Morgunblaðið - 20.05.1979, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ1979
| Reykjavíkurbréf
^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦Laugardagur 19. maí..
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinason.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aóalstræti 6, sími 10100.
Aóalstreeti 6, sími 22480.
Sími 83033
Askriftargjald 3000.00 kr. á mánuói innanlands.
I lausasölu 150 kr. eintakió.
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og skrifstofur
Auglýsingar
Afgreiósla
Varanlegt slit-
lag á þjódvegi
Við íslendingar höfum
unnið að mörgum
skemmtilegum og heillandi
viðfangsefnum á undan-
förnum áratugum, ekki sízt
eftir að lýöveldi var stofnað
og þjóðin hlaut fullt sjálf-
stæði. Við höfum háð harð-
vítuga baráttu til þess að
tryggja yfirráð okkar yfir
fiskimiðunum og unnið
sigur. Við höfum hafizt
handa um að virkja orku
fallvatnanna og byggt stór
og glæsileg orkuver, sem
munu mala gull þjóðinni til
heilla, þegar fram í sækir.
Við höfum gert margt
fleira. En eitt af því, sem
við höfum ekki gert er að
leggja viðunandi vegi um
landið allt.
Þegar sjálfstæðismenn í
borgarstjórn Reykjavíkur
boðuðu fyrir nær tveimur
áratugum, að þeir hygðust
leggja varanlegt slitlag á
götur Reykjavíkur á 10
árum þótti mörgum það
mikil bjartsýni. En það
tókst. Síðan hafa kaup-
staðir og kauptún fylgt í
kjölfarið og mikil breyting
hefur orðið til batnaðar í
þeim efnum. Varanlegt
slitlag hefur verið lagt á
götur í þéttbýli víðs vegar
um landið.
Hins vegar hefur gengið
illa að koma varanlegu slit:
lagi á þjóðvegi um landið. í
samgönguráðherratíð
Ingólfs Jónssonar á
Viðreisnarárunum var gert
stórátak á þessu sviði og
verulegur hluti þeirra
þjóðvega, sem nú eru lagðir
með varanlegu slitlagi,
var byggður á þeim árum.
Á þessum áratug hefur
ótrúlega lítið gerzt. Núver-
andi ríkisstjórn hefur að
vísu lýst því yfir, að mikið
átak eigi að hefjast á næsta
ári við varanlega vegagerð
en svo illa vill til, að ríkis-
stjórnin hefur ekki tryggt
fjármagn til þeirra fram-
kvæmda og ekki upplýst
hvernig fjármögnun þeirra
verður háttað. Það stoðar
lítt að gefa falleg loforð um
varanlega vegagerð ef eng-
inn veit, hvernig á að borga
fyrir framkvæmdirnar og
hvaðan peningarnir eiga að
koma. Sjálfstæðisflokkur-
inn lagði fram fyrir ári
ítarlega áætlun um varan-
lega vegagerð um landið
allt á 15 árum. Þingmenn
Sjálfstæðisflokksins hafa
fylgt þessari áætlun eftir
með tillöguflutningi á
Alþingi. Hins vegar hefur
tillaga þingmanna Sjálf-
stæðisflokksins ekki feng-
izt afgreidd og liggur í
nefnd. Aðrir flokkar hafa
einnig sýnt þess merki, að
þeir hefðu áhuga á málinu.
Þannig hafa framsóknar-
menn einnig flutt tillögu í
þinginu um varanlega
vegagerð og samgöngu-
ráðherra núverandi ríkis-
stjórnar hefur lýst áhuga
sínum þótt hann hafi ekki
tryggt fjármagnið til fyrir-
hugaðra framkvæmda á
næsta ári. Þetta sýnir þó,
að frumkvæöi sjáfstæðis-
manna fyrir einu ári hefur
orðið til þess að kveikja
áhuga í öðrum flokkum,
þannig að samstaða á að
geta orðið um stórátak í
þessum efnum.
Það er heillandi verkefni
að byggja orkuver og friða
fiskimiðin. En það er ekki
síður skemmtilegt verkefni
fyrir þjóðina á næsta ára-
tug að leggja varanlegt
slitlag á vegi um land allt.
Slíkt mundi verða til þess
að gjörbreyta landinu og
gefa því nýjan svip. Vega-
kerfið eins og það er dugir
ekki lengur og við getum
ekki haldið innreið okkar í
21. öldina á malarvegum.
