Morgunblaðið - 13.07.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.07.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ1979 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Okkur vantar afgreiöslumenn í fiskbúð til afleysinga. Fiskbúöin Sæbjörg, sími 11240. Dagvistun barna Fornhaga8 Leikskólinn Tjarnarborg óskar eftir fóstru til starfa frá 1. september og starfsmanni frá 14. ágúst. Uppl. gefur forstööukona í síma 15798. Stokkseyri Umboðsmaöur óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðiö á Stokks- eyri. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 3314 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík, sími 83033. fltogtntlilfKfeifr Starfsmenn óskast Olíumöl h.f. óskar aö ráða nú þegar einn bifvélavirkja, menn með reynslu í velstjórn eða járnsmíði og meirapróf. Uppl. í síma 43239. Atvinna Okkur vantar mann til verksmiðjustarfa strax. Sápugeröin Frigg, Garöabæ, sími 51822. Sérverzlun í Hafnarfirði vantar röskan og traustan starfsmann til afgreiöslustarfa. Um skemmtilegt framtíðar- starf er að ræða og vinnuaðstaöa er góð. Þeir, sem áhuga hafa á þessu starfi, leggi umsóknir með upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf, í pósthólf 202, Hafnar- firöi, merkt: „Strandgata". Rafsuðumenn — Réttingamenn Óskum eftir að ráða: 1. Rafsuðumann. 2. Réttingamenn. Upplýsingar á skrifstofum vorum Keflavíkur- flugvelli daglega, einnig í Lækjargötu 12, Iðnaðarbankahús, efsta hæð, föstudaginn 13. þ.m. kl. 14—16. íslenskir Aöalverktakar s.f. Laus staða Staða skrifstofustjóra Sjúkrasamlags Reykjavíkur er auglýst laus til umsóknar. Laun samkv. launakjörum opinberra starfs- manna. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi stað- góða þekkingu í bókhaldi. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skilað á skrifstofu samlagsins Tryggvagötu 28, eigi síðar en 15. ágúst n.k. Sjúkrasamlag Reykjavíkur Óskum að ráða starfsstúlku í veitingasal. Vaktavinna. Upplýsingar í síma 28470. Brauðbær Veitingahús Við ÓðinstOrg Sími 25090 Prófessor Hans Kuhn áttatíu ára Margir erlendir fræðimenn sem kynnst hafa sögu íslands, menn- ingararfleifð og stórbrotinni nátt- úru, hafa bundist landinu varan- legum tryggðaböndum. Þeir hafa og margir hverjir unnið íslenskum málefnum ómetanlegt gagn bæði í ræðu og riti í heimalöndum sínum og víðar. Einn þessara manna, Hans Kuhn, prófessor í norrænum fræð- um er áttatíu ára í dag. Hann er fæddur 13. júlí 1899 í Minden í Þýzkalandi. Þegar á menntaskóla- árum vaknaði áhugj hans á nor- rænum fræðum. Síðar lagði hann stund á þau fræði við háskólann í Marburt og Göttingen. Leið hans lá síðan til íslands haustið 1922 og dvaldi hann hér á landi næstu tvö árin í þeim tilgangi að læra málið og kynnast af eigin raun landi og þjóð. Á veturna kenndi hann þýzku á Akureyri, en notaði sumr- in til ferðalaga. Sumrin 1923 og 1924 ferðaðist hann um ísland þvert og endilangt, oftast með vini sínum dr. Reinhard Prinz, sem einnig var mikill og einlægur vinur íslands. Ferðuðust þeir fé- lagar aðallega á tveimur jafnfljót- ' um. Á þessum árum fór hann nokkrum sinnum í göngur, m.a. með Vatnsdælingum. Hefur hann skrifað ýmsar greinar í tímarit, bæði íslensk og erlend, um göngur og fjárbúskap á Íslandi. Að lokinni fyrstu íslandsdvöl- inni hefur Hans Kuhn nám í ^ norrænum- og forngermönskum fræðum við háskólann í Kiel og lýkur þaðan doktorsprófi árið 1928. Nefnist ritgerð hans „Das Fúllwort of-um im Altwestnord- ischen". Næst liggur leið hans til Íslands árin 1927 og 1928. Fer hann þá á vegum Museum fúr Völkerkunde í Hamborg þeirra erinda að safna gömlum íslensk- um munum. Ferðaðist hann þá aðallega fótgangandi sem fyrr, um Strandir og Norðurland. Bar hann oftast á bakinu það, sem honum áskotnaðist, þar til því varð komið í póst. í safni þessu í Hamborg mun talsvert fágætra muna héð- an. Á meðan Hans Kuhn dvaldi á íslandi kynntist hann hinni mætu konu Elsu Jensen, sem þá bjó á Akureyri. Gengu þau í hjónaband árið 1931 og stofnuðu heimili sitt í Þýzkalandi. Þar hélt hann síðan áfram fræðistörfum og kennslu. Varð hann prófessor í Leipzig árið 1938 og í Berlín árið 1941 og bjó þar og starfaði öll styrjaldarárin. Á þeim hörmungartímum sem fylgdu í kjölfar styrjaldarinnar náðu þau Elsa og Hans Kuhn sambandi við Lúðvík Guðmunds- son, sem kom til Þýzkalands til að aðstoða Islendinga. Varð það úr að Elsa fékk leyfi til að fara til Islands ásamt fimm sonum sínum, þeim elsta 13 ára en yngsta fjögurra mánaða. Það var ekki fyrr en vorið 1947 sém Hans Kuhn fær leyfi til að heimsækja fjöl- skyldu sína á.