Tíminn - 24.06.1965, Page 5

Tíminn - 24.06.1965, Page 5
FIMMTUDAGUR 24. júní 1965 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURiNN Framkvæmdastjóri: Kiistján Benediktsson. Kitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fuiltrúl ritstjómar: Tómas Karlsson. Ang- lýsingastj.: Steingrímur Glslason. Ritstj.skrifstofnr t Eddn- húsinu, slmar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 1. Af- greiðsluslmi 12323. Auglýsingaslmi 19523. Aðrar skrifstofnr, slmi 18300. Askriftargjald kr. 90,00 á mán. innanlands. — f lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Maupdeilumar sunnan- !|iids og ríkisstjórnin í B^uin útvarpsþætti, sem hófst síðastliSið mánudags- kvöld, gerðu fulltrúar frá verkamönnum og atvinnurek- endum grein fyrir því, sem ber á milli verkalýðsfélag- anna og atvinnurekenda í kaupdeilum þeim, sem nú standa yfir sunnanlands. Það var mjög greinilega áréttað og rökstutt af full- trúum verkamanna, sem þarna töluðu, að samninga þá, sem atvinnurekendur hafa gert við verkamannafélög- in á Norðurlandi, er ekki hægt að leggja til grundvallar samningum hér. Fyrir norðanmönnum vakti ekki aðeins að fá kaupið hækkað, heldur að fá ráðstafanir til eflingar atvinnulífinu nyrðra, sem ríkisstjórnin hefur sýnt furðu- lega vanrækslu. Þeir sömdu fyrst og fremst. vegna þess, að ríkisstjórnin lofaði að bæta nokkuð úr þessari van- rækslu. Það töldu þeir jafngilda nokkurri kauphækkun. Hér syðra er hins vegar ekki um neinn atvinnuskort að ræða; heldur hið gagnstæða. Hér er keppt um vinnu- aflið og fleiri og fleiri atvinnurekendur borga orðið jafn- hátt, eða hærra kaup en svarar kröfum verkalýðsfélag- anna. Undir þeim kringumstæðum verða norðansamning- arnir vitanlega ekki lagðir til grundvallar, þar sem það liggur jafnframt fyrir, að samningsbundið tímakaup verkamanna í Reykjavík og Hafnarfirði hefur aðeins hækkað um tæp 60% síðan 1959, en verðlag vöru og þjónustu hefur hækkað um 93% á sama tíma. Hið samn- ingsbundna tímakaup er þannig langt á eftir verðlags- þróuninni. Hjá fulltrúum atvinnurekenda hefur komið fram fullur skilningur á því, að verkamenn hafa ekki aðeins þörf fyrir kjarabætur, heldur er það atvinnuvegunum fyrir beztu að geta borgað svo vel, að þeir geti keppt um vinnuaflið. Þetta gildir ekki sízt um frystihúsin. Afkoma vissra starfsgreina, t. d. frystihúsanna, þolir hins vegar ekki miklar hækkanir, þótt aðrar atvinnu- greinar geri það. Hér er það ríkisstjórnin, sem verður að koma til að- stoðar. Með bættum lánskjörum og lækkun álaga, t. d. útflutningsgjalda, má stórbæta afkomu fiskvinnslunnar. Ef ríkisstjórnin gerði slíkar ráðstafanir, myndu kaup- deilurnar sunnanlands verða miklu auðleystari en þær eru ella. Vill þessi þreytta og ráðþrota ríkis- stjórn heldur skæruhernað og verkföll en að greiða fyrir samningum, sem allir ættu að geta unað við? Kalskemmdirnar Það eru mikil ótíðindi, sem berast .víða af Austurlandi, þar sem eru hinar miklu kalskemmdir á túnum. Bændur á mörgum jörðum hljóta að gefast upp við búskapinn, eí þeim berst ekki sérstök hjálp. Aðalfundur Stéttar- sambands bænda tók þetta mál til rækilegrar meðferðar og benti á ýmsar ráðstafanir, sem gera þyrfti, ýmist til bráðabirgða eða frambúðar. Vonandi er, að ríkisvaldið bregðist hér vel við. En jafnframt því, sem réttur verð- ur hlutur þeirra, sem nú verða fyrir tjóni, þarf að auka á þessu sviði vísindalegar rannsóknir, er verða mættu til þess að sigrazt yrði á kalinu 1 framtíðinni. 5 ERLENT YFIRLIT Wilson teflir mikið áhættutafl Verður Samveldisráðsfefnan honum fil ávinnings eða falls? BBÍEZKA samveldið er í aug um flestra orðíð lítið annað en formsatriði og þýðing þess ekki önnur en sú, að ráðamenn sam veldislandanna 'hittast öðru hvoru og ræða þar ýmis dæg- urmál, sem Þeir eru oftast meira og minna ósammála um. En þótt þessum ráðstefnum ljúki oftast þannig, að þeir verða sammála um að vera ó- sammála áfram, hafa þær samt vissa þýðíngu. Hér hitt ast menn af ólíkum þjóðernum og með ólíkar skoðanir og ræða saman í bróðemi. Þetta getur aldrei gert skaða, en oft gagn. Þess vegna gegnir breZka sam veldið ekki þýðingarlausu hlut- g hverki, þótt margir láti sér sjást yfir