Morgunblaðið - 04.08.1979, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1979
5
Colin Porter við nokkur verka sinna á sýningu í Eden.
„Ætlaði mér alltaf
að verða listmálari”
— Colin Porter með málverka-
sýningu í Eden í Hveragerði
COLIN Porter opnaði nýlega
málverkasýningu í Eden í
Hveragerði, þar sem hann sýnir
42 olíu- og akrflmyndir. Þetta
er fyrsta málverkasýning Colin
Porter, enda mun hann íslend-
ingum eflaust betur kunnur
sem klæðskeri og fatahönnuð-
ur, en hann hefur verið búsett-
ur á íslandi í um það bil 22 ár.
í viðtali við blm. Mbl. fyrir
stuttu sagðist Colin Porter alltaf
hafa ætlað sér að verða lista-
maður, enda hefði hann fengist
við að mála frá því hann fyrst
mundi eftir sér.
„Örlögin réðu því þó að ég
gerðist klæðskeri og lærði
jafnframt fatahönnun og tísku-
teiknun," sagði Colin Porter.
„Ég mála því mest í frístund-
um mínum og er ég í litlum
áhugamannaklúbbi um listmál-
un. Við hittumst alltaf einu sinni
í viku og málum, en við höfum
aðstöðu í húsi Æskulýðsráðs við
Fríkirkjuvg. Auk þess mála ég
líka stundum heima, en allar
landslagsmyndir mála ég úti í
náttúrunni, því ég er mjög hrif-
inn af litunum í íslenska lands-
laginu, þeir koma mér alltaf í
vissa stemningu," sagði Colin
Porter.
Að sögn Colins Porter reynir
hann alltaf að mála eitthvað sem
fólk skilur, þannig að hægt sé að
sjá af hverju myndin er.
„Það er mjög misjafnt hvað ég
er fljótur að mála,“ sagði Colin
Porter brosandi, er við lögðum
fyrir hann þá spurningu.
„Stundum gengur mér vel og
get þá málað mynd á nokkrum
klukkustundum. Aftur á móti
gengur mér líka stundum illa og
eyði þá til dæmis miklum tíma í
mynd, sem ég verð aldrei ánægð-
ur með og hendi kannski að
lokum."
Colin Porter sagði að það væri
mjög erfitt fyrir óþekkta lista-
menn að fá staði fyrir sýningar
sínar og vildi hann nota tæki-
færið til að koma á framfæri
þakklæti sínu til Braga í Eden,
fyrir að hafa aðstoðað sig við að
gera þessa sýningu að veruleika.
Sýningu Colin Porter í Eden
hefur verið mjög vel tekið og
sagði hann að þrjátíu myndir
hefðu selst fyrsta daginn, þar af
27 fyrsta klukkutímann. Sýning-
unni lýkur 9. ágúst.
Endnrgreiðslu tannlæknakostnaðar
ófrískra kvenna hætt fyrir rúmu ári
— segir Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri
„ÞETTA var ekki gert fyrir
forgöngu heilbrigðisráðuneytis-
ins. Það var samþykkt lagabreyt-
ing á Alþingi vorið 1978 á al-
mannatryggingalögunum, þar
sem fellt var niður að endur-
greiða skyldi tannlæknakostnað
ófrískra kvenna“, sagði Páll Sig-
urðsson ráðuneytisstjóri heil-
brigðisráðuneytisins, er Mbl.
innti hann eftir því í gær, hvers
vegna hætt hefði verið að endur-
greiða tannlæknakostnað
þennan.“
„Með þessari breytingu var
einnig ákveðin rýmkun á endur-
greiðslu tannlæknakostnaðar
barna og unglinga. Hver ástæða lá
að baki þessari breytingu er mér
ekki kunnugt, en mig minnir, að
tillaga þar að lútandi hafi komið
frá sérstakri nefnd, sem falið var
að endurskoða lög þessi."
Margeir tapaði
fyrir Nicolic
í dag tapaði Margeir fyrir
Nicolic frá Júgóslavíu. Hann féll
f gildru í byrjuninni og eftir það
átti hann sér ekki viðreisnar von.
önnur markverð úrslit eru þau
að Douven frá Hollandi vann
Seiravan frá Bandaríkjunum.
Staðan eftir 7 umferðir er bessi.
Fyrstur er R. Douven Hollandi
með 6 vinninga, annar Czernin
Rússlandi, 514, í þriðja til sjöunda
sæti eru Ravikumar, Seiravan,
Handoko, Negulerku og Barbero,
allir með 5 vinninga.
Margeir
Pétursson er með 4 vinninga.
Páll kvaðst ekki hafa heyrt neitt
um, að misnotkun þessara endur-
greiðslna hefði átt sér stað, en
telja að ástæðan hefði e.t.v. verið
sú, að talið væri að nútímamatar-
æði og eftirlit væri nægilegt til að
fyrirbyggja óeðlilega miklar tann-
skemmdir ófrískra kvenna.
