Morgunblaðið - 06.07.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.07.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ1979 Já, ég sé ykkur fýsir að spyrja. Slysunum hefur stórlega fækkað eftir að við skelltum á hann _ Jú, ég er einu pundi léttari augnblökum! núna. Elskaðu náungann Velvakanda hefur borist eftir- farandi bréf frá konu í Breiðholt- inu: „Mig langar til að bera í bakka- fulla lækinn og ræða örlítið um innflutning flóttafólks frá Víet- nam. Sem betur fer eru flestar raddir, sem hafa látið í sér heyra um þetta mál, á því að leyfa eigi þessu fólki að koma inn í landið. Þær raddir sem uppi hafa verið á móti innflutningi þessa fólks bera helst tvennu við. Islendingar og Víetnamar mega ekki blandast vegna sérstöðu íslendinga og hættu á útrýmingu þjóðarinnar. 50 manns eiga að útrýma 200 þúsund manna þjóð, að þeirra sögn. Einnig hafa þeir borið því við að með því að flytja þetta flóttafólk hingað til lands séum við að gera því illt, svo illt að þegar það kemur hingað mun það óska þess að hafa verið eftir úti. En hver vill ekki lifa, jafnvel við slæmar aðstæður. Ég veit það, að ef við íslendingar ættum ekki aðra kosti en að lifa í hlýju landi við miðbaug myndum við fúslega taka því boði, ef ekkert annað biði nema dauðinn. Vissulega yrði það erfitt í fyrstu að aðlagast hitan- um, eins og það verður eflaust fyrir Víetnamana að aðlagast kuldanum. Við skulum því ekki vera drambsfull. Þótt við teljum okkur vera einstæða þjóð, þá á boðorð Krists eins við um okkur og aðra: „Elska náunga þinn eins og sjálf- an þig.“ • Velferð barna á barnaári Á barnaári hafa ýmis mál komið upp sem talið er að geti stuðlað að velferð barna. Meðal þessara mála er það að fjölga þurfi barnaheimilum. Hins vegar hefur lítið borið á því að talað hafi verið um það að auðvelda mæðr- um að vera heima hjá börnum sínum. Skyldi það ekki jafnvel miklu heldur stuðla að velferð barna en fjölgun barnaheimila. í dýrtíðar- og verðbólguþjóðfé- lagi er varla hægt fyrir mæður að vera heima, þær verða að vinna úti, að ekki sé talað um einstæðar mæður. Margar þessara kvenna vildu miklu heldur vera heima hjá börnum sínum því eftir nokkur ár komast þær að því að í raun og BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Góð vísa er sjaldan of oft kveðin, segir máltækið. Á það sérstaklega vel við um heilræði, sem bridgespilarar gjarnan gefa hver öðrum. Staldra við og mynda sér skoðun um úrspilið strax og fyrsta spilið er lagt á borðið. Austur gaf, allir á hættu. Norður S. 104 H. 93 T. 10873 L. ÁG763 Austur H. KG1065 T. D9 L. K985 Suður S. KDG972 H. Á84 T. ÁK L. D2 Vestur S. 865 H. D72 T. G6542 L. 104 Eftir að austur opnaði á einu hjarta var suður ekkert að hika og stökk beint í fjórða spaða. Útspil hjartatvistur. Sagnhafi tók kónginn með ás, spilaði laufdrottningunni og lét hana fara. Austur tók slaginn og eftir nokkra umhugsun spilaði hann lágu trompi. Þar með voru möguleikar suðurs úr sögunni. Hann gat ekki látið hjarta í lauflit blinds meðan vestur átti tromp og ekki var betra að spila trompi eða hjarta því þá tæki austur á trompásinn og hjartaslagina tvo — einn niður. Var þá útilokað að vinna mætti spilið? Svarið er bæði já og nei. Já, taki suður fyrsta slaginn með ásnum og nei, fái austur að eiga fyrsta slaginn. Fái austur á hjartakónginn tekur hann eflaust næst á spaðaás og spilar aftur trompi til að koma í veg fyrir hjartatrompun í blind- um. Sagnhafi tekur þá síðasta trompið af vestri og svínar lauf- drottningunni alveg rólegur því enn á hann hjartaásinn og getur látið hjartatapslaginn í laufgos- ann. Að vísu getur austur reynt bragð og gefið laufdrottninguna. En þá