Morgunblaðið - 06.07.1979, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ1979
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ1979
17
Útgefandi
Framkvœmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og skrifstofur
Augfýsingar
Afgreiösla
Áskriftargjald
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aöalstrseti 6, sími 10100.
Aöalstræti 6, sími 22480.
Sími83033
3500.00 kr. á mánuöi innanlands.
I lausasölu 180 kr. eintakiö.
Olíukaup
frá Noregi
Uppáhaldsröksemd þeirra,
sem ekki mega hugsa til
þess, að hreyft verði við olíu-
viðskiptum okkar við Sovét-
menn var fram eftir vetri og
vori sú, að við gætum hvergi
fengið olíu á frjálsum markaði,
eins og nú væri komið. Þessi
röksemd er hrunin. Nú liggja
fyrir yfirlýsingar þriggja
norskra ráðherra þess efnis, að
grundvöllur sé til olíukaupa
Islendinga frá Noregi. Fryden-
lund, utanríkisráðherra, Gjerde,
olíu- og orkuráðherra, og Bakke,
viðskiptaráðherra, hafa allir í
viðtölum við íslenzka ráðamenn
og íslenzka fjölmiðla látið í ljós
þá skoðun, að íslendingar geti
innan eins til tveggja ára fengið
olíu keypta í Noregi.
Þá vaknar sú spurning, hvort
olía sú, sem við gætum fengið
keypta frá Noregi yrði á hag-
kvæmara verði en sú, sem við
kaupum frá Sovétmönnum um
þessar mundir. í viðtali við
Morgunblaðið fyrir skömmu,
sagði Bjartmar Gjerde, að sú
olía, sem Norðmenn mundu
selja Islendingum yrði á meðal-
verði, sem hann skilgreindi ekki
nánar. í frétt frá fréttaritara
Morgunblaðsins í Ósló í gær
kemur fram það mat olíusér-
fræðinga í Noregi, að geri ís-
lendingar langtímasamninga
við Norðmenn um olíukaup
muni verðið verða talsvert
lægra en Rotterdamverðið er.
Þær upplýsingar, sem fyrir
liggja benda því til þess í fyrsta
lagi, að við getum fengið olíu
keypta frá Norðmönnum og í
öðru lagi, að sú olía verði seld á
lægra verði en Rotterdam:
markaðurinn segir til um. í
þessum efnum skiptir auðvitað
engu hvaða verð er sett á
einstaka farma af olíu, sem nú
er athugað um kaup á frá
Noregi. Allir vita að einstakir
farmar eru seldir á Rotterdam-
verði en hið sérstæða við olíu-
kaup okkar frá Sovétmönnum
nú er einfaldlega það, að við
borgum Rotterdamverð fyrir
olíu, sem keypt er samkvæmt
langtímasamningum.
Nú liggur tvennt fyrir í olíu-
málunum. Ríkisstjórnin á að
óska eftir formlegum viðræðum
milli ráðherra frá íslandi og
Sovétríkjunum um verðviðmið-
un á olíu í viðskiptasamningum
milli ríkjanna. Ríkisstjórn ís-
lands getur ekki sætt sig við
það, að Sovétmenn neiti ósk
íslenzkra stjórnvalda um slíkar
viðræður. A.m.k. verður formleg
neitun að liggja fyrir og þá
munu íslendingar draga sínar
ályktanir af slíkri framkomu og
afstöðu sovézkra stjórnvalda.
Nú þegar á að taka upp viðræð-
ur við Norðmenn um hugsanlega
samninga um olíukaup. Eðlilegt
er, að olíufélögin taki upp slíkar
viðræður við olíufélög í Noregi.
Norska ríkið er aðili að a.m.k.
einu þessara olíufélaga og má
vænta þess, að áhrif þess á þeim
vettvangi stuðli að því, að ha-
gkvæmir samningar náist.
Jafnframt er nauðsynlegt, að
olíufélögin þrjú fái frjálsar
hendur um að kanna aðra mögu-
leika á olíukaupum til frambúð-
ar. Eitt af því, sem rækilega
þarf að kanna, er hvort hag-
kvæmt er, að við kaupum hrá-
olíu og gerum sérstaka samn-
inga um vinnslu þeirrar hráolíu
í olíuhreinsunarstöð í Evrópu.
