Morgunblaðið - 06.07.1979, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JIJLÍ1979
Guðmundur Hall-
mundsson - íminningu
Fæddur 17. aprfl 1918
Dáinn 26. júní 1979.
Hann lézt einn á báti að veiðum
á Miklavatni fyrir norðan. Hann
hafði fyrir nokkru brugðið sér
norður til þess að heimsækja, sér
til afþreyingar eitt sinn sem oftar
eldri son sinn, sem býr rausnarbúi
á Gili í Skarðshreppi í Skagafirði.
Þetta var síðasta ferðin hans.
Hann dó á vissan hátt eins og
hefur verið táknrænt fyrir vest-
firzka upprunann; reyndar fórst
hann ekki úti á rúmsjó einhvers
staðar út af fjörðunum fyrir
vestan eins og forfeður hans og
frændur sumir úr Arnarfirði
gjörðu fyrr á öldum og allt fram á
okkar daga í baráttu við Ægi
konung, en þó eitthvað í svipuðum
stíl — Íslendingasögustíl. Hann
var líka þannig skapi farinn hann
Guðmundur sálugi Hallmundsson.
I vetur, er leið, var hann
næstum fallinn í valinn, murkaður
niður af „manninum með ljáinn".
Hann lifði af áfallið eins og návígi
upp á líf og dauða og komst heim
til sín aftur af sjúkrahúsinu og
bar sig karlmannlega eins og hans
var vandi og von og vísa og hóf
starf sitt á ný, hvergi smeykur
hjörs í þrá, við leigubílaksturinn
— harkið. Hann lét sig hafa það
eins og annað, enda þótt slíkt væri
ekki að læknisfræðilegum lögum
sem og annað sem hann gerði af
hjartans lyst, keðjureykingar á
Camelsígarettum og hressandi sig
á forboðnum veigum, ef því var að
skipta.
Guðmundur var leigubílstjóri
að atvinnu hér í Reykjavík — á
Hreyfli — og hafði verið við það
áratugum saman við misblíð kjör
og hafði byrjað á því fyrir stríð.
Hann ók öll stríðsárin á þeim
gerningatímum og reyndi þá
margt og misjafnt og mikið eins
og fleiri sem stunduðu sömu iðju í
þá daga, harkararnir svonefndu. í
ofanálag og í millitíð stundaði
hann sjómennsku af kappi eins og
hann átti kyn til og ekki að undra,
þar sem hann átti að telja til
sæúlfa og sjóhunda af Stapadals-
og Álftamýrarætt, enda maðurinn
margsjóaður, hvar sem á hann var
litið og hvernig sem á hann var
litið. Borinn og barnfæddur í
Reykjavík og ólst upp við mjög
t
Hjartkær sonur okkar,
GUÐMUNDURJÓN ÞÓRÐARSON,
Roykjaborg, Mostellssveit,
lézt af slysförum 4. júlí.
Fyrir hönd unnustu, systkina og annarra vandamanna.
Freyja Norðdahl, Þóröur Guómundsson.
t
Elsku litli sonur okkar og bróöir
HEIMIR SNÆR,
Úthaga 11, Selfossi,
lézt á Barnaspítala Hringsins, 4. júlí.
Lílja Hannibalsdóttir, Halldór Hafsteínsson
og systkini hins látna.
t
Móöir okkar
RAGNHEIÐUR ÁGÚSTÍNA SIGURÐARDÓTTIR
FRÁ Bjarneyjum í Breióafiröi
andaöist á elliheimilinu Grund aöfararnótt mióvikudagsins 4. júlí.
Börnin.
t
Móöir okkar, tengdamóöir og amma
SIGRÍÐUR KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR,
Hásteinsvegi 45, Vestmannaeyjum
veröur jarösungin frá Landakirkju Vestmannaeyjum laugardaginn
7. júlí kl. 4 síöd.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Útför
BJARNVEIGAR GÍSLADÓTTUR,
Noröurgötu 21, Sandgeröi,
fer fram frá Útskálakirkju laugardaginn 7. júlí kl. 14.00.
