Morgunblaðið - 13.07.1979, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ1979
31
Nú bjóða sérleyfishafar upp á hringmiða og tímamiða.
Nýjung í þjónustu
við f erðamenn
FÉLAG sérleyfishafa og ferða-
skrifstofa BSI hefur tekið upp
nýjung í ferðalögum hér innan
lands, sem gerir fóiki kleift að
ferðast um lsland á hagkvæman
og öruggan hátt.
í þessari nýjung felst sala á
svonefndum hringmiðum, en eins
og nafnið bendir til gefur þessi
miði fólki kost á að ferðast hring-
veginn um ísland (Rvík — Akur-
eyri — Egilsstaðir — Höfn í
Hornafirði — Rvík) með sérleyfis-
bifreiðum á eins löngum tíma og
með eins mörgum viðkomustöðum
og fólk kýs sjálft.
Miðar þessir gilda í allt sumar
fram til 15. september en þá er
síðasta áætlunarferð, Akureyri —
Egilsstaðir — Höfn. Fólki gefst
því kostur á að ferðast hringveg-
inn um Island í allt sumar á sama
miðanum, en verð miðans er kr.
31.500.
Ennfremur hefur Félag sérleyf-
ishafa og ferðaskrifstofa BSÍ tekið
í notkun svonefnda tímamiða, en
með tímamiðum er fólki gefinn
kostur á að ferðast eins mikið og
það sjálft vill með öllum sérleyfis-
bifreiðum á íslandi innan ákveð-
inna tímamarka sem miðinn segir
til um. í boði eru fjórir valkostir,
þ.e. miðar sem gilda í eina, tvær,
þrjár eða fjórar vikur og kosta frá
34.300 krónum upp í 61.600 krónur.
fttttrgtmMiifeifr
óskar eftir
blaðburðarfólki
í veiðiferðina
Útsölustaðir um allt land
Einkaumboð á Islandi
Hafnarstræti 5, Tryggvagötumegin
sími 16760.
Það er lán
að skipta við
SPARiSJÓÐiNN
Ný símanúmer
5PARI5JDÐUR 5PARI5JÚÐUR
HAFNARFJARÐAR HAFNARFJARÐAR
Strandgötu 8—10
54000
Norðurbær Reykjavíkurvegi 66,
51515