Morgunblaðið - 20.05.1979, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 20.05.1979, Qupperneq 32
.Vr-'/^SÍminn á afgreiöslunni er 83033 }O«T0iinl)Inbit> Síminn á afgreiðslunni er 83033 3W*r0unbIn&iti SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1979 Norómenn fyrri til loónuveiða en íslendingar: Loðnukvótinn búinn í vertíðarbyriun? VERÐI farið að ráðum sameiginlegrar ráðstefnu fiskifræðinga sýnist stefna í það. að loðnuveiðum sé lokið af íslendinga hálfu. Fiskifræð- ingar leggja til að veiðarnar verði takmarkaðar við 600 þúsund tonn á tímabiiinu frá 1. júlí á þessu ári til jafnlengdar á næsta ári, en eftir viðbúnaði í Noregi má ætla að Norðmenn verði langt komnir með að veiða þetta magn við Jan Mayen, þegar íslenzki loðnuflotinn hefur veiðar á þessu ári. Verða þá Norðmenn búnir með þann kvóta, sem íslenzkir og norskir fiskifræðingar eru sammála um að veiða megi. Loksins, loksins er Örninn kominn á flot eftir tvö ár í hirðuleysi. t*að er sjóskáta- sveitin Klýfir, sem fengið hefur Örninn til umráða. Norðmenn gáfu íslending- um Örninn á 1100 ára afmæli fslandsbyggðar. Örninn var sjósettur á föstudag. „Hreint ævintýri að fá svona fley,“ sagði Kristinn Ólafsson, ljós- myndari Mbl. en hann er einn félaga Klýfis. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið í gær hjá Ingólfi Ingólfssyni, forseta Farmanna- og fiskimannasambands Islands, en í gær var fundur á vegum yfir- manna á fiskiskipaflotanum um þessi mál og verður hann undir- búningsfundur formannaráð- stefnu félaga innan FFSÍ um næstu helgi, þar sem þessi mál Núll gráðu meðalhiti sl. 3 vikur MEÐALIIITI í Reykjavík síð- ustu þrjár vikur er 0 og er það svipað hitastig og er venjulega í janúarmánuði. að sögn Knuds Knudsens veðurfræðings. Ann- ar eins kuldi á þeim ti'ma sem liðinn er af maímánuði hefur ekki verið í Reykjavík í eina öld. 2 piltar í umferð- arslysi TVEIR 19 ára gamlir piltar úr Garðabæ slösuðust er fólksbfll, sem þeir voru í, fór út af veginum við Kiðafcll í Kjós í gærmorgun. Piltarnir voru enn í rannsókn, er Mbl. spurðist fyrir um líðan þeirra um hádegisbilið í gær, en þeir munu hafa r’.asazt illa, eink- um sá, sem var farþegi. Bíllinn er ónýtur, en hann kast- aðist um 20 metra frá veginum. verða tekin til umfjöllunar. Ingólfur kvað norska loðnuveiði- flotann vera þrisvar til fjórum sinnum afkastameiri en hinn íslenzka og væri hann nú að búa sig til veiðanna, sem hefjast lík- lega í júní. Sé miðað við árangur þeirra af veiðunum í fyrra, en þá voru tiltölulega fá skip að veiðum, þá ætti norska flotanum að vera vandalaust að veiða þetta magn á þessu tímabili. Ingólfur kvað ekki hafa komið fram hjá neinum, að aðrir ættu að takmarka veiðarnar en Islending- ar. Norðmenn tala um að um sé að ræða veiðar á opnu úthafi, en ekki innan neinnar sérstakrar lögsögu. „Þetta er svo mikið mál, að ég tel að fá mál, sem varða atvinnuvegi okkar og efnahagsmál, brenni heitar," sagði Ingólfur, „því að loðnuafurðir voru á milli fimmtungur og fjórðungur af heildarframleiðslu okkar á síðast- liðnu ári. Ef mönnum er alvara að fara að þessum ráðum, þá gæti verið um að ræða allt að 50 milljarða króna tap fyrir íslenzkt þjóðfélag og munar um minna," sagði Ingólfur og bætti við: „Svo er hið algjöra skipulagsleysi, sem verið hefur á veiðum yfirleitt. Þessar takmarkanir og aðgerðir, sem framkvæmdar hafa verið, hafa verið dagskipanir og við hljótum að eiga rétt á því að stefnan sé mörkuð ákveðnar og hún boðuð í svolítið tækari tíð en gert hefur verið. Við höfum gert um það tillögur að nú á þessu vori verði hafizt handa um stefnu- mörkun fyrir næsta ár og hin næstu, ef menn vilja búa vel í þessu landi." Fundurinn í gær var sameigin- legur fundur Skipstjóra- og stýri- manna félagsins Öldunnar og Vélstjórafélags íslands. Um næstu helgi verður formannaráðstefna um sama efni. Ingólfur Ingólfsson, forseti FFSÍ: Ríkisstjóm og vinnuveitendur aldrei áður svo spyrt saman Ovíst hvort vinnuveitendur rísa undir ábyrgð- inni — segir Snorri Jónsson, varaforseti ASÍ „ÁÐUR bafa verið hér larmanna- verkíöll og all.s konar verkföll og hefur ekki þótt liggja svo mikið við sem nú. Oft hafa einnig atvinnuvegirnir verið verr stadd- ir en nú, þegar frá er talinn landbúnaðurinn vegna kuld- anna.