Systkinin
t
Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur
okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
HELGU SOFFÍU BJARNADÓTTUR,
Suðurlandsbraut 63.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Sendum samúö og vinarhug til Elínar KJartansdóttur og Jóhanns
Guömundssonar.
kröpp kjör eins og tíðkaðist víða á
þeim .árum, og hann hlaut hart
uppeldi, sem hafði mótað hann.
Sem barn og unglingur lá hann
langtímum saman á sjúkrahúsi,
haldinn berklum, sem hann
sigraðist á að miklu eða öllu leyti
með lífsorku sinni og skapi.
Berklarnir léku hann grátt, svo að
hann var aldrei alveg heill síðan
af þeim sökum, skildu hann eftir
með bæklaðan fót; hann stakk við,
þá er hann gekk. Hann var hins
vegar alltaf eins og stríðsmaður
sem hafði hlotið slæmt skotsár í
fótinn — þannig orkaði það, en
ekki eins og hann væri fórnardýr
tæringar. Það lá við, að menjar,
sem hann bar, klæddu hann eins
og ör, sem er heiðarlega fengið,
enda lét Guðmundur slíkt ekki
aftra sér frá neinu settu marki.
Hann var rúmlega sextugur,
þegar hann lézt. Hann var þó enn
ungur á vissan hátt, ungur í anda,
þótt hann væri tekinn að lýjast
nokkuð, m.a. af þessum sífellda
akstri, sem hann gekk þó að af
ákvörðun eins að fiskitúrum,
eiginlega skaki, eins og mislangri
útilegu, róðrum, sem urðu þó æ
skemmri og skemmri í senn með
árunum. Hann var hættur fyrir
löngu næturharkinu, en fór hins
vegar alltaf eldsnemma á fætur og
bjóst til veiða eins og sá gamli í
„The Old Man and the Sea“ eftir
Hemingway fyrir og um og eftir
óttu stundum, ef því var að skipta
og síðan tekin striklota en ekki
mikið lengur en fram að hádegi
yfirleitt. Þá hélt hann heim til sín,
einn og yfirgefinn, já einn og
yfirgefinn — hann var búinn að
missa konú sína, norsk-íslenzka,
föngulega konu, sem var
frænka hans í íslenzku
ættina. Hún var ákveðin
manneskja eins og hann.
Guðmundur hafði unnað henni
mikið og saknaði hennar og var
aldrei samur eftir sem áður, er
hann missti hana. Börn þeirra
þrjú voru uppkomin, synir tveir,
Jens Berg bóndi, sem áður er
getið, Viggó bifreiðarstjóri og
dóttirin Eybjörg Sólrún, og hann
orðinn einn að mestu í íbúðinni að
Grensásvegi 60, á einum allra
bezta stað í húsinu, þar sem
löngum sá vítt yfir láð og lög eða í
öllu falli þar til farið var að
byggja árans stórhýsin í grennd
við blokkina númer sextíu efst
uppi á Grensásnum.
Guðmundur var náttúrlega ekki
gallalaus maður fremur en við
margir aðrir, en hann villti ekki á
sér heimildir að öllu jöfnu, þótt
hann kynni skil á ýmsu upp og
ofan. Hann var ástríðumaður eins
og þeir frændur hans vestfirzkir
(og frænkur), og í hreinskilni
mælt frekur á lífsins nautnir og
sparaði sig hvergi, einkum á
síöasta lífsáfanganum. Hann var
eins og klipptur út úr sögum
Hemmingways á stundum, óbrot-
inn, frumstæður, upprunalegur
persónuleiki, gefandi litlar eða
engar skýringar, bardagamaður
heiðarlegur með tilfinningar, sem
hann virtist eiga nóg af en gat
farið með eins og mannsmorð. Og
svo að enn sé minnt á sögur
Hemingways, þá kemur í hugann
myndin af aðalpersónunni í To
Have and Have not. (Einn gegn
öllum, sem er til í íslenzkri þýð-
ingu Karls ísfelds) náunginn með
stríðlundina, þar sem hann stýrði
smyglbátnum og tefldi í tvísýnu í
kúlnaregni og undir ógn, vantandi
annan handlegginn, sem hann
lét ekki aftra sér, hvorki í lífi né
ástum né hernaði og vegnaði
honum stundum betur en öðrum á
sinn hátt.
