Morgunblaðið - 20.05.1979, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAI 1979
UM DAGINN voru í fyrsta skipti teknar myndir af samflugi tveggja Phantom-þotna og hinnar nýju Boeing
&3a Sentry. fljúgandi ratsjárstöðvar. Samflug sem þetta hefur hvergi verið leyft áður. bæði vegna þess hve
nýjar Sentry-vélar eru og ekki síður vegna þess hve dýrar þær eru. Fleiri myndir og grein um flugið eru á
bls. 48—50 í blaðinu í dag. Ljósm. Mbl. Baldur Sveinsson.
t>urrfiskur og ufsaflök
fyrir 6—700 milljónir
króna bíða útskipunar
NÚ BÍÐA 500 tonn af saltfiski.
þ.e. þurrfiski. afskipunar og
5—000 tonn af blautsöltuðum
ufsaflökum og er verðmætið
6 — 700 milljónir króna. Vegna
farmannaverkfallsins er að skap-
MIKILL ís er nú í höíninni
á Raufarhöfn. VeKna
þrýstinjís íssins lyftist vír-
inn. sem strengdur er fyr-
ir hafnarmynnið ok ís
komst inn í höfnina.
Flestar trillur Raufar-
hafnarbúa komust út úr
höfninni í gærmorgun, þeg-
ast vandra-ðaástand með afskip-
un þessa magns, að sögn Val-
garðs ólafssonar framkvæmda-
stjóra SÍF.
Þurrfiskurinn á að fara til
Brasilíu, Karabíska-hafsins,
ar læna myndaðist, fóru út
í Hraunhafnir. Aðrar trill-
ur voru teknar upp og kom-
ast ekki í bráð út.
Rauðinúpur ætlaði í gær-
kvöld út. I gær var blanka-
lotfn ojí sólskin á Raufar-
höfn ok hafnarmannvirki
því ekki í hættu á meðan
veðrið helst stillt.
Frakklands, Afríku og fleiri staða.
Hann er tilbúinn til útflutnings en
verkfallið setur strik í reikning-
inn, sérstaklega vegna þess að
ekki er hægt að skipuleggja fram-
haldsflutninga frá Evrópu á með-
an allt er í óvissu vegna verkfalls-
ins, að sögn Valgarðs. Verðmæti
þurrfisksins eru 300 milljónir
króna.
Blautsöltuðu ufsaflökin fara til
Vestur-Þýzkalands, þar sem þau
eru notuð til sjólaxgerðar. Fyrr-
greint magn, að verðmæti 3—400
milljónir króna á samkvæmt
samningum að vera komið í hend-
ur kaupenda.
Bíleigendur
mótmæla á
morgun
FÉLAG íslenzkra bifroiðaeigenda
mun standa fyrir mótmælaaðgerð-
um á morgun og þriðjudag vegna
henzinhækkana og skattheimtu
ríkisins af benzíni.
Á morgun klukkan 19,30 ætla
bíleigendur að þeyta bílhorn í 2
mínútur og FIB hefur hvatt bíleig-
endur til að hreyfa ekki bíla sína á
þriðjudaginn í mótmælaskyni.
Fara 1—2 bátar á
tilraunasíldveiðar?
Mikill ís í höfn-
inni á Raufarhöfn
Land byr jad ad
rísa vid Kröflu
.LAND rís nú nokkuð hratt eins
og það hefur oft áður gert í
byrjun en síðan hefur risið hægt
á sér.“ sagði Hjörtur Tryggvason
er Mbl. náði tali af honum i gær.
„Við fórum norður á Gjástykki
á miðvikudag og þá mældist sterk-
asti skjálftinn 3.7 stig á Richter og
skjálftar voru tíðir. Landið gekk í
bylgjum undir okkur og gliðnun er
orðin um hálfur annar metri.
Jarðhitasvæðið hefur stækkað frá
norðri til suðurs. Kvikuhlaup var
hægara en áður, 250 rúmmetrar á
sekúndu en hraðinn hefur mestur
verið um 800 rúmmetrar. Sigið
varð um 70 sentimetrar en land
var búið að rísa meir en áður. Við
förum í dag norður í Gjástykki að
kanna risið nánar og þær breyt-
ingar, sem hafa orðið,“ sagði
Hjörtur Tryggvason að lokum.
Bænadagur þjóðkirkjunnar:
Beðið fyrir
kristnu uppeldi
bama á Islandi
HINN almenni bænadagur er í
dag. sunnudaginn 20. maí. í
ávarpi hr. Sigurbjörns Einars-
sonar biskups. sem hann ritar í
tilefni bænadagsins. lætur hann
í Ijós þá ósk. að í tilefni barna-
árs verði við guðþjónustur
predikað og beðið fyrir kristnu
uppeldi barna á íslandi. Ávarp
biskups er birt í heild á bls. 51 f
blaðinu f dag.
í ávarpi sínu segir hr. Sigur-
björn Einarsson m.a.:
„Þetta er víðtækt efni. í raun
og veru felur það í sér allt sem er
á bak við hugmyndina um sér-
stakt barnaár. Það þjóðfélag,
sem væri mótað af kristnum
anda, væri börnum hollt og gott.
