Tíminn - 23.06.1965, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.06.1965, Blaðsíða 14
14 JARÐÝTUSTJÚRA vantar strax, helzt vanan jarðvinnslustörfum. Mikil vinna. Gott kaup. Upplýsingar gefa Sigvaldi og Guðmundur Arasynir, Borgarnesi. BRÚNN HESTUR Brúnn hestur, aljárnaður, tapaðist úr Mosfellsdal. Mark: standfjöður framan hægra og standfjöður aftan vinstra. Þeir, sem verða hestsins varir, vinsamlega hringi í síma 22230. ÞAKKARÁVÖRP Öllum þeim, er minntust mín með hlýhug og vin- áttu á sjötíu og fimm ára afmæli mínu, þann 18. þessa mánaðar, sendi ég innilega þökk. Gunnarsstöðum, 19. júní 1965. Jóhannes Árnason Innilegar þakkir fyrlr auðsýnda samúS við fráfall eiglnmanns, föður og tengdaföður okkar, c'«urpáls Jónssonar. Þorgerður Björnsdóttir, börn og tengdabörn. mæmaasmmmMumamm — tlx9' Ttulsnslíji e ao $ ÍJ? bn’£2 Minningarathöfn um dóttur okkar, Öglu Sveinbjörnsdóttur, fer fram í Dómkirkjunni fimmtudaginn 24. júní kl. 3 e. h. Rannveig Helgadóttir, Svelnbjörn Egilsson. Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, Antons Ólafssonar, sörlaskjóli 58, fer fram frá Neskirkju, fimmtudaginn 24. júní kl. 10.30 f. h, Athöfninni verður útvarpað. Valgerður Sigurðardóttlr, börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Skúla Hjartarsonar, Strandgötu 21, Patreksfirði. Hjörtur Skúlason, Jónína Ingvarsdóttir, Guðbrandur ’ Skúlason, Elsa H. Þórarinsdóttir, Sl-gurður Skúlason. En Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, . bórdísar SigríSar Jensdóttur^ 1 Elsa Benediktsdóttir og ... ,iV Marinó Sigurðsson. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Ásgeir G. Stefánsson framkvæmdastjóri, Hafnarfirð; __ lézt 22. þ. m. Sólveig Björnsdóttir, börn, tengda- börn og barnabörn. Minningarathöfn um föður mlnn og tengdaföður Jón Jónsson i * A frá Vestri Graðsauka, sem lézt að Elliheimilinu Grund 16. þ. m. fer fram frá kirkju óháða- safnaðarins fimmtudaginn 24. þ. m. kl. 10,30. Jarðarförin fer fram laugardaginn 26; þ. m. kl. 14. frá Breiða- bólstað í Fljótshlíð. Ingilelf Jónsdóttir, Hilmar Vigfússon. TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 23. júní 1965 BJÖRGUNARLAUN Framhald af 16. síðu. sem Katla var þá þegar laus af grunni. Eftir að Kötlu hafði verið snúið, hélt skipið rakleiðis frá Keflavík, en þá vildi svo slysalega til, að dráttartaugin, sem notuð var, losnaði frá Kötlu, áður en henni hafði verið sleppt frá Eld- ey og lenti hún í skrúfu þess síð- arnefnda, sem rak hjálparvana að landi. Vilborg kom þá til hjálpar og dró Eldey til hafnar, en Eldey varð að fara til viðgerðar í Reykja vík af þessum sökum og tafðist frá veiðum allan febrúarmánuð. Var því gerð krafa um greiðslu fyrir aflatjón, rúmlega hálf millj. króna. Varð sú niðurstaða í héraði, að aðstandendum Eldeyjar voru dæmdar kr. 1,2 milljónir í björgunarlaun, þar með,talið afla- tjón, sem metið var á 325 þús. kr. Að því er kröfuna af hálfu vb. Vilborgar varðar var niðurstað- an sú, að afskipti þess skips voru ekki taldar aðstoð skv. almennri skilgreiningu og krafan því ekki tekin til greina. Eins og áður segir var niðurstað an í aðalatriðum hin sama í Hæsta rétti, en björgunarlaun þó hækk- uð í eina og hálfa milljón króna. Dómsorð Hæstaréttar var annars á þessa leið: Gagnáfrýjandi Eimskipafélag Reykjavíkur h.f. greiði aðaláfrýj- anda, Jóhannesi Jóhannessyni f. h. stjórnar Eldeyjar h.f. og áhafn- ar vb. Eldeyjar KE 37, kr. 1.500. 000.