er bara að hafa heimil á græðgi sinni og svína ekki aftur. COSPER 4* Þeir koma í fyrramálið frænka mín. — Klukkan hvað viltu fá morgunkaffið? Lausnargjald í Persíu^ Eftir Evelyn Anthony Jóhanna kristjónsdóttir sneri á íslenzku 13 ara fyrir Palestínufélagana en koma sem verkamenn og það vakti enga tortryggni, en fólk eins pg Petere lét líta svo út að það kæmi sem ferðamenn. Fundurinn hafði verið haldinn á heimili þýzks tannlæknis f verkamannabústaða hverfi. Þeir félagar í miðnefndinni sem ekki voru Evrópubúar komu fyrirhafnaralust til fundarins. Peters hafði verið félagi í skæruiiðahreyfingu PLO í tvö undanfarin ár. Hann hafði ferð- ast frá Egyptalandi til Mið — Ameríku til að hafa samráð við félag marxista sem samtökin höfðu fengið til liðs við sig. Honum hafði verið boðið að koma til MUnchen vegna þess að hann hafði getið sér orðs fyrir leikni sína. Hann hafði farið af fundinum með fullt og óskorað umboð til að leysa af hendi mikilvægasta verkefni sem beindist gegn vestrænum kapitalisma síðan Nasser hafði lokað Súezskurðinum. James Kelly bjó í fallegu nítjándu aldar húsi í Shemiran, grónu úthverfi Teheran við hlíðar Elburzfjalla. Það var byggt úr steini, flúrað og skreytt og umhverfis það var gróskumikill og stór garður. Hann hafði tekið þetta hús á leigu við komuna til Tehran vegna þess að honum hafði fundizt fráhrindandi sú tilhugs- un að búa f þessum Ijótu stein- kössum sem spruttu upp í nýrri borgarhverfum Teherans. Hús- ið var í afleitu ástandi, en þar sem Imperial olfufélagið var ekki að klfpa utan af greiðslum til framkvæmdastjóra síns hafði honum ekki orðið skota- skuld úr því að að fá það fært í sitt fyrra og fagra horf, svo að nú hafði fullkomlega skipt um. Bílstjórinn ók þeim Eileen og Logan heim á undan James. Hún sté út úr bflnum og stóð augnablik í tunglskininu. Nótt- in var heit og kyrr og höfugan blómailm lagði að vitum henn- ar. Á dökkum himninum hékk tunglið eins og risavaxin hvít perla og þau voru sem óraf jarri Ijotleika Teheran, — borg hinna nýrfku og ófáguðu var víðsfjarri. Húsið og undurfagur garðurinn með Ijúfan nið gos- brunnsins f bakgrunninum átti sinn þátt í að hún skynjaði töfrana sem í hugum Vestur- landabúa voru tengdir Persíu. Nú hafði hinu forna nafni verið breytt, og forvfgismenn Persa- veldis löngu horfnir á vit feðra sinna. Sonur liðþjálfa, snauðs og ómenntaðs gat nú setið í hásætinu sem kennt var við páfuiginn, og aðalsmannastétt Persíu sem var bæði veik í sessi og áhrifalftil, hafði orðið að láta hvervetna f minnipokann fyrir hinni æstu og metnaðar- sömu millistétt sem hafði bólgn- að út af rfkidæmi vegna olfunn- ar og kunni sér ekki læti. Það voru fráhrindandi andstæður sem fyrirfundust f þessu landi. Þessu landi þar sem orðsins list og hvers kyns dýrðlegar listir aðrar höfðu verið meðal undra veraldar. — Ég er að fara inn, sagði Logan. Hann hafði hinkrað við þegar kona hans staðnæmdist og hánn hafði séð hana hvarfla augum í kringum sig. Víst var nóttin unaðsleg og hann fann líka blómailminn, sá leik skugg- anna í garðinum. Fyrir ekki ýkja löngu hefði hann tekið um hönd hennar og stungið upp á að þau fengju sér stutta göngu. En ekki núna. — Ég er dauðuppgefinn, sagði hann. Og bætti við hrað- mæltur — Þú hlýtur að vera það líka. Þeíta hefur verið óralangur og erfiður dagur. Hún gekk á eftir honum inn f húsið án þess að mæla orð af vörum. Eileen hafði komið þarna tvívegis áður, herbergið var blátt áfram að búnaði en ákaflega smekklegt. James hafði sett persnesk teppi á gólfið og fagran útskurð á vegginn. Hún dáðist að þvf með sjálfri sér hvcrsu vel væri til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.