Slíkar stöðvar hafa margar
hverjar meiri framleiðslugetu
en framleiðslu þeirra nemur og
því ekki ólíklegt að hægt sé að
gera slíka vinnslusamninga við
þær. Vandinn við þessa aðferð
er sá, að úr vinnslunni mundu
koma ýmsar olíutegundir, sem
við þurfum ekki á að halda og
yrðum þá að selja öðrum. Mark-
aður fyrir slíkar afgangsolíur
kann að vera misjafn. Þetta
dæmi þarf að kanna rækilega.
Veruleg hreyfing er nú komin
á olíukaupamál okkar og er það
vel. Ekki er við öðru að búast,
þegar svo hrikalegar hækkanir
verða á olíu en að við leitum
allra hugsanlegra leiða til þess
að fá olíu á sem hagkvæmustu
verði. í þeim efnum skiptir
öryggið mestu. Þeir, sem telja
að frambúðar öryggi sé fólgið í
áframhaldandi kaupum frá
Sovétmönnum, hvert svo sem
verðið er, gæta ekki að því, að
samdráttur er í olíuframleiðslu
Sovétmanna um þessar mundir.
Þeir eiga m.a. í verulegum
erfiðleikum með olíuframleiðslu
í Síberíu. Þeir eiga erfitt með að
standa við gerða samninga við
leppríki sín í A-Evrópu og hafa
nýlega skorið niður olíusölu til
sumra þeirra. Talið er, að innan
fárra ára þurfi Sovétmenn að
flytja inn olíu og er m.a. bent á,
að gífurleg hergagnasala þeirra
til sumra Arabaríkja miði að því
að tryggja þeim aðgang að
olíulindum Araba. Sovétmenn
telja sig ekki eiga neinum skyld-
um að gegna við okkur íslend-
inga. Hins vegar líta þeir vafa-
laust svo á, að olíukaup okkar af
þeim tryggi þeim ákveðin póli-
tísk áhrif hér á landi. Þegar
þetta er haft í huga verður
mönnum væntanlega ljóst, að
það öryggi, sem felst í olíu-
viðskiptum okkar við Sovét-
menn er takmarkað.
Allt öðru máli gegnir um
hugsanleg olíukaup okkar frá
Noregi eða Bretlandi, sem verð-
ur útflytjandi olíu að nokkrum
árum liðnum, eða jafnvel
Bandaríkjunum. Tengsl okkar
við þessar þjóðir eru slík, að
mun meira öryggi er fólgiö í
samningum við þær en t.d. í
samningum við Sovétmenn á
óvissum tímum.
JLeggjum valkosti um kjördæma-
mátið fyrirþingflokkana íhaust”
Gert er ráð fyrir að stjórnarskrárnefndin
sem Alþingi skipaði fyrir síðustu áramót,
leggi nokkra valkosti um kjördæmamálið
fyrir þingflokkana í haust, að sögn dr.
Gunnars Thoroddsen alþingismanns, for-
manns nefndarinnar. En dr. Gunnar Thor-
oddsen og ráðunautur nefndarinnar dr.
Gunnar G. Schram ferðuðust um Norður-
lönd í síðasta mánuði, og söfnuðu gögnum
fyrir nefndina. Skýrslu um förina skiluðu
þeir á fundi í nefndinni í gær þar sem meðal
annars er greint frá deildarskiptingu þjóð-
þinganna, kjördæmaskipan og kosningafyr-
irkomulagi ásamt ýmsum öðrum atriðum í
stjórnarskrám þessara landa. Morgunblaðið
átti í gær viðtal við Gunnar Thoroddsen um
störf stjórnarskrárnefndarinnar, og fer það
hér á eftir.
Um 30 atriði hafa
sérstaklega verið rædd
— í hverju hafa störf nefndarinnar
aðallega verið fólgin fram að þessu?
„Þessi nýja stjórnarskrárnefnd, sem skip-
uð var rétt fyrir síðustu áramót, tók þegar
til starfa og hefur haldið marga fundi síðan.
í upphafi nefndarstarfsins var tekin saman
skrá um nær 30 atriði sem sérstaklega þótti
ástæða til að taka til meðferðar. Öll þessi
atriði voru rædd á fundum nefndarinnar þar
sem menn túlkuðu skoðanir sínar viðvíkj-
andi þeim. Eitt þessara atriða var skipan
Alþingis, það er að segja spurningin um það
hvort skipta eigi Alþingi í tvær deildir eða
hafa eina málstofu. Annað atriði var
kjördæmaskipanin og í því sambandi var
sérstaklega rætt um jafnræði stjórnmála-
flokkanna og jöfnuð héraða, eða aukin áhrif
kjósenda á persónuval við alþingiskosning-
ar.
