Morgunblaðið - 04.08.1979, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1979
Frá bátsbrunanum í Slippstöðinni á Akureyri í gær.
Bátsbruni í Slippstöð-
inni á Akureyri í gær
Akureyri 3. ágúst 1979
VÉLBÁTURINN Frosti II ÞH
Stjórnarnefnd ríkisspítalanna:
Fallið frá vinnu-
tímastyttingunni
220 frá Grenivík skemmdist
nokkuð af eldi f dag, þar sem
hann lá við bryggju á athafna-
svæði Slippstöðvarinnar. Verið
var að vinna við ýmsar breyting-
ar og lagfæringar í vélarrúmi.
BENEDIKT Gröndal utanríkis-
ráðherra og Knut Frydenlund
utanríkisráðherra Norðmanna
áttu í gær saman alllangt símtal.
Benedikt Gröndal sagði f samtali
við Morgunblaðið í gær, að þessi
sfmtöl væru framhald hvert af öðru
og f gær kvaðst hann hafa lagt á
það rfka áherzlu, að færi aflamagn
Norðmanna á þessum slóðum um-
fram ákveðin mörk, myndu menn
hér á íslandi hafa af þvf áhyggjur
og myndi slíkt ekki greiða fyrir
samkomulagi um lausn á þessum
málum.
Morgunblaðið spurði utanríkis-
ráðherra hvort þessi mörk væru 90
þúsund tonn. Hann kvaðst ekki hafa
nefnt neina tölu í samtalinu við
Frydenlund, en honum væri ljóst að
það var sú tala, sem nærri hafði
náðst samkomulag um. Þar sem
heildarsamkomulag náðist ekki er
EYJÓLFUR J. Eyfells list-
málari lést í gærmorgun á
Borgarspítalanum í
Reykjavík, en þar hafði
meðal annars við logsuðu. Mun
neisti hafa hrokkið milli byrð-
ings og klæðningar og varð af
nokkur eldur og einkum mikill
reykur.
Mjög erfitt var að komast að
eldinum sem var mestur á bak við
sú tala ekki frekar en annað bind-
andi, „en þeir hafa engar tölur nefnt
í Noregi mér vitanlega," sagði Bene-
dikt Gröndal, og bætti því við að
vafalaust væri mikill þrýstingur á
norsk stjórnvöld frá sjómönnum um
að heimila meiri veiðar.
Benedikt Gröndal kvað hið næsta,
sem myndi gerast í þessum málum,
vera það að þeir Frydenlund myndu
ræðast við aftur á mánudag í sima,
en á þriðjudag kvað Benedikt vera
boðaðan fund í Landhelgisnefnd,
þar sem rætt verður um málið í
heild, m.a. um tillögur Matthíasar
Bjarnasonar. Benedikt kvað þær
vera í mörgum liðum og um margt
jákvæðar. Að loknum landhelgis-
nefndarfundinum á þriðjudag verð-
ur síðdegis þann dag ríkisstjórnar-
fundur, þar sem málin verða rædd í
ljósi niðurstaðna frá landhelgis-
nefndarfundinum. Fleiri mál eru á
hann dvalið síðustu þrjár
vikurnar, Eyjólfur var
93ja ára að aldri, fæddur
6. júní árið 1886. Eyjólfur
var einn elsti listamaður
þjóðarinnar, og aðeins
þrjú ár eru síðan hann
hélt sýningu á verkum
sínum á Kjarvalsstöðum, á
niræðisafmælinu.
Eyjólfur J. Eyfells hélt fjöl-
margar sýningar á löngum ferli
sínum, og eftir hann liggja mörg
fögur verk. Hann stundaði nám
hjá Stefáni Eiríkssyni myndskera,
en hélt síðan utan til náms í
Dresden í Þýskalandi.
Eyjólfur var kvæntur Ingi-
björgu Eyfells, en hún er látir
fyrir rúmum tveimur árum. Þa.
hjón eignuðust fjögur hörn, og eru
þau öll á lífi.
olíugeymi en þó tókst slökkvilið-
inu að sigrast á eldinum á einni og
hálfri klukkustund. Þá höfðu orðið
töluverðar skemmdir á byrðingi
og böndum. Eigandi bátsins er
Hörður Þorsteinsson í Grenivík.
dagskrá ríkisstjórnarfundarins.
