Morgunblaðið - 04.08.1979, Page 3

Morgunblaðið - 04.08.1979, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1979 3 Ferðahugur — Rabbað við fólk á leiðinni úr bænum „Skilyrði að vera hress og skemmtileg” Talið f.v. Sava Popovic. Anna Birna og Elín. Guðrún Ingimarsdóttir og Ingi Kári voru bara að kveðja þau hin. „Alveg sérstök stemnm- ing á þjóðhátíð í Eyjum” „FERÐAFÉLAGIÐ Flækjufótur er sko að fara í Þórsmörk,“ sögðu þau hress og kát þegar við hittum þau fyrir utan Umferðarmiðstöð- ina. Þau sátu þar innan um og ofan á stórum haugum af svefn- pokum, tjöldum og bakpokum. „Af hverju Þórsmörk? Það er af því að þórsmörkin hefur upp á allt að bjóða, fallegt landslag, fjör og skemmtilegt fólk.“ Ferðafélagið Flaekjufótur virðist draga nafn sitt af einum félaganna sem var með annan fótinn innpakkaðan í gifs. Þau eru 33 sem slógu sér saman í þessa Þórsmerkurferð. Engin sér- stök tengsl á milli fólksins? „Nei, bara Pétur sem þekkir Pál og svo í lokin þekkja allir alla. Það var bara eitt skilyrði fyrir því að komast í ferðina. Allir verða að vera hressir og skemmtilegir." Og svo stukku þau upp í rútuna og þá var ekki viðlit að ræða við þau lengur. Það var kominn í þau ferðahugur. Upp í Vatnaskog „ÉG er að fara upp í Vatnaskóg og verð þar um helgina. Þeir eru þar með eins konar opið hús í tilefni afmælis sumarbúðanna í Vatnaskógi," sagði Sigurður Halldórsson þegar hann var að fara upp í rútuna ásamt fjölda annarra krakka á hans aldri. „Ég hef nú vanalega verið heima í bænum yfir verslunar- mannahelgina. Það er líka alveg ágætt. En ég þekki marga sem verða þarna uppfrá." „HEFURÐU aldrei komið á þjóð- hátfð? Þú átt nú margt eftir óreynt ungi maður“, sagði Anna Birna Ragnarsdóttir. Ég man einu sinni eftir þvf að hafa misst þjóðhátfð úr, og þá var ég f útlöndum“. Það er alveg sérstök stemmning þar og fólkið nær betur saman en á nokkurri ann- arri útihátíð sem ég hef verið á“. Elín Nóadóttir sagðist einu sinni áður hafa farið á þjóðhátíð í Eyjum. „Annars ætla ég að gera meira en að fara á þjóðhátíð, því ég ætla að fara að heimsækja fólk í Eyjum í leiðinni." Við sama borð sat Sava Popovic sem er frá Júgóslavíu en talaði alveg ágætis íslensku. Þegar hann var spurður hvernig honum fynd- ist íslendingar skemmta sér þá svaraði hann stutt og laggott: „Þeir skemmta sér aliavega alveg ágætlega í Vestmannaeyjum." Þau luku öll upp einum rómi um það að þjóðhátíðin í Eyjum væri alveg frábær hátíð, og eftir svipn- um að dæma munu þau ekki láta sitt eftir liggja til að gera þeSsa hátíð sömuleiðis frábæra. „Betra að vera í róleg- heitum en fara á útihátíðir” „Ferðinni er heitið til Sauðár- króks — allavega til að byrja með,“ sagði Garðar Þórðarson þar sem hann var að athuga loftið f dekkjunum og gera allt klárt fyrir ferðina. „Það þýðir víst ekki annað en hafa allt f lagi fyrir vegina okkar. Þeir eru nú ekki gerðir með ferðalög f huga. Ætli maður fari svo ekki í veiði á eftir, til dæmis í Laxá í Ásum. „Eiginkonan, Svanhvít Jónsdóttir, sagðist ekki ætla í veiðiskap með manninum, „en það verður hægt að hafa það gott á meðan. Og svo þarf ég að vera viðbúin ef hann fær þann stóra." Þau sögðust vera búin með fríið sitt en ætluðu að hafa þessa helgi sem eins konar fram- lengingu á fríinu. „Við höfum ekki áhuga á því að fara á eitthvert af þessum mótum. Okkur finnst betra að hafa það rólegt.“ Og í aftursætinu sátu systkinin Valdimar, Ósk María, Sigþór og Björg í sátt og samlyndi, eflaust að vonast til þess að þessi blaðamaður hætti sem fyrst að tefja þau svo þau gætu komist af stað í ferðalagið. Þar ríkti jafnrétti karla og kvenna í launamálum: [ál uðu si já] Ifb >lo kJ kina — 0£ héldu upp á það með pylsuáti Það var mikið borðað af pyls- um fyrir utan Hraunbæ 62—70 í gær. Pylsurnar grilluðust undir fimri stjórn Sævars Sigurðsson- ar yfirkokks á staðnum. Það var nefnilega verið að halda upp á það að fbúarnir höfðu þá nýlokið við að mála alla blokkina að utan. f stað þess að leita til málara- meistara tóku íbúarnir sig til og máluðu blokkina sjálfir. „Við unnum við þetta að mestu á kvöldin en það voru alltaf nokkrir sem gátu verið við þetta á virkum dögum og haldið verk- inu gangandi. Svo kom mestallt fólkið á kvöldin og um helgar,“ sagði Ingi Viðar Árnason, sem var einn af „verkstjórunum“ við framkvæmdirnar. Bæði konur og karlar tóku þátt í verkinu og Ingi Viðar sagði að vitanlega hefði jafnrétti ríkt í launamálum. „Það fengu allir sem eitthvað unnu við þetta 2500 krónur á tímann." Það skortir aldrei vinnukraft, og að meðaltali voru þau 10—15 sem unnu við verkið. „Við reiknum með því að með því að vinna þetta sjálf þá höfum við sparað um það bil 100 þúsund krónur fyrir hverja íbúð. „Það má reikna með því, að þetta komi til með að kosta 3—400 þúsund á hverja íbúð, en með því að vinna við þetta hafa sumir getað borgað niður upphæðina um jafnvel 200—250 þúsund krónur." Þau sögðu að þetta hefði verið mikið verk. Það var meira gert en bara mála blokkina að utan, því að auki voru málaðir allir glugg- ar og pússaðir, svalirnar lagaðar og þakið málað. „Upphafið má nú rekja til þess að blokkin varð illa úti af alkalískemmdum þannig að eitthvað varð að gera. Og eftir leiðbeiningum fagmanna þá ákváðum við að bera á blokkina sérstakt efni sem nefnist Thoro- seal. Og þá kom allt hitt af sjálfu sér.“ Það var ekki að sjá að íbúarnir væru mikið þreyttir eftir máln- ingarvinnuna sem er búin að taka þá heilan mánuð. Pylsurnar runnu mjúklega ofan í allan mannskapinn og einhver var nógu hugvitssamur að koma út með gítar. Og þá var lagið tekið svona til að setja punktinn yfir I-ið að afloknu verkinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.