Þá hefur verið rætt um kosningaaldur, og
þjóðaratkvæði, um valdsvið og verkefni
forseta, um stjórnarmyndanir, um þingrofs-
rétt, um umboðsmann Alþingis, dómaskip-
anina, sjálfstjórn sveitarfélaga og mann-
réttindin, bæði endurskoðun núgildandi
Gunnar Thoroddsen.
Rœtt við dr. Gunnar
Thoroddsen, formann
stjórnarskrárnefndar
ákvæða og ný mannréttindaákvæði auk
margs annars."
Kjördæmamálið rætt ítarlega í
nefndinni
— Hvaða mál hafa einkum verið til
umræðu í nefndinni?
„í stað þess að fyrri stjórnarskrárnefndir
hafa sumar strandað í kjördæmamálinu eða
frestað því að ræða það, ræddi þessi nefnd
kjördæmamálið mjög rækilega strax á
fyrstu fundum sínum. Þessar ítarlegu um-
ræður hafa verið mjög gagnlegar. Þá hafa
menn reynt að kynna sér fyrirkomulag
þessara mála í nágrannalöndum okkar. En
þó að margt megi um þau lesa og læra í
ritum þótti nauðsynlegt að kynna sér með
viðræðum við reynda ráðamenn hvernig
ýmis atriði hefðu reynst í framkvæmd. Það
varð því að ráði að ég sem formaður
nefndarinnar og ráðunautur hennar, Gunn-
ar Schram, prófessor, fórum um mánaða-
mótin maí-júní til Oslóar, Stokkhólms og
Kaupmannahafnar, þar áttum við viðræður
við þingforsetana í þessum löndum og
ráðherra og embættismenn sem sérstaklega
fjalla um stjórnarskrár og kosningalög. Eitt
þeirra mála sem rætt var þar, var deildar-
skiptingin. En bæði Svíar og Danir hafa
fallið frá henni og gert þing sín að einni
málstofu. Allir sem við var rætt töldu þá
breytingu til mikilla bóta. Norska Stórþing-
ið skiptist hins vegar í tvær deildir,
Óðalsþing og Lögþing, og virðist ekki áhugi í
Noregi á að breyta því. Þá var rætt ítarlega
um kjördæmaskipan og kosningafyrirkomu-
lag í þessum þremur löndum, og þá sérstak-
lega danska fyrirkomulagið sem felur í sér
persónukosningar. Þar getur hver kjósandi
annað hvort kosið flokkslistanna eða kostið
ákveðinn frambjóðanda hvar á listanum
sem hann er og ráða þessi persónuatkvæði
úrslitum. Danir telja þetta .fyrirkomulag
hafa reynst vel. Einnig var rætt um
þjóðaratkvæði, um þingrofsrétt, sem ekki er
til í Noregi, um mannréttindi, afturvirkni
laga, stjórnarskrárbreytingar og margt
fleira. Við skiluðum skýrslu um ferðina og
þessar viðræður sem lögð var fram á fundi í
stjórnarskrárnefndinni í gær.“
Valkostir fyrir þingflokkana
— Er ágreiningur í nefndinni, ef svo er,
um hvað?
„Það hefur ekki komið til neinnar at-
kvæðagreiðslu í nefndinni, menn hafa
rökrætt án skuldbindinga. A næstunni er
ætlunin að undirbúa tillögur um ákveðin
endurskoðunaratriði og valkosti til dæmis
varðandi kjördæmamálið. Stefnt er að því
að geta lagt fyrir þingflokkana greinargerð-
ir í haust um ýmis atriði stjórnarskrárinn-
ar. Varðandi kjördæmamálið, sem er erfið-
ast og viðkvæmast, geri ég ráð fyrir að
nefndin leggi fyrir þingflokkana nokkra
valkosti með upplýsingum, útreikningum og
rökstuðningi. En um ýmiss mikilvægustu
atriðin í endurskoðun stjórnarskrárinnar
verður nefndin að sjálfsögðu að hafa samráð
við þingflokkana áður en hún skilar endan-
legum tillögum. Nefndin hefur annars tvö ár
til starfa, það er að segja hún á að hafa
skilað af sér fyrir árslok 1980.“
Mannréttindaákvæðin
þarf að endurskoða
— Hvaða atriði stjórnarskrárinnar telur
þú að helst þurfi að endurskoða?
