Morgunblaðið - 06.07.1979, Page 4

Morgunblaðið - 06.07.1979, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ1979 Bílaleiga Á.G. Tangarhöföa 8—12 Ártúnshöföa. Sími 85544. Höfum Subaru, Mözdu og Lada Sport. SRI LANKA — Karlmaður, sem hefur áhuga á að safna frímerkj- um, póstkortum o.fl. K.B. Gamini Bandularathna Dobamada Road Wahawa Rambukkana Sri Lanka SRI LANKA — Karlmaður, sem hefur áhuga á að safna frímerkj- um, póstkortum og mynt. Vipula Senavirathna No 153 „Rajagiriya" Higurugiriya Road Buddle Sri Lanka Árni Egilsson er kvœntur þýskri konu, Dorette, og eiga þau tvö börn. Dorette er leikkona og lék hún bæði á sviði og í kvikmyndum í Þýskalandi. Myndin er tekin í stofunni á heimili þeirra hjóna í Los Angeles. Útvarp kl. 21.40: 4’lokkað á bassa" Rætt við Árna Egilsson bassaleikara í kvöld mun Guðrún Guð- laugsdóttir ræða við Árna Egils- son bassaleikara, en hann er sem kunnugt er búsettur í Bandaríkj- unum þar sem hann nýtur mik- illar virðingar sem bassaleikari. Mbl. innti Guðrúnu að því hver hvatinn að þessum þætti væri. Hún sagði að forsaga málsins væri sú að Valdimar Leifsson, kvikmyndagerðarmað- ur, hefði komið að rnáli við sig vegna myndar sem hann ynni að og beðið sig um að ræða stutt- lega við Árna Egilsson og skyldi það spjall fellt inn í myndina. Þá sagði hún, að áhugi sinn hefði vaknað á því að taka viðtal við Árna til flutnings í útvarpi. Hófst hún handa og hrinti þess- ari hugmynd sinni í framkvæmd og er þetta viðtal árangur þess. Árni greinir i því frá æviatriðum sínum, en hann fór utan til náms og hefur verið bæði í Þýskalandi og Bandaríkjunum þar sem hann starfar nú. Hann hefur leikið með ýmsum þekktum tónlistar- mönnum og má þar m.a. nefna André Previn. Eins og áður sagði starfar Árni í Bandaríkjunum, en þar er hann svokallaður „session“-mað- ur í kvikmyndatónlist, þ.e. leikur inn á kvikmyndir. Er hann mjög virtur þar ytra á þessu sviði og er eftirsóttur sem slíkur. Árni er giftur þýskri konu og éiga þau tvö börn. Hann segist kunna vel við sig þar ytra og ekki hyggjast flytjast til íslands að svo stöddu. Þó kemur hann hér öðru hvoru, m.a. iék hann hér á listahátíð fyrir nokkrum árum við góðan orðstír. Útvarp kl. 16.30: Popp- horn Nýjar plötur kynntar Popphornið er að venju á dagskrá útvarpsins kl. 16.30 í dag og mun Dóra Jónsdóttir sjá um þennan þátt. Ætlunin er að helga þennan þátt jazz-rokk músík og verða kynntar plötur sem eru nýjar aí nálinni. Að sögn Dóru Jónsdóttur, umsjónar- manns þáttarins, ræðst efni þáttarins nokkuð af þeim nýju plötum sem eru að koma í verslanir þessa dagana og því óhægt um vik að tilgreina nákvæm- lega efni þáttarins. Öruggt mun þó að hin nýja platta Joni Mitchells, Mingus, verður kynnt en þessi plata er af mörgum talin ein merkasta plata hennar. Tónlistina á plöt- unni samdi Charlie Mingus að mestu leyti, en hann lést í upphafi þessa árs. Nokkuð óljóst er um annað efni í þættinum og ætti hann því að geta komið jass-rokk unnend- um þægilega á óvart. Hins vegar mun það ljóst vera að nýjar plötur munu mjög setja mark sitt á þennan þátt og ætti það eitt að nægja til að vekja áhuga hlustenda. Útvarp Reykjavík FÖSTUDhkGUR 6. júlf MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tón- leikar. 9.05 Morgunstund barnanna: Heiðdfs Norðfjörð heldur áfram að lesa „Halla og Kalla, Palla og Möggu Lenu“ eftir Magneu frá Kleifum (13). 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Tónleikar. 