Morgunblaðið - 20.05.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1979
17
búast, að ríkisstjórnin leysi
vandamálin fyrir þá og fengin
reynsla sýni, að af tvennu illu sé
betra að takast á hendur langa
baráttu, jafnvel þótt það kosti
stöðvun atvinnufyrirtækja um
skeið, heldur en að skrifa undir
samninga, sem þeir hafi enga
möguleika á að standa við. Takist
vinnuveitendum að halda við
þessa afstöðu og standa saman
mun það leiða til þess að meira
jafnræði verði milli aðila vinnu-
markaðarins en verið hefur um
langt árabil og það er áreiðanlega
mjög mikilsvert fyrir baráttu
þjóðarinnar allrar gegn verðbólg-
unni.
Stefnuleysi verkalýðssamtak-
anna hefur einnig stuðlað að því
að styrkja stöðu vinnuveitenda að
þessu sinni. Augljóst er, að for-
ysta Alþýðusambands íslands hef-
ur enga hugmynd um hvaða af-
stöðu hún á að taka. Verkalýðsfor-
ingjar Alþýðubandalagsins eru
greinileg ófærir um að marka
heildarstefnu fyrir launþegasam-
tökin í kjaramálum. Aberandi
togstreita ríkir milli forystu
Verkamannasambands íslands
annars vegar og Alþýðusambands
íslands hins vegar. Eftir að Björn
Jónsson hvarf frá forystustarfi í
Á ríkis-
stjórnin ad
grípa inn í?
Viðhorfin í kjaramálum valda
því, að ríkisstjórnin stendur nú á
krossgötum. Vonir hennar um
árangur í efnahagsmálum byggð-
ust á því, að takast mundi með
samstarfi við verkalýðsfélögin að
koma í veg fyrir grunnkaups-
hækkanir á þessu ári. Þær vonir
hafa nú brugðizt. Ríkisstjórnin
stendur uppi með gjaldþrota
stefnu í efnahags- og kjaramálum.
Viðbrögð Framsóknarflokksins
eru þau að hvetja til þess að
ríkisstjórnin grípi inn í með laga-
setningu, lögfesti 3% grunnkaups-
hækkun og banni verkföll til
áramóta. Alþýðubandalagið er á
mjög svipaðri skoðun að því
undanskildu, að það er enn ekki
tilbúið til þess að fallast á að
banna verkföll með lögum. Þessi
afstaða Framsóknarflokks og
Alþýðubandalags er óraunsæ og
sýnir bezt, að í báðum flokkunum
ráða nú ferðinni menn, sem litla
sem enga reynslu hafa af kjara-
málum og sýnast ekkert hafa lært
Þegar þetta er haft í huga er'
alveg stórfurðulegt, að helztu
forystumenn Framsóknarflokks-
ins nú, þeir Steingrímur
Hermannsson og Tómas Árnason
skuli telja það vænlegast til
árangurs að boða lagasetningu um
lögfestingu á ákveðinni kaup-
hækkun og bann við verkföllum.
Enn undarlegra er, að Alþýðu-
bandalagið skuli fylgja þeim
félögum, Tómasi og Steingrími í
þessari vitleysu og er ekki önnur
skýring á því en sú, að Alþýðu-
bandalagið sé búið að gefa upp
vonir um að forystumönnum þess í
verkalýðssamtökunum takist að
marka ákveðna stefnu í kjaramál-
um eða þá, að núverandi ráðherr-
ar Alþýðubandalagsins séu svo
bláeygir að halda, að það sé hægt
að stjórna kjaramálum fólks með
lögum. Þeir ættu að fara í smiðju
til Eðvarðs Sigurðssonar og
Einars Olgeirssonar og spyrja þá.
Kannski þær gætu eitthvað lært
af því. Jafnvel þótt ríkisstjórninni
takizt að ná samstöðu um laga-
setningu mun það engan vanda
leysa og allsendis óvíst að lögum
yrði hlýtt. Sex ráðherrar af níu
geta sjálfum sér um kennt að svo
er komið vegna þess, að ráðherrar
bæði Alþýðubandalags og Alþýðu-
grundvallarstefna Sjálfstæðis-
flokksins, að frjálsir kjarasamn-
ingar væru aðalreglan en afskipti
ríkisvalds undantekning. Og þegar
ferill Sjálfstæðisflokksins í ríkis-
stjórnum er skoðaður kemur í ljós,
að flokkurinn hefur afar sjaldan
staðið fyrir afskiptum af gerðum
kjarasamningum. Hins vegar
hefur Sjálfstæðisflokkurinn oft
staðið að lausn kjaradeilna með
því að beita sér fyrir margvísleg-
um hliðarráðstöfunum til þess að
stuðla að lausn þeirra, þegar það
hefur átt við. Það eru raunar einu
afskipti ríkisvalds af kjara'málum,
sem eiga við þ.e. að ríkisstjórnir
beiti sér fyrir ákveðnum aðgerð-
um, sem geti stuðlað að lausn
yfirstandandi deilu á jákvæðan
hátt. Þær raddir heyrast líka, að
reynslan af frjálsum kjarasamn-
ingum sé ekki slík, að það sé
vænlegt til árangurs. Það er út af
fyrir sig rétt. En hinn kosturinn,
afskipti ríkisvalds, er verri. Og við
hljótum að vænta þess, að aðilar
vinnumarkaðarins hafi eitthvað
lært af fenginni reynslu 1974 og
1977.
