Tíminn - 24.06.1965, Side 8

Tíminn - 24.06.1965, Side 8
FIMMTUDAGUR 24. júní 1965 8 TÍMIN.N Kinnskær. Hestamannafélagið Kinnskær í Austur-Barðastrandarsýslu hefir nýlega gengið í L.H. — Félagíð er stofnað fyrir nokkr um árum, en hyggst nú auka starfsemi sína, enda áhugi manna fyrir framgangi hesta mennskunnar, vaxandi þar um slóðir, eins og annars staðar. Formaður Kinnskærs er nú [ngi Garðar Sigurðsson, tilrauna stjóri á Reykhólum. Nýtt hestamannafélag. Nýlega hefir verið stofnað hestamannafélag í Garðahreppí og nær það yfir Garðahrepp, Silfurtún og nágrenni. Félagið hefir hlotið nafnið Andvari og eru stofnendur um 30. Það hefir nú gengið í L.H. — For maður Andvara er Helgi Hjálmsson, kaupm. Hestamannamót. Ýms hestamannamót eru nú framundan og undirbúningur að þeim þegar hafinn. — Næsta sunnudag verða kappreiðarnar í Skógarhólum en að þeim standa átta hestamannafélög hér sunnanlands. . Er búist við mikilli aðsókn þangað og ýms ar ráðstafanir verið gerðar til að auðvelda alla fyrirgreiðslu. Verðlaun verða óvenjulega há og verður m. a. keppt í 800 metra hlaupi. — Hestamannafélagið Blakk ur í Strandasýslu efnir einnig til kappreiða á sunnudaginn, en í fyrra var orð á því haft hversu kappreiðar þessa félags hefðu verið með miklum mynd arbrag. Fallinn forystumaður. — Einn af þeim sem mótað hefir endurreisn íslenzkrar hestamennsku, Björn Gunn- laugsson fyrrv. kaupmaður, er nú fallinn í valinn. Fór þar góður maður og gagnsamur, sem margur átti margt gott upp að unna. Hestamennska Björns var alþekkt og afskipti hans af málefnum hestamanna lands kunn. Margháttuð störf hans í þágu hestamannasamtakanna var gildur þáttur í lífi hans og meðal hestamanna voru flestir hans beztu vina. Formaður Fáks var Björn í rúman áratug og einn af þeim sem stóðu að stofnun Landssambands hestamannafé- laga og var lengi í stjörn þess. Segja má að hann hafi verið sjálfkjörinn en ólaunaður er- indrekí L. H. allt frá stofnun þess fram til síðasta árs. Til hans var jafnan gott að leita um ýmsa fyrirgreiðslu í mál- efnum hestamanna og þó eink- um ef koma þurfti einhverju fram sem mikils var um vert að vel tækist. — Öll samskipti hans víð hestana var mjög til fyrirmynd ar og var honum umhugað um að hlutskipti þeirra yrði í öllu sem bezt. Við ævilok Björns mun margur minnast ýmissa orða hans og ráðlegginga viðvíkj- andi meðhöndlun hestanna og þó einkum þeirra leiðbeininga sem hann gaf mörgum byrjend um í hestamennskunni, en sem síðar urðu þeim gott vegar nesti. — Á vit hestanna sótti Björn þá sálubót og lífsfyllingu sem þar gaf á stundum betri reynd en annars staðar var að fá. — Hestamennska Björns var sjálfri sér samkvæm allt til ævi loka, því eitt af síðustu verk um hans áður en hann lézt, var að fella uppáhaldshest sinn, Skuggablakk og þoldi sú fram kvæmd enga bið. Hun Björn hafa búizt við að samverustundir þeirra yrðu helzt til fáar þetta sumarið, en hesturinn fremur tiltækur hinu megin ef sköpum skipti. Ólafur Ketilsson: Til alþingismanna í Suðurlandskjördæmi FULLTRUAR A EJ-Reykjavík, þriðjudag. í lok aðalfundar Stéttarsambands bænda á Eiðum fór fram stjórnar- kjör. Blaðið hafði samband við Vilhjálm Hjálmarsson á Brekku, 2. fundarstjóra aðalfundarins, og sagði hann, að stjórnin hefði öll verið endurkjörin. Formaður