11.00 Morguntónleikar: Kyung-Wha Chung og Kon- unglega fílharmoníusveitin f Lundúnum leika Fiðlukon- sert nr. 1 í g-moll eftir Max Bruch; Rudolf Kempe stj./ Sinfónfuhljómsveitin í Prag leikur Sinfóníu nr. 3 f Es-dúr eftir Antonfn Dvorak; Václav Smetácek stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Kapp- hlaupið" eftir Káre Holt. Sigurður Gunnarsson les þýðingu sína (23). 15.00 Miðdegistónleikar: Francois Daneels, Clovis Lienard, Ellie Apper, Jean Cunche og Belgfska rfkis- hljómsveitin leika Diverti- mento fyrir saxófónkvartett og hljómsveit eftir Jean Absil; Daniel Sternefeld stj. Benny Goodman og strengja- sveit Columbiu-sinfóníu- hljómsveitarinnar leika Klarfnettukonsert eftir Aaron Copland; höfundurinn stj. 15.40 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Popphorn: Dóra Jóns- dóttir kynnir. 17.20 Litli barnatfminn. Sigrfð- ur Eyþórsdóttir sér um tím- ann. Hallveig Thorlacfus seg- ir frá dvöl sinni f Grúsfu og les tvær þarlendar þjóðsög- ur. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.40 Leikið á tvö pfanó. Gísli Magnússon og Haildór Haraldsson ieika tónlist eftir Stravinski. 20.00 Púkk. Sigrún Valbergs- dóttir og Karl Ágúst Úlfsson stjórna þætti fyrir unglinga. 20.40 Af hverju eru ekki járn- brautir á íslandi? Ýmsar vangaveltur um samgöngur. Umsjón: Ólafur Geirsson. 21.10 Einsöngur: Áksel Schiötz syngur iög eftir Weyse. Her- mann D. Koppel leikur á pfanó. 21.40 Plokkað á bassa. Guðrún Guðlaugsdóttir ræðir við Árna Egilsson kontrabassa- leikara. 22.05 Kvöldsagan: „Grand Baylon hótelið“ eftir Arnold Bennett. Þorsteinn Hannes- son les þýðingu sína (7). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Eplamauk. Létt spjall Jónasar Jónassonar og lög á milli. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. L4UG4RD4GUR 7. júlí. MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. 7.25 Ljósaskipti: Tónlistar- þáttur f umsjá Guðmundar Jónssonar pfanóleikara (endurtekinn frá sunnudags- morgni). 8.00 Fréttir. Tónleikar. 8.15 Veðurfr. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tón- leikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga: Ása Finnsdóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir). 11.20 Barnatfmi: Við og barna- árið. Stjórnandi: Jakob S. Jónsson. Hvernig hafa aðrir það? Ý mislegt um börn í öðrum iöndum. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 12.20 Fréttir. 12.45. Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.30 I vikulokin. Stjórnandi: Kristján E. Guðmundsson. Kynnir: Edda Andrésdóttir. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Vinsælustu popplögin. Vignir Sveinsson kynnir. 17.20 Tónhornið: Guðrún Birna Hannesdóttir stjórnar þætt- inum. 17.50 Söngvar í léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ______________________ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 „Góði dátinn Svejk“. Saga eftir Jaroslav Hasek í þýðingu Karls ísfelds. Gísli Halldórsson leikari les (21). 20.00 Gleðistund. Umsjónar- menn: Guðni Einarsson og Sam Daniel Glad. 20.45 Einingar. Umsjónar- menn: Kjartan Árnason og Páll Á. Stefánsson. 21.20 Hlöðuball. Jónatan Garð- arsson kynnir ameríska kúreka- og sveitasöngva. 22.05 Kvöldsagan: „Grand Babylon hótelið“ eftir Arn- old Bennett Þorsteinn Hannesson les þýð- ingu sína (8). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundags.« 22.50 Danslög. (23.35 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.