Guðmundur hafði óstýriláta
lund; hinsvegar stjórnaði hann
skapi sínu eins og mestu ofsarnir
gera, ef þeir hafa bæði vit og
reynslu til að bera.
Það var um helgi fyrir öfráum
vikum, að sá, er þetta ritar, hafði
litið við af gömlum vana í blokk-
ina að Gensásvegi 60 til að heilsa
upp á vini og kunningja á fyrrver-
andi heimastöðvum. Guðmundur
hafði ekið töluvert undanfarna
daga og var að slappa af að
enduðum vinnudegi; það talaðist
svo til, að greinarhöf. tæki að sér
að gerast einkabílstjóri atvinnu-
bílstjórans þennan dag.
Farkosturinn, Chevrolet Impala
de luxe, flunkunýr, brúnn á lit,
snyrtilegur, árgerð 79,
nákvæmlega samkonar og Indira
Gandhi á samkv. vitneskju í Time
Magazine, sem hún þó notar ekki í
pólitískum áróðursferðum um
Indland (þá notast hún við jeppa)
— þessi vagn Guðmundar, sjálf-
skiptur, átta gata, powerstýri,
poverbremsur, beið á hlaðinu við
suðvesturhorn blokkarinnar.
Guðmundur gefur stutt fyrirmæli.
Það er startað, bakkað með varúð
og ekið.
„Ég hef setið með þér í þínum bíl
til Þingvalla hér um sumarið
forðum daga og ég veit hvernig
bílstjóri þú ert,“ segir hann.
Þetta var virðingarauki og jók á
sjálfstraust að vera trúað fyrir
atviúnutækinu hans svipað og
stýra fleyi með kapteininn sér við
hlið.
Svo var haldið út af planinu og
inn á Grensásveg og hann ekinn
og svo sveigt inn á Bústaðaveg og
haldið þaðan í austurátt upp í
Breiðholt, Golanhæðir eins og
þessi nýi borgarhluti er nefndur í
Unnur VakHmarsdóttir
frá Varmadal - Minning
Fædd 24. ágúst 1912
Dáin 30. júní 1979
Þegar fregnin um andlát Unnar
barst okkur hjónum til eyrna kom
hún okkur ekki á óvart, því að við
vissum, að Unnur hafði um nokk-
urra mánaða skeið háð vonlausa
baráttu við ólæknandi sjúkdóm og
að hún gerði sér að síðustu fulla
grein fyrir hvert stefndi.
Fyrstu kynni mín af henni voru
úr Menntaskólanum í Reykjavík,
þó að ég væri 2—3 árum á undan
henni. Man ég alveg sérstaklega
eftir því, hvað hún var þá þegar
glæsileg kona og vakti vöxtur
hennar athygli. Renndu áreiðan-
lega ýmsir skólabræður hýru auga
til hennar. En það átti ekki fyrir
henni að liggja að giftast neinum
þeirra.
Draumaprinsinn varð eftirlif-
andi eiginmaður hennar, Jón
Jónsson frá Varmadal á Kjalar-
nesi, ungur og glæsilegur maður,
einn af Varmadalsbræðrum, svo-
nefndum, sem getið höfðu sér gott
orð sem afburðaglímumenn, og
liðtækir í öðrum íþróttum, þar á
meðal hestamennsku.
Unnur var dóttir Valdimars
Guðmundssonar, skipstjóra og
Sigríðar Línberg Óladóttur. ólst
hún upp ásamt uppeldissystkin-
um, Hrefnu og Þorsteini, hjá föður
sínum og konu hans, Elísabetu
Þórðardóttur, uns hún giftist Jóni,
10. júní 1933. Hófu þau búskap í
Engey strax eftir giftingu. Að
Auðnum á Vatnsleysuströnd
reistu þau nokkru seinna bú og
bjuggu þar nokkur ár.