Sú sérstæða staða er því upp
komin, að Sjálfstæðisflokkur og
Alþýðuflokkur eru sammála um,
að frjálsir kjarasamningar skuli
ráða ríkjum. Væntanlega verða
menn að telja, að þetta sé einnig
skoðun verkalýðshreyfingarinnar
í heild og raunar grundvallar-
stefna hennar og er því um að
ræða samstöðu Sjálfstæðisflokks,
Alþýðuflokks og verkalýðshreyf-
ingar að þessu leyti.
Á hinn bóginn er augljóst, að
viðhorf vinnuveitenda og vinstri
stjórnarinnar, sem slíkrar, eru
mjög áþekk. Bæði vinnuveitendur
og vinstri stjórn telja æskilegast,
að engar grunnkaupshækkanir
verði á þessu ári. Það mundi
áreiðanlega verða vinnuveitendum
þóknanlegt, ef vinstri stjórnin
leysti vandann á vinnumarkaðn-
um fyrir þá með lögum með því að
lögfesta mjög litla grunnkaups-
hækkun og jafnvel frestun allra
verkfalla fram yfir áramót. Enda
byggist allur málflutningur
vinnuveitenda á því, að þeir séu
með aðgerðum sínum að verja
stefnu ríkisstjórnarinnar í kjara-
málum. „Politics make strange
bedfellows" var einhvern tíma
sagt.
Skatta-
lækkun
er kjarabót
En er þá enginn grundvöllur til
kjarabóta? Að mati Morgunblaðs-
ins er engin von til þess, að
atvinnuvegirnir geti staðið undir
kjarabótum og er þá átt við
kauphækkanir, sem ekki enda í
nýrri verðbólguöldu. En það jafn-
gildir ekki því, að kjarabætur
fyrir launþega séu útilokaðar á
þessu ári. Þvert á móti er til
augljós leið til að ná þeim fram og
ekki mun af veita, því að tæpast
leikur nokkur vafi á því, að verð-
bólgan kreppir mjög að afkomu
manna um þessar mundir, ekki
sízt vegna þess að samdráttur í
vinnu veldur minni tekjum en
áður, þegar yfirvinna t.d. var
meiri en nú og eftirspurn eftir
vinnuafli almennt mun meiri.
Aðferðin til þess að tryggja
launþegum kjarabætur án þess að
íþyngja atvinnuvegunum og án
þess að leiði til nýrrar verðbólgu-
öldu er veruleg lækkun beinna
skatta og óbeinna. Sú aðgerð
mundi raunar i senn bæta kjör
launafólks og draga úr verðbólgu.
Vinstri stjórnin hefur hækkað
skattaálögur á þjóðina gífurlega.
Afsökun hennar er sú, að það hafi
verið nauðsynlegt til þess að halda
niðri verðbólgu. Nú stöndum við
uppi með stóraukna skattheimtu
og verðbólgu, sem verður meiri en
á síðasta ári og jafnvel meiri en á
síðasta 12 mánaða tímabili fyrr-
verandi ríkisstjórnar! Afsökun
vinstri stjórnarinnar fyrir skatt-
píningunni er ekki lengur fyrir
hendi. Einn flokkur, Sjálfstæðis-
flokkurinn, hefur þegar lýst því
yfir, að hann muni strax afnema
alla vinstri stjórnar skatta þegar
hann tekur þátt í ríkisstjórn á ný.