Varanlegt slitlag á
þjóðvegakerfi landsins er
líka sameiginlegt hags-
munamál fólks í þéttbýli og
strjálbýli. Það eru ekki
síður þeir, sem í þéttbýlinu
búa, sem þurfa á viðunandi
vegum að halda en dreif-
býlisfólkið. Þess vegna
þurfa hagsmunaárekstrar
milli dreifbýlis og þéttbýlis
ekki að koma til sögunnar.
Það Alþingi, sem nú situr,
og sú ríkisstjórn, sem það
hefur kjörið til forystu,
hefur ekki sinnt þessu stór-
máli, svo nokkru nemi.
Eins og nú horfir kemur
það vafalaust í hlut nýrrar
ríkisstjórnar fyrr en varir
að veita þjóðinni forystu.
Ný ríkisstjórn þarf um
margt að fjalla. Eitt af
helztu verkefnum hennar á
að vera stórátak í að leggja
varanlegt slitlag á þjóðvegi
um land allt.
Ingólfur
Jónsson
Ingólfur Jónsson, fyrrum ráð-
herra, varð sjötugur á þriðjudag-
inn var. í afmælisgrein hér í
Morgunblaðinu komst Geir Hall-
grímsson m.a. svo að orði um
afmælisbarnið: „Ingólfur Jónsson
átti ekki kost á langri skólagöngu
í æsku, en því betur hefur hann
nýtt lífsins skóla. Ungur að árum
var honum falin framkvæmda-
stjórn kaupfélagsins á Hellu og
reisti þau samtök héraðsbúa til
vegs og virðingar. Var þó við
ramman reip að draga á kreppuár-
um og einnig þá og síðar við
ofurvald sambandskaupfélaga,
sem í krafti skömmtunar, hafta og
pólitískrar misnotkunar gengu
milli bols og höfuðs á frjálsu
framtaki jafnt einstaklinga og
félagasamtaka, sem ekki lutu boði
þeirra og banni. í þessari baráttu
var Ingólfur Jónsson eins og
brimbrjótur, sem haggaðist
hvergi, en komst jafnframt leiðar
sinnar. Sömu hæfileika, einbeitni,
þolgæði og dugnað, hefur Ingólfur
Jónsson sýnt í stjórnmálabarátt-
unni.“
Geir Hallgrímsson nefnir brim-
brjót. í huga höfundar þessa
Reykjavíkurbréfs hefur Ingólfur
Jónsson jafnan verið eins og klett-
ur, sem staðið hefur upp úr,
óhagganlegur á hverju, sem hefur
gengið og þá ekki sízt í ólgusjó
stjórnmálabaráttunnar á þessum
áratug. Það er dýrmæt reynsla
fyrir yngri menn að kynnast
mönnum á borð við Ingólf Jóns-
son. Þau kynni skilja eftir spor,
sem aldrei hverfa.
Ingólfur Jónsson hefur komizt
til mikilla áhrifa í Sjálfstæðis-
flokknum. Frami hans hefði getað
orðið enn meiri, ef hann hefði
sjálfur ljáð máls á því. Það þarf
mikinn þroska og óeigingirni til
þess að hafna veraldlegum frama.
Það hefur Ingólfur Jónsson gert.
Geir Hallgrímsson segir einnig
að Ingólfur Jónsson hafi alltaf
komizt leiðar sinnar. Samráð-
herra hans í Viðreisnarstjórninni,
Magnús Jónsson, fyrrverandi fjár-
málaráðherra, lýsir því með
skemmtilegum hætti í afmælis-
grein hér í blaðinu er hann segir:
„Þótt Ingólfur sæki mál sín fast,
þá ber hann aldrei höfðinu við
steininn, en á hins vegar til lagni í
málflutningi, sem oft hefur fært
honum sigur í torsóttum málum.
Get ég ekki stillt mig um að segja
frá vinnubrögðum hans í ríkis-
stjórninni, er ég oft dáðist að.
Þegar samráðherrar brugðust illa
við einhverju máli hans, er þeim
fannst sýna óbilgirni í kröfugerð,
lét Ingólfur aldrei skerast í odda,
heldur stakk plöggum í tösku sína
og kvað rétt að ræða þá ekki málið
frekar. En hafi menn haldið, að
þar með væri málið úr sögunni, þá
var það mikill misskilningur.
Ingólfur beið lags á næstu stjórn-
arfundum og dró þá aftur upp
plögg sín og þegar svo hafði
gengið nokkrum sinnum, urðu
úrslitin æði oft þau að samráð-
herrar gáfust upp fyrir þessu
dæmalausa úthaldi í málflutn-
ingi.“
Er grund-
völlur fyrir
kjarabótum?
