Morgunblaðið - 06.07.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.07.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1979 29 veru þekkja þær börn sín ekkert. Þau hafa alist upp í návist móður- innar en þó svo að náið samband milli þeirra hefur aldrei þróast. Mamma er sjaldan heima til að hlusta á hrakfallasögur og hug- hreysta litla sál. Það verður ein- hver annar að gera, ef slíkt er þá ekki bara byrgt inni og ummynd- ast síðar í biturleika. Það væri því verðugt verkefni á barnaári að stuðla að því að mæður geti notið þeirra forrétt- inda að vera með börnum sínum og ala þau upp. Sjálf naut ég þess að hafa móður heima allan dag- inn, er ég var að alast upp og veit því að það er nauðsynlegt hverju barni að annaðhvort foreldrið sé alltaf til staðar. Móðir • Læknisaðstoð Leigjandi í húsi öryrkja- bandalagsins kom að máli við Velvakanda og vildi koma á fram- færi fyrirspurn til heilbrigðisyfir- valda. Langaði hann til að vita hvort Landspítalinn, sem hefur aðstöðu í sama húsi og íbúðir Öryrkjabandalagsins eru, geti ekki veitt íbúum hússins læknis- aðstoð einu sinni til tvisvar í viku. Kvað hann það bagalegt fyrir íbúana að fara alla leið á göngu- deildina, leiðin væri löng og til þess að komast á áfangastað þyrfti að nota tvo strætisvagna eða leigubíla. Sagði hann að það yrði til mikilla bóta að geta sótt læknisþjónustu í sama húsi. Að öðru leyti kvað hann aðbúnað í húsum Öryrkjabandalagsins að öllu leyti til fyrirmyndar. Hæstaréttardömur í máli Ragnars Arnalds: Dómur undirréttar staðfestur ummælin dæmd dauð og ómerk HÆSTIRÉTTUR hefur kveðið upp dóm í máli því sem þeir, er stóðu fyrir undirskriftarsöfnuninni „Varið land“ höfðuðu gegn Ragn- ari Arnalds, menntamálaráð- herra, en tilefni málshöfðunarinn- ar voru ummæli Ragnars í viðtali í útvarpsþættinum Víðsjá í marz- mánuði 1974. Staðfestur var dóm- ur undirréttar sem kveðinn var upp af Steingrími Gauta Kristj- ánssyni héraðsdómara 21. október 1977. En þá voru ummæli Ragnars Arnalds dæmd dauð og ómerk, en kröfur stefnanda um refsingu, miskabætur og fégjald til að kosta birtingu dóms voru ekki teknar til greina. í dómsorði Hæstaréttar segir að hinn áfrýjaði úrskurður eigi að vera óraskaður og að málskostn- aður fyrir Hæstarétti falli niður. Varadómarar í Hæstarétti þeir Halldór Þorbjörnsson, yfirsaka- dómari, Guðmundur Ingvi Sig- urðsson, hæstaréttarlögmáður, Jón Finnsson hæstaréttarlögmað- ur, Unnsteinn Beck borgarfógeti og Þorsteinn Thorarensen borgar- fógeti, kváðu upp þennan dóm. • „Orð í tíma töluð Kona hringdi til Velvakanda og vildi þakka fyrir pistil sem birtist í Velvakanda 4. júlí s.l. og fjallaði um hávaða bíla og drukk- ins fólks um nætur. „Þetta eru orð í tíma töluð. Og það er ekki nóg með að fólk syngi og öskri er það kemur út af skemmtistöðunum heldur gerir það þarfir sínar í skotunum í miðbænum. Og ef hringt er í lögregluna er svarið að þetta sé allt saman í lagi. Það er ekki furða þótt mið- bærinn líti illa út.“ Einnig hringdi kona sem sagðist búa í miðbænum og verða oft fyrir ónæði af völdum hávaða frá mótorhjólum. Sagðist hún hafa nokkrum sinnum hringt í lögregl- una og kvartað yfir því að hafa ekki svefnfrið fyrir fólki sem geysist um á mótorhjólum. „En lögreglan segir að ekkert sé við því að gera þótt fólk sé á mótorhjól- um, það megi það. En dýrin mega ekkert gera sem truflar svefnfrið fólks, þá er þeim miskunnarlaust lógað, þótt þau geti aldrei haft eins hátt eða valdið eins miklum spjöllum og mennirnir." SKÁK Umsjón: Margeir Pótursson Á skákþingi Leningrad í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Klamans og Judasins, sem hafði svart og átti leik. í síðasta leik drap hvítur peð á d5 algjörlega grandalaus, enda er ekki auðvelt að sjá hvers vegna hann hefði átt að láta það ógert: 31... Hxd5! 32. Hxd5 - Rc3, 33. Hd7 (Eftir 33. Bg2 — Bxd5 verður hvítur skiptamun undir) Be4! og hvítur gafst upp. 34. Dd2 er svarað með Df3 og hvítur er óverjandi mát. • Ávaxtalaus jógúrt Arndís Sigurðardóttir frá Selfossi hringdi og vildi taka undir orð konu sem kvartaði yfir því að ekki væri til jógúrt án ávaxta. „Það væri við hæfi að fá því svarað hvers vegna hrein jógúrt er ekki á boðstólum og einnig því hvers vegna ekki er hægt að fá ávaxtajógúrt í eins lítra dósum. Fyrir fjölskyldu hlýtur það að verða mun ódýrara að kaupa eina stóra dós af jógúrt í stað þess að kaupa margar litlar." HÖGNI HREKKVÍSI „VEL&tlP/Ð Laugavegt 20 Simi fra skiptibordi 28155 Austurstræti 22 2 hæö simi 28155 TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS WKARNABÆR í dag fá ailir SKRÝPLAMIÐA í verzlunum okkar. & SlGeA V/öGA í \wtmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.