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 31. janúar 1964 til 1. janúar 1965 og 6% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sam- tals kr. 215.000.00. Aðaláfrýjandi á sjóveðsrétt í ms. Kötlu til tryggingar fjárhæð- um þessum. j Gagnáfrýjandi Almennar trygg- ingar h.f. ber ábyrgð gagnvart að- aláfrýjanda á greiðsíu þess hluta framangreindra fjárhæða, sem fellur hlutfallslega á framan- greint verðmæti ms. Kötlu. Aðaláfrýjandi og gagnáfrýjandi Eimskipafélag Reykjavíkur h.f. eiga að vera sýknir af kröfum gagnáfrýjanda, Helga Grétars Helgasonar f. h. eiganda og áhafn ar vb. Vilborgar KE 51, en máls- kostnaður í þessum þætti málsins fellur niður. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. ERLENT l/FIRLn Framhald at 5 siðu laugardaginn, talaði hann líka í nafni hersins, en lét sjálfs síns aldrei getið. Boumedienne er hár vexti, en grannvaxinn. Hann er sagð ur eirðarlítill í framgöngu og reykja mikið. Hann er ókvænt- ur eins og Ben Bella. Valda- menn í Túnis og Marokkó munu lítið fagna valdatöku hans, því eftir honum er haft, að bylting geti því aðeins heppnazt í Alsír, að hún nái einnig til Túnis og Marokkó. ÞEIR, sem þekkja Boume- dienne, telja, að hann muni stefna ákveðið að því marki, sem hann hefur sett sér. Um þetta markmið hans eru hin^ \ vegar nokkuð skiptar skoðanir. Ef til vill er það einhver vís- bending, að Kínverjar fagna valdatöku hans, en valdhafarn- ir í Kreml og Nasser bíða átekta. Með þessu er það ekki sagt, að Boumedienne láti Kín- verja nota sig. Fleira bendir til, að Boumedienne láti sér fyrst og fremst' umhugað um þá þjóðfélagsbyltingu, er hann dreymir um í Alsír, og muni fremur hyggja á að hafa gagn af öðrum en að láta aðra spiia með sig. I*. Þ. BROSIO Framh. af bls. 16. berg og SVS og svaraði þar fyrir spurnum fundarmanna. Brosio gekk á fund forseta ís- lands í gær, mánudag og ræddi við 'hann í nokkra stund. í dag, þriðjudag, fór hann til Þingvalla, Sogsins og til Hveragerðis, en í kvöld situr hann boð utanríkís- ráðherra í Ráðherrabústaðnum. Á morgun, miðvikudag, mun hann skoða Keflavíkurflugvöll, en á fimmtudag fer hann til Parísar, Gestgjafarnir hafa ekki sé^ sér fært að leyfa fréttamönnum ís- lenzku dagblaðanna að ræða við Brosio hér á blaðamannafundi. VATNSVEITUFRAMKV. Framh. af bls- 16 Talið er að lokíð verði við allar tengingar í sumar. Jón Dagsson var verkstjóri fyrsta árið, en síð an hefur Eyjólfur Guðjónsson ver ið verkstjóri. Það var oddvitinn Kjartan Karlsson, sem skrúfaði frá krananum í dag, þegar vatninu var hleypt á aðalæðina. ERLENDAR BÆKUR Franu.ald al siðn eins fullu lífi og þessi dimmu ár og það segir hann ve'-a sök- um þess að hann litði tilfinn ingalífi fjöldans, ham hrvggð- ist með honum og var einn af honum öðrum þræði. Sú kennd að hverfa inn í fjöldann, varð honum hin dýrmætasta reynsla. Þessi samhljómur til- finninga þjóðarinnar gaf hon- um styrk og veitti honum traust á þessum árum. Og hann kynntist þjóðinni betur þessi fáu ár, en í mörg ár áður. Loks kom að sigurdeginum, þegar allir glöddust eða grétu ,þá horfnu. Bókin er fýnstak- lega læsileg, eins og flest það, sem þessi höfundur skíifar RÍKISREIKNINGUR Framhald af 8. síðu um kaupfélaganna skiptir skýrsl an í tvennt: Til landbúnaðar kr.6.660.059 og til fiskiðnaðar kr. 21.796.442 Það er athyglisvert, — og þó trúlega tilviljun ein, — að tvö kaupsýslufyrirtæki, sem óháð eru heildarsamtökum bænda um verzl un þeirra, skulda á ábyrgð ríkis sjóðs í árslok 1963 vegna lán- töku til landbúnaðar samtals kr. 2.086.185. Grunlaust mun ekki að ef hliitur þeirra í verzlun með landbúnaðarvörur og vinnslu þeirra. yrði metinn móti hlut kaup félaganna, yrði hlutfallið öfugt og þó drjúgum lengra á milli þar. Gamalt spakmæli segir: „Skammt er oft milli ábyrgðar og eftirgjafar." Sé þessi ábyrgðar- skýrsla lesin af kostgæfni. kemur ,í ljós, að ríkisábyrgðir eru engin undantekning þessu efni. Svo þungar hafa þessar ábyrgðir orðið ríkissjóði, að Alþingi sá sig til- neytt að efna til nýrrar skatt- heimtu, beinlínis til þess að bjarga þessu við. Þótti svo mikils