Tíminn - 24.06.1965, Side 7

Tíminn - 24.06.1965, Side 7
7 FIMMTWDAGUR 24. júní 1965 TÍMINN irlýsing Mér þykir hlýða, að gera þeim, sem láta sig einhverju skipta stofnun minningarsafns Davíðs heitins Stefánssonar .skálds, bróð ur míns, nokkra grein fyrir megin þáttum þess máls, svo sem það horfir við frá mínu sjónarmiði, en nú hefir það mál væntanlega verið til lykta leitt, svo sem fram kom í fregn í Morgunblaðinu í gær. Nokkru eftir fráfall Davíðs heitins komu fram raddir um, að tilhlýðilegt væri að varðveita sem safn, til minningar um hann, bókasafn hans og helztu persónu- lega muni. Bæjarstjóm Akureyr ar — en þar var Davíð heitinn heiðursborgari — leitaði eftir því við okkur, nánustu ættingja hans, hvort við værum þessu samþykk og var svar okkar einróma á þá leið, að okkur og án efa öllum aðstandendum og velunnurum hans væri ánægja að því, að minn ingu hans yrði sómi sýndur með einhverskonar minningarsafni, sem yrði stofnað og starfrækt af opin berri hálfu. Framan af virtist nokkuð óljóst hvernig menn hugs- uðu sér, að þessu yrði fyrir kom ið, en þegar fram í sótti virtust einkum tvær hugmyndir koma fram. Önnur var sú, að hús Davíðs heitins, Bjarkarstígur 6 á Akureyri, yrði varðveitt með öllum munum hans og bókasafni og þá væntanlega þannig, að Akureyrarbær eignaðist það og stæði undir rekstri þess. Hin var sú, að bókasafninu og nánustu munum og listaverkum hins látna yrði komið fyrir í einum sal hinn ar nýju Amtsbókasafnsbyggingar á Akureyri, en í einum sal hinnar nýju Amtsbókasafnsbyggingar á Akureyri, en í henni er salur, sem mundi mjög vel hæfa þessum til- gangi. Er það ljóst þeim, sem til þekkja, að í þessum sal mundi hið mikla og ágæta bókasafn njóta sín að fullu og að þar mundu verða skilyrði til þess, að það kæmi að notum, þar sem það væri í mjög nánum tengslum við Amtsbókasafnið. Var það ætlun þeirra, sem þessari hugmynd fylgdu, að þessi rúmgóði, bjarti og glæsilegi salur yrði verðugur minningarstaður um hið látna skáld. Þarna yrðu starfandi bóka verðir Amtsbókasafnsins og allur kostnaður við rekstur þessa minn ingarsalar yrði innan hóflegra marka. Þeir, sem þessari leið fylgdu og þekktu til á Bjarkar «stíg 6, töldu, að bókasafnið nyti sín ekki þar, en þar er það í mörgum vistarverum og sumt af því lokað inni í skápum. Ennfrem ur að það kæmi þar ekki að not um þar sem mjög léleg skilyrði eru þar til lestrar ef halda á stofunum þar eins og þær voru í tíð Davíðs heitins. Auk þessa er svo það, að þarna þyrfti að halda húsvörð og bókavörð og húsið þarf »iðgerðar og viðhalds fyrir utan annan rekstrarkostnað slíks safns i franitíðinni, sem fyr irsjáanlega verður talsverður. Mjög hlýtur jafnan að vera tví- sýni um aðsókn að slíkum hús um og hætt við að þau verði a.m.k þegar fram í sækir. hálf gerðii eyðistaðir, sem verði minn ingu beirri, sem þeir eiga að geyma. engu síður til óþurftar en sóma Að fenginni rausnarlegri að- stoð ríkissjóðs til að kaupa bóka safnið í þvi skyni að það yrði í tengslum við Amtsbókasafnið, óskaði Akureyrarbær eftir því í nóvemberlok s. i. að kaupa bóka safnið, en falaðist ekki eftir hús inu. Voru þá samningar gerðar um að bærinn keypti bókasafnið og jafnframt gáfn ættingjarnir listmuni og aðra innaanstokks- muni hins látna til þess að aöt þetta yrði varðveitt í hinnm fyrir hugaða minningarsal í AmtsbÆa- safnsbyggingunni. Þetta sam- þykkti bæjarstjóm Akureyrar ein róma og virtust þessi mál nú vera komin farsællega í höfn. Erfingj arnir voru yfirleitt ánægðir með þessa ráðstöfun, töldu hana mjög smekklega og skynsamlega og stóðu einhuga að þessari lausn málsins. En nú gerist í máli þessu það, sem alkunnugt