„Þau mál eru ákaflega mörg. í fyrsta lagi
er það vitaskuld kjördæmamálið, en þar
næst koma mannréttindamálin sem þarf að
endurskoða og bæta við ákvæðum. Einnig
þarf að endurskoða ákvæði um dómsvaldið,
gera þau ítarlegri, ýmislegt í sambandi við
starfshætti Alþingis, skipulag fram-
kvæmdavaldsins og sjálfstjórn sveitar-
félaga. Það þarf að taka afstöðu til þjóðar-
atkvæðagreiðslna um mikilvæg mál, um
ármann Alþingis, það er að segja sérstakan
starfsmann eins og er á Norðurlöndunum,
til að gæta réttar borgaranna, svo nokkur
dæmi séu tekin.“
Signý og Inga hlið við hlið í Höfn í Hornafirði, áður en lagt var af stað til Neskaupstaðar í Málin rædd í Norðfjarðarhöfn og sjálfsagt hefur ekki vantað umræðuefni hjá rallköppunum.
fyrradag. (Ljósm. Elvar örn). (Ljósm. Ásgeir).
Hörkukeppni í „Sjóralli ’79”
RALLBÁTARNIR Inga og Signý
verða ræstir klukkan 9 í dag og á
Akureyri og verður þá haldið upp
í lengsta áfanga Sjóralls 79 til
fsafjarðar, þar sem áætlað er að
bátarnir verði um klukkan 20.30 í
kvöld ef allt gengur samkvæmt
áætiun. Stigin í keppninni standa
nú þannig, að þeir Baldur
Sveinsson og Ólafur Skagvik á
Ingu eru með 44 stig, en þeir
Ásgeir Ásgeirsson og Gunnar
Gunnarsson á Signýju eru með 41
stig en einnig má segja að staðan
sé 3:2 fyrir Ingu eftir 5 áfanga
þar sem aðeins eru tveir bátar í
rallinu.
Ólafur Skagvik sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að ferð
þeirra á Ingu hefði í alla staði
gengið mjög vel og Flugfiskbátur-
inn úr Vogunum staðið sig með
sóma, en á slíkum báti sigraði
Hafsteinn Sveinsson í bátarallinu
í fyrra. Á leiðinni til Raufarhafnar
í fyrrinótt sgaði Ólafur að þeir
„hefðu lent í hvelli þegar þeir
komu fyrir Langanesið", en eftir
það tekið þessu rólega og farið með
landi til Raufarhafnar. Þar hefðu
þeir síðan slappað af til klukkan
6.45 um morguninn, en þá haldið
af stað til Akureyrar og verið þar
klukkan 12 á hádegi.
Signý lenti hins vegar í erfið-
leikum út af Borgarfirði og fékk á
sig hnút. Ásgeir og Gunnar urðu
að halda inn til Borgarfjarðar, en
eftir skoðun þar kom í ljós að
skemmdir voru ekki alvarlegar á
bátnum og áfram var haldið til
Raufarhafnar. Signý lagði af stað
frá Raufarhöfn klukkan 11.10 í
gærmorgun og var komin til Akur-
eyrar um klukkan 15.30.
Eins og áður hefur komið fram
vann Signý legginn frá Höfn til
Neskaupstaðar, en þeir á Ingu eru
engan veginn sáttir við að sá
dómur standi. Þeir benda á, að
fyrir utan Stokksnesið hafi þeir
þurft að stoppa og keyra til baka
tíl móts við Signýju. Mælir sýndi,
að vélin ofhitaði sig og var fyrir-
hugað að Inga drægi Signýju til
baka til Hafnar þegar í ljós kom
að það var aðeins mælirinn, sem
ekki var í lagi. Var þá lagt af stað
að nýju og á leiðinni inn Norð-
fjörðinn náði Signý forskoti á
andstæðinginn og taldist sigurveg-
ari á þessum áfanga. Við það eru
Bjarni og Ólafur ekki sáttir og
benda á að bilun í Signýju hafi
tafið þá um a.m.k. hálftíma og
vilja að þennan áfanga teljist
bátarnir hafa verið jafnir.