Sú aðgerð ein út af fyrir sig mundi
stórbæta kjör almennings í land-
inu um leið og henni mundi að
sjálfsögðu fylgja verulegur niður-
skurður á ríkisútgjöldum og
umsvifum hins opinbera. Það er
undarlegt fyrirbrigði, að þegar
vinstri flokkar hafa uppi tilburði
til þess að skera niður ríkisútgjöld
lendir sá niðurskurður að því er
virðist fyrst og fremst á lífsnauð-
synlegri félagslegri þjónustu eins
og sú fáránlega afstaða að neita
Kópavogshælinu um heimild til
þess að ráða nægilega margt fólk í
sumarvinnu til þess að hægt sé að
sinna því fólki, sem þar dvelur. Þá
munu einhverjir segja sem svo:
gott og vel það er ágætt að lækka
skatta en lækkun beinn<» skatta
mun ekki koma láglaunafólki til
góða, þar sem það borgar enga
Seina skatta að ráði. Það er rétt.
Enda er nú orðið tímabært að
taka til hendi við óbeinu skattana
einnig.
Miklar umræður standa nú yfir
um benzínverðið. Eins og að var
vikið í Reykjavíkurbréfi fyrir viku
er benzínið orðið svo óheyrilega
dýrt, að fólk með venjulegar tekj-
ur hefur tæpast lengur efni á því
að eiga eigin bifreið og reka hana.
Það fer að verða pólitískt baráttu-
mál að fólk geti átt eigin bifreið og
rekið hana eins og það hefur verið
pólitískt baráttumál Sjálfstæðis-
flokksins í áratugi, að fólk eigi
eigið húsnæði. Olíuverðið í Rotter-
dam æðir upp og er nú helmingi
hærra á tunnu en frá Opec-ríkjun-
um. Ríkisstjórnin hefði betur
hlustað á ráð Geirs Hallgrímsson-
ar í- vetur en hann stóð upp í
þinginu og benti á þann möguleika
að taka upp viðræður við Sovét-
menn um að hafa eðlilegri
viðmiðun um olíuverð heldur en
Rotterdammarkaðinn, sem rætt
hefur verið um í Efnahagsbanda-
lagslöndum að setja undir sérsakt
eftirlit. Benzínið er orðið of dýrt
og af hverjum 256 krónum, sem
lítrinn kostar, tekur ríkið 144
krónur. Það mundi verða umtals-
verð kjarabót fyrir alla
þjóðfélagsþegna, ef ríkið lækkaði
verulega skattheimtuna af benzín-
inu og þar með benzínverðið.
Allir þurfa á rafmagni að halda,
jafnt láglaunafólk, sem hálauna-
menn. Svo einhverjar tölur séu
nefndar af handahófi er skatt-
heimtan af rafmagni orðið slík að
af 70 þúsund króna rafmagns-
reikningi eru tæpar 20 þúsund
krónur skattheimta, söluskattur
og verðjöfnunargjald.
Stjórnmálamenn, hvar í flokki,
sem þeir standa, hvort sem þeir
eru í Sjálfstæðisflokki, Alþýðu-
bandalagi, Alþýðuflokki eða
Framsóknarflokki, verða að gera
sér grein fyrir því, að almenn-
ingur í iandinu unir ekki lengur
þeirri miklu skattheimtu, sem þeir
bera allir meiri eða minni ábyrgð
á, þótt upp úr hafi soðið við
skattpíningu vinstri stjórnarinn-
ar. Mótmælaaðgerðir þær, sem
FÍB stendur fyrir á þriðjudag eru
aðeins dæmi um það, sem mun
koma, ef stjórnmálamennirnir
taka sjálfa sig ekki taki og hefja
niðurskurð á því bákni, sem þeir
hafa sjálfir komið upp í vinsam-
legri samvinnu við embættis-
mannavaldið og báðir hafa talið
fólki trú um að væri í almanna-
þágu en er þó ekki síður kerfis-
bygging í kringum þá sjálfa.
Þess vegna eiga verkalýður og
vinnuveitendur nú að taka hönd-
um saman og segja við ríkisstjórn-
ina og opinþera kerfið: þið hafið í
ykk tr höndum tækin til þess að
bæta lífskjör almennings í þessu
landi. Við höfum það ekki. Lækkið
skattana, skerið niður útgjöldin og
lífskjör fólksins batna án þess að
nýjar drápsklyfjar verði lagðar á
atvinnureksturinn og án þess að
ný verðbólguholskefla dembist
yfir.
Launþegar munu ekki sækja
bætt lífskjör að þessu sinni í
hendur atvinnurekenda. En þeir
geta sótt þau til ríkisstjórnarinn-
ar.
^aklyfting haekkaði ráðherra-
ailtað 160 þúsundkr.
.141 7nn i_t. “
Einróma tilmæl
||l|||Sp||^ 141.7QQ krAn-r '
S* tii farnmiina:
Aflýsið
3%gnmnka
.Ólíkleg" Hugmyndi**
ilngólfi
kföllum gegp
.40
VlSl
töðvun!
