Morgunblaðið - 06.07.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ1979
23
góðu gamni til að bregða svolitlum
ævintýraljóma á hverfið.
Guðmundur lét fara vel um sig og
sagði:
„Þetta er góður bíll...“
„Ertu toppánægður með hann?“
„Þetta er bezti og þægiLegasti
bíll, sem ég hef eignazt."
Satt var það. Hann var eins og
hugur manns, viðbragðsfljótur
eins og fjörhestur, hljóðvana og
ísmeygilegur eins og Cobraslanga
og með karakter.
Guðmundur bað nú um að ekið
væri að benzínstöðinni gegnt
Æsufelli til að láta búnka hann,
setja á hann benzín. Hann bað um
fyrir talsverða upphæð. „Þetta
ætti að nægja, þangað til ég byija að
keyra aftur um það leyti sem
fólkið kemur úr Hollywood í nótt.
Eg verð að vinna inn fyrir benzíni
og ferðinni norður." Svo var ekið
lengra og hann sýndi leiðina að
nýbyggðu stórhýsi.
„Hér býr hún dóttir mín. Ég er
að hugsa um að líta inn til
hennar.“
Það var engin lyfta í húsinu og
þurfti að ganga upp bratta stiga
hátt upp. Hann setti það ekki fyrir
sig og gekk hiklaust og hringdi.
Enginn heima.
Snúið til baka, setzt inn í
sjevvann á ný.
Guðmundur kveikti sér í Camel-
sígarettu og sagði: „Mér hefur
alltaf fundizt gott að geta átt
stundir fyrir sjálfan mig án þess
að þurfa að vera háður því að
keyra sjálfur."
Svo bað hann um að setja aftur í
gang. Hann réð ferðinni. Þetta var
kyrrlætisleg ferð um Breiðholtið
og notið útsýnis og spjallað.
Eftir drykklanga stund var
rennt upp að Grensásvegi 60,
parkerað nákvæmt og gengið frá
bílnum eins og bát, sem var lagt
við festar í höfn og haldið inn í
blokkina og upp í íbúð hans.
Þá segir hann: „Ég er að fara
norður til sonar míns,“
Nokkru seinna barst fréttin um,
hvernig andlát hans bar að hönd-
um. Hans er saknað sem góðs
drengs og félaga.
Far vel, Guðmundur, og hvíl í
friði.
stgr.
Frönsk skúta með
íslenzku nafni...
Fyrir stuttu var þessi glæsi-
Iega skúta bundin við festar í
höfninni á Álasundi. Það er
kannski ekki í frásögur færandi
nema vegna þess, að skútan. sem
er frönsk. ber hið rammíslenska
nafn Brennivín.
Á skútunni eru fjórir Frakkar
og einn íri, en ástæðan fyrir hinu
íslenska nafni er sú, að eiginkona
skipstjórans, Pierre Nissel, er
íslensk og heitir Anna Theódörs-
dóttir. Anna er þó ekki með í
ferðinni að þess sinni, þar sem
hún á lítið barn, sem ekki er hægt
að skilja við í svo langan tíma.
Skútan mun vera á siglingu í
allt suinar og lagði hún af stað í
ferðina þann 12. júní s.l. Farið var
frá Le Havre í Frakklandi og
ferðinni heitið til Noregs, þar sem
myndin er tekin. Síðan er ferðinni
heitið til Svalbarða, Jan Mayen,
Grænlands og til Islands er skút-
an væntanleg í byrjun september.
ounum í dag
Nýja hús9a9”®v®ópavog*
aö Smiöj«we9' 10:*OP -“
GREIÐSLUR FRÁ TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS
BEIÐNI Dag, 21. júní 1979
Til Tryggingastofnunar ríkisins um að leggja greiðslur inn á viðskiptareikning.
NAFN NAFNNÚMER FÆÐINGARNÚMER
Jón Jónsson 1234-5678 03.03.-123
HEIMILI SVEITARFÉLAQ
Laugavegi 234 105 REYKJAVÍK
Hér með fer ég þess á leit við Tryggingastofnun ríkisins, að hún leggi greiðslur til mín, jafnóðum og þær koma til
útborgunar, inn á neðangreindan viðskiptareikning hjá:
INNLÁNSSTOFNUN BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS VIÐSKIPTAREIKNINGUR Ávísanareikningur BANKl HB REIKN. NR.
ÚTIBÚ/ Austurbæjarútibú við Hlemm Sparísjóðsreikningur 0303 12345
REIKNINGSEIGANDI/MERKI Jón Jónsson Gíró/hlauparelkn.
Staðfest:
BUNAÐARBANKi ÍSLANDS
BANKASTIMPILL
Að gefnu tilefni skal vakin athygli þeirra
aðila í REYKJAVÍK, sem eiga rétt á greiðsl-
um frá TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS á,
að hægt er aö fá greióslur þessar lagðar inn
á reikning í hvaða innlánsstofnun sem er.
Eyðublað sem hér er sýnt fæst hjá viðkom-
andi banka eöa Tryggingastofnun.
Rétt er að benda rétthöfum lífeyris og bóta
á, aó það flýtir fyrir greiðslum og sparar
fyrirhöfn að láta innlánsstofnun annast
þessa milligöngu.
BUNAÐARBANKI
ÍSLANDS
UNDIRSKRIFT