Tíminn - 24.06.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.06.1965, Blaðsíða 11
« .v * FIMlWTUDAGUR 24. Júní 1965 TfWIINN n m SEND TIL ÍSLANDS Þetta hafði allt gerzt með svo miklum hraða, að okkur hafði ekki gefizt tími til þess að hugsa nokkra hugsun til enda. Flýta hafði orðið fyrir vegabréfum okkar . . . og sama máli gegndi um læknisskoðunina . . . við höfðum orðið að „inn- byrða“ eins margar sprautugjafir og mögulegt var á svona stuttum tíma . . . ekki hafði verið hægt að gera nærri öllum vinum okkar viðvart. . . einkennisbúningarnir höfðu komið á örskömmum tíma . . . eigum okkar troðið niður í kistur, kassa og poka í snarkasti. Það vannst enginn tími til þess að Ijúka nokkrum hlut fullkomlega. Hvers vegna vorum við að fara þetta Einnig það var útskýrt fyrir okkur í miklum flýti, en einhvern veginn varð okkur skiljanleg ástæðan og hin mikla þýðing, sem förin hafði: Við áttum að hafa ofan fyrir bandarísku hermönnunum á íslandi í frístundum þeirra með ýmiss konar tómstundagamni. Þörfin var knýjandi — það var það eina, sem var greinilegt. Enginn vissi á hvern hátt framkvæma átti þetta starf. Hvernig gat líka nokkur vitað það? Við vorum fyrsti hópur Rauða krossfólks, sem sendur hafði verið úr landi í þeim tilgangi að sjá hermönn- unum fyrir skemmtun og finna eitthvað fyrir þá til að gera í tómstundum þeirra. Af því leiddi að engir fyrirrennarar voru tiltsékir til leiðbeininga og ekkert til þess að vinna eftir, enginn gat miðlað okkur af þekkingu sinni eða reynslu um það, hvers yrði krafizt af okkur. Allt í lagi. Við áttum að vera brautryðjendur. Við fiindum á okkur, þrátt fyrir alla þessa óvissu, að við höfðum fengið stórt verk að vinna. — Þið munið klæðast borgaralegum fötum þangað til þið leggið af stað. Við vorum vöruð við, að ræða um væntanlega för okkar á almanna færi. Okkur var líka ætlað að vara vini okkar og vandamenn við að segja frá því, hVert við ættum JANE GOODELL að fara eða hvenær búizt væri við að við myndum leggja af stað. Svo var það 12. desember, 1941, að við lögðum af stað út úr höfninni í New York um borð í herflutningaskipi, sem var drekkhlaðið hermönnum. Mörgum klukkustundum eftir að við sáum Frelsisstyttuna bregða fyrir í síðasta sinn, ríkti enn algjör ringulreið um borð í skipinu. Samliggjandi klef- arnir tveir, sem okkur höfðu verið fengnir til umráða voru troðfullir af kistum, töskum og kössum, því við urðum allar að koma hverju einasta tangri og tetri af farangri okkar fyr- ir í þessum tveimur klefum. Hér hlaut að vera um misskiln- ing að ræða, hugsuðum við. Klefarnir hlutu þó að minnsta kosti að eiga að vera þrír. Það voru fjórar kojur í hvorum klefa . . . þar kæmust átta konur fyrir, en hvar áttu hinar þrjár að vera? — Okkur þykir fyrir þessu, konu góðar, við getum ekki betur gert. Það eru ekki fleiri klefar eftir. Konurnar ellefu litu hver á aðra með undrun og skelfingu, en svo skelltum við upp úr, þegar við sáum broslegu hliðina á þessu öllu saman. — Við munum að minnsta kosti verða farnar að þekkj ast sæmilega, þegar þessi ferð er á enda. Um miðjan dag boðuðu einhver rám hljóð, einna líkust kvaki í önd, að bátaæfing væri í aðsigi. — Nei, nei frú, þú verður að binda björgunarbeltið fastar um þig en þetta, hvein í einum undirforingjanum. — Nú, já, svona. Gleymdu svo ekki að krossleggja handleggina — svona — og gleymdu heldur ekki að krossleggja fæturna eftir að þú hefur stokkið — það er að segja, ef þú neyðist til