Morgunblaðið - 06.07.1979, Page 7

Morgunblaðið - 06.07.1979, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1979 7 Sneiöir snyrti- lega framhjá Sovét- ríkjunum í Verkalýösblaðinu, málgagni Einingarsam- taka kommúnista (Marx- Leninista) sem nýkomið er út, segir m.a. orörétt: „Þjóðviljanum er jafn auðvelt aö Þjóna falska albýöuríkinu í austri í olíumálum og í öörum málum. Burtséö frá mannréttindamálum er auðhyggja og fasismi Sovétríkjanna flekklítill á Þeim bænum. í Þjóövilj- anum 13. júní fjallar Einar Karl um olíukreppuna, ekki alveg glætulaust. Þaö er hverju orði sannara aö hún á sér helst upptök í sölustefnu olíusamsteypanna en ekki veröhækkunum löngu kúgaöra 3. heims ríkja. En Einar sneiðir aö pessu snyrtilega framhjá Sovétríkjunum, stærsta olíuframleiðanda heims. Kjörorö hans er: Treyst- um á Sovétríkin. „Bræöraríkin blóömjólkuö Eftir aö auöstótt varð til og náöi völdum í Sov- étríkjunum hófu pau kapphlaupiö við olíuauð- hringina um arð og mark- aði. Smám saman end- urnýjuðu Sovétríkin alla samninga við önnur ríki. Hagkvæm viöskipti Þeirra við Comecon-ríkin urðu að hreinu aröráni. Annars vegar var verö- viðmiöuninni breytt og hins vegar var greiöslu ýmist krafist í gjaldeyri eöa fullunninni iðnaöar- vöru og landbúnaöar- vöru. í stað samnings- bundins verös kom við- miðun við „fljótandi" markaðsprísa. Og Sov- étríkin tilkynntu hinum olíulausu „bræöraríkjum" aö Sovétrikin gætu ekki annað eftirspurninni. Skýringin er sú að Sov- étríkin velja heldur við- skipti á Þessu sviði viö velborgandi auðvalds- lönd en mergsogin „bræöralönd“. Viö 3. heims lönd beita Sov- étmenn sömu aöferðum og Comecon. Sovétríkin hafa Því ástundaö svipaö gróðabrask meö olíu og Bandaríkin sem Einar sér í gegnum 20 ára gömul kaldastríösgleraugu. ísland sömuleiöis Olíuverslun íslands viö Sovétríkin hefur einnig breyst í samræmi viö öfugbróun hinna sósíal- ísku Sovétríkja fyrri tíma. Árið 1954 gerði ísl. ríkis- stjórnin sína fyrstu olíu- samninga viö Sovétríkin. Gagnbyltingin haföi í raun pegar hafist, en áhrifa hennar gætti hægt og smám saman. Olíu- verslunin var á formi vöruskipta. Skyldi vera fullt jafnræði meö aöilun- um og á hvorugan hallað, án skuldasöfnunar. Verö- miöunin var hagstæö og fylgdi aöeins sveiflum í grunnveröi olíunnar. Ár frá ári tók Sovétstjórnin aó greiða, samningsb- undió aö vísu, lægri upp- hæö fyrir heildarinnflutn- ing frá íslandi en sem nam olíuinnflutningi frá Sovétríkjunum. Á árum Geirsstjórnarinnar voru skuldir landsins viö Sov- étmenn orönar rúml. 10 milljardar kr. á Þáverandi verðlagi (u.Þ.b. 1/6 af fjárlögum ríkisins). Þetta notaðí Sovétstjórnin sér og Þvingaói fram a.m.k. 2 mikilvægar breytingar. Tekið var upp staögr- eiðslu- eöa lánagreiösl- ukerfi í gjaldeyri í öllum milliríkjaviöskiptunum og olíuverö skyldi miðaö viö Rotterdam, en sá „frjálsi" markaður gaf best veró í „olíukreppunni". Skuld- unum var breytt í lán. Þaó Þýöir lítið fyrir Ein- ar Karl og kó eöa benda vestur eöa gera grín aö úreltri Rússagrýlu Morg- unblaðsins til að hvítpvo Sovétríkin. Staóreyndirn- ar tala.“ Ný sending frá Pilar Teg: 2891 Nr: 33 kr. 9.455- Nr: 34 — 39 kr. 10.675,- Litur: Natur. Teg: 2895 Litur: Natur/Rautt Nr: 20—23 kr. 7.870 - 24—27 kr. 8.340,- 28—29 kr. 8.965- 31 — 33 kr. 9.690- 34—39 kr. 10.895.- Teg: 3165 Litur: Natur Nr. 20—23 kr. 6.250,— 24—27 kr. 6.935 - 28—30 kr. 7.515- 31—33 kr. 8.150- 34—39 kr. 9.190,- ATH. Allir skór frá Pilar eru úr ekta skinni meö ekta leöurbindisóla Póstsendum samdægurs. Domus Medica, Sími 18519. Herra- og dömu- sportpeysur Eigum fyrirliggjandi hinn eftirsótta lúxusbíl SIMCA 1307 og 1508, sem er fimm manna, fimm dyra, framhjóladrifinn fjölskyldubíll í sérflokki. SIMCA 1307/1508 er ekki aðeins traustur og þægilegur bíll, heldur hefur hann einnig orð á sér fyrir að vera sparneytinn á eldsneyti og sem dæmi um það má m.a. geta þess að í sparaksturs- keppni Bifreiðaiþróttaklúbbs Reykjavíkur 13.5. ’79 reyndist Simca 1508 eyða aðeins 6.95 1 pr. 100 km. SIMCA bflar hafa margsannað ágæti sitt hér og eru eina bflategundin sem hefur f jórum sinnum sigrað í rallkeppnum á íslandi. I dag velur þú þér SIMCA CHRYSLER HH SUÐURLANDSBRAUT 10. SÍMAR; 83330 - 83454 Ö Vökull hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.