Tíminn - 24.06.1965, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.06.1965, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR 24. júní 1965 14 TIMINN r SÍLDARSALTENDUR - VERKTAKAR Eigum traktora með vökvastýri og fullkomnum, vökastýrðum gaffli, til afgreiðslu strax. ■t.AD'ft ARMOLA 3 v SIM138 9 00 SKIPAUTGCRO RÍKISINS • M/s Herjólfur Ætlazt er til að Þorlákshafnarferðir frá Ve á laugardög- um í sumar, þegar veður og aðrar á'stæður leyfa, verði sem hér greinir: Frá Ve kl. 12.30 til Þorlh. ki. 16,30 Frá Þorlh. kl. 17.00 til Ve kl. 21.00 Surtseyjar — VestmannaeyjaferSir eru áætlaðar sem hér greinir, sunnudagana 27/6 og 4/7 næstk. Frá Ve kl. 05.00 til Þorlh. kl. 09.00 Frá Þh kl. 09.30 að Surtsey kl. 13.30 Til Ve kl. 15.30 Frá Ve kl. 19.00 til Þorlh. kl. 23.00 Til Rvík kl. 08.00 á mánud. ÞAKKARÁVÖRP Við þökkum innilega skyldum og vandalausum, sem glöddu okkur og gáfu okkur góðar gjafir og sendu okkur kveðju á gullbrúðkaupsdegi okkar 17. júní. Lifið heil og sæl. Magnea og Árni Tómasson, Bræðratungu, Stokkseyri. LAXÁ Framh af bls- 16 Útgefandi þessarar einstæðu bókar er Menningarsjóður. Allur frá- gangur hennar frábærlega góður Bókin hefst á tileinkun höf- undar, en síðan koma einskonar formálsorð, sem nefnast ,,Lagt af stað“ Þá kemur kaflinn ,,Fossinn, sem þagnar". Næst koma um fjöru tíu blaðsíður um stangaveiðar í ánni, en kaflar þar á eftir heita ,.Veiðarfæri“, „Kistuveiðin", „Háf veiðin", ,,Æðarvarpið“, „Fuglalíf- ið við Laxá“, ,,Selur í ósnum og ánni“ og „Ljóð og lausavísur*. Aft ast er úrdráttur úr bókinni á norsku, ensku, og þýzku og fylgir myndaskrá og lokaorð. Þessi stutta upptalning gefur þó ekki nema daufa mynd af bókinni, sem er prýdd fjölda litmynda, felldum að texta, frá þessu fallega vatnasvæði, kortum yfir veiðistaði, málverkum og teikningum á spáss íum og við kaflaskil, gerðum af Sven Havsteen Mikkelsen og höf- undi. í lokaorðum höfundar segir rétti lega, að það fari saman að lax- veiðitíminn sé að hefjast og bók þessi komi fyrir almennings sjón ir. Höfundur segir ennfremur: ,,í dag blasa alvarlegar staðreyndir við stangaveiðimönnum. Þessi holla og skemmtilega íþrótt. sem síðustu áratugina hefur orðið „al- menningseign" íslenzkra stanga- veiðimanna, er nú oroin svo kostn aðarsöm, fyrst og fremst vegna þess, hvað veiðiárnar' eru dýrt leigðar, að búast má við_ því að draga muni úr því að íslending ar geti veitt sér þennan munað.“ Segir í lokaorðum. að það fari þá elcki illa á því, að fyrir liggi fullar upplýsingar um hin leigðu réttindi. en þessi bók er yfirgrips mikill og fjölþættur leiðarvísir um veiðistaði Laxár Hún er einnig fallegt listaverk sem geymir lif og fegu'íð oinbvers mikillátasta vatns faljé, - sem veiðimenn . komast í tæri við. Einungis prýðisgripur sæmir þessari æskuvinkonu höf- undar. Og það sér á að Jakob V. Hafstein hefur vitað hvað henni hæfði. MJÓLKURFLUTNINGAR Framh af bls 16 inn sáttafundur hefði verið boð- aður. Yfirvinnubann Dagsbrúnar hef- ur að mestu farið friðsamlega fram. Þó lögðu hafnarverkamenn hjá Eimskipafélagi íslands niður vinnu frá kl. 8—10 í morgun til þess að mótmæla því, sem þeir töldu verkfallsbrot. Var því máli þannig varið, að bifreið með farm fór inn í Borgartún í gær, en