Tíminn - 24.06.1965, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.06.1965, Blaðsíða 9
9 FIMMTUDAGUR 24. júní 1965 TfMINN Félaus bamakenn ari i Kaupinhafn stofnaði lystiskipafélag í Hamborg Þessi mynd var tekin í einum danssalnum á Hanseatic. — Eg var allvel heima í þessum málum, hafði starfað í fjögur ár hjá skipafélagi, Home Lines, heima í Danmörk, komst þar inn í bransann. Annars hafði ég ungur að árum valið mér kennslu fyrir ævistarf. kenndi í unglingaskóla nokkur ár. En ég var aldrei neinn fyr irmyndar kennari og held ég hafi gert rétt í því að hætta. En þó er eins og það liggi nokkuð í ættinni að stunda kennslu. Pabbi vildi ekki að ég gerði annað. Bróðir minn fór í þetta sama og virðist ætla að tolla í því áfram, hann er nú háskóla- kennari í Kaupmannahöfn, Jem Bitseh-Christensen heitir hann Þjónarnir um borð beygðu sig og bukkuðu um leið og þeir komu auga á hann. Og það þarf ekki einu sinni sjálf- an forstjórann til að þýzkir undirmenn allt að því skelli saman hælum, þegar hann kem ur í ljós. Eg var ekki fyrr bú- inn að spyrja einn þjóninn, hvar hægt væri að hitta skips eigandann að máli, og hann kom síðan með einhvern full- trúa og þeir reyndu að gera mér allt til Þægðar úr því ég ætti erindi við reiðarann A. Bitsch-Christensen. settist við hliðina á mér, en andspænis okkur brezkur háð fugl og fulltrúinn fyrrnefndi. Fyrst spurði A. Bítsch-Christen sen hvaða tungumál ég vildi helzt tala, og ég hann á móti, hvort hann væri talandi á marg ar tungur. Og þau voru þá hátt í tíu, vitaskuld öll Norðurlandamálin, „og þó skammast ég mín fyrir að hafa ekki lært íslenzku, sem vissu- lega er móðir móðurmáls míns. Nú heimsæki ég fsland í fyrsta sinn og verð ég að segja, að mér kemur það nokkuð á óvart, að hér færast flestir undan því að tala dönsku, allflestir vilja tala ensku. Þó hélt ég að danska væri kennd hér í öllum skólum. En hitt skil ég samt ósköp vel, að þið íslendingar berið enga ofurást til Danmerk ur eftír gömul kynni, svo mik ið þekki ég til sögunnar,“ sagði reiðarinn. — Eigið þér þetta skip? — Það er nú fullmikið sagt. En ég á víst að heita höfuð- paurinn í stjórn skipafélagsíns, var einn af stofnendunum og þar fremstur í flokki. — Voruð þér með fullar hendur fjár, þegar þér lögðuð út í þessa útgerð? — Nei, það var nú síður en svo. Eg átti svo sem ekkert. En þegar ég kom til Hamborgar í þessum tilgangi, hafði ég heppn ina með mér, fékk góðar und- irtektir hjá þeim mönnum, sem ég leitaði til, og þeir höfðu sem sé afl þeirra hluta, sem gera skal. Og líka var ég ein staklega heppinn í vali starfs fólks útgerðarinnar, ég fann ætíð fólk. sem hægt var að treysta. — Þér hafið líklega verið kunnugur slíkum atvinnurekstri áður, eða hvaða aðalstarf höfð uð Þér áður? — Fylgizt þér með atburðum — Þér finnið þá ekki mikinn skyldleika milli ungUnga- kennslu og útgerðar af þessu taki? — Það er að visu ekki ger- óskylt. þegar öllu er á botninn hvolft. En þó mætti kannski fremur Ukja Því við að stjórna hljómsveit svona skipafyrir Á Hanseatie eru bæði inni- og útisundlaug og margir koma sjóaðir og sólbakaðir heim úr ferðinni um Norður-Atlantshaf. En þeir höfðu ekki lengí haft ofan af fyrir mér, er ein- hver hóf leit að bossinum og kom með hann að vörmu spori. Og það verð ég að segja, að hvað sem í veði hefði verið, mundi ég aldrei hafa getað gizkað á, að þetta væri aðal- maðurinn um borð í þessu stóra skipi, sem fer skemmti- siglingar um N-Atlantshaf með hálft 7. ‘hundrað fjáðra far- þega, hann hefur meira að segja yfirráð yfir sjálfum kaft eininum og allri skipshöfninni, sem