Morgunblaðið - 01.04.1979, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1979
Verðbótagreiðslur á laun:
3.000borgarstarfsmenn
tapa 7-800milljónum kr.
EINN starfsmaður Reykja-
víkurborgar Hreggviður
Jónsson hefur ákveðið að
höfða mál á hendur
Reykjavíkurborg þar sem
hann telur að ekki hafi
verið staðið við kjara-
samninga og samþykktir
borgarráðs um greiðslu
verðbóta á laun. Svo sem
frá hefur verið skýrt í Mbl.
ritaði Hreggviður borgar-
ráði og fór fram á fulla
greiðslu verðbóta á laun,
en því erindi hafnaði
borgarráð á fundi 20. marz
og vísaði til 4. greinar laga
nr. 103/ 1978 um greiðslu
verðbóta á laun samkvæmt
verðbótavísitölu 151 st. frá
1.12.
Hreggviður Jónsson sagðist í
samtali við Mbl. hafa verið að viða
að sér gögnum i þessu máli eftir að
erindi hans var hafnað í borgar-
ráði og væri hann nú að undirbúa
málsókn. Kvað hann borgarstjórn
hafa samþykkt án nokkurs fyrir-
vara hinn 15. júní sl. að greiða
fullar verðbætur á öll laun sam-
kvæmt gildandi kjarasamningum.
Hefði því átt að greiða 11,13%
hækkun frá 1.12. sl. en borgin
hefði farið eftir ákvörðun alþingis
um 6,12% hækkun þrátt fyrir að
sérstaklega hefði komið fram í
umræðum á þingi að greiða mætti
hærri bætur. Taldi Hreggviður
borgina því ekki hafa staðið við
samþykktir sínar. Hann kvaðst
álíta að þessar verðbótagreiðslur
myndu ná til um 3.000 borgar-.
starfsmanna þar með talinna
félaga í Dagsbrún og Sókn og taldi
upphæðina vera milli 7 og 800
milljónir á 12 mánaða tímabili. Þá
kvað Hreggviður Jónsson það
undarlegt að forystumenn verka-
lýðsfélaga skyldu ekki taka upp
hanskann fyrir umbjóðendur sína,
Hreggviður Jónsson
starfsmannafélag Reykjavíkur
hefði mótmælt þessum vinnu-
brögðum, en mótmæli þess ekki
verið 'tekin til greina. Að lokum
kvað hann undarlegt að ríkisfjöl-
miðlar skyldu ekki hafa greint frá
þessu máli né heldur hin „frjálsu"
dagblöð.
Hvatarfund-
ur um um-
hverfismál
HVÖT, félag sjálfstæðiskvenna í
Reykjavík, efnir til fundar annað
kvöld um „Umhverfi okkar“.
Rætt verður um náttúruvernd og
umhverfismál, og þær leiðir sem
helst koma til greina við að
vernda íslenska náttúru og mann-
legt umhverfi hvar sem vera skal.
Framsögumenn verða þau Elín
Pálmadóttir blaðamaður, Gestur
Ólafsson arkitekt og Þórarinn
Sveinsson læknir. Fundarstjóri
verður Margrét S. Einarsdóttir.
Fundurinn verður haldinn í
Valhöll, og hefst hann klukkan
20.30, en í upphafi fundarins fer
fram kjör landsfundarfulltrúa.
Fiðlutón-
leikar
ÞórhaUs
ÞRIÐJUDAGINN 3. apríl kl.
7.15 heldur Þórhallur Birgisson
fiðlutónleika í Austurbæjar-
bíói. Er það seinni hluti
einleikaraprófs Þórhalls frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík,
en fyrri hlutann tók hann þegar
hann lék fiðlukonsert Mendels-
sohns með Sinfóníuhljómsveit
Islands á tónleikum 3. febrúar
s.l. Á tónleikunum á þriðjudag
verða verk eftir Hándel,
Mozart, Debussy, Ysaye og Jón
Nordal.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis og öllum heimill.
Hlnrik Ingibjfirg
Smáíbúða-
Bústaða-
og Foss-
vogshverfi
FÉLAG sjálfstæðismanna í
Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogs-
hverfi heldur almennan félags-
fund þriðjudaginn 3. apríl n.k. kl.
20:30 í Valhöll, sjálfstæðishúsinu,
Háaleitisbraut 1.
