Morgunblaðið - 20.05.1979, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ1979
23
Mér finnst líka gaman að fara út að
borða sniðugan og óvenjulegan
mat, drekka létt vín með og hafa
notalega músík í nálægð. Og fyrir
gott verð. Það er bara ekki hægt
hér nema í litlum mæli.
— Hvað hafðirðu bjástraö við
áður en þú snerir þér að Lífi?
— Ég varð semsagt stúdent frá
M.R. 1971. Svo fór ég í þjóöfélags-
fræöi og haföi lengi haft áhuga á
því fagi. Ég vann ýmis störf með,
um tíma þvoði ég upp á nóttunni í
Sigtúni, vann hjá Sjálfsbjörgu,
síðar vann ég í kirkjugaröi í Þýzka-
landi og á hóteli í Danmörku, vann
á fasteignaskrifstofu, var flugfreyja,
ég fór í frystihúsavinnu og ég var
kokkur á 200 tonna bát frá Bíldu-
dal. Það var góöur tími, þótt ég
væri reyndar sjóveik í vondu veöri.
En strákarnir, skipsfélagar mínir,
voru afar ánægjulegur félagsskap-
ur, kurteisir og skemmtilegir. Um
helgar flæktist ég upp um fjöll og
firnindi, eða fór á puttanum um
næstu byggöir. Ég held ég hafi sótt
í að vinna störf af öllu mögulegu
tagi vegna þess aö þegar ég var í
menntaskóla var vinstri stefnan
allsráðandi. Ég var stimpluð sem
eins konar „hægri glanspía". Ég
kærði mig ekkert um svona stimpil
þótt segja megi aö ég hafi kannski
haft ákveöinn bakgrunn, sem
skýröi þetta. En með því að ganga í
fjölbreytileg störf lærði ég líka
margt og mikiö og þar sem ég hef
alltaf haft áhuga á fólki var þetta
mér til ávinnings á flestum sviöum.
Ég held að öll umræðan um
jafnrétti svo og vinstri aldan hafi
haft mikil áhrif. Og ekki sóð fyrir
endann á þeim enn. Þó að ég sé
bara 28 ára finnst mér mín kynslóö
ekki hafa veriö alin upp meö þaö
aö leiðarljósi aö jafnrétti og jafn-
ræði sé í hjónabandi, til dæmis í
sambandi viö verkaskiptingu á
heimili og gagnvart börnum ef
einhver eru. Strákum á mínum aldri
var ekki almennt kennt aö taka á
sig sinn skerf. Þess vegna þarf
konan hans hreinlega aö endur-
hæfa hann og þetta getur skapað
togstreitu einkum þegar konan vil
skapa sér stööu úti á vinnumarkaö-
inum. Vegna þess að hún getur þaö
auðvitaö ekki nema ákveöin skil-
yröi séu á heimilinu. En margt hefur
breyst í jákvæöari átt, konur og
karlar eru farin aö líta á hvort
annaö sem jafningja og taka meira
tillit hvort til annars, þó eru enn
fordómar sem mæta konum úti í
þjóölífinu. Til dæmis í sambandi viö
barneignir. Ef barn er ekki komið í
hjónabandi eftir svona tvö ár fer
óviökomandi fólk aö velta þessu
fyrir sér. Þykir skrítið, jafnvel ónátt-
úrulegt. Þó held ég að íslendingar
séu ekkert barnbetri en gengur og
gerist. Og þjóöfélagiö gerir ákaf-
lega lítiö í því aö taka tillit til barna,
og að mörgu leyti eru þau ekkert
sérstaklega velkomin. Þaö er ansi
mikil hræsni í fólki hvað börn
varðar þaö sézt bæöi á lögum sem
þau snerta og ýmsum ytri hliðum
sem aö þeim er snúiö.
— Stundum finnst mér svo
hvimleitt hvaö fólk er aö mörgu
leyti óhreinskiliö gagnvart svona
atriöum og mörgu ööru. Og hvernig
viö sóum oft líkams- og sálarkröft-
um í alls konr kvíða og ergelsi. Mt'n
skoöun er sú, að enda þótt þaö sé
ekki skýlaus krafa aö hver mann-
eskja sé hamingjusöm, sé það aö
verulegu leyti sjálfskaparvíti ef við
getum ekki aö minnsta kosti veriö
sæmilega ánægö. Ég held til dæm-
is að þaö sé kolvitlaust aö rekja allt
til uppeldis og kannski einhverrar
reynslu eöa mæðu í bernsku. Þaö
er óheiöarlegt aö skjóta sér sýknt
og heilagt á bak viö þaö. Þaö er
blekking, vegna þess aö viö höfum
þaö í raun og veru sjálf í hendi
og heima
Texti:
Jóhanna Kristjóns
dóttir.
Myndir:
Emilía B. Björns-
dóttir.
okkar aö takast á við okkar eigið
uppeldi, þegar viö höfum náö
ákveðnum þroska.
Framtíöarplönin?
— Þau hafa nú engin verið gerö.
Ég verö áfram meö Líf. Svo sjáum
viö til. Seinna langar mlg til aö
ferðast miklu meira, fara til Afríku
og Asíulanda. Kannski sinni ég svo
þjóöfélagsfræöinni sem grein, mig
langar til aö lesa meira, þó ég búist
ekki viö aö taka fleiri próf um
ævina. Það er ósköp margt sem
væri gaman að gera. Og þaö er
gott því aö ég er þannig aö upplagi
að ég hef þörf fyrir annríki og nýt
mín bezt þannig.
h.k.
LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER —
/ / ma 71 •
r Malnin gar->
l markfi irtiir J
wr
Veitum rýmilegan magnafslátt
Afsláttur sem um munar.
Lítið við í
Litaverí,
0ví Þaö hefur
ávallt borgaö sig.
ÍrrtíBV
Grensásvegi, Hreyfilshúsinu. Simi 82444.
LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER —
Lok, lok og læs
...og allt í stáli
Áttu verðmæta pappíra sem þú vilt vita af á örugg-
um stað heima fyrir? Ertu með verslun sem er opin
lengur en bankarnir? Ertu á leiðinni í sólarlönd eða
sumarfrí?
Nú geta bæði fyrirtæki og einstaklingar komið
pappírum sínum og verðmætum fyrir í öruggri
geymslu án þess að snúa sér til annarra aðila.
Eigum fyrirliggjandi geymsluhólf úr stáli, með full-
kominni læsingu. öryggishólfin má bolta eða múra «
föst í vegg eða gólf.
G. Hinriksson hf.
Skúlagötu 32. Reykjavík. Sfmi 24033.
VANTAR ÞIG VINNU (nj
VANTAR ÞIG FÓLK %
Pl AIGLÝSIR l M ALLT
LA.ND ÞF.GAR ÞL ALG-
LYSIR I MORGLNBLADINL