slagar hátt í átta hundruð manns, Einhvern veginn bar hann ‘það -ekki mejg(‘sér. Og ekki laust við að manni fynd- ist það dálítið skrýtið, að ung- ur útlendingur lítt fjáður og ný kominn til Hamborgar fyrir einum níu árum skyldi þá hafa veri potturinn og pannan í að stofna skipafélag, sem skírt var Hamburg-Atlantic Linie og hefur upp á þennan glæsilega farkost að bjóða, skemmtiferða skipið ,,Hanseatic“, sem kom hingað í fyrradag í annað sinn á vegum ferðaskrifstofu Geirs H. Zoega, er bauð mér að skreppa um borð. Hanseatic var þegar komið til ára sinna, er hið nýja skipa félag keypti það frá Skotlandi 1956, hét áður „Empress of Scotland" og var smíðað 1929. En mikil breyting var gerð á því í Þýzkalandi, var fyrst sagað sundur og stækkað að mun og dubbað upp á allan háth Og enn hefur þar verið breyting gerð síðan í fyrra, í stóra drykkjusalnum. A. BITSCH CHRISTENSEN (Tímamynd-GB). Þar rakst ég á nokkra reyk víska veitingaþjóna, sem skreppa stundum út í þessi lystiskip til að finna reykinn i af réttunum og skoða handar- verk kollega sinna á skipunum. Þeir voru búnir. að koma við í veitingasölum skipsins og voru ekki lítið upp með sér af því að hafa hitt sjálfan eiganda skips- ins og konu hans, og það af einskærri tilviljun. Þeir höfðu kastað mæðinni ínni á Atlant ic Bar og þar rann kona ein á íslenzka hljóðið, heilsaði upp á piltana, kvaðst vera finnsk en maður hennar danskur og hann ætti nú þennan bát og síðan kallaði hún á hann. Voru land arnir tæpast búnir að ná sér eftir þennan óvænta fund, og sagði Bjarni yfirþjónn í Nausti, að ég mætti til að hitta þenn an mann, því að það væri svo sjaldgæft að slíkir kallar legðu leið sína hingað. Hófu þeír síðan leit með mér að mann inum, en hún bar ekki árang- ur, svo ég settist seinast um kyrrt inni á Atlantic Bar. og var þar í góðu y'/'læti unz maðurinn kom í leitirnar og tæki, svona skipi. Einn slæm- ur hljóðfæraleikari nægir til að spilla leik hljómsveitarinnar, og þannig er það líka með lé lega frammistöðu eins manns í skipshöfn á svona skipi, það spillir ánægju farþega. en til þess er leikurinn gerður, að allir hafi sem fullkomnasta ánægju af svona ferð. — En eruð þér sjálfur full- komlega ánægður með yðar hlutskipti, hafið þér t. d. nokkr ar áhyggjur út af kaupi eða svoleiðis? — Eg hef fengið sæmilega borgað fyrir mitt verk, ekki er því að neita. En þetta með ánægjuna. maður verður eigin- lega að vara sig á henni,, a m. k. ekki vera of ánægður með sjálfan sig. Maður, sem hefur til að bera ríka sjálfsánægju. getur varla haft mikla sjálfs- gagnrýni, en hún er aftur á móti nauðsynleg í þessu starfi sem flestum öðrum. Sem sagt, of mikil sjálfsánægja leiðir af sér of litla sjálfsdómgreind. heima í Danmörku, t. d. stríð- inu um handritin? — Já. ég veit nokkurn veg- inn, hvað er að gerast heima í gömlu Höfn. Og mjög gladdist ég yfir Því að frétta, að þjóð- þingið okkar hefur samþykkt að handritin skuli senda til ís lands. Eg veit ekki hvort er meirí ástæða til að óska ykkur til hamingju með þennan endi en okkur sjálfum. Og þeir fá vonandi bara skömm i hattinn, sem ætla nú að fara að bram- bolta með málaferli til að tefja réttláta lausn þessa máls. Þessi handrit eiga auðvitað heima hér á íslandi. Og þegar þau loks eru komin heim. verður það vonandi til að auka vináttu milli Dana og íslendinga. Ekk- ert er heiminum nauðsynle.rra í dag en vinsamleg samskiþti allra. G.B. 'ú „Hanseatic“ við akkerl á firSi í Noregi, en þangað siglir það vana- lega með skemmtiferðafólkið héðan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.