnvöld tóku fyrir
allmörgum árum. Þetta vita
Bandaríkjamenn og þetta vita
Sovétmenn og í merkum viðtölum,
sem brezka blaðið Economist birti
fyrir nokkrum vikum við Henry
Kissinger kom fram, að þessi
vitneskja mundi hafa áhrif á
utanríkisstefnu stórveldanna
beggja, Bandaríkjanna á þann veg
að draga úr þeim mátt, Sovét-
ríkjanna með þeim hætti að auka á
sjálfstraust þeirra.
Sumir halda því fram, að þrátt
fyrir þennan mikla hernaðarstyrk
Sovétmánna sé hann fyrst og
fremst hugsaður til varna og eigi
sér sögulegar rætur í atburðum
síðustu heimsstyrjaldar, þegar
þýzkir herir voru komnir inn í
úthverfi Moskvuborgar. Vafalaust
hafði sú innrás djúpstæð sálræn
áhrif á þjóðir Sovétríkjanna en
það breytir ekki því, að á þessum
áratug sérstaklega hefur þessum
hernaðarmætti verið beitt til þess
að gera hvert ríkið á fætur öðru í
Afríku og Asíu, og þó sérstaklega
Afríku háð Sovétmönnum.
Sovétríkin reka nú mjög víðtæk-
an hernað í Afríku. Það gera þeir
með kúbönskum hersveitum og liði
sovézkra, a-þýzkra, ungverskra og
tékkóslóvakískra „sérfræðinga".
Það eru blindir menn, sem ekki sjá
hvað er að gerast í kringum okkur.
Sovétríkin eru orðin öflugasta
herveldið í Afríku og hafa aukið
áhrif sín þar gífurlega. Þau starfa
í nánum tengslum við eitt öflug-
asta herveldið í Asíu, sem er
Víetnam, sem hikar ekki við að
beita hernaðarmætti sínum til
þess að leggja undir sig nágranna-
ríki á borð við Kambódíu og Laos,
en bæði þessi ríki eru nú leppríki
Víetnam.
Þetta er breytingin, semorðin er
á 30 árum. Veldi Sovétmanna
hefur margfaldazt, áhrif þeirra
stóraukizt. Hernaðarmáttur
þeirra a.m.k. jafnmikill og Banda-
ríkjanna ef ekki meiri. Þá kann
einhver að segja: Þetta eru atburð-
ir, sem gerast víðs fjarri Islands
ströndum, í okkar heimshluta
ríkir friður og það er rétt. En
heimurinn hefur minnkað. Flota-
veldi og flugher Spvétmanna er í
meiri nálægð við Island en hann
var fyrir 30 árum. Þótt Norð-
ur-Atlantshafið liggi á milli okkar
og Sovétríkjanna en landamærin
ein skilji á milli Sovétríkjanna og
Noregs eru Sovétmenn í jafn
mikilum námunda við ísland og
Noreg frá hernaðarlegu sjónar-
miði. Sovézkar flugvélar og kaf-
bátar eru á stöðugu sveimi í
námunda við Island. Á Kola-skaga
eru hersveitir, sem eru sérstaklega
þjálfaðar til landgöngu af sjó.
Þessum hersveitum getur ekki
verið ætlað annað hlutverk en það
að ráðast á Noreg og Island frá
sjó. Sú breyting, sem orðið hefur á
30 árum er því öðru fremur sú, að í
dag er jafnvel enn meiri þörf á
öflugu varnarbandalagi og öflug-
um vörnum en var fyrir 30 árum.
Það er ekki tímabært að leggja
Atlantshafsbandalagið niður held-
ur er nauðsynlegt að stórefla
varnarmátt þess. Við skulum hafa
þrek til þess að horfast í augu við
þessa óþægilegu staðreynd.
Vidurkenning
á borði
Þau sjónarmið, sem hér hefur
verið lýst, hafa í raun verið viður-
kennd sem réttmæt af lýðræðis-
flokkunum þremur, þótt tveir
þeirra hafi á stundum reynzt
býsna veiklundaðir á örlagatím-
um. En látum það vera. Athyglis-
verðara er, að þótt Alþýðubanda-
lag og ýmis samtök á þess vegum
hafi barizt hart gegn þátttöku
okkar í varnarsamstarfi vest-
rænna lýðræðisþjóða í orði er
Alþýðubandalagið komið býsna
nálægt því að viðurkenna þessi
sjónarmið á borði.
Alþýðubandalagið hefur tekið
þátt í þremur ríkisstjórnum frá
því að við gengum í Atlantshafs-
bandalagið og gerðum varnar-
samninginn við Bandaríkin. I fyrri
vinstri stjórnunum tveimur lagði
það ríka áherzlu á brottför varnar-
liðsins. í þeirri ríkisstjórn sem nú
situr er það ekki nefnt á nafn. Með
þátttöku sinni í núverandi ríkis-
stjórn hefur Alþýðubandalagið
viðurkennt í verki réttmæti þeirr-
ar utanríkisstefnu, sem byggist á
aðild að Atlantshafsbandalaginu
og varnarsamningnum við Banda-
ríkin. Flokkurinn hefur enga til-
raun gert til þess að taka þessi mál
upp við „endurskoðun stjórnar-
sáttmálans", sem átti að fara fram
eftir áramót. Enda er alveg ljóst,
að pólitískur áhugi Alþýðubanda-
lagins á þessum málum hefur
dofnað mjög. Áhugi ráðherra Al-
þýðubandalagsins á því að sitja
áfram í núverandi ríkisstjórn er
slíkur, að þeir láta hvorki kjara-
skerðingu né erlent varnarlið
flæma sig úr þeim stólum.
En þrátt fyrir það, að nú er
meiri samstaða um utanríkis- og
öryggisstefnu okkar en oft áður
verðum við þó að vera á varðbergi
gagnvart þeim hættum, sem að
okkur steðja innan frá og utan.
Innan Alþýðubandalagsins eru
enn sterk öfl, sem setja baráttu
gegn varnarliðinu og Atlantshafs-
bandalaginu öllu ofar. Og Sovét-
menn halda áfram þrýstingi sín-
um á okkur Islendinga með marg-
víslegum hætti, hvort sem um er
að ræða óskir um „vísindalegar"
rannsóknir eða vinsamleg tilboð
um að hjálpa okkur við að byggja
olíuhöfn. Hér á landi sem annars
staðar eru til græningjar sem gína
við slíkum tilboðum og fagur-
yrðum þessa austræna stórveldis.