við þurfa. að sett voru til þessa „Lög um Ríkisábyrgðasjóð“ 1962. Á þennan hátt eru þessar fjárreið ur teknar af blaðsíðum RR, en þar voru þær til ársloka 1961 En sam- kv. þessum lögum hvílir öll ábyrgð in eftir sem áður á ríkissjóði. Því mun engin treysta sér til að neita. Þessi sjóðsmyndun er því orðaleik ur einn, — en óneitanlega grár leikur. Skattheimtan til sjóðsins er að öllu á vegum ríkisvaldsins, sbr. 1. gr. laganna en hún segir: .,Koma skal á fót sérstökum sjóði, sem nefnist Ríkisábyrgðasjóður. Hann er eign ríkisins og lýtur stjórn fjármálaráðherra, og ber ríkissjóður ábyrgð á fjárreiðum sjóðsins". Þessar fjárreiður eru Því í eðli sínu nákvæmlega sömu tegundar og önnur s'kattheímta ríkissjóðs. Niðurstöður þessara skuldaskila fyrir árin 1962 og 1963, hafa bor izt mér í hendur, þótt ekki séu þær á fylgiskjölum RR fyrir þau ár. Sést af þeim, að þessar eftir gjafir hafa í árslok 1963 numið alls kr. 467.064.691. Af þessaii upphæð hafa 387.165.333 fallið á ríkissjóð á þeim fim-m árum, sem hér hefur verið rætt um. En af heildarupphæðinni, þessum rúm um 467 milj. kr. hafa svo sem áð ur er sagt tæpar 13. milj. kr. verið borgaðar fyrir bændur og þó eng inn eyrir sem einstaklinga, og er Það meira en -hægt er að segja um einstaklinga innan annarra atvinnu stétta. Hlutur bændastéttarinnar í þessu ríkisframlagi nemur 2 81% af allri upphæðinni. Hafa ý ! :ir sótt þángað í mun stærri ausur og tekizt að tæma þær, — trúlega harmkvælalítíð. Má nefna sem dæmi: Hafnarfjarðarkaupstað með kr 23.485.352 Einar Sigurðsson kr. 16.153.914 Guðm. Jörundsson. kr. 15.897.524 Þessir þrír aðilar eru því til samans með kr. 55. 536.79Q eða 11.91% af heildarupphæðinni. Þess var áður getið að kaupf > lögin hefðu leitað til ríkissjóðs um ábýrgðir af hans hendi á skuldbind ingum sínum. og er heildarupp hæðin í árslok 1983 áður tilgreind. Það hefur líka- hent eitt þeirra að reka í strand með að inna af hendi full skil á greiðslum sínum.Það er Kaupfélag Berufjarðar. Ilefur því ríkissjóður orðið að hlaupa undir baggann og greíða fyrir það talsvert eftirtektarverða upphæð. Nemur hún alls 5 krónum 38 aur- um. Veijður því ekki neitað að þeir Einar Sigurðsson og Guðmund ur Jörundsson eru mun mannbor legri, ef framan skráðar tölur eru lagðar til grundvallar fyrir mati á gildi þeirra fyrir fjárreíður þjóð arinnar í heild og þó að Hafnfirð ingum ógleymdum En það má líka benda á að þessir aðilar skulda á ábyrgð rikissjóðs í árs lok 1963, sem hér segir: Einar Sigurðsson kr. 51.278.918 Togaralán. „ísfell h. f.“ eru talín með. Hafnarfjarðarkaupstaður kr. 49.001.227 Guðm. Jörundsson kr. 38.732.553 Nema því ríkisábyrgðir vegna þeirra Kr. 139.012.698 Eru þa þeir aurar ótaldir, sem búið var þá að greiða fyrir þá við áður nefnd áramót og taldir eru hér að framan Það verður því að játast, að kaupfélögin verða í reynd ærið pervisaleg við hlíð ina á þessum jötnum. hvort sem metin er skuld þeirra eða eftir- gjöf Ætla má þó. að þau uni kinnroðalaust við sinn hlut í þess um skiptum. Loks má benda á þetta: Á árinu 1963 er greitt vegna vanskila á togaralánum samtals kr 46.990.086 og yegna fiskiðnaðar kr. 15.348.939 án þess að RR láti þessa að neinu getið í sambandi við sjávarútveg eða iðnað. Hér hefur verið stiklað á stóru, enda aðeins drepið á fátt eitt af því, sem við horfir á blaðsíðum RR fyrir árið 1963 Þótt ekki sé gripið á fleiru, má vænta þess að þetta nægi til þess að sýna, að ritið er vel þess vert að vera les- ið með athygli. Vert er og að hafa það hugfast sem bent var á í upphafi þessa máls, að i Rikis- reikningnum eru fyrir hendi efnd ir þess, sem fjárlögin lofuðu. Pappír og prentun virðist í góðu lagi. Guðm. Jósafatsson — frá Brandsstöðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.