Morgunblaðið - 20.05.1979, Síða 1
64 SÍÐUR
113. tbl. 66. árg.
SUNNUDAGUR 20. MAÍ1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Fær tíu
milljónir
dollara
Oklahoma. 19. maí. AP. Rcuter.
RÍKISDÓMSTÓLL í Okla-
homa dæmdi í iíst kjarnorku-
fyrirtækið Kerr-McGee til að
greiða 10,5 milljónir dollara,
um 3.500 miiljónir íslcnzkra
króna. í skaðabætur til fjöl-
skyldu starfsmanns er varð
fyrir plútóníum-geislun í verk-
smiðju þar sem endurunnin
voru úrgangsefni úr kjarnorku-
verum. Niðurstaða dómstólsins
var sú að gcislunin, sem starfs-
maðurinn varð fyrir hefði kom-
ið til vegna kæruleysis í rekstri
versins. sem er við Crescent í
Oklahoma. Dómurinn markar
tímamót ok er talið að niður-
staða réttarhaldanna eixi eftir
að leiða tii þúsunda samsvar-
andi málaferla á hcndur banda-
ríska kjarnorkuiðnaðinum.
Starfsmaðurinn, Karen Silk-
wood, og fjölskylda hennar hófu
málsókn á hendur Kerr-McGee
þegar vart varð við geislun í
íbúð, sem hún bjó í og á líkama
hennar. Viku seinna fórst Karen
í bílslysi og hefur því m.a. verið
haldið fram, að „slysið" hafi
verið morð og að Kerr-McGee
Karen Silkwood. S(m»mynd - AP.
hafi ekki hreinan skjöld í því
máli.
Er Karen lézt var hún á leið til
fundar við blaðamann New York
Times og fulltrúa starfsfólks í
kjarnorkuverum. Ætlaði hún að
afhenda blaðamanninum ýmis
skjöl og sönnunargögn um
öryggismál í verinu þar sem hún
starfaði. Vitni voru að því, er
hún setti poka með gögnunum í
bifreið sína við húsakynni stétt-
arfélags síns, en pokinn var ekki
í bílfiakinu á slysstað er lögregla
kom þar að skömmu eftir siysið
og hefur því verið haldið fram,
að fulltrúar Kerr-McGee hafi
stolið pokanum úr flakinu eftir
að hafa þröngvað bifreið Karen-
ar fram af veginum.
Dhaulagiri klifinn:
Hímdu í snjóholu í
viku vegna storma
Katmandu. Ncpal. 19. mai. AP.
FJÓRIR Spánverjar ásamt
nepölskum fylgdarmanni klifu
tindinn Dhaulagiri. 8172 m háan,
í Nepal í gær eftir að hafa lcnt í
miklum mannraunum á Iciðinni.
Dhaulagiri cr tíunda hæsta fjall
heims og þykir mjög crfitt upp-
göngu. enda hafa aðeins örfáir
fjallgöngumenn staðið á tindi
þess.
För Spánverjanna á fjallið tók
alls um sex vikur. I byrjun gekk
allt að óskum og þeir komust
tiltölulega fljótt upp í miðjar
hlíðar þess, en þá tók veður að
versna og brattinn að aukast.
„Ég hló nú bara þegar mér var
sagt fyrir leiðangurinn að vind-
hraði gæti komist upp í 300 kíló-
metra á klukkustund," sagði
Gregorio Ariz leiðangursstjóri, „en
ég hló ekki þegar við máttum híma
fimm saman í smá snjóholu efst í
fjallinu í nær heila viku vegna þess
að ekki var unnt að fóta sig í
æðisgengnum stormi sem geisaði á
þessum slóðum,“ sagði Ariz enn-
fremur.
„Það tók okkur svo sex daga að
klífa síðustu 700 metrana, þegar
hægja tók á veðrinu, en kuldinn var
aftur á móti mjög mikill, sennilega
milli 30—40 stiga frost,“ sagði Ariz
að síðustu.
Rúm þrjátíu þúsund
flýja til Thailands
Ban Bung Chanang. Thailandi. 19. maf. AP.
