Morgunblaðið - 20.05.1979, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ1979
7
Almennur bænadagur:
„Og lærisveinarnir báöu
Drottin: Auk oss trú“. Hafa
íslendingar hneigð til aö
biöja svo? Trúvakning
þarf aö sjálfsögöu ekki aö
vera hiö sama og vakn-
ingastefnur þær, sem
hvað eftir annað hafa
komið fram í kristnum
löndum og víöast fundiö
meiri móttökuhæfileika en
meöal íslendinga. Ágætir
menn, eins og sra Jón
„læröi“ í Möörufelli, hafa
oröið fyrir vakningaráhrif-
um erlendis frá og beitt
sér fyrir því aö vekja menn
til heittrúar. En viðleitni
þeirra hefur látiö eftir sig
lítil spor í ísl. trúarlífi.
Víst þarf hér vakningar
viö. Þótt fólk fjölmenni við
einstök tækifæri til kirkju,
segir þaö næsta lítiö til um
trúarlíf eöa trúleysi íslend-
inga í dag. En spyrjum:
Erum viö betur komin, er
lífi okkar betur borgiö
meö meiri trú? Erum viö
betur á vegi stödd í einka-
lífi okkar sem kristnir
menn? Er þjóðfélaginu,
hinni fámennu, sundurleitu
ísl. fjölskyldu, sem nú er
áreiöanlega á mjög alvar-
legum vegamótum, betur
borgiö meö vaxandi
kristindómi fólksins í land-
inu? Varöar þaö hag þinn
einhverju, aö Guö veröi
þér meiri veruleikur,
kristindómurinn hjart-
fólgnari, trú þín meiri,
bænalíf þitt einlægra? Ég
ætla aö láta aöra svara
þeirri spurn og draga upp
fáeinar myndir.
Þegar ég var barn voru
málverk ísl. meistara fá-
séö í híbýlum manna, en
sumstaðar mátti sjá mynd
af hinu fræga málverki
Millets: Angelus: Meöan
kveldhringing ómar frá
lítilli kirkju og minnir á
engilkveðjuna til Maríu:
Angelus, hneigir fólkið á
akrinum höföi og dásam-
legur friöur hvílir yfir öllu:
mönnum, málleysingjum
og mörkinni. Myndin er
víðfræg af fegurð sinni, en
aöstæöur hins mikla mál-
ara voru ekki fagrar, meö-
an hann skóp þetta lista-
verk. Hann átti ekki fé fyrir
mat, eldsneyti og öðrum
brýnustu nauðsynjum
stórrar fjölskyldu sinnar.
Meöan hann var að mála
þetta víðfræga verk and-
aðist hjartfólgin móöir
hans, og hann gat hvergi
drifið upp nokkra franka
til aö komast aö sjúkra-
beöi hennar eöa fylgja
henni til grafar. Þá helltist
bylgja örvæntingar yfir
sálu hans, en aðeins um
stund, svo hélt hann áfram
aö mála og fylla strigann
sinn trúarrósemi, trúarfriöi
og fegurö. Slíkan þrótt
sótti Francois Millet í trú
sína, sem listaverk hans
mun bera vitni um aldir
eöa árþúsundir.
Fyrir nokkrum áratugum
andaöist víðkunnur
auðkýfingur vestan hafs.
Mér skilst að það hafi
veriö aö beiðni sjálfs hans,
að vinur hans reit aö hon-
um loknum ævisögu hans
og um ævilok hans segir
vinurinn þetta: „Þrátt fyrir
óhemjulga auðlegð dó vin-
ur minn allslaus öreigi
meö hnefafylli eina af ösku
í hendi sér. Enga trú átti
hann enga gleöi, enga
von“. Hann hafði leikið sér
aö því, þessi auöugi öreigi,
aö kaupa glæstar hallir og
reyna aö finna fullnægju í
því aö njóta þeirra, en hús
hans hafði Guð ekki byggt
og því dó hann algerlega
vansæll maöur, aö því er
vinur hans segir í ævisög-
unni.
