Tíminn - 24.06.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.06.1965, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 24. júní 1965 3 Á AKUREYRI GPK-Akureyri. Sunnudaginn 20. júní vígði séra Bjarni Jónsson, vígslu- biskup sumarbúðir K.F.U.M. og K.F.U.K. á Akureyri að Hólavatni í Sauirbæjarhreppi í Eyjafirði. Skálinn st&ndur á fögrum stað norðan við Hóla vatn, en háir hólar veita skjól fyrir vestan- og norðanátt. Skálinn er 120 fermetrar að stærð. í kjallara, eru tveir svefnsalir fyrir 24 dvalargesti, en auk þess lítið foringjaher- bergi. Þar eru einnig snyrti- klefar, steypibað og geymsla. Á efri hæðinni er matar- og samkomusalur, sem rúmar um 100 manns í sæti, 'en hann er ætlaður um 30 manns að stað aldri. Á hæðinni er auk þess eld- hús og herbergi starfsstúlkna, en stór verönd er framan við skálann. Skálanum fylgir 5 ha. land í hólunum, en þar er all- góð laut fyrir fótbolta og aðrar íþróttir. Skálfnn hefunr verið um 6 sumur í smíðum, enda hefur hann nær eingöngu verið reist ur í sjálfboðavinnu af ungu fólki, piltum og stúlkum, flest um innan við tvítugt. Er skál inn vandaður og smekklega frágenginn. Skálinn er búinn að kosta félögin um 600,000,00 kr. og er þá sjálfboðavinna ekki með talin, en fastaskuldir eru um 225,000,00, kr. Sumarstarf mun hefjast í þessum skála 2. júlí, og verða þar fyrstu vikuna drengir á aldrinum 9—12 ára, en næstu viku drengir 12—14 ára. Frá 16. júlí verður svo starf fyrir stúlkur næsta hálfan mán uð og verður aldursskipting hin sama. í ágústmánuði verð ur sama tilhögun, drengir fyrri hluta mánaðarins, en stúlkur síðari hluta. Daggjald verður 100 kr. auk ferðakostn aðar. Allar nánari upplýsingar um starfið eru gefnar í síma 1 28 67. Vígsluhátíðin hófst með því að formaður K.F.U.M., Björg- vin Jörgensson, kennari bauð alla velkomna og kynnti dag- skrá. Sigríður Zakaríasdóttir byrj aði svo hátíðarsamkomuna með orði úr 127. Davíðssálmi: „Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýtis“, og flutti .síðan bæn. Formaður K.F.U.K., Hanna Stefánsdóttir flutti þvínæst ávarp og strax á eftir flutti formaður K.F.U.M. annað ávarp. Helga Magnúsdóttir, skólastjóri ísaksskólans í Reykjavík söng einsöng við undirleik Jóns Viðar Gunn- laugssonar, en þar á eftir var sunginn sálmurinn: Vér stönd um á bjargi eftir séra Friðrik Friðriksson, stofnanda K.F. U.M. og K. á íslandi. Hófst svo sjálf vígsluathöfnin sem vígslubiskupinn, séra Bjarni Jónsson, framkvæmdi. Hélt hann snjalla ræðu og end aði með sjálfri vígsluathöfn- inni. Þá voru lesin upp tvö skeyti, sem komin voru, þegar athöfn in hófst, en mörg skeyti munu hafa borizt meðan athöfnin stóð yfir. Var nú lesin saga skálabygg ingarinnar og þakkir fluttar, og orðið gefið laust. Tók þá fyrstur til máls bæjarstjóri Akureyrar, Magnús Guðjóns- son og síðan margir aðrir ræðu Framhald á 12 siöu I Nýja línan hjá Massey Ferguson KJ-Reykjavík, miðvikudag. Núna um sextán ára bil, eða frá árinu 1949 hafa á hverju ári flutzt inn fleiri og færri Ferguson og Massey-Ferguson dráttarvélar, og er nú svo kom ið að önnur hver dráttarvél í landinu er af þessum gerðum, sem segir meira en mörg orð um notagildi og vinsældir þess ara traustu hjálpartækja bænda um land allt. Á þessu tímabili hafa vélarnar altaf verlð að fullkomnast meira og meira, en í ár tóku þær mcstum breyting um, og liafa -Massey-Ferguson verksmiðjumar kynnt bændum um allan heim, með stolti, árangur af fimm ára undir búningsvinnu sérfræðinga verk smiðjanna víða um heim, og árangurinn er gjörbreytt drátt- arvél, sem hefur upp á að bjóða alla kosti cldri gerðanna, og auk þess margs konar nýj- ungar, þar sem Multi-lift þunga færslukerfið er efst á blaði. Dráttarvélar h.f. hafa eins og Nýju MF vélarnar kynntar. Snæ björn Jónsson verzlunarstjóri hefur setzt undir stýri einnar, en frá vinstri á myndinni eru: Arnór Valgeirsson, sölustjóri, Turininger, Shiner og Baldu.r Tryggvason framkvæmdastjóri Dráttarvéla h. f. (Tímam.: