Morgunblaðið - 13.07.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ1979
7
Kemur harö-
ast niöur á
barnafólki
Þegar ríkisstjórnin var
mynduð, voru margar og
stórar fyrirsagnir í Þjóð-
víljanum um ágæti pess
að greiöa niöur búvörur
fyrir barnafólk, enda var
svo vel að verki staöið, aö
níöurgreiðslur voru t.a.m.
stórauknar á nautakjöti,
sem fyrir löngu var upp-
selt í landinu. Þá sagði
Þjóðviljinn m.a. í forystu-
grein: „í stað Þess að
fylla vasa launafólks með
einskis nýtum verðbólgu-
krónum er ríkisstjórnin
með ráðstöfunum sínum
að bæta kaupmáttinn
með verðhjöðnun. Lág-
launafólk ber mest úr
býtum vegna Þess að
matvara og búvara er
hlutfallslega stærri liður í
útgjöldum Þess en
hátekjufólks. Það er eins
og vera ber.“
En eitthvað virðist hafa
farið úrskeiðis á langri
leið. í ályktun miðstjórnar
A.S.Í. sl. miðvikudag er
lögö áherzla á, að verö-
bólgan hafi enn magnazt
og fari langt fram úr
áætlun stjórnvalda.
„Miðað við hið skerta
vísitölukerfi, mun kaup-
máttur Því augljóslega
rýrna,“ segir Þar. „Ríkis-
stjórnin hefur nú dregið
úr niðurgreiöslum á
landbúnaðarafurðum og|
hækkuðu Þær pví um
7—9% um síðustu
mánaðamót, — og fyrir-
hugað er aö draga enn
frekar úr niðurgreiðslum.
Þessi minnkun niður-
greiðslna kemur harðast
niður á tekjulægstu hóp-
um Þjóðfóíagsins, eink-
um barnafólki, og mun
draga úr neyzlu land-
búnaðarvara. Miöstjórn
AlÞýðusambands íslands
mótmælir Því pessari
ákvörðun ríkisstjórnar-
innar og varar alvarlega
viö pví að haldið sé áfram
á Þessari braut.“
Svo mörg voru Þau orð
og ekki dregur Þaö úr
Þunga peirra, aö sam-
svarandi ályktanir hafa|
verið samÞykktar í hinum
ýmsu stéttarfélögum,
eíns og Dagsbrún í
Reykjavík. Og eins og
verðlagsbróunin er hvað
varðar unnar kjötvörur
má við Því búast, að
Guðmundur J. telji sig
ekki hafa ráð á að færa
forsætisráðherra pylsu,
næst Þegar Þeir fara aö
spjalla saman um frekari
skerðingu kaupgjalds-
vísitölunnar.
Þaö var nú þá
í forystugrein Þjóðvilj-
ans, sem áður er vitnað
til, segir enn fremur:
„Hvað sem öllum talna-
æfíngum líður mun
launafólk meta oað sjálft
Þegar heildaráhrif bráða-
birgðalaganna eru fram
komin, hver raunveruleg-
ur kaupmáttur launa er. Á
hverju heimili mun fólk
meta Það um næstu
mánaöamót hvort meira
hefur fengist fyrir heim-
ilistekjurnar eða ekki.
Þetta uppgjör á heimilun-
um skiptir núverandi
ríkisstjórn miklu, og
verði Það henni ekki í vil,
mun hún tæpast afla sér
Þess trúnaðartrausts
meðal almennings sem
er forsenda frekari efna-
hagsaögeröa."
Hér hefur áður verið
vitnað til Þess, hvaða álit
miöstjórn A.S.Í. hefur á
ríkisstjórninni og um-
hyggju hennar fyrir hin-
um lægst launuðu. Og
uppgjörið á heimilunum
er alltaf að fara fram um
hver mánaðamót. 1.
ágúst sést, hverjir skatt-
arnir verða. Og 1 septem-
ber halda lanbúnaðarvör-
urnar áfram að hækka.
Og e.t.v. 1. október líka,
ef sú stund verður valin
til Þess að minnka niður-
greiöslurnar enn frekar.
Eins og sakir standa er
Því erfitt aö sjá, að Þjóð-
viljinn meti Það svo, að
ríkisstjórnin hafi Þaö
trúnaðartraust, „sem er
forsenda frekari efna-
hagsaðgerða", sem
aldrei hefur verið jafn-
mikil Þörf á og núna.
mmm i
RlT' STjóRRR BLR9R- MENN KKNI- DEILD SKRMMIR UN SláOW LlNPflL 8
0 B B
BEOMASTER 1900
Útvarpsmagnarinn sem hefur
fariö sigurför um
ailan heim.
Gæöi
og
glæsileiki
Nýtt — Nýtt
Sumarpils og blússur.
Heilsárspils og blússur.
Glugginn
Laugavegi 49.
Veiðileyfi
Tvær stangir eru lausar í Haukadalsá 10.8. til
17.8. Ein stöng í Kjarrá frá 30.7. til 3.8.
Upplýsingar á föstudag milli kl. 7 og 8 á
kvöldin í síma 43702.
(SNÍÐl
OFNAR
Sniðnir eftir yðar þörfum
7 hæðir (frá 20—99 cm).
Allar lengdir. ' V
Margra ára reynsla hér á landi.
Henta bæði hitaveitu og olíukyndingu.
Sænskt gæðastál.
Stenst allar kröfur íslensks staðals.
Hagstætt verð.
Efnissala og fullunnir ofnar