Benedikt kvaðst vonast til þess að
grundvöllur væri til samkomulags
milli stjórnmálaflokkanna um
stefnu í þessu máli, en það myndi
koma í ljós á fundi Landhelgis-
nefndar.
Þá er Kjartan Jóhannsson, sjáv-
arútvegsráðherra á förum til
Skandinavíu á fund forystumanna
Alþýðuflokka og alþýðusambanda.
Er búizt við því að Knut Frydenlund
verði á fundinum og að sögn Bene-
dikts Gröndai munu þeir þá nota
það tækifæri til þess að ræðast við
um málið.
í samtali, sem Morgunblaðið átti
við einn af yfirmönnum Landhelg-
isgæzlunnar í gær, kom fram, að
hún telur sig ekki geta tekið og fært
til hafnar landhelgisbrjóta, sem
teknir eru á svæðinu norðaustur af
landinu, sem Norðmenn hafa gert
tilkall til, fyrr en viðkomandi ríkis-
stjórnum hefur verið tilkynnt þessi
breyting. M.a. af þessum sökum var
varðskip ekki sent að sovézka togar-
anum, sem flugvél Gæzlunnar stóð
að ólöglegum veiðum á svæðinu í
fyrradag. Morgunblaðið bar þetta
undir utanríkisráðherra. Benedikt
Gröndal sagði: „Afstaða Gæzlunnar
í þessu máli og þessi lagatúlkun á
landhelgislögunum, hefur komið
mér algjörlega á óvart. Ég tel að það
sé alveg ótvírætt, hvað Alþingi vildi
og ætlaði sér með þeim, að afnema
Taka þátt í
Drake-leiðangri
TVÖ fslensk ungmenni voru
nýlega valin til þátttöku í Francis
Drake-Ieiðangrinum.
Þau heita Börkur Arnviðarson
frá Húsavík og Hrafnhildur
Sigurðardóttir úr Garðabæ. Börkur
mun fara um borð í seglskipið
Francis Drake í Papúa á
Nýju-Gíneu í október en Hrafn-
hildur eftir áramótin og ekki víst
hvar það verður. Þau munu dvelja
um borð í þrjá mánuði hvort um
sig.
STJÓRNARNEFND ríkis-
spítalanna hefur fallið frá
fyrirhugaðri vinnutíma-
breytingu starfsfólks á
sjúkrahúsum. Davíð Á.
Gunnarsson framkvæmda-
stjóri ríkisspítalanna sagði
í samtali við Morgunblaðið í
gær af þessu tilefni, að
stjórnarnefndin hefði
ákveðið að vaktabreyting
skyldi fara fram að fengnu
samþykki samningsaðila.
„Þegar kom í Ijós, að málið
gat ekki náð fram að ganga
vildi stjórnarnefndin ekki
halda málinu áfram.
Stjórnarnefndin var ekki til-
búin að framkvæma þetta í
andstöðu við starfsfólkið og
einnig það að okkur hafði verið
tjáð af fjármálaráðuneytinu, að
það væri enginn ágreiningur um
að þetta væri innan ramma
samninga. Það kom síðar í ljós
að talsmenn stéttarfélaganna
efuðu það mjög og þá vildi
stjórnarnefndin ekki standa í
þessu enda er hún ekki samn-
ingsaðili sjálf,“ sagði Davíð Á.
Gunnarsson.
þetta undanþáguákvæði reglugerð-
arinnar frá 1975. Um það get ég
ekkert annað sagt, en telji lögspek-
ingar dómsmálaráðuneytisins, að
svona verði að halda á málum, þá
þarf að fjalla um það í ríkisstjórn-
inni. Það er ekkert vafamál að
Alþingi taldi sig vera að afnema
þessa undanþágu, það kemur fram
greinilega í umræðum á þinginu og
er ég bæði undrandi og gramur yfir
því að slík lagakrókatúlkun skuli
koma fram og koma í veg fyrir að
það sé ekki sama framkvæmd á 200
(nílunum alls staðar innan þeirra."
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir,
formaður Starfsmannafélagsins
Sóknar, sagði að þessi ákvörðun
stjórnarnefndar ríkisspítalanna
væri skynsamleg. „Mér og mínu
fólki finnst hyggilegt að bíða
eftir samningum því þarna átti
að vaða inn í gerða samninga,"
sagði Aðalheiður. „Við erum því
mjög ánægð með þetta.“
Skattskrá Norð-
urlands vestra
lögð fram
á þriðjudaginn
SKATTSKRÁIN í Norðurlands-
umdæmi vestra verður lögð fram
á þriðjudag í næstu viku.