þess að stökkva. Ég mun heldur gleyma að krossleggja fingurna, hugsaði ég með sjálfri mér. — Þú skilur, ef þú gerir það ekki, þá fer þetta korkbjörgunarbelti uppp yfir höfuð, og bingó — og úti er um þig! Hann þagnar, eins og til þess að þetta megi síast inn i mig: —> Jæja, og svo, ef þú gleymir að, krossleggjæfæturna* HÆTTULEGIR ] H IV El T 1 Bl RAUÐSI Axel )AGAR I 1 Kielland 44 buxunum hans og tekið stóran bita úr holdinu. Gösta hjálpaði mér og við opn- uðum sárakassann, helltum vænni lögg af joði í sárið og bundum um eftir beztu getu. Hann bölv- aði allan tímann. — Þetta er ekki hættulegt, æpti ég. — Helvítis níðingarnir, æpti hann. Buddy flaug nú með eðlilegum hætti og ég kallaði til hans: —Gekk allt vel? — Ég veit það ekki. Kannski hefur hann misst sjónar á okkur, þegar ég steypti vélinni niður. Hvað með Ted? — Hann varð fyrir skoti. — Hvar? — Á viðkvæmum stað. Hann hallaði sér aftur í sæt- inu og hló. Svo varð hann alvar- legur aftur og gaf mér bendingu um að koma til sín. Ég settist við hlið hans og hann sagði: — Við höfum villzt af leið. —Hvar erum við. — Ég veit það ekki. Okkur hef- ur borið allt of langt í suðvestur. — Komumst við á leiðarenda? — Nei. Líti?' 'v'nzín. Við höld- um áfram í vestur. Já, það vai nú það og ekki meira um þetta að segja. Ég klapp aði honum á öxlina og reyndi að brosa hraustlega til hans, en mér leið ekki sem bezt. Hann virti fyrir sér kortið og tækin sín, svo hrópaði hann: — Ég er hræddur um, að við lendum einhvers staðar í Grikk- landi. Það borgaði sig ekki að trufla hann. Ég vissi, að hann mundi gera það sem í hans valdi stæði og jafnvel núna var hann rólegur og öruggur og fullur af baráttu- vilja. Ég hallaði mér aftur og beið og eftir langa stund sagði hann: — Við lækkum flugið. Við hljót um að sjá land eftir andartak. Vélin snarlækkaði flugið og ég sá á hæðarmælinum að við flug- um rétt yfir haffletinum. Bensín- mælirinn stóð á núlli og hann setti varatankinn í samband. Svo liðu tíu æsandi mínútur aftur og þá sagði hann: — Rétt til getið. Eg sá ekkert nema hafið lengi vel, en eftir nokkrar mínútur greindi ég ströndina fyrir neðan okkur. Skömmu síðar hrópaði Buddy. — Verið viðbúin að lenda. Gösta hafði tekið beltið af Rafferty og bundið hann fast, Nú smeygði hann fallhlífinni undir magann á honum til að draga úr högginu, Buddy öskraði; — Haldið ykkur fast. Ilappy landing. XVIII. Einu sinni í bernsku minni var ég að því komin að drukkna og 1 það var mikið púl að fá líf í mig i aftur. Og þá komst ég að raun I um það, að í raun og veru er j þægilegt að vera dáin — það er j ekki fyrr en maður leggur af stað til lífsins að þetta verður óþægi- ! legt. Nú leið mér nákvæmlega j eins. Ég var á einhvern einkenni- i legac hátt utan við sjálfa mig, j þótt mér væri það ekki fullkom- j lega Ijóst, og mér fannst þeir j vera að lífga við einhverja allt ! aðra en mig og ég var að hugsa um að hrópa til þeirra: Látið hana í friði. Henni líður svo dæmalaust vel. Þetta hljómar kannski heimsku- lega og fyrir þann, sem ekki hef- ur reynt það er ef til vill erfitt að skilja þessa tilfinningu, en ég var reyndar vöknuð góðri stundu áður en ég gaf það til kynna og mér leið unaðslega. Rödd talaði allan tímann og sagði mörg falleg orð og mér þótti vænt um þessa rödd. Og ég fann hvergi til. Svo opnaði ég augun og Gösta hélt mér í faðmi sinum og þagn- aði skyndilega þegar hann sá að ég var vakandi Buddy lá við hlið ina á mér- með vasaljósíð og nú fann