það. Nkrumah (Ghana) og Ayub Khan (Pakistan). UNDANFARNA daga hefur staðið yfir í London ráðstefna forsætísráðherra samveldisland anna. sem vakið hefur óvenju lega mikla athygli. Ástæðan er sú, að Wilson hefur lagt þar inn á nýja braut, sem enn er ekki séð fyrir hvort heldur verður honum til falls eða ávinnings. Hins vegar ber Þetta merki þess, að Wilson er djarfur stjórnmálamaður, sem óttast ekkí áhættuna ef hann telur von um ávinning. Eins og kunnugt er hefur Wil son stutt Bandaríkjástjórn í á- tökunum í Vietnam. Þetta hef- ur valdið vaxandi óánægju í flokki hans. Óánægja þéssi virt ist á góðum vegi með að verða svo mikil, að hún leiddi stjórn ina til falls. Við þetta bættist svo. að búast mátti við hörðum deilum um Vietnammálið á samveldisráðstefnunni, þar sem aðildarríkín eru mjög ó- sammála um afstöðuna til þess. Með því að beina ráðstefnunni inn á þá braut, að hún ætti að hafa forgöngu um friðarumleit- anir í Vietnam, sló Wilson tvær flugur í einu höggi. Hann gerði þá flokksbræður sína ánægðari, sem kvörtuðu undan einhliða fylgi hans við Banda- ríkin, og hann afstýrði hörðum deilum á samveldisráðstefnunni. f samræmi við þetta, bar hann fram þá tillögu, að ráðstefnan kysí fimm manna nefnd, sem beitti sér fyrir samningum í Vietnam og færi þeirra erinda til Washington, Peking, Moskvu, Hanoi og Saigon. Með góðum fortölum fékk Wílson meginþorra ráðherranna á ráð stefnunni til að fallast á Þetta. Rök hans voru m. a. þau að þetta sýndi, að brezka samveld ið væri meira en nafnið eitt og reyndi að hafa áhrif til bættrar sambúðar í heiminum. Nokkrir af ráðherrunum, einkum þá fulltrúar Tanzaniu og Kenya. hreyfðu andmælum og efasemd um og gagnrýndu meðal annars, að Wilson yrði formaður nefnd arinnar. þar sem hann hefði jafnan fylgt Bandaríkjunum að málum. Nkrumah frá Ghana, sem Wilson hafði fengið til að taka sæti í nefndinni, fann hins vegar svar við þessu. Hann sagði. að Wilson hlyti for- mennsku í nefndinni sem for seti samveldisráðstefnunnar, en ekki sem forsætisráðherra Breta. Það var mikill ávinning Wilson, Banda (Malawi) og Obote (Uganda). Margai og frú (Sierra Leone) og Menzies (Ástralíu). ur fyrir Wilson að fá Nkrumah til þátttöku í nefndinni, því að ekki verður hann áfelldur fyrir þægð við Bandaríkin. Nkrumah mun hins vegar hafa talið það hagstætt fyrir sig vegna ástands ins heima fyrir og í Afríku, að honum væri sýnd þessi til- trú. , EINS OG MÁLIN standa í dag, virðist ekki muni koma til þess, að Þessi nefnd starfi nokkru sinni að ráði. Kínverj- ar virðast þegar hafa hafnað að taka á móti henni og senni lega gerir Hanoi það líka. Sum andstæðingablöð Wilsons telja, að þetta sé bezta lausnin fyrír hann, því að nefndin sjálf myndi aldrei hafa getað orðið sammála um málamiðlunartil- lögur. T. d. sé erfitt að hugsa sér tillögur, sem Þeir Wilson og Nkrumah hefðu getað orðið sammála um. Formlega líggur neitun Kín- verja ekki fyrir og þessu tafli Wilsons er því enn ekki lokið. En sennilega getur það haft mikil áhrif fyrir álit hans heima fyrir, hverníg því reið ir af. Álíta Bretar. að það hafi verið betra að gera Þessa til B raun en ekki, þótt hún mis- I heppnist, því að hún sýni sátta fi vilja Breta á áberandi hátt? 1 Verður álitið, að þetta frum- i kvæði samveldisins. þótt það | misheppnist, marki betur stöðu | þess og þýðingu sem friðarafls i í heiminum en ella? Búast má M við miklum umræðum um t| þetta í Bretlandi í náínni fram B tíð. Af hálfu andstæðinga Wil S son verður sennilega haldið w fram, að hann hafi vitað fyrir- fram, að þessi tilraun væri von laus og hún hafi því aðeins ver ið pólitískt bragð af hálfu hans. Wilson mun halda því fram, að réttara hafi verið að reyna að gera eitthvað til sátta en að gera ekki neitt. Vel má svo fara, að Þetta mál geti haft talsverð áhrif á stöðu flokkanna í Bretlandi. Skoðanakönnunum þar ber ekki saman um, hvernig úrslit ín myndu verða, ef kosið væri nú. Sumar spá íhaldsmönnum sigri. en aðrar Verkamanna- flokknum. Þannig birti Daily Mail skoðanakönnun síðastl. fimmtudag, sem benti til þess, Framhald á 12. síðu fj f ■■■ i.l. ffi Balewa (Nigeria) og' 'Holyoake (Nýia-Sjáland).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.