Morgunblaðið - 20.05.1979, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ1979
Barna- og íjiilskyldusíðan
Þórir S. Guðbi'rfísson
Htína G ísladótíir
Framtíðin
„Þá mun úlfurinn búa hjá lambinu og pardusdýrið liggja
hjá kiðlingnum... og smásveinn mun gæta þeirra.“
(Jesaja, 11.6).
Umhverfisvernd — lífríki náttúrunnar — mengun til
lands og sjávar — orð, sem sífellt heyrast í fréttum.
Hvernig fer „maðurinn" með það vald og vit, sem honum
er gefið?
Er spámaðurinn Jesaja að spá um framtíðina eða horfir
hann til baka til upphafs sköpunarinnar? Eða sér hann
hvorttveggja í himneskri sýn?
I upphafi kaflans segir hann frá komu Jesú til
jarðarinnar. Hann talar um „stofn Ísaí“ og „kvistinn, sem
mun vaxa upp af rótum hans“. Hann sér Messías sem Von
heimsins.
Fjaðrapenni
Margir hafa lesið og
heyrt um fjaðrirnar, sem
notaðar voru í gamla
daga til þess að skrifa
með. Þær reyndust á
margan hátt vel, en
dugðu sjálfsagt ekki eins
lengi og pennaoddar nú á
dögum. Þess vegna væri
e.t.v. ekki úr vegi að
sameina þetta tvennt.
Ef þú finnur stóra
fjöður, gætirðu athugað,
hvort fylling, sem þú
hefur keypt í bókabúð,
passar í fjöðrina, þegar
þú hefur klippt framan
af oddi hennar (þ.e.a.s.
fyllingu úr kúlupenna)!
Maðurinn
og; dýrin!
Ungur maður var á ferð ríðandi
ásamt félaga sínum. Hann kom
auga á nokkra fuglsunga, sem lágu
við_ vegarbrúnina. Þeir höfðu ber-
sýnilega fallið úr hreiðrinu. Félag-
inn lét sig þetta engu skipta, en
ungi maðurinn fór af baki.
— Ég verð að reyna að hjálpa
þeim aftur upp í hreiðrið sitt, sagði
hann.
— Ert þú alveg genginn af göfl-
unum, sagði félagi hans. Láttu ekki
þessa ungaraefla tefja þig. Flýttu
þér á bak svo að við getum haldið
áfram.
En ungi maðurinn fór ekki á bak.
Félagi hans hélt leiðar sinnar en
hann hélt áfram að leita að hreiðr-
inu og haetti ekki fyrr en hann
hafði bjargað ungunum.
Þegar hann hitti félaga sinn
aftur tók félagi hans að skopast að
honum fyrir tiltaekið. Ungi maður-
inn svaraði rólegur:
— Ef ég hefði ekki hjálpað
vesalings ungunum, hefði mér ekki
komið dúr á auga í nótt.
Nafn unga mannsins var
Abraham Lincoln. Hann varð síðar
einn ástsælasti forseti Bandaríkj-
anna, elskaður og virtur fyrir starf
sitt til hjálpar þeim, sem bágt áttu.
Fjallgangan
Teikning: Eygló R. Sigurðardóttir, 11 ára,
Langholtsskóla.
Fjallgöngur fara í vöxt hér á landi. Með þeim fáið þið
hollar og góðar hreyfingar, aukið þrek og þor — og getið
notið útivistar á unaðslegan hátt.
Um að gera að nota vor og sumar til útiveru — bæði
fullorðnir og börn, og helst saman!
Talnakerfi okkar er komið frá Aröbum. Því er haldið fram, að þeir
hafi orðið fyrir áhrifum frá Indverjum fyrir mörg þúsund árum.
Áhugaverð kenning gengur út á það, að Arabarnir, sem voru mjög
snjallir í rúmfræði, hafi sett tölurnar saman úr vinklum eða
hornum. 1 hefur eitt horn, 2 hefur tvö horn o.s.frv. 0 hefur þá
auðvitað ekkert horn! Líttu á teikninguna og athugaðu, hvort þetta
er rétt. (beir hafa látið sér detta ýmislegt í hug!)