Morgunblaðið - 13.07.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.07.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ1979 5 Myndin er tekin í Kerlingarfjöllum sl. laugardag, en þar var þá sólskin og hlýtt. Hér er skíðafólk á leið í brekkurnar eftir að hafa snætt gómsætan og hollan morgunmat í skíðaskálanum í Kerlingarfjöllum. Fjallið t.h. er Loðmundur. Ljósm.: sn. Flugdagur og Islands- meistaramót í vélflugi á Sauðárkróki á laugardag Sauðárkróki 12. )úl(. FYRIRHUGAÐ er að halda Flugdag á Sauð- árkróki næstkomandi laugardag, 14. júlí, og sama dag gengst Flugmálafélag íslands fyrir íslandsmeistaramóti í vélflugi á Sauðárkróks- flugvelli. Hefst það klukk- an 9 fyrir hádegi með undirbúningi keppenda fyrir flugleiðsögu keppni, sem haldin verður fyrir hádegi yfir fyrirfram ákveðna stað í Skagafirði. Eftir hádegi verður síðan keppt í marklendingum en sigurvegari úr samanlagðri keppninni hlýtur Shell-bikarinn og ferð til þátttöku í meistaramóti Norðurlanda í vélflugi, sem haldið verður í Finnlandi. Klukkan 15 hefst flug- sýning á Sauðárkróksflugvelli þar sem sýnt verður m.a. hópflug, listflug, svifflug, fallhlífastökk og fleira auk þess ,sem fólki gefst kostur á útsýnisflugi að lokinni sýningu og vélarnar verða al- menningi til sýnis. Búist er við að mikill fjöldi flugvéla hvaðanæva að af landinu heimsæki Sauðárkrók um þessa helgi en Flugdagur á Sauðárkróki er að verða árlegur viðburður, sem Flugklúbbur Sauðárkróks gengst fyrir og helgaður er minningu dr. Alexanders Jóhannessonar. - Kári Innlend framleiðsla á hnetusmjöri Hnetuhúsið hefur hafið fram- leiðslu á hnetusmjöri úr jarðhnet- um. „Jarðhnetum hefur verið lýst sem meistaraverki náttúrunnar hvað snertir næringargildi“, seg- ir í Fréttatilkynningu frá fram- leiðanda. „Má þar nefna hversu mikill orkugjafi jarðhnetur eru: Hálft kíló af þeim veitir um það bil sömu orku og 1 kg. af nauta- kjöti eða 36 meðalstór egg“. Hnetusmjörið er notað á brauð, í bakstur, á saltkex og margt fleira. Hnetusmjörið, sem Hnetuhúsið framleiðir, er grófmalað og ekki blandað öðrum efnum, en slíkt er oft með innflutt hnetusmjör, segir í fréttatilkynningunni. Þá er og pökkunardagsetning stimpluð á merkimiðana. Haukur vann og Margeir gerði jafntefli Haukur Angantýsson vann Bandaríkjamanninn Albertstone í þriðju umferð Philadelphiu- skákmótsins og Margeir Péturs- son gerði jafntefli við Regans frá Bandarfkjunum. Eru þeir þá báðir með tvo vinninga. Efstir á mótinu eru Bandaríkja- mennirnir Rhode og Hertan með 3 vinninga. Lagadeild mælir með Stefáni Má LAGADEILD Háskóla íslands samþykkti á fundi fyrr í þessari viku með öllum greiddum atkvæð- um að mæla með því við mennta- málaráðherra að Stefán Már Stefánsson yrði skipaður pró- fessor við deildina með aðal- kennslugrein á sviði réttarfars. Áður hafði dómnefnd úrskurðað alla þrjá umsækjendur um stöð- una hæfa, en þeir eru Björn Þ. Guðmundsson, settur prófessor, dr. Páll Sigurðsson dósent og Stefán Már Stefánsson, settur Dagpeningar á ferðalög- um innanlands hækka Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðsiu gisti- og fæðiskostnaðar ríkis- starfsmanna á ferðalögum innan- lands á vegum ríkisins og gilda þessir dagpeningar frá og með 1. júlí 1979. Til kaupa á gistingu og fæði einn sólarhring eru greiddar 14.000 krónur en var áður 12.000 og hefur hækkað um 14%. Sé einungis um að ræða kaup á gistingu í einn sólarhring eru greiddar 5.800 krónur en var áður 4.500 krónur og hefur hækkað um 26%. Til kaupa á fæði hvern heilan dag, minnst 10 klst. ferða- lag, eru greiddar 8.200 krónur en var áður 7.500 og er hækkunin 8.5%. Sé um að ræða ferð í hálfan dag, minnst 6 klst. ferðalag, er greitt til kaupa á fæði 4.100 krónur en var áður 3.750 og nemur hækkunin 8.5% Mikiö úrval af: ★ Rauðum barna- og unglingabuxum ★ Alls konar Bandidó barna- og unglingabuxum ★ Bullitt denimbuxum, ★ Bandidó denimbuxum ★ Stórum bolum ★ Alls konar bolum með myndum ofl. ★ Sportjakkar barna og unglinga ★ Stuttbuxur barna ★ Kakhibuxur barna og unglinga og auðvitað peysur, ef ykkur finnst kalt. Barna og unglingadeild WKARNABÆR Austurstræti Sími 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.