ég allt í einu til sársauka og ég stundi við. — Hefurðu brotnað nokkurs staðar. Ann, sagði Gösta og ég man að ég varð hálf reið við hann fyrir að hætta að tala til mín fallegum orðum. —Hvernig í fjáranum get ég vitað það? sagði ég. — Eg er nýkomin. Buddy hló. — Þú ert ekki alveg dauð. Reyndu að risa upp. Ég herti mig upp og Gösta studdi mig og skömmu síðar stóð ég upprétt að kalla. Ég hafði mik- inn höfuðverk og vinstri fóturinn virtist sofa, en ég gat hreyft allt, sem hreyfa þurfti, ég mundi allt og var óðum að jafna mig. —Við léntum, sagði ég. — Já, svo að söng í. Ég héf ekki hugmynd um, hvernig það gekk fyrir sig, en vélin er rusla- haugur og kemst ekki framar á loft. — Og Rafferty? — Þökk, mér líður bærilega, Baby. Ég leit niður og þarna lá Raff- erty á maganum og reykti sígar- ettu. — Vitum við hvar við erum? spurði Gösta. — Einhvers staðar í Grikklandi sagði Buddy. — Nokkrar mílur frá ströndinni. Þessi bölvaða flug- vél, sem elti okkur, villti mig af réttri leið. — Eru Þjóðverjar í Grikklandi, sagði Rafferty. — Ó, já. allmargir. Vissirðu það ekki? Rafferty sneri upp á sig og sagði móðgaður: - Ég er reiðubúinn að ráðast gegn Þjóðverjum hvenær sem þeir birtast en ég tel ekki í mínum - Rest best koddar Endurnýjum gömlu sængumar sigum dún og fiðurheld ver eðardúns og gæsadúnssængur og hodda áf vmsum stærðum — PÓSTSENDUM — Dún- og fiðurhreinsun Vaunsstig i — Sim 18740. (Örfá skref frá Laugavegi). verkahring að vita hvar þeir eru og hvar ekki. — Þú skuldar mér tíu dollara, Ted, sagði Buddy. — Þú ert blóðsuga, sagði Raíf- erty. — Þú sást vélina. Þetta er ekki réttlátt. — Ég veit það. — Og samt viltu peningana? — Það geturðu bölvað þér upp á. — Eg get ekki setzt, sagði Raff erty. — Þér að kenna. Hermaður snýr ekki baki að óvinunum. Rafferty byrjaði að tvinna sam- an blótsyrðum og ég hugsaði með mér að svona gæti hann haldið áfram það sem eftir væri nætur svo að ég sagði: — Hvað tökum við nú til bragðs? Buddy klóraði sér í höfðinu. — Ég held að við höfum hafn- að í eyðimörk. Ég flaug yfir kjarr og lenti á fyrsta slétta blettin um, sem ég fann. Það er víst bezt að halda inn í landið. — En Þjóðverjarnir? sagði Gösta. — Þeir eru alltaf flestir við ströndina. En við höfum verið heppin að lenda á stað, þar sem engin varðgæzla er. Ég varð ekki var við neina varðmenn. þegai við flugum yfir landið. Við áttum ekki margra kosta völ, svo að við skreiddumst á fæt- ur og Buddy fann vestur á átta- vitanum sínum. Rafferty rótaði í Iflakinu nokkra stund og fann nokkrar vænar byssur. Svo kvödd um við leifarnar af vélinni og eigr uðum í vesturátt í myrkrinu. Við héldum lengi áfram og mér Isið illa af þreytu, sárindum og vonbrigðum. í stað þess að liggja í makindum í góðu rúmi á ítalskri flugstöð var nú öll eymdin og baslið að byrja á nýjan leik. Aft- ur vorum við að leggja af stað út í eitthvað óþekkt og ef við hittum manneskju fyrir gátum við verið nokkurn veginn víss um það, að hún myndi ávarpa okkur á þýzku. Eg sá ekkert fram fyrir mig, svo ég labbaði bara á eftir karl- mönnunum og lét þá um að velja leiðina. Nokkrir klukkutímar liðu og brátt tók við fjallshlíð. sem við paufuðumst upp. Hitinn var mikill og gerði okkur erfiðara fyr- ir. Skórnir mínir voru fullir af sandi og ég var sársvöng. Ég hafði ekki hugsað um mat fyrr í dag, en nú lagði maginn fram úrslita- kosti. Buddy nam staðar og beið eftir mér og tók hönd mína.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.