Þegar tónskáldið mikla,
Hándel, samdi óratoríiö
Messías, eitt af meistar-
verkum tónlistar allra
alda, voru ytri kjör hans
orðin ömurleg: Heilsan var
þrotin, hann var lamaöur
ööru megin af heilablóö-
falli, eignir hans voru svo
gjörþrotnar, aö skulda-
fangelsi beið hans opið,
aö þeirra tíma lögum.
Hann var aö því kominn
að örvænta. En trúaróður-
inn mikli söng honum í sál
og eyra, þetta verk varö
hann aö Ijúka við. í þessari
ógurlegu aöstöðu samdi
hann Hallelúja-kórinn,
einn fegursta trúaróö í
tónum sem saminn hefur
veriö. Svo hafði Guð
byggt hús Hándels, að
trúarþrek bar hann uppi til
þess aö dragast sjúkur,
lamaöur, allslaus aö
hljómborðinu og Ijúka þar
viö einn dýrasta trúaróö
allra alda.
Lítum frá tónsnillingnum
og tif hins fræga franska
skálds, Anatole France. í
auðlegð og allsnægtum,
líkamlega hraustur og
heimsfrægur maöur, sem
þjóö hans var hreykin af,
var hann vansæll, auðugur
aö flestu ööru en lífs-
hamingju. Guö hafði ekki
byggt hús hans, Drottinn
ekki verndað borgina.
Trúlaus liföi hann öll sín
efri ár, snauður þrátt fyrir
auölegöina, fagnaðarlaus
þrátt fyrir heimsfrægöina.
Hvaö metum viö mest?
Hvaö gefur í rauninni
dýpstu gleöina, dýrmæt-
asta lífsinnihaldið?
Um þaö var skáldiö
Wittier ekki í vafa. Á efri
árum var hann umvafinn
aðdáun fyrir ævistarfiö,
bækur hans báru honum
fé og frægö. Undir ævilok-
in sagöi hann í fullum
trúnaöi viö vin sinn: „Ég
gef ekkert um aö sjá nafn
mitt á þessum glæstu,
gylltu bókum hjá því aö
nafn mitt yröi á komandi
árum bundiö baráttu
minni gegn þrælahaldinu,
sem ég var ofsóttur fyrir
meö öllu móti, fyrirlitinn
fyrir að berjast fyrir mál-
staö hinna vesælu. Þá var
lífi mínu oft alvarlega ógn-
aö. Viö þá barattu vil ég
fremur aö nafn mitt veröi
bundið en viö frægöina af
ritstörfum mínum.
Whittier var trúmaöur
mikill. Frá kristinni trú
kom honum hvötin til
hinnar göfugu baráttu.
Almennur bænadagur:
„Og lærisveinarnir báöu
Drottin: Auk oss trú“. Get-
ur þaö ekki minnt okkur á,
hvers þörf er aö biðja, í
dag, á morgun og marga,
marga daga?
Þegar Guð
byggir húsið
^^^Stjórnunarfélag íslands/^
Skrifstofa félagsins er flutt aö
Síöumúla 23, 3. hæö.
Símanúmer óbreytt 82930.
Kr. 469.000
20 tommu
ím/fjarstýringu
lönaðarhuröir
fáanlegar einangraöar og
Rafdrifnar meö fjarstýringu.
Umboðsaðili
óeinangraöar.
MALMBYGGINGAR HF.
AXHENDERSON
Kr. 589.900
Kr. 375.000
26 tommu
18 tommu
Kr. 459.000
22 tommu
Kr. 298.000
bAátommu
Kr. 770.000
26 tommu í
læsanlegum
skáp.
HLJOMDEILD
r.
2F
'f'P.
í
k
Kr. 435.000
20 tommu
taugavegi 66, s 28155, Glæsibæ. s. 81915. Austurstræti 22, s 28155.