Ef uppeldismál væru traustlega
byggð á kristnum skilningi á
manninum og kristnu verð-
mætamati, myndi vel horfa um
mótun barna og aðhlynningu að
þeim. Ef kristilega mótuð
ábyrgðarvitund fyrir Guði væri
vakandi og virk í heiminum,
væri hann börnunum hollari vist
og hættuminni en nú er.“
Að vestan í leit
að ættingjum hér
UNG STÚLKA að nafni Mary
Olson frá borginni Fargo í
Norður-Dakotafylki í Banda-
rfkjunum leit inn á ritstjórn
Mbl. í vikunni í þeirri von, að
Mbl. gæti orðið henni að liði í
leit hennar að ættingjum sinum
hér á Fróni.
Stúlkan kvað afa sinn vara
Ólaf Guðmundsson Ólafsson frá
Álftanesi, en hann tók upp eftir-
nafnið Olson er hann kom vestur
um haf. Ólafur fluttist vestur 12
ára gamall ásamt eldri systur
sinni. Lézt hann fyrir fjórum
árum. Vestra giftist hann konu
af skozkum ættum, Christine
McBain frá Winnipeg, og taldi
Mary þau hafa gifzt árið 1912.
Ólafur starfaði lengst af hjá
Singer-fyrirtækinu í Fargo og
Minneapolis.
Þau Ólafur og Christine eign-
uðust tvo syni, Edwin B. Olson og
Dan E. Olson, en Dan er faðir
Mary. Edwin býr nú í Washing-
ton D.C. en bjó áður í Minnea-
polis. Dan er ljósmyndari í
Fargo.
Mary sagði, að afi hennar hefði
átt frænda að nafni Benedikt
Benediktsson er bjó í Seattle, en
hefði flutzt aftur til íslands fyrir
nokkrum árum. Benedikt og
Ólafur hefðu að öllum líkindum
verið systkinabörn og væri Bene-
dikt sennilega á sjötugsaldri.
Vonast Mary til að komast í
samband við einhverja ættingja
sína hér á landi og er hún stödd í
Goðheimum 8 í Reykjavík og
hægt er að ná sambandi við hana
í síma 30781.
Sjávarútvegsráðuneytið
hefur nú til athugunar
hvort leyfa á tilraunasíld-
veiðar við Suðurland í júní
n.k. Sagði Lórður Ásgeirs-
son skrifstofustjóri við
Mhl. í Kær, að vel kæmi til
Kreina að heimila 1 — 2
hátum að stunda þessar
veiðar.
Eins og fram kom í Mbl. í
gær, er nú mikil eftirspurn
eftir frystum síldarhrogn-
um og fæst mjög hátt verð
fyrir hrognin. Gunnar
Flovenz framkvæmdastjóri
Yfirborgar-
fógeti hættir
Friðjóni Skarphéðinssyni
yfirborgarfógeta í Reykjavík
hefur verið veitt lausn frá
embætti frá 1. september
n.k.
Síldarútvegsnefndar hefur
sett þá hugmynd fram í
grein í Ægi, að stefna skuli
að því í sumar að gera
tilraun til þess að veiða
síldina fulla af hrognum
svo kanna megi hagkvæmni
þess að veiða síldina í því
ástandi.
Skólameist-
aranum
á ísafirði
veitt lausn
SKÓLAMEISTARA
Menntaskólans á ísafirði,
Jóni B. Hannibalssyni,
hefur verið veitt lausn frá
embættinu samkvæmt hans
eigin ósk frá og með 1.
september n.k. og hefur
staðan verið auglýst laus til
umsóknar.
i
- ..,
Veiddi 70 punda
lúðu með haka
ÞAÐ er mjög sjaldgæft að
menn veiði lúðu með haka,
en það gerðist í Vest-
mannaeyjum fyrir
skömmu. Þeir feðgar
Sigurður Jóelsson og Jócl
sonur hans voru fyrir vest-
an Dranga að kippa.
„Jóel sló af,“ sagði Siggi Jóels í
spjalli við Mbl., „og ég var
frammi á. Mér sýndist ufsi vaða
austar því ég sá svartan sporð
slást upp úr sjónum. Við sigldum
á staðinn, en þá sá ég allt í einu
hvítan sporð og þá var ekki um
að villast. Lúðan lá þarna í
yfirborðinu og við urðum að
bakka til þess að sigla ekki fram
hjá henni, en þrátt fyrir það var
hún kýrr. Þegar við komum svo
að henni sáum við hvað um var
að vera. Hún hafði þrælað upp
stórri ýsu og var að leika sér að
henni eins og köttur að mús,
glefsaði í hana og blóðrispurnar
á kviðnum sáust greinilega en
hún reyndi ekkert til þess að
gleypa hana. Nú, lúðan var svo
upptekin af þessum leik að hún
vissi ekki fyrr en hakinn stóð í
henni. Ég hélt henni með hakan-
um þar til Jóel kom með ífæruna
og þá vippuðum við henni inn
fyrir borðstokkinn. Þá tók hún
fyrst við sér og barðist af alefli,
en það var of seint fyrir hana,
hún var komin inn í okkar
landhelgi. Þetta var 70 punda
lúða, en ég hef ekki fyrr lent í
því að taka hana ofan á.“
Bensi fyrir vestan Eyjar. Ljós-
mynd Mbl. Sigurgeir.
Lúðan lék sér að ýsu eins og köttur að mús