Morgunblaðið - 06.07.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.07.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ1979 • Teitur ÞórAarson hefur bctur í skallaeinvigi við svissneskan varnarmann á Laugardalsvellinum á döjíunum. Teitur átti þá stórleik ok var einnig í sviðsljósinu fyrir skömmu gegn sterkum tékkneskum andstseðingum. Ljósm. Emilía. Góð heilsa er gulli betri Fyrir rétt tæpum mánuði lauk landshlaupi FRÍ. Þetta framtak Sambandsins var mjög athyglis- vert og ekki síður hversu vel tókst til. Áhugi almennings var svo miklu meiri en við var búist og fleiri tóku þátt f hlaupinu en búist hafði verið við. Þátttakend- ur urðu 4600 og vegalengdin sem lögð var að baki var um 2500 km. En það var ekki ætlunin að fara að rifja upp hlaupið heldur hversu lofsvert framtakið var. Það sýnir okkur, að fleiri svipuð verkefni bíða okkar. Fólk úti á landsbyggðinni er ávallt reiðubú- ið. Nýjungar er vel til þess fallnar að rífa fólk upp úr hvers- dagsleikanum og ekkert er holl- ara en hreyfing og útivist. Von- andi verður landshlaupið fyrsta sporið f aukinni útivist og trimmi. Hvernig hægt sé að halda við og bæta heilsuna. Það er hægt að „trimma" með ýmsu móti en sennilega er skokkið einfaldast. Hvað er skokk? Það er rólegt hlaup sem kostar ekkert annað en örlítið viljaþrek. Auk þess sem flestir, sem það stunda, verða jafnframt heilsubetri. Kostir þess eru margir, það styrkir hjarta og lungu, örvar blóðrásina, styrkir vöðva og eykur bjartsýni. Skokk hjálpar fólki að léttast ef með þarf. Skokk eykur þol og öryggi. íleðin skín út úr andliti þessa unga drengs þar sem hann tekur við ceflinu í landshlaupi FRÍ á Kjalarnesi. Veganestið sem hann fékk frá eldri bróður sínum var: „Reyndu nú að hlaupa hratt áfrarn.1* Móðir >eirra fylgist vel með öllu. En er þetta ekki allt of tíma- frekt kann einhver að spyrja. Nei, síður en svo. Hver vika er 10.080 mínútur. Ef skokkað er 3 daga vikunnar í 30 mínútur fara aðeins 90 mínútur á viku. Er ekki rétt að verja þessum tíma í þágu betri heilsu í stað þess að þurfa að eyða enn meiri tíma í veikindi síðar á ævinni? Mannslíkaminn er byggður fyr- ir hreyfingu, en ekki kyrrsetu. Kyrrsetan er að verða eitt mesta vandamál manna, því henni fylgja ýmsir hrörnunarsjúkdómar, svo sem í hjarta og lungum. Það er samdóma álit allra sem viðhalda líkamanum með léttu skokki, sundi, leikfimiæfingum eða ann- arri heilsusamlegri hreyfingu, að almenn líðan sé mun betri. En rétt er að hafa hugfast að fara sér hægt í byrjun. Þá er rétt að benda á að yfir vetrartímann er oft erfitt að fá inni í hinum ýmsu íþrótta- sölum, og því rétt að nota sumarið og haustið til útiveru og hreyfing- ar. Hið forna spakmæli, heilbrigð sál í hraustum líkama, hefur löngum sannað ágæti sitt. Og ætti það að vera öllum keppikefli að þetta færi vel saman. Landshlaup FRÍ sýndi að heilar fjölskyldur voru saman í hlaupinu og því ekki að halda áfram? Ungir sem gamlir. Enginn lætur húsið sitt grotna niður eða bílinn hristast í sundur, húsmæður eyða löngum tíma í að þurrka af húsgögnum og öðrum dauðum hlutum, en hvað með þá fasteign sem ekki er hægt að endurnýja, mannslíkamann? — þr. Stórleikur Teits gegn Tékkum Frá því var skýrt í Mbl. fyrir skömmu. að Öster, hið sænska lið Teits Þórðarsonar, vann stórsig- ur á Banik Ostrava frá Tékkó- slóvakíu í TOTO-keppninni svo- kölluðu. Öster skoraði fjögur mörk gegn engu og réð gangi leiksins frá upphafi til enda. Teitur Þórðarson var heldur betur í sviðsljósinu gegn hinu sterka tékkneska liði, en hann skoraði þrjú fyrstu mörkin, gerði þrennu, sem er stórkostlegt gegn svo sterkum mótherja. Teitur hefur greinilega aldrei verið betri en nú og það gátu íslenskir áhorfendur best séð sjálfir í landsleiknum gegn Sviss fyrr í sumar. Fyrsta mark Teits kom á 15. mínútu leiksins, en þá skallaði hann í netið eftir hornspyrnu Mats Nordgren frá vinstri. Annað markið á 28. mínútu var einnig skallamark, en nú var það Karl Gunnar Björklund sem átti fyrir- gjöfina á Teit. Þriðja markið skoraði Teitur síðan á 56. mínútu með góðu skoti frá vítapunkti eftir laglega fyrirgjöf frá Peter Sven- son. Teitur leyfði nú fleirum að komast að við mark Banik og Tom Evenson bætti fjórða markinu við á 74. mínútu, potmark af metra færi. Göran Hagberg, einn af lands- liðsmarkvörðum Svía, sem lék m.a. gegn íslendingum á Laugar- dalsvelli fyrir 3 árum, lék nú sinn fyrsta leik í langan tíma, en hann átti við slæm meiðsli að stríða. Hann átti stórleik eins og margir félaga hans, ekki síst Teitur. i eitur tre rnál agberg glánstej öster-centem Teitur Thor- darsson hade stor uppvisning nSr öster i Tipscup-premiáren utklassadc tjeckiska ligatv&an Banik Ostrava med 4—0 (2—0). Teitur svarade namligen för ett ákta hat trick genom att göra bflde 1 — 0,2—0och3—0. Hópur Akureyringa sem tók þátt í landshlaupi FRÍ. Ljósmynd SOR. Síðasti hlaupari Akureyringa var Hermann Sigtryggsson og afhenti hann Eyfirðingum boðhlaupskeflið við Lónsbrú. Ljósm. Emilia. Ljósm. SOR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.