náði ekki að losa áður en dag- vbinu lauk. Fór bifreiðin þá aftur niðureftir og tók verkstjóri þar það sem eftir var af farminum af bifreiðinni. Höfðu menn þá hætt vinnu, bæði verkamenn og þeir, sem aka losunartækjunum, og töldu þeir að þetta væri brot á yfirvinnubanninu og lögð því niður vinnu í tvo tíma. Sáttafundur hófst kl. 16 í dag hjá verkalýðsfélögunum fyrir sunnan og vinnuveitendum. MOORER Framhald af 16. síðu. flotaforingajnn, hvort sú þjóðern- iskennd, sem nú færi stöðugt vax- andi í nokkrum Evrópuríkjum eins og t.d. Frakklandi, myndi veikja samstöðu bandalagsins. Moorer kvað nei við þessari spurningu, en bætti við, að það væri bara eðli- legt, að hinar ýmsu þjóðir innan NATO hefðu stundum mismunandi skoðanir á málunum. Hann sagði, að slíkt væri hægt að leysa á fund um bandalagsins í París, eða ann- arsstaðar, þar sem meðlimaríkin kæmu saman til að ræða vanda- mál hvers tíma. Þegar hann var spurður um á- hrif aukinnar verzlunar á milli Austur- og Vestur-Evrópu á At- lantshafsbandalagið, sagði hann að slíkt gæti aðeins bætt ástandið og minnkað spennuna á milli viðkom andi aðila. Hann sagði, að NATO myndi vera jafnáhrifamikið, ef til átaka kæmi á milli Austur- og Vestur-Evrópu, eftir sem áður. Moorer flotaforingi stjórnar 220. 000 manna liði og 420—30 herskip um sem yfirmaður Atlantshafs- flota NATO. ÆVINTYRIÐ Framh a) ois 16 und sæti. En það varð að láta eiga sig, því að alltaf voru bið- raðir við miðasöluna. En að öllu leyti hefur þetta verið hin ágætasta vertíð hjá LR í vetur, að því er Sveinn Einarsson, leikhússtjóri, tjáði fréttamönnum í dag. Verkefni 50% fleiri en í fyrra. og síðustu þrjú leikriún á leikárinu verða öll sýnd á ný í haust. „Ævin- ■ týrið“. „Þjófar, lík og falar konur“ og „Sú gamla kemur í heimsókn", ekkert lát á aðsókn, en sýningum í Iðnó lýkur um helgina. Guðmundur Páílsson fararstjóri, taldi einu áhyggj- urnar í sambandi við þessa ferð vera þær, a|5 færri sýningargest ir kæmust að en vildu. NAFNSKIRTEINI Framhalrl al i siðu um sviðum opinberrar starfrækslu, þar sem um er að ræða samskipti borgara og opinberra aðila. — f þriðja lagi á nafnskírteinið að fullnægja almennri þörf fyrir persónuskílríki, sem menn nota til þess að sanna aldur sinn og hverj ir þeir séu. Afhending nafnskírteinanna í Móðir okkar, Þórunn Hjálmarsdóttir Skinnastöðum, er lézt 18. þ. m. verður jarðsungin frá Blönduóskirkju, laugardag- Inn, 26. þ. m. kl. 2 e. h. Lúcinda Árnadóttir, Sigtryggur Árnason. Innllegar þakklr fyrlr auðsýnda hluttekningu, kveðju og vináttu við andlát og jarðarför konu minnar, móður okkar og tengdamóður, Vigdísar Elíasdóttur, Laugateigi 39, Þórarinn Hallgrímsson, Hrafnhildur Þórarinsdóttir, Sigfús Sveinsson, Sigríður Elíasdóttir, Sólmundur Jóhannesson. LÆKNAÞING LÆKNA- FÉLAGS ÍSLANDS verður haldið í 1. kennslustofu Háskóla íslands, dagana 24. og 25. júní 1965. Þingið hefst fyrri daginn ki. 16, Síðari daginn, kl. 16, flytur prófessor Richard Scott frá Edinborgarháskóla, erindi um menntun iæknastúdenta í almennri læknis- fræði. Allir læknar og læknastúdentar eru velkomnir á þingfundi. Almennt læknahóf verður haldið að Hóte) Sögu. laugardaginn 26. júní og hefst kl. 19. Þátttaka tilkynnist skrifstofu L.