„Það er sem sagt meira en ár
síðan þessi lagabreyting var gerð
og tók hún gildi um svipað leyti.
Hvað veldur því, að mál þetta er
svo mjög umrætt nú, er mér
ókunnugt um“, sagði Páll að lok-
um.
Páll Flygenring um umsókn
bandaríska rannsóknafyrirtækisins:
Sóttu um einkaleyfi
og var hafnað
„BANDARÍSKA fyrirtækinu
Jack Grynberg and Associates
var neitað um einkaleyfi en ekki
leyfi til olíuleitar við íslands-
strendur," sagði Páll Flygenring
ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðu-
neytinu þegar Morgunblaðið bar
undir hann ummæli forstjóra
fyrirtækisins, Jack Grynbergs, í
Morgunblaðinu í gær. í viðtali
við Morgunblaðið í gær sagði
Jack Grynberg, að fyrirtæki hans
hefði verið reiðubúið að leggja
verulega fjármuni í rannsóknir á
hafsvæðinu við ísland en fengið
neitun. Jack Grynberg sagði
einnig að á stóru svæði við
strendur landsins væri að finna
setlög sem rétt væri að athuga
gaumgæfilega með tilliti til olfu-
og gasvinnslu.
Páll Flygenring sagði, að í
umsókn bandaríska fyrirtækisins
um olíuleit hér við land hefði verið
rætt um „consession" sem al-
mennt væri notað í merkingunni
einkaleyfi. „í svari okkar sögðum
við að rétt væri að leita til
iðnaðarráðuneytisins um leyfi eða
„permit" til rannsókna á íslensku
hafsvæði, en við myndum hins
vegar ekki og hefðum ekki veitt
„consession". „Sá er munurinn,"
sagði Páll Flygenring. „Það er því
rangt hjá honum að ho.num hafi
verið neitað um leyfi og að við
höfum ekki veitt nein leyfi. Við
höfum veitt leyfi en ekki einka-
leyfi, við höfum ekki veitt
„consession". Þannig hafði West-
ern Geophysics leyfi en ekki
einkaleyfi til rannsókna hér við
land,“ sagði Páll Flygenring.
Þess má geta að í ensk-íslenskri
orðabók Sigurðar Arnar Bogason-
ar er þýðing orðsins concession
þessi: eftirgjöf, tilslökun; viður-
kenning; úthlutun; veiting; con-
cession to public opion; to hold a
concession for; hafa leyfi (sérleyfi)
fyrir landi eða réttindum. Þá er í
orðabók Sigurðar sagt að concess-
ionaire sé leyfishafi, sem stjórnin
hefur veitt sérleyfi til verslunar
eða einhverra framkvæmda.
Þorskurinn smærri
en á vetrarvertíðinni
Akranesi. 2. ágúst.
LÖNDUN hefur farið
fram úr Akranestogurun-
um bæði í gær og í dag.
Haraldur Böðvarsson AK
12 var með 110 lestir,
óskar Magnússon AK 177
með 180 lestir og Kross-
víkin AK með 150 lestir.
Afli þeirra var eingöngu
þorskur og fer thann til
vinnslu í frystihúsum
bæjarins. Menn telja að
þessi þorskur sé smærri en
hann gerðist á vetrarvert-
íðinni en þá var hann vax-
andi.
Kolmunnaveiðin gengur
illa hjá Akranesskipunum
Vikingi og Bjarna Ólafs-
syni og verða þeir ef til vill
að koma aflalausir heim.
- Júlíus.
Lagadeildin mælir með Bimi Þ.
LAGADEILD Háskóla íslands
samþykkti á fundi sínum fyrr í
vikunni að mæla með því að Birni
Þ. Guðmundssyni, settum prófess-
or og áður borgardómara, yrði
veitt prófessorsembætti við deild-
ina með aðalkennslugreinum á
sviði sifja-, erfða- og persónurétt-
ar. Fimm kennarar við lagadeild-
ina samþykktu að mæla með Birni
en einn mælti með að dr. Páll
Sigurðsson, dósent fengi embætt-
ið. Auk Björns og Páls sótti um
embættið Guðrún Erlendsdóttir
lektor.
INNLENT
NM unglinga í bridge:
Island lagði finnsku
liðin og er í 3. sæti
Frá Jakobi R. Moller í Gautabori;.
ÁRANGUR íslenzka
unglingalandsliðsins í
bridge er eftir vonum.
Þeir unnu í gær bæði
finnsku liðin, eldra liðið
11—9 og yngra liðið
17-3.
Staða efstu liða eftir 6 umferðir:
Noregur 99, Svíþjóð 85, ísland 75,
Danmörk 62, Svíþjóð (yngra liðið)
57 og Finnland 55.
Islendingar eiga eftir að spila
gegn Danmörku og Svíþjóð, yngri
liðunum, og norska liðinu, sem
talið er líklegt til sigurs.
Mótinu lýkur á laugardag og
verður sagt frá úrslitum mótsins
eftir helgina.
29800
BÚÐIN Skipholti19