Kosnir verða fulltrúar á 22.
landsfund Sjálfstæðisflokksins.
Aðalumræðuefni fundarins
verður „Fjölskylduhættir", en
þetta er þáttur í viðleitni félagsins
á barnaáari Sameinuðu þjóðanna
til að skapa umræður manna í
milli um fjölskylduna og stöðu
einstaklingsins innan hennar.
Frummælendur verða Ingibjörg
Björnsdóttir, deildarstjóri
áfengisvarnardeildar Heilsu-
verndarstöðvarinnar, og Helga
Ágústsdóttir félagsmálafulltrúi.
Fundarstjóri verður Hinrik
Bjarnason, framkvæmdastjóri
Æskulýðsráðs Reykjavíkurborgar.
Spariyelta
Jnfngreiðslulánaícerfi
Samvinnubaríkinn kynnir nýja
þjónustu, SPARIVELTU,
sem byggist á mislöngum
en kerfisbundnum sparnaði
tengdum margvíslegum lána
möguleikum.
Hið nýja spariveltukerfi er í 2 flokkum A og B,
sem bjóða upp á fjölda mismunandi lántökuleiða,
með lánstíma allt frá
3 mánuðum
til 5 ára.
Auk þess
er þátttak-
endum heimilt
að vera með fleir'i
en einn reikning í Spariveltu-B.
Lengri sparnaður leiðir til hagstæðara
lánshlutfalls og lengri lánstíma.
Ekki þarf að ákveða tímalengd
sparnaðar umfram 3 mánuði í
A-flokki og 12 mánuði í B-flokki.
Fyrirhyggja í fjármálum
Allir þátttakendur eiga
kost á láni með
hagstæðum
vaxta- og
greiðslukjörum.
Þátttaka í
SPARI-
VELTUNNI
auðveldar
þér að láta
drauminn rætast
Markviss sparnaður = öruggt lán
LÁNAMÖGULEIKAR MEÐ HÁMARKSSPARNAÐI
SPARIVELTA-A Sparnaðarflokkar: 25, 50 og 75 þús.kr. á mánuði.
Sparnaðar- timabil Mánaðarlegur sparnaður Sparnaður í lok timabils Láns- hlutfall Lán frá Sam- vinnubanka Ráðstöfunarfé með vöxtum Mánaðarleg endurgr. Endurgr. tími
3 mánuðir 4 mánuðir 5 mánuðir 6 mánuðir 75.000 75.000 75.000 75.000 225.000 v 300.000 375.000 450.000 000% 100% 100% 100% 225.000 300.000 375.000 450.000 454.875 608.875 764.062 920.437 78.108 78.897 79.692 80.492 3 mánuðir 4 mánuðir 5 mánuðir 6 mánuðir
SPARIVELTA-B Sparnaðarflokkar: 15, 25 og 35 þús.kr. á mánuði.
Sparnaðar- tímabil Mánaðarlegur sparnaður Sparnaður í lok tímabils Láns- hlutfall Lán frá Sam- vinnubanka Ráðstöfunarfé meö vöxtum Mánaðarleg endurgr. Endurgr. tími
12 mánuðir 18 mánuðir 24 mánuðir 30 mánuðir 36 mánuðir 35.000 35.000 35.000 35.000 35.000 420.000 630.000 840.000 1.050.000 1.260.000 125% 150% 200% 200% 200% 525.000 945.000 1.680.000 2.100.000 2.520.000 982.975 1.664.420 2.677.662 3.411.474 4.165.234 49.819 45.964 55.416 64.777 73.516 12 mánuðir 27 mánuðir 48 mánuðir 54 mánuðir 60 mánuðir
Gert er ráð fyrir 19.0% innlánsvöxtum og 24.69% útlánsvöxtum svo og lántökugjaldi. Vaxtakjöreru háð ákvörðun Seðlabankans.
Upplýsingabæklingur er fyrir hendi f öllum afgreiðslum bankans.
Samvinnubankinn
REYKJAVÍK, AKRANES!, GRUNDARFIRÐI, KRÖKSFJAROARNESI, PATREKSFIROI.SAUÐÁRKRÓKI, HÚSAVlK,
KÓPASKERI. VOPNAFIROI, EGILSSTÖÐUM, STÖÐVARFIRÐI, VlK I MÝRDAL, KEFLAVlK, HAFNARFIRÐI