Ríkisstjórninni hefur vegnað
illa í kjaramálum að undanförnu.
Opinberir starfsmenn felldu í
almennri atkvæðagreiðslu sam-
komulag forsvarsmanna þeirra og
ríkisstjórnarinnar um afnám 3%
kauphækkunar hinn 1. apríl sl.
Farmenn og mjólkurfræðingar
höfnuðu tilmælum ríkisstjórnar-
innar um frestun verkfalla gegn
3% grunnkaupshækkun. Launa-
stefna ríkisstjórnarinnar er í mol-
um og bersýnilegt er, að þeir
hópar launþega, sem nú þegar eru
í verkfalli, hyggjast knýja fram
verulegar kauphækkanir og ekki
er ólíklegt, að fleiri fylgi í kjölfar-
ið. Launa„sprenging“ gæti því
verið í aðsigi. Þótt til hennar komi
ekki, er nú þegar fyrirsjáanlegt,
að verðbólgan á þessu ári verður
a.m.k. 45%, sumir telja að hún
verði mun meiri og fer ekki á milli
mála, að vinstri stjórnin hefur
tapað verðbólguslagnum, sem hún
var mynduð til að vinna.
Við þessar aðstæður er orðið
tímabært að fjalla um, hvort
einhver grundvöllur sé til þess að
atvinnuyegirnir taki á sig kjara-
bætur. Útlitið er ekki björgulegt í
þeim efnum. Útgerðin er nú þegar
komin í stórfelldan taprekstur.
Allt er í óvissu um, hvernig
ríkisstjórnin hyggst leysa þann
sérstaka vanda, sem við blasir í
útgerðinni vegna gífurlegra hækk-
ana á olíu. Jafnvel þótt vandi
útgerðarinnar yrði að einhverju
leyti leystur með myndarlegri
hækkun fiskverðs er þar aðeins
um tilfærslu á vanda að ræða.
Veruleg fiskverðshækkun ásamt
fyrirsjáanlegum launahækkunum
um næstu mánaðamót mun leiða
til stórfellds tapreksturs í frysti-
iðnaðinum. Ekki er annað að sjá
en að stöðvun blasi við í frystiiðn-
aði, þegar líður á sumarið, ef fram
heldur sem horfir.
Stóru fyrirtækin í samgöngum
búa greinilega við bágan hag.
Nýlega kom fram á aðalfundi
Flugleiða, að raunverulegt tap á
rekstri þess fyrirtækis nam á sl.
ári um 3 milljörðum króna. Ljóst
er, að félagið hefur ekki efni á að
tapa slíkum fjárhæðum ár eftir
ár. Horfur í flugrekstri okkar
Islendinga eru því vægast sagt
ískyggilegar, þótt þess verði ekki
vart, að einstakir starfshópar
innan Flugleiða geri sér grein
fyrir því. Aðalfundur Eimskipa-
félags Íslands verður haldinn á
næstunni en afkoma þess á síðasta
ári mun hafa verið erfið. Eim-
skipaféiagið á allt sitt undir
ákvörðunum stjórnvalda í verð-
lagsmálum og er ekki fyrsta og
eina fyrirtækið, sem verður hart
úti vegna þess að óhæfilegur
dráttur verður á, að leiðrétting
fáist á verðlagi miðað við verð-
bólgu. Annað stærsta skipafélagið
í einkaeign, Hafskip hf. hefur átt
við mikla rekstrarerfiðleika að
stríða árum saman.
I byggingariðnaði stendur yfir
stórfelldur samdráttur. Lítið er
um lóðaúthlutanir í Reykjavík og
nágrannabyggðum á þessu ári og
það ásamt nýbyggingargjaldinu
veldur verulegum samdrætti i
byggingarframkvæmdum. Sú
byggingarvinna, sem enn er fyrir
hendi er því aðallega til þess að
ljúka verkum, sem hafa verið í
gangi.
Innlendur iðnaður kvartar mjög
undan samkeppni erlendis frá,
sem bendir til þess, að sam-
keppnisstaða hans sé ekki sem
skyidi og hefur það auðvitað nei-
kvæð áhrif á afkomu iðnfyrir-
tækja. Um verzlunina er óþarft að
fjölyrða. Afkoma hennar hefur
versnað svo mjög, að jafnvel við-
skiptaráðherra Alþýðubandalags-
ins hefur orðið að viðurkenna það
með því að rýmka álagningarregl-
ur í smásölu.