íslandi. Hafði Elsa þá þegar hafið búskap á eyðijörð- inni Kífsá ofan við Ákureyri. Er augljóst, að þrátt fyrir góða að- stoð skyldfólks og vina hér hafa þessi ár verið erfið. En Elsa lét engan bilbug á sér finna. Þess má nærri geta að það hafi verið fagnaðarfundir þegar Hans Kuhn var með fjölskyldu sinni á ný. Eftir komuna til íslands gegndi Hans Kuhn störfum sauðfjár- veikivarðar inni á Glerárdal til ársins 1949. Á þessum árum fékkst hann m.a. allmikið við bæjarnafna- og örnefnarannsókn- ir og skrifaði greinar um þær, bæði í íslensk og erlend tímarit. | Árið 1949 heldur hann, ásamt fjölskyldu sinni, til Kiel og tekur þar við stöðu prófessors við há- skólann í þeirri borg, í forngerm- önskum og norrænum málvísind- um. Jafnframt veitir hann for- stöðu „Norrænu stofnuninni" við sama háskóla. Þessum störfum gegnir hann ásamt fleiru til ársins 1967, er hann lætur af embætti prófessors fyrir aldurs sakir. Hér hefur í stórum dráttum verið rakhn starfsferill Hans Kuhn. Hann hefur verið viðburð- aríkur og ekki ávallt rósum stráð- ur. En þótt fullvíst sé að hann hefði kosið sér annað hlutskipti en fylgdi heimsstyrjaldarárunum og þeim næstu þar á eftir, þá var hann ekki sú manngerð, er sóttist eftir því að lifa lífinu átakaiaust. Það sýna hinar löngu og ströngu ferðir hans um Island þvert og endilangt. Til þess þurfti mikinn viljastyrk og sjálfsafneitun. Vafa- laust hefur hann notið góðs af þeirri sjálfsögun síðar meir í fræðistörfum sínum. Um hin fjölþættu fræðistörf Hans Kuhn verður ekki fjallað hér, enda skortir undirritaðan þekkingu til þess. Þó skulu aðeins nefnd nokkur þeirra viðfangsefna, er hann hefur ritað um, svo sem um uppruna Eddu-kvæðanna, um dróttkvæði, um landeign á land- námsöld, um vestfirsk örnefni, um bæjanöfn á íslandi, um göngur og réttir á Islandi og margvíslegar greinar um íslenska menningar- sögu. Þá kom út árið 1971 bókin Gamla ísland og aukin og endur- bætt útgáfa árið 1978. Er þar fjallað um tímabilið frá landnámi íslands til 1300. Síðast kom Hans Kuhn til íslands árið 1977 með tveimur sonum sínum, tengdadætrum og þremur barnabörnum. Var ætlun hans að ferðast með þeim um landið og heimsækja einn sona sinna er hér býr. Hann var á þessu ferðalagi ekki heill heilsu og veiktist svo hastarlega, að honum var ráðlagt að snúa heim. Hefur hann sagt undirrituðum, að sú ferð hafi reynst sú erfiðasta, sem hann hafi tekist á hendur um dagana. Skömmu eftir heimkom- una missti hann algjörlega sjón. En það áfall bugaði ekki þennan fræðagarp. Þýska rannsóknaráðið veitti honum stuðning til þess að ráða sér aðstoðarmann til að ljúka við ýmis þau verk sem hann vann að, m.a. samningu bókar um dróttkvæði. Prófessor Hans Kuhn hefur verið sýndur margvíslegur sómi í heimalandi sínu og einnig hér á landi. Hann var sæmdur stórridd- arakrossi hinnar íslensku fálka- orðu árið 1956, veitt heiðursdokt- orsnafnbót við Háskóla íslands árið 1961 og er félagi í Vísindsafél- agi íslandinga. í tilefni 70 ára afmælis hans gáfu samstarfsmenn hans við Kielarháskóla út rit- gerðasafn hans í fjórum bindum. Undirritaður kynntist prófessor Hans Kuhn á námsárum í Kiel og hinni mætu konu hans Elsu. Hún lést árið 1974 og var eiginmannin- um mikill harmdauði. Á sjötta áratugnum var nokkur fjöldi Islendinga við nám við háskólann þar. Létu þau Elsa og Hans Kuhn sér mjög annt um hag okkar íslensku námsmannanna og vorum við hjá þeim hjónum fastir gestir á íslenskum hátíðar- og tyllidögum, en auk þess aufúsu- gestir á heimili þeirra hvenær sem var. Veit ég að margir eru þakk- látir þeim hjónum fyrir þá miklu vinsemd og gestrisni, sem þeir nutu á heimili þeirra í Kiel og Laboe. Kæri Hans. Ég mæli fyrir munn þeirra fjölmörgu námsmanna, sem nutu vináttu ykkar á þessum árum og síðar í Kiel, þegar ég færi þér hugheilar árnaðaróskir á þess- um merkisdegi. Heimilisfang próf. Hans Kuhn er: 2304 Ostseebad Laboe, Lamm- ertsweg 29. Þorvarður Alfonsson. Y fir gaf slysstað SÍÐASTLIÐINN þriðjudag var ekið á barn á Vitastíg á móts við Njálsgötu. Gulum Volvo 144 var ekið á barnið en ökumaður mun hafa stöðvað bílinn og tekið það tali, en því næst yfirgaf hann slysstaðinn. Slysarannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík biður ökumanninn að gefa sig fram og jafnframt óskar lögreglan eftir að hafa tal af konu, sem var vitni að slysinu, en hún ók brúnleitum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.