Dómsmálaráðherra. Steingrímur Hermannsson, skýrir blaðamönnum frá hinni nýju reglugerð.
Ljósm.: Kristlnn.
Barir lokaðir öðr-
um en matargestum
Opnunartími veitingahúsa rýmkadur til kl. 3 um helgar
Nýjar reglur um veitingatíma áfengis og slit á skemmtunum,
dansleikjum og öðrum samkvæmum taka gildi mánudaginn 16. júlí
n.k. Hér er annars vegar um að ræða breytingu á reglugerð um sölu
og veitingar áfengis sem sett er skv. áfengislögum nr. 82/1969, en
hins vegar breytingu á reglum um slit á skemmtunum og öðrum
samkomum sem settar eru skv. lögum nr. 120/1947 um heimild til þess
að marka skemmtunum og samkomum tíma.
A blaðamannafundi, sem dóms-
málaráðherra boðaði til í sam-
bandi við þessar breytingar kom
fram, að að þeim hefur verið unnið
frá því í fyrrahaust og m.a. verið
leitað álits flestra þeirra aðila er
mál þetta snertir, svo sem áfengis-
varnaráðs, samtaka veitinga- og
gistihúsaeigenda, lögregluyfir-
valda, sveitarstjórnar og fleirra.
Helstu nýmælin sem felast í
hinum nýju reglum eru meðal
annars þau, að skemmtanir (dans-
leikir og önnur samkvæmi), sem
hefjast að kvöldi föstudags eða
laugardags eða kvöldið fyrir al-
mennan frídag mega nú standa til
klukkan 03 eftir miðnætti. Áður
máttu skemmtanir, sem hófust að
kvöldi laugardags, standa til
klukkan 02 eftir miðnætti.
Skemmtunum, sem hefjast að
kvöldi virkra daga, skal annars,
hér eftir sem hingað til, slíta
klukkan 01 eftir miðnætti.
Þar sem heimilt er að hafa
veitingastaði opna lengur en til
klukkan 23.30, t.d. nú í Reykjavík,
verður heimilt að veita áfengi
meðan veitingastaður er opinn, þó
ekki lengur en til klukkan 2.30
aðfararnótt laugardags, sunnu-
dags eða almenns frídags, en til
klukkan 00.30 aðra daga. Annars
staðar getur lögreglustjóri leyft
áfengisveitingar fari fram eftir
klukkan 23.30, þó ekki lengur en
svo að veitingum sé hætt hálfri
klukkustund áður en skemmtun
lýkur.
Heimilt verður að hafa vínveit-
ingahús opin innan þeirra marka
sem að framan greinir og meðan
húsrúm leyfir, en áður varð sem
kunnugt er að loka húsunum
klukkan 23.30. Ennfremur verður
nú heimilt að veita áfengi á
miðvikudögum jafnt og aðra virka
daga.
Áfengi má hér eftir aðeins veita
til matargesta í hádegi á virkum
dögum, þ.e. frá klukkan 12.00 til
klukkan 14.30. Vínstúkur mega þó
aðeins vera opnar á milli klukkan
12.00 og klukkan 13.00, en áður var
heimilt að veita áfengi í hádegi án
sérstakra takmarkana. Sá háttur
verður framvegis aðeins leyfður
laugardaga, sunnudaga og al-
menna frídaga.
Áfengisveitingar verða sem fyrr
bannaðar síðdegis að öðru leyti en
því að heimilt verður að veita
áfengi á herbergi til fastra dvalar-
gesta á gistihúsi frá klukkan 14.30
til klukkan 18.00. Ennfremur má
geta þess að með hinni nýju
reglugerð er heimilt að byrja að
veita áfengi að kvöldi dags klukk-
an 18.00 í staðinn fyrir klukkan
19.00 eins og verið hefur.