er, að samtök urðu meðal allmargs fólks á Akur eyri um að vinna að því að fyrri leiðin yrði farin, þ.e.a..s. að hús ið yrði, á vegum Akureyrarbæjar, varðveitt með því, sem þar var þegar Davíð heitinn féll frá. Virð ist samtökum þessum hafa þótt sú lausn, sem fengin var, allsend is ófullnægjandi og ekkert sæm- andi annað en að sú leið yrði far in, sem þau vildu vera láta. Var nú hafist handa um fjársöfnun þá, sem eigi þarf hér að lýsa. Skal það viðurkennt, að við, erf- ingjarnir, vissum um fyrirætlanir samtakanna um söfnun þessa áð- ur en hún hófst. Var hún a.m.k. flestum okkar þá þegar mjög á móti skapi, en við settum okkur ekki upp á móti henni og mun þar hafa ráðið miklu um, að for göngumenn samtakanna voru, a. m.k. .sumir, vinir og kunningjar Davíðs heitins. Mun okkur, satt að segja, eigi þá, í upphafi og í skammsýni okkar, hafa órað fyrir því, hvílíkri skapraun söfnun þessi og það, sem henni fylgdi, mundi valda, ekki einungis okkur held ur einnig fjölmörgu öðru fólki, sem lét .sig þessi efni skipta. Er ég eigi óhræddur um, að þeir, sem að söfnuninni stóðu hafi eigi aðgætt nægilega inn á hve við- kvæm einkasvið þeir voru að ráð- ast, né hvaða óheillaöfl þessar gerðir þeirra kynnu að leysa úr læðingi. Eitt af því, sem samskotaher- ferðin hafði í för með sér, er það að okkur systkinunum hefir af ýmsum verið legið á hálsi fyrir það, að við skyldum ekki gefa húsið til safnstofnunar þessarar. Um þetta skal það tekið fram, að við höfðum leyst mál þetta með bæjarstjórn Akureyrar á þann hátt, sem við vorum mjög ánægð með og ekkert lá fyrir um að bærinn hefði hug á að eignast húsið i því skyni, að halda þar uppi safni með ærnum kostnaði. Áttum við þá, þótt einhverjir vildu hafa þetta á annan veg, að gefa húsið til þess fyrirkomulags minn ingarsafnsins, sem okkur — a. m. k. flestum — þótti síðar en það, sem ákveðið hafði verið? Eg vil svara þessu svo, að eigi hafi með sanngirni verið unnt að ætlast til þess, að við gerðum það, enda kom aldrei til greina. að það yrði gert. Söfnunin virðist ekki hafa náð því sem þeir, sem að henni stóðu ætluðust til, en hún hefir orðið til þess, að bæjarstjórn Akureyr- ar hefir á ný gengið í málið með því að kaupa húsið í því skyni að þar verði minningarsafnið. Mun mál þetta þá vera þannig til lykta leitt, en eigi skyldi það undra mig þótt að því kæmi, að safnið yrði flutt' ; salinn í Amts bókasafnsbyggingunni og væri vel að forráðamenn hennai vrðu við því búnir. Er þess nú að vænta, að kyrrð v/Miklatorg Sími 2 3136 BlLALEIGAN BlLLINN RENT AN-ICECAR Simi 18833 C-onðu/ Cortina nUmry Comrt CCti&óa -feppa / Ztphft “(> BlLALEIGAN BlLLINN HÓFÐATUN 4 Sfmi 18833 LAUGAVEGI 90-92 Stærsta órvaJ bilrelQa 6 einnm stað. Salan er 6rngg bjá okkur. 5.píí| 1 GOOD^TEAR VáiXVm G(!OTIÍSAR aðeins gœðavara frá, GOOD/YEAR MALNINO-&JA'RNVÖRUR LAUGAVEGI 23 SÍMI 11295 þér eigið valið, vex handsápurnar hafa þrennskonar ilm EFNAVERKSMIÐJAN Landmælingamaður Landmælingamaður t. d. verkfræðistúdent, sem lokið hefir námi í landmælingum, óskast til starfa hjá Kópavogskaupstað yfir sumarmánuðina. Umsóknir sendist til skrifstofu minnar fyrir 30. þ. m. Kópavogi 23. júní, 1965, Bæjarverkfræðingur. Íulllz ommn áiancui í færist yfir þessi mál, svo sem vera ber. Þótt harla ógeðfeilt sé, að rita opinberlega um svo nákomin einkamál, sem þetta er að vissu leyti, tel ég mig — að marggefn- um tilefnum — eigi geta hjá því komizt, að fá þessa yfirlýsingu birta og verður hver að virða það sem verkast vill, en það skal skýrt fram tekið að ég stend einn áð henni. Valdimar Stefánssou. Það má œtíð treysta Royal

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.