í. í síma 18331. Stjórn Læknafélags Islands. Reykjavík verður í umsjá skrif- stofu lögreglustjóra, og verða skírteinin afhent í gagnfræðaskól- anum við Vonarstræti daglega frá klukkan 9—12 og 13—17, á föstu dögum þó til klukkan 19, en á laugardögum verður opið frá kl. 9—12. Sýslumaðurinn í Gullbringu og Kjósarsýslu hefur farið þess á leit víð lögreglustjórann í Reykja vík, að hann sjái cinriig um af- hendingu skírteina íbúa Seltjarn arness og fer hún fram á sama stað, en þess ber þö að gæta, að afhendingin hefst ekki fyrr en í næstu viku. Utan Reykjavíkur ann ast sýslumenn og bæjarfógetar dreifinguna og hefst hún áður en langt líður. Samkvæmt lögunum skulu menn gefa sig fram í skrifstofu lögreglu stjóra eða hreppstjóra í Því um dæmí, þar sem þeir voru á íbúa skrá næstliðinn 1. desember. Ein hleypingar þurfa sjálfir ?ið sækja skírteini sin, en hver fjölskyld meðlimur sem náð hefur 12 ára aldri (eða gerir það árið 1965) fær afhent öll skírteiní fjölskyld unnar. Nafnskírteinið er jafn stórt öku í skírteini, og er það í plastpoka. Á I skírteininu er nafn_ eins og það er ritað á þjóðskrá, nafnnúmer sam kvæmt þjóðskrá, fæðingardagur og ár ásamt svonefndu „fæðingardags númeri", fæðingarstaður tilgreínd ur með tæknitölu, t. d. 00 Reykyja Vík, 60 Akureyri o. s. frv. Útgáfu tími skírteinis, mánuður og ár. Lög heimili samkvæmt þjóðskrá og reitur fyrir mynd. Ekki er skylt að hafa mynd í skírteininu, en minni not eru af Því, ef hún er ekki, og er skírtein ið því aðeins tekið gilt að mynd sé í því, ef sanna þarf aldur i sambandi við opinber fyrirmæli um að tiltekinn aldur sé sldlyrði fyrir viðskiptum eða fyrir komu eða dvöl á stað, og einnig verður embættisstimpill lögroghistjóra að vera í skirteininu. Menn eru ekki skyldir til að bera skírteinið á sér, en þeir, sem hafa það ekki tiltækt, njóta ekki þeirra réttinda og þess hagræðis sem skírteíninu fylgir, auk óþæg- inda. sem þeir kunna að verða fyr ir. í lögunum um útgáfu nafn- skírteinis er hins vegar heimilað að ákveða með reglugerð, að menn skuli sýna nafnskírteini í skiptum sínum við opinbera aðila, sem notar nafnnúmer Þjóðskrár í umsýslu sinni, og í ýmsum öðrum lögum og opinberum fyrirmælum eru ákvæði, sem fela í sér beina eða óbeina skyldu til að sýna nafn skírteini í nánar tilteknum tílvik- um. Samkvæmt ákvæði í nafnskír teinislögunum þarf ekki undir- skrift á skírteini, sem gerð eru í skýrsluvélum, enda bera Þau greini lega með sér, hvernig þau eru tíl orðin. Skriftarletur skýrsluvélanna er ólíkt letri annarra skrifstofu véla, og auk þess er á- hverju skír- teini sérstakt merki til staðfesting ingar því, að það sé gert í skýrslu vélum. Hins vegar er undirskrift (rithandarstimpill) á þeim fáu skírteinum, sem vélrituð eru, eitt og eitt, á Hagstofunni. Samkvæmt heimild í lögum um nafnskírteini verður síðar — ef henta þykir — ákveðið, að hand- hafar ökuskírteinis geti notað það í stað nafnskírteinis. Ef að þessu verður, munu skintj frá nafnskír teini til ökuskírteins eiga sér stað smátt og smátt, eftir því sem gild istími ökuskírteina rennur út. — Vegna framkvæmdaörðugleikx kemur ekki til greina að nota ökuskírteini sem nafnskírteini frá byrjun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.