Morgunblaðið - 06.07.1979, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ1979
13
„Náttúran hefur aJla tíð
verið mitt yrkisefni...”
„EF ÉG hrífst af einhverju, þá
reyni ég að ná fram þeirri
stemmningu sem er innra með
mér og í náttúrunni. Það sem
skiptir sköpum f allri listrænni
túlkun er hvort listamanninum
tekst að laða fram það sem býr
innra með honum og blundar í
náttúrunni. Ef það heppnast þá
hefur honum tekist ætlunar-
verk sitt.“ Svo sagði Jakob
Hafstein þegar Morgunblaðið
sótti hann heim á sýningu hans
í Casa Nova.
„Eg er fæddur á Akureyri árið
1914 en flutti við 7 ára aldur til
Húsavíkur. Foreldrar mínir voru
Júlíus Hafstein, sýslumaður, og
Þórunn Jónsdóttir. Ég fór mjög
snemma að fást við að teikna og
mála. En allt frá upphafi er eins
og ég hafi alltaf hneigst í áttina
til náttúrunnar og hún hefur
alla tíð verið mitt yrkisefni,
hvort sem ég hefi tjáð það með
orðum, söng eða myndum.
Myndefni mitt er mestallt sótt
út í náttúruna. Og það gleður
mig að vita til þess að það virðist
sem natúralisminn sé að vinna á
meðal málara um allan heim.“
„Alveg á sama hátt og náttúr-
an er mitt eftirlæti í myndlist-
inni þá er ég hrifnastur af
þjóðlögunum," sagði Jakob þegar
talið barst að tónlist. „Ég hlusta
oft á þjóðlög þegar ég er að
mála. Það er eins og músík og
myndlist styrki hvor aðra þegar
litir og tónar fá að hljóma
saman. Þjóðlögin eru svo að-
gengileg fyrir þann sem hlusta
vill og um leið segja þau okkur
svo margt. Og með því að tvinna
saman þessi tvö tjáningarform
þá finnst mér eins og ég fái
gagnkvæman og aukinn skilning
á þeim.
Músíkin hefur alltaf skipað
stóran sess hjá mér. Ég var í
M.A.-kvartettinum frá 1932 og
þar til 1942, ásamt Steinþóri
Gestssyni, Þorgeiri Gestssyni
bróður hans og Jóni Jónssyni
skáldi frá Ljárskógum.
Á háskólaárum mínum var ég
— rættvið
Jakob
Hafstein
listmálara
svo gæfusamur að komast í
tilsögn hjá Ásgrími og Jóni
Stefánssyni þar sem þeir höfðu
vinnustofu saman í Bergstaða-
stræti og nú er Ásgrímssafn.
Það eina sem ég hefi lært í
myndlist lærði ég þá. Jón kenndi
mér uppbyggingu mynda og
hvernig litir verka innbvrðis
hver á annan. Þetta voru hreinir
fræðifyrirlestrar sem ég fékk
þarna og þeir voru fluttir yfir
mér einum. Jón var mikill
Jakob Hafstein með eina af þeim myndum sem hann sýnir þessa dagana í Casa Nova. Sýningunni
lýkur næstkomandi sunnudagskvöld.
kvennamaður og átti það til að
fílósófera yfir mér um lífið,
náttúruna og ástina. Það var
gott veganesti fyrir mig að
kynnast þessum mönnum og
nema af gnægtabrunni leikni,
lífsspeki og reynslu.
Ásgrímur var alveg andstæð-
an við Jón. Hann lét mig vinna
og vinna og pískaði mig áfram
við að handfjatla vatnslitina. Ég
hef síðan fengist við olíuliti,
pastel, túss og vatnsliti en vatns-
litirnir munu ætíð verða mitt
eftirlæti. Þeir eru svo erfiðir í
meðförum því með þeim getur
þú ekki leiðrétt vitleysur eins og
með olíulitum. Vatnslitir eru
kröfuharðir þegar maður hand-
leikur þá og er að reyna að ná
tökum á þeim. En þeir eru
jafnframt eftirlátir þegar menn
ná valdi yfir þeim. Með vatnslit-
um næst svo mikil nálægð við
fyrirmyndina.
Það felst í því mikil uppörvun
fyrir mig,þegar fólk vill eignast
verk eftir mig. Fyrir það er ég
þakklátur. Um leið. fylgir því
mikil eftirsjá þegar ég sé á bak
verkum sem ég hef lagt mig
fram við. Það er eins og að gefa
hluta af sjálfum sér — hluta
sem maður getur ekki búist við
að fá aftur. Ibsen sagði um
þetta: „Evigt ejes kun det tabte“
og ég held að hann hafi þarna
höndlað sannleikann þegar hann
segir að það sem er okkur tapað
er um leið okkar eilífa eign.
Mér finnst að sérhver mynd-
listarmaður ætti að tileinka sér
umburðarlyndi gagnvart kolleg-
um sínum og reyna að skilja
hvað aðrir eru að gera án þess að
setja sjálfan sig í dómarasæti og
segja að eitt sé list og annað
ekki.
Núna er ég að vinna að verk-
um sem ég ætla að fara með á
bernskuslóðir til Akuréyrar og
sýna þar. Þarna verður um að
ræða allar tegundir af verkum
sem ég hef fengist við.
Laxeldisstöðin skoðuð. Myndir Kristján
Oðalsgestir í
skemmtiferð
Veitingahúsið Óðal og Snar-
fara-menn fóru s.l. laugardag í
skemmtiferð til Akraness. Á leið-
inni var m.a. komið við í laxeldis-
stöð ríkisins í Kollafirði og slegið
upp hlöðuballi. í Botnsdal var áð
og snætt en síðan haldið beint til
Akraness en þangað kom hópur-
inn klukkutíma síðar en ráðgert
var vegna þess að rútan bilaði.
Frá Akranesi var lagt af stað kl.
21 á skreyttri Akraborginni til
Reykjavíkur þar sem höfð var
klukkutíma viðdvöl áður en haldið
var á ný út í skipið og þar dansað
fram eftir nóttu.
Dansað í hlöðu að gömlum sið.
Nýtt útibú
á Svalbarðseyri
Samvinnubankinn hefur yfirtekið starfssemi Sparisjóðs
Svalbarðsstrandar og Innlánsdeildar Kaupfélags Svalbarðseyrar
og opnað nýtt útibú á Svalbarðseyri.
Útibúið mun annast öll almenn bankaviðskipti og trygginga-
þjónustu fyrir Samvinnutryggingar og Líftryggingarfélagið
Andvöku.
■ti
-
Afgreiðslutími:
Mánud. - föstud. kl. 9.15 - 12.00
og 13.00 - 16.00
□ □ [
«□□□□□□□
Samvinnubankiiui
MI.U
!l!" !•!•■•!•■•!•■ !".W
I
Samvinnubankinn
útibú Svalbarðseyri, sími 96-21338.