sam- bandsins, Gunnar Guðbjartsson, fékk 46 atkvæði, en 47 fulltrúar sátu fundinn. Varamenn voru einnig endur- kjörnir, nema hvað Hermóður Guðmundsson var kjörinn í stað Ólafs Andréssonar. Stéttarsambandið verður 20 ára í haust, og var þessa minnst með sameiginlegri kaffidrykkju seint á sunnudagskvöldið, og voru þar fluttar margar ræður. Hér á eftir fer listi yfir- full- trúa þá, sem aðalfundinn sátu: Gullbringusýsla: Einar Haildórs- son, Setbergi. Sigurjón Sigurðs- son, Traðarkoti. Kjósarsýsla: Einar Ólafsson Lækjarhvammi. Ólafur Bjarnason, Brautarholti. Borgarfjarðarsýsla: Valgeir Jón- asson, Neðra-Skarði. Þorsteinn Guðmundsson, Skálpastöðum (varam.). Mýrasýsla: Kjartan Eggertsson, Einholtum (varam.). Árni Guð- mundsson, Beigalda (varam.): Snæfellsnessýsla: Gunnar Guð- bjartsson, Hjarðarfelli. Karl Magn ússon, Knerri. Dalasýsla: Sigurður Þórólfsson, Fagradal (varam.). Benedikt Gíslason, Miðgarði (varam.). A.-Barðastrandarsýsla: Grímur Arnórsson, Tindum. Garðar Hall- dórsson, Hríshóli. V.-Barðastrandarsýsla: Karl Sveinsson, Hvammi. Björgvin Sigurbjörnsson, Norður-Botni (varam.). V.-ísafjarðarsýsla: Jóhannes Davíðsson, Neðri-Hjarðardal. Frið bert Pétursson, Botni (varam.). N.-ísafjarðarsýsla: Guðmundur Magnússon, IIóli. Engilbert Ingv- arsson, Tyrðilmýri. Strandasýsla: Benedikt Gríms- son, Kirkjubóli. Ólafur Einarsson, Þórustöðum. V.-Húnavatnssýsla: Benedikt H. Líndal, Efra-Núpi. Sigurður Lín- dal, Lækjamóti. A.-Húnavatnssýsla: Lárus Sig- urðsson, Tindum. Guðjón Hall- grímsson, Marðarnúpi. Skagafjarðarsýsla: Bjarni Hall- dórsson, Uppsölum. Jón Jónsson, Hofi. Eyjafjarðarnýsla: Ketill Guð- jónsson, Finnastöðum. Helgi Símonarson, Þverá. S.-Þingeyjarsýsla: Hermóður Guðmundsson, Árnesi. Ingi Tryggvason, Kárhóli. N.-Þingeyjarsýsla: Sigurður Jónsson, Efra-Lóni. Grímur Jóns- son, Ærlækjarseli. N.-Múlasýsla: Ingvar Guðjóns- son, Dölum. Aðalsteinn Jónsson, Vaðbrekku. S.-Múlasýsla: Vilhjálmúr Hjálm- arsson, Brekku. Sveinn Jónsson, Egilsstöðum. A.-Skaftafellssýsla: Steinþór Þórðarson, Hala. Sigurjón Einars- son, Árbæ. V.-Skaftafellssýsla: Siggeir Björnsson, Holti. Jón Helgason, Seglbúðum. Rangárvallasýsla: Árni Jónsson, Skógum. Erlendur Árnason, Skíð- bakka. Árnessýsla: Páll Diðriksson, Búrfelli. Sigurgrímur Jónsson, Holti. Vestmannaeyjar: Jón Magnús- son, Gerði. Hér með vil ég biðja núverandi alþingismenn að kynna sér verk fyrri alþingismanna kjördæmisins og það allt frá árinu 1887, en Austurvegur hafði þá aðeins ver- ið lagður 19 km. frá Reykjavík, en 45 á:rum síðar, árið 1932 var lokið lagningu hans að Múla í Biskupstungum uþp í 112 km. vegalengd. Sá mikli fjöldi eldri manna er með mér hafa ferðazt, ber saman um að vegurinn hafi verið kominn 19 km. frá Reykjavík árið 1887 eins og merki á syrum steini fast við veginn sýnir. Konungskomu-, árið 1907 eða 20 árum síðar var hann kominn að Sogi, 44 km. leið. Næstu 8 ár til 1913 var enn fram haldið og vegur lagður til Seyðis- hóla í Grímsnesi 10 km. vega- lengd. Á næstu 11 árum eða 1924 var svo vegurinn kominn að Torfa- stöðum í Biskupstungum, en það eru 22 km. frá Seyðishólum. Árið 1932 hafði vegurinn enn lengzt um 17 km. á 8 árum og var þá kominn að Múla í Biskupstungum. (1936 til 1938 var vegurinn lagður frá Múla til Geysis) með sérstöku