Morgunblaðið - 13.07.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1979
19
1978—Kínverjar hætta allri
aðstoð við Albaníu.
1977—Myrkvun í New York
vegna rafmagnsbilunar og
allmennar gripdeildir.
1974—ísraelsmenn reisa
gaddavírsgirðingu á landa-
mærum Líbanons.
1971—Tíu liðsforingjar leiddir
fyrir aftökusveit í Marokkó eftir
byltingartilraun.
1919—Fyrsta loftskipið sem fer
yfir Atlantshaf, „R34“, lendir í
Englandi.
1918—Sókn Tyrkja í Palestínu
hrundið.
1878—Ófriði Rússa og Tyrkja
Iýkur með undirritun Berlín-
ar-sáttmálans — Rúmenía fær
sjálfstæði.
1841—Dardanella-sundi lokað
herskipum allra þjóða á friðar-
tímum samkvæmt samningun-
um um tyrknesku sundin.
1822—Grikkir sigra Tyrki í
bermópýle-skarði (Laugaklifi).
1558—Flæmskur her Egmonts
sigrar Frakka við Gravalines.
1191—Krossfarar taka Acre.
Afmæli. Ferdinand keisari II
(1608—1657) — John Clare,
enskt skáld (1793-1864) -
Gustav Freytag, þýzkur rithöf-
undur (1816-1895).
Andlát. Bertrand du Guesclin,
hermaður, 1380 — John
Frémont, landkönnuður, 1890 —
Arnold Schönberg, tónskáld,
1951.
Innlent. Fundur Þorvarðar og
Þorgils í Rauðsgili í Reykholts-
dal 1253 — d. Ögmundur Pálsson
biskup 1541 — Eiríkur konungur
Magnússon 1299 — f.
Hallgrímur Scheving 1781 —
Sæmundur Hólm sýknaður 1818
— „Goðafoss" kemur 1916 —
Eyj.ólfur Jónsson syndir frá
Eyjum til lands 1959 — f. Júlíus
Havsteen sýslumaður 1886 —
Kristín Sigfúsdóttir rith. 1876 —
dr. Halldór Halldórsson 1911 —
Hákon Bjarnason 1913 —
Guðbjörg Þorbjarnardóttir 1913.
Orð dagsins. Hugsjónir aukast í
réttu hlutfalli við fjarlægðina
frá Vandamálinu John
Galsworthy, enskur rithöfundur
(1867-1933).
Sprungur
í Boeing
WaxhinKton. 12. júlf. Reutor.
SPRUNGUR hafa fundizt í
hreiflafestingum Boeing 747 þotu
Pan Am flugfélagsins að sögn
talsmanns bandarískra flugmála-
yfirvalda.
Talsmaðurinn neitaði því að
sprungurnar væru næstum því
nákvæmlega eins og sprungurnar í
hreyflafestingum DC-10-flugvél-
anna eins og haldið var fram í New
York Daily News.
Hann neitaði því að hugsanlegt
væri að Boeing 747 yrðu kyrrsettar
út af snruneninmn
Arabar í
íran f alla
Teheran. 12. júlí. AP.
TÓLF byltingarverðir og tveir
Arabar hafa fallið f átökum á
Minooeyju nálægt olíubænum
Abadan í Suður—íran að sögn
lögreglu.
Talsmaður lögreglunnar sagði
að byltingarverðir hefðu ráðizt á
hús á eynni í leit að vopnum.
Jafnframt voru þrjár vændis-
konur leiddar fyrir rétt í Teheran
og er talið að þetta séu fyrstu
konurnar sem hafi verið teknar af
lífi síðan í febrúar-byltingunni.
í Kuwait hélt sendiherra írans
því fram að íranskeisari hefði
áformað að ráða trúarieiðtogann
Khomeini af dögum, í október í
fyrra. Starfsmanni leynilögregl-
unnar Savak hafði verið falið
þetta verkefni en hann hafi klúðr-
að því.
Rússi tekinn
Moskvu, 12. júlí. AP.
SOVÉZKIR verðir hand-
tóku fimmtugan Rússa í
dag er hann reyndi að fara
inn í bandaríska sendiráðið
í Moskvu.
Talsmaður bandaríska
sendiráðsins sagði að þar
væri ekkert vitað um Rúss-
ann eða hvers vegna hann
hefði reynt að komast inn í
sendiráðið.
Veður
víða um heim
Akureyri 11 léttskýjaó
Amsterdam 25 heióskírt
Apena 32 heióskírt
Barcelóna 27 léttskýjað
Berlín 23 heiðskírt
Brussel 26 léttskýjaó
Chicago 30 skýjaó
Feneyjar 25 hélfskýjað
Frankfurt 23 skýjaó
Genf 23 rigning
Helsinki 20 skýjaó
Jerúsalem 26 léttskýjaó
Jóhannesarborg 14 léttskýjaó Kaupmannahöfn 19 léttakýjaó
Las Palmas 23 skýjaó
Lissabon 23 rígning
London 23 léttskýjaó
Loa Angeles 28 heióskírt
Madríd 37 skýjaó
Malaga 29 heióskírt
Mallorca 28 léttskýjað
Miami 31 skýjaó
Moskva 23 skýjaó J
New York 26 heióskírt
Osló 19 heiöskírt
París 24 rigning
Reykjavík 12 skýjaó
Rómaborg 32 heióskirt
Stokkhólmur 20 heiöskírt
Tel Aviv 28 léttskýjaó
Tókýó 32 skýjaó
Vancouver 21 skýjaó
Vínarborg 21 skýjaó
Gamli góði Askur
í nýjum búningi.
Askur, Suðurlandsbraut 14,
hefur opnað á ný eftir
gagngerar breytlngar.
Hér eftir gengur þú inn í
þægileg húsakynni sem
einkennast af nýstárlegu
samspili gamals og nýs tima í
innréttingum.
Þær gera þér meðal annars
kleift að fylgjast með öllu sem
fram fer í nýtisku eldhúsinu um
leið og þú situr til borðs með
tignu hirðfólki og fyrirmönnum
fyrri alda.
Riddarinn af Aski sér til þess.
Viljir þú hlýða kalli magans
til vandaðs matar..
Við lofum sömu gæðum i
mat og þjónustu, jafnt i
stórsteikum sem smáréttum,
sem gert hafa gamla Askinn
frægan í gegnum árin.
Viljir þú hlýða kalli magans
og njóta vandaðs matar
framreiddan af fagmönnum,
hvort sem er i skyndi eða af
stóiskri ró í þægilegu
umhverfi, verður þú ekki
svikinn af heimsókn til okkat
Heimsendingarþjónustan
er og í fullum gangi eins og
áður.
Suðurlandsbraut 14 Sími 81344
Þar snæða menn og verða sælir!
Til haborðs
með hirðfólki