“ sagði Snorri Jónsson. varaforscti Alþýðusambands ís- lands, er Morgunblaðið spurði hann um álit hans á þeim vfðtæku varnaraðgerðum. sem vinnuveit- endur boðuðu. „Eg hef enga trú á því að ekki sé hægt að leysa deilu eins og farmannadeiluna og sýn- ist mér þvf þetta vera algjört Stefnir i 20 milljarða króna halla útgerðar og fisk vinnslu HEILDARTAP fiskiskipaflotans á ári miðað við skilyrði þau, sem nú eru til útgerðar, verður um 11 til 12 milljarðar króna. Eru þessar tölur byggðar á útreikningum Landssambands fslenzkra útvegsmanna sem gerðir eru á grundvelli spár Þjóðhagsstofnunar og því olíuverði, sem gildi tók hinn 15. maí síðastliðinn. Olfuverðhækkunin kostar útveginn rúmlega 4 milljarða króna á ári. Samkvæmt útreikningum LÍÚ er tapið samtals 11,6 milljarðar króna. Staða fiskvinnslunnar sam- kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar er nokkuð betri, þar sem gert er ráð fyrir 6,6 milljarða króna hagnaði. Sú afkoma byggist þó á stórfelldri greiðslu úr saltfiskdeild Verðjöfn- unarsjóðs, sem nemur um 1,7 millj- örðum króna. Forystumenn fisk- vinnslunnar telja og þessa spá Þjóðhagsstofnunar allt of jákvæða. í hugleiðingum LÍÚ út frá þess- um útreikningum segir m.a., að sé miðað við framangreinda spá um afkomu fiskveiðiflotans og gert sé ráð fyrir 12% almennri fiskverðs- hækkun, þ.e. fiskverðshækkun sem kemur til skipta með áhöfn og 8% viðbótar olíugjaldi til útgerðar til þess að mæta þeim olíuverðhækk- unum, sem urðu um miðjan þennan mánuð, má ætla að tap flotans verði áfram 4'/2 til 5 milljarðar króna á ári. Til viðbótar komi óbein áhrif almennra kauphækkana hinn 1. júní næstkomandi, en ætla megi að útgjaldaauki af 12% meðal- hækkun launa á aðra liði en afla- hluti nemi um 2,5 milljörðum króna á ári. Því verði, eftir 20% hækkun fiskverðs, hallarekstur flotans 7 til 8 milljarðar króna á ári eftir 1. júní næstkomandi. Til þess að mæta taprekstri útgerðar- innar þyrfti fiskverð að hækka um 30%. Sams konar hugleiðingar um afkomu fiskvinnslunnar eru, að eftir 20% fiskverðshækkun og 12% hækkun launa, muni útgjöld vinnslunnar aukast um tæplega 13 milljarða króna vegna fiskverðs- hækkunar og um 3,4 milljarða vegna beinna launabreytinga hjá vinnslunni. Þessu til viðbótar koma óbein áhrif kauphækkana, sem ætla má að nemi einum milljarði króna. Samkvæmt þessu dæmi er útgjaldaaukning fiskvinnslunnar 17,4 milljarðar króna. Má þá ætla að staða hennar verði neikvæð, sem nemur um það bil 11 milljörðum króna á ári. Sé jafnframt tekið tillit til verðjöfnunarsjóðsins nem- ur hallarekstur fiskvinnslunnar um það bil 12,5 milljörðum króna á ári. Samtals nemur því taprekstur þorskveiðiflotans og fiskvinnslunn- ar um það bil 20 milljörðum á ári. Undir lok segir í útreikningum LIÚ, að sé miðað við það að almenn kauphækkun, 30%, gangi út yfir vinnumarkaðinn, megi ætla að útgjöld fiskvinnslunnar hækkuðu um 32 til 33 milljarða króna á ári. ábyrgðarlcysi. Ég er hræddur um að fólkið í landinu, annað cn þeir, sé ekki á sama máli um þessar aðgerðir, sem eru hrcinn ábyrgð- arhluti. Þeir hljóta því að vera gerðir ábyrgir íyrir þessu og kemur þá cinnig til greina mat á því, hvort vinnuveitendur séu lærir að stjórna málunum mcð þessum hætti.“ Þá leitaði Morgunblaðið til Ingólfs Ingólfssonar, forseta Far- manna- og fiskimannasambands íslands. Hann kvaðst hafa heyrt ályktun VSÍ lesna í gær um traustsyfirlýsingu þeirra á ríkis- stjórnina og stefnu hennar „hver svo sem hún er“ eins og Ingólfur komst að orði. „Hins vegar er það alveg ljóst, að hvað sem vinnuveit- endur ál.vkta í þessum efnum og til hverra ráða sem þeir grípa, þá fær það ekki hnikað því, að við munum halda okkar málum til streitu. Það er alveg ljóst, hvort sem um er að ræða hótanir frá vinnuveitendum eða ríkisstjórn, þá leggjum við það alveg að jöfnu og höfum að engu, enda hef ég aldrei fyrr heyrt svo samhljóða yfirlýsingar og gagn- kvæmar traustsyfirlýsingar frá ríkisstjórn og vinnuveitendasam- tökum sem nú. Þetta er nýlunda, því að oftast hafa skoðanir þessara aðila gengið á misvíxl. Ég minnist þess ekki að þessir aðilar hafi áður verið svo spyrtir saman."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.