Ekki reyndist unnt að fá upp-
gefnar heildartölur né nöfn þeirra
einstaklinga og félaga sem greiða
hæstu gjöld í umdæminu í ár og
verður því að bíða birtingar fram
á miðvikudag. Búið er að leggja
skattskrár fram í öllum skatta-
umdæmum landsins nema Norð-
urlandi vestra.
Mjög treg
humarveiði
„VIÐ VITUM að humar-
veiðin er ekki nálægt þeim
kvóta sem heimilt er að
veiða í ár og óskir hafa
komið um framlengingu
veiðitímans til ágústloka,“
sagði Jón B. Jónasson,
deildarstjóri í
sjávarútvegsráðuneytinu.
Jón var spurður að því hvernig
humarveiðarnar hefðu gengið í
sumar. Hann sagði, að sér sýndist
allt stefna í framlengingu veiði-
tímans, en frá því yrði gengið
endanlega í næstu viku.
Ekki liggja fyrir tölulegar upp-
lýsingar um þann humar, sem
veiðst hefur, en fáir bátar hafa að
sögn Jóns verið á humarveiðum.
Þjónusta um versl-
unarmannahelgina
Þjónusta F.Í.B.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda
verður að venju með þjónustu fyrir
bifreiðaeigendur um helgina og
verða bifreiðar félagsins staðsett-
ar sem hér segir:
FIB 1: Óákveðið.
FIB 2 : Ilúnavatnssýsla.
FIB 3 : Þingvellir-Grfmsn.-Heliishelði.
FIB 4 : Þjórsárdalur-Skeið-að Hellu.
FIB 5 : Borgarfjörður.
FIB 6 : Skagafjörður-Fljót-að Akureyri.
FIB 7: Austur-Skaftafellssýala.
FIB 9: Akureyri-Mývatn-Möðrudalur.
FIB 11 : Óákveðið.
Umferðarráð
Upplýsingamiðstöð lögreglu og
Umferðarráðs verður að vanda
starfrækt um helgina, og verður
meðal annars beint útvarp Óla H.
Þórðarsonar um eitt og annað fólki
til glöggvunar og fróðleiks.
Upplýsingamiðstöðin verður
starfrækt sem hér segir:
Laugardaginn 4. ágúst kl. 9 til 22.
Sunnudaginn 5. ágúst kl. 13 til 18.
Mánudaginn 6. ágúst kl. 10 til 24.
Fólki er heimilt að hringja í
Upplýsingamiðstöðina með ábend-
ingar og fyrirspurnir, og er síminn
(91) 2 76 66.
Bensínstöðvar
Bensínstöðvar verða opnar um
helgina rétt eins og aðrar helgar
ársins, bæði í Reykjavík og úti á
landi. Á höfuðborgarsvæðinu
verða þær opnar sem hér segir:
Laugardagur: ki. 7.30 til 21.15.
Sunnudagur: kl. 9.00 til 21.15.
Mánudagur: kl. 7.30 til 21.15.
Víða um landið eru bensín-
afgreiðslustaðir opnir lengur til
þjónustu við ferðamenn, sums
staðar allt til klukkan 23.30.
Verslanir
Verslanir í Reykjavík og út um
land verða almennt lokaðar um
helgina, það er verslanir sem
venjulega hafa opið frá 9 til 18
daglega. Söluturnar verða hins
vegar opnir víðast hvar og einnig
matvöruverlanir á stöku stað, svo
sem á Seltjarnarnesi.
Skemmtistaðir,
kvikmyndahús
Veitingahús verða opin um helg-
ina eins og aðrar helgar ársins, og
einnig kvikmyndahús.
Heilsugæsla
Lyfjaverslanir og önnur heilsu-
gæsla verður um helgina eins og
aðrar helgar, nema hvað búast við
að meiri viðbúnaður verði á ýms-
um stöðum en venjulega.
Strætisvagnar
Strætisvagnar ganga um helgina
eins og venjulega, og á mánudag
eins og á virkum dögum.
Benedikt og Frydenlund ræddust við í gær:
Lagði áherzlu á að Norðmenn
veiði ekki umfram ákveðið mark
— segir Benedikt Gröndal, sem kveðst undrandi og
gramur á lagakrókatúlkun dómsmálaráðuneytisins
Eyjólfur Eyfells
listmálari látinn