Morgunblaðið - 06.07.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.07.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JIJLÍ1979 15 SkoOaóu mrju taaKuna VömrfraDance Centre Utanríkisráðherra Breta, Carrington lávarður í heimsókn í flóttamannahúðum í Hong Kong, en þar var ráðherrann á dögunum að kynna sér ástandið af eigin sjón. Sveitir Pol Pots í sókn í Kambódíu Ban^kok, 5. júlí. AP. FRETTIR frá Thailandi hafa fyrir satt að hersveit- ir hliðhollar fyrrverandi stjórnanda Kambodiu, Pol Pot, hafi sótt nokkuð á að undanförnu gegn Víet- nömum í Kambodiu og virðist í þann veginn að ná á sitt vald einni héraðshöf- uðborg. Sérfræðingar segja að monsúnrigningar sem hafa verið miklar á þessum slóðum undanfarið hafi orðið vatn á myllu Pol Pots-sveitanna og hafi gert víetnömsku sveitun- um örðugt um vik að komast leiðar sinnar í þungum skriðdrekum og öðrum fyrirferðamiklum farartækjum. Hafi Víet- namar sums staðar orðið að hörfa svo mjög að þeir hafi skilið eftir sig bryn- vagna og skriðdreka þeg- ar hermenn Pol Pots hafi sótt fram. Þá segja flóttamenn sem komn- ir eru nýlega yfir landamærin, svo og sérfróðir um málefni Kam- bodiu að inn í þetta blandist og vaxandi spenna milli víetnamskra hermanna og hermanna hinna nýju kambodisku valdhafa sem eru undir stjórn Heng Samrin forseta. Hefur verið staðfest að svo langt hafi gengið að vopnuð átök hafi brotizt út og töluverður hópur hermanna Samrin hafi gerzt liðhlaupar og farið yfir raðir Pol Pots. LAUGAVEGI27 / SÍMI1 44 15 Flóttamönnum verði bægt frá með valdi Kuala Lumpur. Jakarta. 5. júlí. AP. Reuter. STERK öfl innan flokks Hussein Onns forsætisráð- herra Malaysíu kröfðust þess í dag að stjórnvöld búi svo í haginn að „hægt verði að skjóta“ að víet- nömskum flóttamönnum sem sækja að ströndum landsins, þar sem flótta- mannastraumurinn sé nokkurs konar innrás í landið. Einnig samþykktu öflin á sér- Frakkar spara orku 14. júlí Paría 5. júlí. AP GISCARD d'Estaing Frakk- landsforseti hefur ákveðið að draga mjög úr hefðbundnum atriðum hersýninga, sem jafn- an eru stór liður í hátíðahöld- um á þjóðhátíðardegi Frakka þann 14. júlf, til að spara orku. Talsmaður forseta sagði, að hér væri um að ræða 40 prósent sparnað og myndu 97 flugvélar og þyrlur fljúga yfir í stað 161 sem áformað var. Svipaður sparnaður verð- ur hjá ökutækjum hvers kon- ar. stökum fundi að hvetja Bandarík- in til að taka við öllum víet- nömskum flóttamönnum sem eru í Malaysíu. Haldið er áfram við að ýta bátum flóttamanna á haf út frá Malaysíu, og hefur Indónesíu- stjórn áhyggjur af því að margir þessara flóttamanna komi til Indónesíu, en á skömmum tíma hefur flóttamannafjöldinn þar aukist úr 31.000 í 50.000. Samtök ríkja í Suðaustur-Asíu lýstu því yfir í dag að aðildarlönd- in, Malaysía, Thailand, Filipseyj- ar, Singapúr og Indónesía, myndu íhuga óskir Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um að löndin taki við fleiri víetnömskum flóttamönnum. Lýsti utanríkisráðherra Indónesíu því þó yfir að eðlilegra væri að ríki hins vestræna heims tækju við flóttamönnum í stað þess að krefjast að sambandslöndin tækju við fleiri flóttamönnum, þar sem tugir og hundruðir þúsunda væru fyrir. Cyrus Vance utanríkisráðherra Bandaríkjanna hvatti ríki heims í dag til þess að setja diplómatískan þrýsting á Víetnama og krefjast þess af þeim að binda endi á flóttamannavandamálið. Margrét Thatcher fékk köld svör í Moskvu í fyrri viku er hún fór þess á leit við rússneska ráðamenn að þeir beittu áhrifum sínum til að fá Víetnama til að stöðva flótta fólks úr landinu. Rússar sögðu Thatcher að flótta- mennirnir væru eiturlyfjaneyt- endur, sakamenn og undirróðurs- menn, og að málið væri innanrík- ismál Víetnama, að því er Mal- colm Fraser forsætisráðherra Ástralíu skýrði frá í dag. Auglýst eftir vitn- um að árekstrum RANNSÓKNARDEILD lögregl- unnar í Reykjavík auglýsir eftir vitnum að eftirtöldum árekstrum og eru þeir. sem einhverjar upp- lýsingar geta gefið um þá, beðnir um að hafa samband við rann- sóknardeildina: Miðvikudaginn 27. júní s.l. var ekið á bifreiðina R-5688, sem er Scout jeppabifreið, við hús nr. 13 við Bergstaðastræti. Skemmd á framhöggvara hægra megin. Kom á bifreiðina fyrir kl. 11.20 um morguninn. Gráleit málning er á skemmdinni. Miðvikudaginn 27. júní var til- kynnt að ekið hefði verið á bifreið- ina R-62238 við hús nr. 2 við Dalaland. Bifreiðin er af teg. Mazda blá að lit. Hún var skilin eftir kl. 19.00 þann 26.6. og komið að henni kl. 08.30 þann 27.6 og var hún þá skemmd. Skemmd er á vinstra framaurbretti og vinstri hurð. Laugardaginn 30.6. var ekið á bifreiðina R-50465, sem er Fiat, græn að lit, við Þingholtsstræti 9. Vinstri hurð og hlið skemmd. Bifreiðin var á fyrrgreindum stað frá kl. 01.00 til kl. 14.15 og kom tjónið á hana á fyrrgreindu tíma- bili. Þriðjudaginn 3. júlí var ekið á bifreiðina R-64509, sem er Mazda, gul að lit, í porti J.Þ. & Norðmann við Skúlagötu. Skemmd á vinstri hurð. í skemmd er svart eftir höggvara með gúmmí. Tvær söl- ur y tra SIGUREY seldi 82 tonn af fersk- um fiski í Hull á miðvikudag og fékk 34.5 milljónir fyrir aflann. Meðalverð 421 króna. Þá seldi Sæunn Sæmundsdóttir 28,2 tonn í Fleetwood á þriðjudag og fékk 11,1 milljón króna fyrir aflann. meðalverð 392 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.