KJ). kunnugt er umboð fyrir Mass- ey-Ferguson verksmiðjurnar, stærstu dráttarvélaverksmiðjur heims, hér á landi, og kynnti fyrirtækið þessa nýju og gjör breyttu vélar nýlega. Viðstadd ir voru tveir erlendir gestír frá Massey-Ferguson, J. H. Shiner einn af forstjórum verksmiðj anna í Kanda og H. A. Turm Framhaid á 12. síðu Tónlistarhátíð á hverju sumri Um næstu helgi koma hingaðjtil þess að velja verk til flutnings tónskáld frá öllum Norðurlöndjá næsta' tónlistamóti ráðsins, er um, formenn og forystumenn tónjhalda á hér í Reykjavík í lok júní skáldafélaganna í Danmörku,! næsta árs. Páll Kr. Pálsson, organ Finnlandi, Noregi og Svíþjóð til leikari, er fulltrúi Tónskáldafé- þess að ræða sameiginleg áhuga-ilags íslands í dómnefndinni og mál og hagsmunamál og takajmun stjórna fundum hennar hér. ákvarðanir um framkvæmdir Norræna tónskáldaráðsins í fram tíðinni. Forseti ráðsins, Jón Leifs, mun stjórna þessum fundum. Samtímis kemur hér saman dóm fulltrúa nefnd frá öllum Norðurlöndum Svo er gert ráð fyrir að mót þetta verði liður í alþjóðlegri tón- listarhátíð, sem í undirbúningi er. Samkvæmt hugmynd Geirs Zoega, ferðaskrifstofunnar Cook Framhald a 12. síðu Á VÍÐAVANGI Landbúnaðarhagræð- ing ríkisstjórnarinnar Alþýðublaðið ræðir í gær landbúnaðarmál í forystugrein og raunar af betri skilningi en oft áður, þótt nokkuð vanti á, að hann geti enn kallazt við- unandi. Blaðið segir m.a.: „Kappkosta verður að lækka framleiðslukostnað í íslenzkum landbúnaði og jafnframt má ekki framleiðslan halda áfram að vaxa út í bláinn eins og undanfatrið hefur átt sér stað. Með stórauknu hagræðingar- kerfi og betri skipulagningu ætti að mega breyta hér miklu til hins betra“. Það er nokkur skynsemdar- neisti í þessari skoðun mál- gagns ríkisstjórnarinnar, og vafalaust beir að líta á það sem fyrsta skref þeirrar ágætu stjórnar til „stóraukins hag- ræðingarkerfis og betra skipu- Iags“ í landbúnaðarmálum að Iána nú aðeins stofnlán út á „eina framkvæmd“ hjá bónda á ári, t.d. út á fjárhús í ár, hlöðu við fjárhúsið næsta ár, út á fjós þriðja árið, hlöðu við fjósið hið fjórða og súr- heysturn fimmta árið. Þetta er sem sagt eina framlagið til hagræðingar og skipulags í framkvæmdamálum landbún- aðarins, sem vitað er til að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyr- ir, og virðist sú hagræðing helzt gerð til þess að menn of- reyni sig ekki á byiggingum og fari sér hægar við að stækka búin, og muni að þetta allt borgar sig vel þótt bygging- arnaa- verði ef til vill eitthvað dýrari. Með framhaldi þessarar ágætu hágræðingar næst vafa- laust fljótt sá gullvægi árang- ur, að ekki þurfi að flytja út neinar landbúnaðarvörur, en það er æðsta markmið Alþýðu- blaðsins í landbúnaðarpólitík. Ábending til mennta- málaráðherra. Ilannes á horni Alþýðublaðs- ins birtir í gær bréf frá les- anda um skólamál, og mættu þau orð verða menntamálaráð- Iherra Iandsins nokkurt um- hugsunarefni með hliðsjón af haftapólitík ríkisstjórnarinnar í skólabytggingamálum. Bréfrit- ari segir: „ÁSTÆÐAN FYRIR þvi að ég skrifa þér þessar línur, er sú, að mér er persónuíega kunnugt um nemendur úr mínu byggðarlagi, sem luku landsprófi nú í vor, með prýði, en verða nú að hætta sökum þess að foreldrum þeirra er of- viða að kosta þau til náms í Reykjavík, en heimavistir löngu fullskipaðar. Mér er sagt að 35—40 þúsund krórnur sé al- gert lágmark í beinum útgjöld- um við 'V ihald nemanda yfir veturinn en kæmist hann í heimavist, yrði kostnaðurinn | vart yfir 20—25 þús. EF ÞETTA ER RÉTT, þá er hér um hróplegt misrétti að ræða. Ég þykist vita að heima- vistirnar á Akureyri og Laug- arvatni hafi verið byggðar til að gera námskostnað nemenda (sem jafnastan, annars vegar þeirra, sem búa út'i á lands- byggðinni. Þetta er virðingar- vert. En á meðan ekki er hægt að veita öllum nemendum utan af landi sömu réttindi, vegna skorts á heimavistum, er órétt- Framhald a 12 sið'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.