Slík er staða atvinnuveganna og
þarf engum að koma á óvart
miðað við þá verðbólgu, sem hér
hefur geysað og hefur jafnt og
þétt dregið máttinn úr atvinnu-
rekstri landsmanna. Raunsætt
mat á getu atvinnuveganna til
þess að tryggja launþegum kjara-
bætur hlýtur því að vera, að sú
geta sé ekki til staðar. Forsvars-
menn launþega munu svara því til,
að það sé svo sem ekkert nýtt að
því sé haldið fram, að atvinnuveg-
irnir geti ekki staðið undir kjara-
bótum. Þeir munu halda því fram,
að það hafi alltaf verið viðkvæðið,
þegar komið hafi að kjarasamn-
ingum. Þeir munu ennfremur
spyrja, hvort allt sé sem skyldi í
stjórnun og rekstri fyrirtækja og
hvort ekki geti verið að rangar
ákvarðanir stjórnenda valdi lé-
legri afkomu fyrirtækja. Loks
munu talsmenn launþega halda
því fram, að geti íslenzk atvinnu-
fyrirtæki ekki borgað sambærileg
laun við það, sem tíðkast í öðrum
löndum blasi landflótti við.
Það er vafalaust rétt, að of oft
hefur því verið haldið fram af
vinnuveitendum, að ekkert svig-
rúm væri til kjarabóta. Á hinn
bóginn er það alveg ljóst, að
óraunhæfar kauphækkanir kynda
undir aukna verðbólgu eins og
dæmin sanna. Og það er eiginlega
sama hvert litið er nú um stundir,
ekki er hægt að sjá nokkur merki
þess í nokkurri atvinnugrein, að
grundvöllur sé til þess að atvinnu-
vegirnir tryggi launþegum kjara-
bætur. í þessu sambandi má ekki
gleyma því, að þótt engar grunn-
kaupshækkanir verði á þessu ári
munu atvinnufyrirtækin greiða
um 40% hærri kaupgjald, í árslok
en í ársbyrjun einungis vegna
vísitöluhækkunar kaupgjalds.
Ný vinnu-
brögö vinnu-
veitenda
Það hefur áður legið ljóst fyrir,
að engar forsendur væru til kjara-
bóta, þegar setzt hefur verið að
samningaborði en samt hafa
vinnuveitendur skrifað undir
samninga um verulegar kaup-
hækkanir fremur en að standa í
löngu verkfalli sem að sjálfsögðu
kostar líka mikla fjármuni. Það er
því eðlilegt að menn spyrji: hvers
vegna skyldi það ekki gerast einu
sinni enn! Svarið er, að vinnuveit-
endur hafa bersýnilega tekið upp
ný vinnubrögð.
Viðbrögð vinnuveitenda við
verkfalli yfirmanna á farskipum
benda eindregið til þess, að vinnu-
veitendur hyggist nú láta skerast
alvarlega í odda og standa fast á
því að skrifa ekki undir óraun-
hæfa kjarasamninga. Vinnuveit-
endum hefur verið legið mjög á
hálsi fyrir það undanfarin ár, að
þeir hafi ekki staðið sig sem skyldi
við samningsborðið, að ekki ríkti
eðlilegt valdajafnvægi milli þeirra
og verkalýðshreyfingarinnar og
verkalýðssamtökin hafi í raun
getað sagt fyrir um hvernig samn-
ingar skyldu vera.
Hvort sem þessi gagnrýni er
réttmæt eða ekki, er hitt ljóst, að
vinnuveitendur eru ekki á þeim
buxunum nú að skrifa undir
kjarasamninga, sem þeir telja sig
ekki geta staðið við. Þeir hafa
annars vegar sett verkbann á
undirmenn og hins vegar hafið
árangursríka áróðurssókn, sem
hefur valdið því að í fyrsta sinn í
manna minnum er verulegur
skilningur ríkjandi á aðstöðu
vinnuveitenda og viðhorfum.
Þessu veldur ekki sízt málflutn-
ingur framkvæmdastjóra Vinnu-
veitendasambandsins Þorsteins
Pálssonar, á opinberum vettvangi,
en hann hefur vakið þjóðarathygli
og styrkt vinnuveitendur mjög í
vinnudeilum nú. Það er áreiðan-
lega ríkjandi viðhorf í hópi vinnu-
veitenda, að það sé skylda þeirra
að standa fast gegn hvers konar
kauphækkunum. Ekki sé við því að