Að sögn dómsmálaráðherra,
Steingríms Hermannssonar, horfa
breytingar þessar flestar til meira
frjálsræðis, jafnframt því sem
leitast hefur verið við að draga úr
skaðsemi áfengisneyslu með því
að takmarka vínveitingar í hádegi
á virkum dögum og síðast en ekki
síst með því að stuðla að auknum
fjárframlögum til fræðslu og
kynningar á skaðsemi áfengis-
neyslu. I þessu skyni hefur dóms-
málaráðherra farið þess á leit við
fjármálaráðherra að gjöld fyrir
vínveitingaleyfi og leyfi fyrir
skemmtunum, þar sem áfengis-
veitingar eru leyfðar, verði tvö-
földuð frá því sem nú er. Slík
hækkun myndi auka tekjur ríkis-
sjóðs um á að giska 10 milljónir á
ári og er sem fyrr segir ætlunin að
verja því fé til fræðslu og kynn-
ingarstarfs um skaðsemi áfengis í
samráði við þau samtök sem gegn
því berjast.
Dómsmálaráðherra tók fram að
breytingar þær, sem hér um ræð-
ir, séu gerðar til reynslu. Komi
hins vegar í ljós að þær leiði til
aukinnar áfengisneyslu verða þær
teknar til endurskoðunar.
Reglugerðin ekki borin undir
samband veitingahúsaeigenda
„Við vissum ekkert um þessi
gögn, sem lögð voru fram á blaða-
mannafundinum hjá dómsmálaráð-
herra í gær,“ sagði Hólmfríður
Árnadóttir, framkvæmdastjóri
sambands veitinga- og gistihúsaeig-
enda í viðtali við Mbl.
„Reglugerðin hefur ekki ennþá
borist til sambandsins og því hefur
hún ekkert verið rædd í hópi
veitingamanna, en ég mun nú boða
fund strax á morgun til þess að
ræða málin."
Aðspurð um það hvaða álit hún
hefði á þessum breytingum sagði
Hólmfríður að í henni fælust marg-
ir góðir hlutir, sem veitingamenn
hefðu mikið barist fyrir á undan-
förnum árum.
„Rýmkunin á opnunartíma veit-
ingahúsa finnst mér mjög jákvæð,
þó hún hefði að mínu mati mátt
vera meiri. í því sambandi vil ég
geta þess að það er algjör misskiln-
ingur að veitingahúsin hagnist
eitthvað á þessari rýmkun, þar sem
allt vinnuafl og annað slíkt er mjög
dýrt á þessum tíma, þ.e. á nóttunni.
Þrátt fyrir það að veitingahúsin séu
lengur opin en áður, er það heldur
engin trygging fyrir því að fólk eyði
meiri peningum."
Varðandi það hvort þessi rýmkun
á opnunartíma veitingahúsana
leysti þann mikla leigubílavanda,
sem hingað til hefur verið, sagði
Hólmfríður að hún teldi, að svo
væri ekki. Leigubílavandræðin
myndu aðeins færast aftur um eina
klukkustund, eins og nú væri staðið
að málum.
„Að mínu mati er það einnig
mjög jákvætt að heimila það að
veita áfengi á herbergi til fastra
dvalargesta á gistihúsi á milli
klukkan 14.30 og 18.00. Það eykur
til muna þjónustuna til ferða-
manna. En að mínu mati er það
fáránleg ráðstöfun að takmarka
opnunartíma hádegisbaranna við
einn klukkutíma, þ.e. frá 12 til 13,
og að einungis matargestir fái
heimild til þess að kaupa sér drykk.
í fyrsta lagi sé ég ekki hvernig hægt
er að fylgjast með því að maður
sem kaupir sér drykk á bar, fari
síðan og fái sér að borða, því að á
mörgum hótelum er því þannig
farið að matsalirnir eru alls ekkert
tengdir við barina.
Eg held að þessi ráðstöfun eigi
eftir að hafa mikinn vanda í för
með sér. Mörg hótel geta ekki
afgreitt mat til allra hótelgesta
sinna á sama tíma og hefur þá
skapast sú venja að fólk bíði á
börunum og fái sér jafnvel drykk
fyrir matinn. Með þessari ráðstöfun
er öllum stefnt í hádegismat á sama
tíma, en hótelin geta yfirleitt ekki
annað slíku álagi. Með þessari
ráðstöfun er þjónusta við ferða-
menn einnig mjög skert, og veit-
ingamönnum sýnd mjög lítil tillits-
semi, þar sem slíkt er ekki einu
sinni rætt við þá áður en ákvörðun
er tekin. Menn virðast gleyma því
að um 6% af vinnuafli þjóðarinnar
starfa við ferðamannaiðnað og afla
um 6% gjaldeyristekna þjóðarinn-
ar.