áhlaupi. Þegar litið er yfir þetta 45 ára tímabil, sést að Austurvegi hefur miðað áfram að meðaltali um rúma tvo km. á ári. Má það telj- ast afrek í sögunni að koma slíku verki fram, við þær aðstæður, sem þá voru, með aðeins mismun- andi góð verkfæri og mannshönd- in ein, sem orkugjafi, og fjár- veitingar frekar erfiðar í þá tíð. Hitt má heldur ekki undan draga að þá höfðu Árnesingar á Alþingi menn í heldur röskara lagi. En á þessu tímabili voru eftirtaldir þingmenn kjördæmis- ins, samkvæmt því, er Skrifstofa Alþingis hefur látið mér í té: Þingmenn Árnesinga á tímabil- inu 1887—1932 voru þessir: 1. Skúli Þorvarðsson bóndi, 2. þm. 1886—1891, 2. Borgi Th. Melsted magister, 2. þm. 1893, 3. Tryggvi Gunnar&son banka- stjóri, 1. þm. 1894—1899, 4 Hannes Þorsteinsson þjóð- skjalavörður, 1. þm. 1901— 1911, 5. Sigurður Sigurðsson ráðunaut- ur, 2. þm. 1901, 6. Eggert Benediktsson bóndi, 2. þm. 1902, 7. Ólafur Ólafsson fríkirkju prestur, 2. þm. 1903—1907, 8. Sigurður Sigurðsson ráðunaut ur, 2. þm. 1909—1911; 1. þm 1912—1919, 9. Jón Jónatansson bóndi, 2. þm 1912—1919, 10. Einar Arnórsson ráðherra, 2 þm. 1914—1919, 11. Eiríkur Einarsson lögfræðing ur, 1. þm. 1920—1923, 12. Þorleifur Guðmundsson út vegsbóndi, 2. þm. 1920—1923 13. Magnús Torfason sýslumaður 1. þm. 1924—1927; 2. þm 1928—1933, 14. Jörundur Brynjólfsson bóndi 2. þm. 1924—1927; 1. þm 1928—1959. Er skylt að þakka þessum mönn um hversu ágæta vel þeir hafa haldið á vegamálum ' héraðsins og barizt sigursælli baráttu við þá örðugleika, sem nú myndu taldir óyfirstíganlegir. Verður þetta víst mín eina lofræða, sem ég flyt yfir þeim. Nú erum við búnir að bíða í 27 ár frá því vegur kom að Geysi eftir að fá lagningu hans að Gull- fo.ssi, röska 8 km. vegalengd, en á því verki var loks byrjað árið 1963. Samkvæmt áætlun í vega- lögum á loks að komast með veg- inn að Kjósastöðum á árinu 1968 Framhald á 12. síðu Sýning á 1G ára afmæli Þýzk- íslenzka félagsins í Köln Haye W. Hansen, þýzki málar inn og fornfræðingurinn, sem hér er kunnur fyrir sýningar og mik- inn íslandsáhuga, er nýkominn til íslands enn einu sinni, og nú er bók han um ísland („Island von Magnús V. Magnússon sendiherra (t, serkur á Húnaflóa“ efir Haye W. h.) við opnun sýningarinnar í Köln. Á bak viS hann er myndin „Hvít- Hansen. der Vikingezeit bis zur Gegen- wart“) komin úr prentun í Þýzka landi, og hennar von í bókabúðir í Reykjavík bráðlega. Bókin er 260 síður, skreytt 86 teikningum og um 20 litmyndum og svarthvít um, og kostar DM 10.80, Nýlega hélt Hansen sýningu í Köln á eigin myndum frá fslandi, olíumálverkum, teikningum, vatns litamyndum og grafískum mynd um, og ennfremur voru á sýning unni 25 munir útskornir í tré og ofin teppi, sem Þjóðminjasafnið í Reykjavík léði til þessarar sýn ingar. Þessi sýning, sem var að öðrum þræði verk dr. Kristjáns Eldjáms þjóðminjavarðar, sem valdi munina, og hins vegar sýn- ing á íslandsmyndum eftir Haye W. Hansen, var liður í tíu ára afmælishaldi Þýzk-íslenzka félags- ins í Köln. Dagblöðin í borginni fóru lofsamlegum orðum um sýn inguna, sem Magnús V. Magnús- son, sendiherra fslands í Bonn. opnaði og birtist hér mynd al honum, er hann býður kunnan Kölnarborgara velkominn á sýn inguna.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.