Vorið 1939 fóru þau svo að búa í
Varmadal á Kjalarnesi og bjuggu
þar rausnarbúi allan sinn búskap
síðan. Ráku þau búið með miklum
dugnaði, enda var Jón enginn
aukvisi til vinnu. Voru þau sam-
hent og létu hendur standa fram
úr ermum.
Kom þó mest á óvart dugnaður
Unnar, því að ekki var að sjá að
þar færi óreynd skólastúlka. Kom
og menntun hennar að góðum
notum við stjórn búsins með
manni sínum.
Var Unnur og mjög greind kona,
vel lesin og bætti við þekkingu
sína með lestri góðra bóka. Hún
varð og með tímanum vel ættfróð
og var gaman að eiga við hana
samræður, enda var hún stál-
minnug og kunni frá mörgu að
segja. Var hún og gædd góðum
tónlistargáfum. Oft var gest-
kvæmt á heimili Unnar og Jóns og
vel tekið á móti gestum. Var þá oft
tekið lagið, því að Jón hefir mjög
góða söngrödd og spilaði þá Unnur
undir af sinni alkunnu smekkvísi.
Af þessu má sjá, að þáu hafa átt
vel saman, enda var hjónaband
þeirra eins gott og bezt verður á
kosið. Átti Jón góðan hauk í horni
þar sem Unnur var, enda tóku þau
fullt tillit hvort til annars. Mætti
slíkt verða fyrirmynd ungum
hjónum.
Unnur og Jón eignuðust fjögur
mannvænleg börn, en þau eru
þessi talin í aldursröð.
1. Hjördís Jónsdóttir, húsmóðir
og barnakennari, gift Hreini
Magnússyni, bónda, Leysingja-
stöðum, A.-Húnavatnssýslu. Eiga
þau 3 börn, Unni, leikfimiskenn-
ara, Magnús og Jón Hlyn í for-
eldrahúsum.
2. Valdimar Jónsson, tónlistar-
kennari og útvarpsvirkjameistari,
Reykholti í Mosfellssveit, kvæntur
Þórdísi Kjartansdóttur og eiga
þau þrjú börn, Unni, Kjartan og
Kristínu, sem öll eru í foreldra-
húsum.
3. Jón Sverrir Jónsson, verk-
taki, Varmadal, kvæntur Hönnu
Sigurjónsdóttur og eiga þau 4
börn, Jón, Andrés, Elísabetu og
Björgvin, öll í foreldrahúsum.
4. Haraldur Jónsson, bóndi í
Varmadal, kvæntur Sigríði Sigur-
jónsdóttur og eiga þau 4 börn,
Úlfhildi, Sigurjón, Halldór og
Ágúst, sem öll eru í foreldrahús-
um.
Einnig ólu þau Unnur og Jón
upp bróðurdóttur Jóns, Guðnýju
Björgu Þorgeirsdóttur, frá Gufu-
nesi, frá 6 vikna aldri.
Þá skal þess getið að Unnur átti
tvo hálfbræður, Kristján og Al-
freð.
Eins og sést á ofangreindu
yfirliti, er niðja ættbogi þeirrar
Unnar og Jóns orðinn stór, 4 börn
og 14 barnabörn.
Eru öll börn þeirra hin mann-
vænlegustu og barnabörnin mynd-
arleg og sverja sig í hinar góðu
ættir.
Mikill harmur er kveðinn að
eftirlifandi eiginmanni Unnar,
Jóni, svo og börnum þeirra og
barnabörnum, sem voru svo hænd
að ömmu sinni, sem ekki getur
lengur strokið þeim um vanga eins
og oft áður.
Við hjónin biðjum góðan guð að
styðja Jón, sem sjálfur gengur
ekki fullkomlega heill til skógar,
svo og börn hans og Unnar og
barnabörn.
Þormóður Ögmundsson.