RÚMLEGA 30.000 Kambódíumenn, óbreyttir borgarar
og hermenn fyrrverandi ríkisstjórnar Pol Pots forsætis-
ráðherra, flýðu inn í Thailand við landamæraborgina
Ban Bung Chanang í morgun eftir harða sókn herliðs
undir forystu Víetnama.
Yfirvöld í Thailandi hafa látið í
ljós ugg um að þessi átök geti
breiðzt út til landsins. Landstjór-
inn í fylkinu Chantaburi sagði í
símviðtali, að Kambódíumennirn-
ir hefðu streymt inn í Thailand við
Ban Bung Chanang, sem er um
fjóra kílómetra frá landamærun-
um og að flóttinn héldi áfram.
Heimildir í Chantaburi herma
að Kambódíumennirnir hafi kom-
ið „mjög hratt" yfir landamærin
og yfirvöld telji að herliðið undir
stjórn Víetnama fylgi fast á hæla
þeim.
Yfirvöld segja einnig, að þau
hafi hert á öryggisráðstöfunum á
landamærasvæðinu þar sem
Kambódíumennirnir komu inn í
Thailand af ótta við að átökin
breiðist út yfir landamærin.
Bardagar halda áfram milli
herliðsins sem Víetnamar stjórna
og leifa hers ríkisstjórnar Pol
Pots og stöðugt fleiri Kambódíu-
menn leita hælis meðfram thai-
lenzku landamærunum.
Fyrsta kassabílarallúð hér i landi fer fram um næstu helgi. Það eru skátar, sem standa fyrir þessu
uppátæki og er tigangurinn að safna fé til Kópavogshæiisins. Rallíið hefst n.k. laugardag í
Hveragerði og því lýkur við Kópavogshælið á sunnudaginn. 12 fararskjótar taka þátt í rallíinu og
munu þrfr skátar ýta bílunum og einn stýra en auðvitað verða áhafnaskipti með vissu miilibili. Fyrsti
rallbfllinn er kominn á götuna og var hann myndaður við Glæsibæ á föstudaginn ásamt áhöfn. Þótt
ekki sé búist við þvf að bílarnir aki á neinum ofsahraða þótti samt vissara að hafa íþeim bílbelti eins
Og sjá má. Ljóam. Kristinn.
Á ströndinni
öðrum piltinum á myndinni fannst vissara að hafa riffilinn með sér á ströndina við ísraelsku
hyggðina Yamit á Sinai-skaga. Hún er á svæðinu við borgina E1 Arish og er fjölmennasta ísraelska
nýlendan þar. Egyptar fá aftur yfirráð yfir E1 Arish eftir nokkra daga en ekki Yamit.
Schlesinger er
ekki settur af
WashinKton. 19. maí. Rcutcr.
JAMES Schlesinger orkumála-
ráðherra Bandarfkjanna sagði í
sjúnvarpsviðtali í gær. að hann
hefði tilkynnt Carter íorseta að
hann væri tilbúinn að segja af
sér. en forsetinn hefði hafnað því.
Schlesinger sagðist i viðtalinu
ekki kvíða svo mjög að halda
áfram í þessu umdeilda embætti
og hann myndi gegna því áfram
þar til Carter hefði fundið nýjan
mann til að taka við. Schlesinger
bætti því svo við, að líklega
reyndist það forsetanum erfitt að
finna sjálfboðaliða í starfið.
Schlesinger sagði ennfremur, að
miklar óvinsældir hans meðal
I þingmanna væru ekki til komnar
vegna hans eigin persónuleika
I heldur eðli starfsins.
Tarzan
í barndóm
Lom Angeles. 19. maí. Reuter.
JOHNNY Weissmuller, sund-
kappinn sem frægur varð fyrir
leik sinn í Tarzan-myndum, er
truflaður á geði. Lýsir það sér í
því, að hann gengur um ganga
elliheimilisins, þar sem hann
dvelst og rekur öðru hvoru upp
hið hræðilegasta stríðsöskur.
Weismuller er nú 73 ára gam-
all.