Ö
Steingrímur Hermannr
19
&
„Grur.
ekki á ári”
Ríkisstjómin getur ekki, áð hjá í fa
«Jarde;
m?
ASÍ sökum veikinda hefur enginn
sterkur verkalýðsieiðtogi komið
fram á sjónarsviðiö til þess að
marka ákveðna stefnu fyrir heild-
arsamtök launþega. Þess vegna
veit í rauninni enginn í dag hvað
Alþýðusambandið vill.
Enginn vafi er á því, að verka-
lýðsforingjar Alþýðubandalagsins
eru í mikilli klípu. Helzt vilja þeir
nota launþegasamtökin til þess að
styrkja stöðu Alþýðubandalagsins
í ríkisstjórn. En þeim er orðið
ljóst, að það, sem gerðist í BSRB
getur gerzt í ASÍ og öðrum verka-
lýðsfélögum og samtökum þeirra.
Hinn almenni félagsmaður getur
risið upp og veitt forystumönnum
'sínum áminningu ef ekki sagt
þeim upp störfum, ef þeir gerast
sekir um of áberandi misnotkun á
launþegasamtökunum í þágu Al-
þýðubandalagsins. Þess vegna
hika þeir og vita ekki í hvorn
fótinn þeir eiga að stíga. Verka-
lýðssamtökin í dag eru eins og
stefnulaust rekald. Þau geta ekki
gert það upp við sig, hvort þau
eiga að hefja harða kjarabaráttu
eða hjálpa ríkisstjórninni við að
lafa. Stefnulaus verkalýðssamtök
annars vegar og samhent, stefnu-
föst samtök vinnuveitenda undir
sterkri, nútímalegri forystu, hafa
leitt til þess að staðan er önnur en
áður í samskiptum launþega og
vinnuveitenda.
af því að vera áhorfendur að
kjarabaráttu síðustu áratuga.
Af kjarabaráttu síðustu áratuga
má fyrst og fremst draga þann
lærdóm, að ríkisstjórnir skyldu
varast að grípa inn í þær með
lagasetningu. Margendurtekin
reynsla sýnir, að það leysir engan
vanda að ríkisstjórnir blandi sér í
kjaramál með þeim hætti. Við-
brögð verkalýðssamtaka verða að
jafnaði þau að hefjast handa með
einum eða öðrum hætti til þess að
heimta rétt sinn á ný og það, sem
þau töldu af þeim tekið með
„ólögum". Þetta var reynsla ríkis-
stjórnar Geirs Hallgrímssonar,
sem reyndi að leysa aðsteðjandi
verðbólguvanda með því að breyta
gerðum kjarasamningum með lög-
um. Allir þekkja þá sögu pg skal
hún ekki endurtekin hér. í þessu
sambandi skiptir engu, þótt að-
gerðir þeirrar ríkisstjórnar hafi í
sjálfu sér verið skynsamlegar,
heldur einungis hitt, að þar sem
verkalýðsfélögin gátu með engu
móti sætt sig við þær, gátu þær
ekki borið tilætlaðan árangur.
Forystumenn Viðreisnar-
stjórnarinnar lærðu þessa lexíu
snemma á Viðreisnartímabilinu
og höguðu sér í samræmi við það.
Enda var það ein meginástæðan
fyrir velgengni þeirrar ríkis-
stjórnar.
flokks hvöttu til ólöglegra verk-
falla á sl. ári og súpa nú seyðið af
því. Verði þeim að góðu, þótt hitt
sé að sjálfsögðu stórkostlegt
alvörumál, að menn hljóti að efast
um að lögum, sem löglega kjörin
stjórnvöld setja, verði hlýtt.
Samstaða
vinnuveit-
enda og
vinstri
stjórnar
Alþýðuflokkurinn hefur nú tek-
ið undir þá stefnu Sjálfstæðis-
flokksins, að frjálsir kjarasamn-
ingar hljóti að ráða ferðinni á
vinnumarkaðnum. Þessa stefnu
boðaði Sjálfstæðisflokkurinn á
miðjum vetri og henni hefur
smátt og smátt aukizt fylgi. Að
vísu heyrast raddir sem segja sem
svo, að það dugi lítið fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn að boða frjálsa
kjarasamninga nú, þegar hann
hafi í ríkisstjórn staðið að laga-
setningu til þess að breyta gild-
andi kjarasamningum. Sjálf-
stæðisflokkurinn getur haldið fast
við stefnu sína þrátt fyrir þessa
gagnrýni. Það hefur alltaf verið