Morgunblaðið - 04.08.1979, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1979 9
Liósm. - kk.
• Þessi fallegi morgunafli var dreginn úr Álftá á Mýrum 13. júlí
síðastliðinn. en þar byrjaði veiðin mjög vel. betur en oftast áður. En
í þurrkunum að undanförnu hefur veiðin dregist saman.
„Vantar vatn
í Norðurá"
Mbl. fékk þær upplýsingar í
veiðihúsinu við Norðurá í gær, að
komnir væru á land tæplega 1300
laxar. En að undanförnu hefur
veiðin verið í tregara lagi, sólin
hefur skinið glatt og vatnið í ánni
farið þverrandi. „Það vantar vatn í
ána,“ sagði viðmælandi blaðsins.
Það er þó aldrei steindautt.
Obbinn af laxinum sem veiðist
þessa dagana er 4—6 pund, en fyrir
skömmu veiddist þó stærsti lax
sumarsins. Var það 17,5 punda
fiskur sem franskur laxafangari
dró í Skeifunni svokölluðu, en hún
er í Stekknum. Agnið var fluga,
innlend smíð, Skröggur númer tíu.
Algerar andstæður hængsins stóra
hafa einnig veiðst, tveir tveggja
punda laxar og margir 3 punda.
Besta veiðisvæðið er nú milli Lax-
foss og Glanna, en lítið er að sjá af
fiski neðan Laxfoss. Það vantar
ferska göngu í ána og er það von
manna að hún láti sjá sig í næstu
rigningu.
Gljúfurá: Laxinn
felur sig í ósnum
„Það eru komnir milli 150 og 160
Iaxar á land, en veiðin hefur verið
treg að undanförnu, laxinn tekur
illa í þessari birtu,“ sagði Sigurður
Tómasson í Sólheimatungu í
spjalli í gærdag.
Sagði Sigurður ennfremur, að
lax sæist víða í ánni, en hvergi þó
meira en í hinum dimma og djúpa
ósi árinnar, þar sem hún samein-
ast Norðurá. Hann hreyfir sig
líklega ekki þaðan fyrr en vatns-
borð árinnar hækkar. Að sögn
Sigurðar, er Gljúfurá þó ekki svo
ýkja vatnslítil, því hún nýtur góðs
af vatnsmiðlun við upptök sín í
Langavatni á Mýrum.
Meðalþungi laxa Gljúfurár er
svipaður og áður, 4—5 pund,
stærsti lax sumarsins til þessa vó
14 pund.
Tví- og þríveiða sömu
laxana í Grímsá
„Það eru komnir um 700 laxar á
land, sem er ekki ósvipað og á
sama tíma í fyrra," sagði
Guðmundur í veiðihúsinu við
Grímsá í stuttu spjalli í gær.
Guðmundur skýrði Mbl. frá því,
að miklu af laxinum sem dreginn
hefði verið á land í sumar, hefði
verið gefið líf. Tveir hópar útlend-
inga slepptu t.d. öllum löxum
sínum og margir úr öðrum hópum
skiluðu sínum í strauminn aftur.
Enginn lax hefur þó fengið að fara
fyrr en að lokinni merkingu, en
slíkt var einnig gert síðasta sumar.
Margir merktir laxar hafa veiðst,
t.d. einir tíu vænir boltar sem
merktir voru í fyrra og einnig hafa
þó nokkrir merktir nú í sumar
verið dregnir öðru sinni! Og nú
þegar Islendingar hefja veiðar í
Grímsá innan skamms, er viðbúið
að nokkrir laxar verði dregnir á
land í þriðja sinn!
Að sögn Guðmundar hefur veið-
in verið frekar dræm síðustu dag-
ana vegna veðurs, sól og blíð-
skaparveður er ekki besta veiði-
veðrið, auk þess sem áin er orðin
vatnslítil. Meðalþunginn í Grímsá
er u.þ.b. 6—7 pund og nokkrir 19
punda fiskar eru það stærsta sem
komið hefur úr ánni í sumar.
Oddstaðafljótið er besti veiði-
staðurinn.
Sama sagan í Þverá
Það var sama uppi á teningnum
er Mbl. hafði samband við veiði-
húsið við Þverá. Þar varð fyrir
svörum Markús Stefánsson og
sagði hann að af neðra svæðinu
væru komnir um 1220 laxar á land,
en veiðin síðustu dagana hefði
verið fremur treg vegna hinna
óhagstæðu veiðiskilyrða sem áður
er getið um. Nýjar göngur hafa þó
sést og lofar það auðvitað góðu.
Veitt er á 7 stangir á neðra
svæðinu, en á því efra, Fjallinu
svokallaða, eru 6 stangir leyfðar.
Þar hefur aflast vel að undanförnu
þó að Mbl. lúri ekki á aflatölum
þaðan.
Mikið af laxinum sem veiðist í
Þverá er 7—10 pund, stærstur til
þessa er 20 punda og nokkrir
18—19 punda laxar. Venjulega
veiðast þó nokkrir í kringum 20
pund í ágúst, fiskar sem legið hafa
á hinni svokölluðu Brennu við
Hamraenda allt sumarið og renna
sér síðan síðsumars á vit uppruna
síns í Þverá. T.d. sagði Markús, að
síðasti veiðihópur sumarsins í
fyrra hefði veitt marga 20 punda
laxa. En mikill lax er fyrir í Þverá
og um leið og eitthvað rignir að
ráði er viðbúið að veiðin rjúki upp.
Flestir fá eitthvað
„Veiðin hefur verið dræm vegna
vatnsleysis og sólar, en flestir fá
þó eitthvað," sagði Ingvar Ingvars-
son á Múlastöðum um veiðina í
Flóku í sumar. „Þegar aðstæður
eru þessar. liggur laxinn í dýpstu
hyljum og hreyfir sig lítið,“ bætti
Ingvar við. — gg.
Plöntugrein-
ingarferð
Skógræktar-
félags Hafn-
arfjarðar
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
gekkst fyrir plöntuskoðunarferð í
Gráhelluhrauni og Hvaleyrar-
vatnsgirðingu sl. mánudagskvöld.
Tóku 60 manns þátt í ferðinni, þar
af nokkrir úr Garðabæ og Reykja-
vík. Veður var hið besta þetta
kvöld og var farið með einkabílum
frá íþróttahúsi Hafnarfjarðar kl.
20.15. Fararstjóri var formaður
félagsins, Ólafur Vilhjálmsson, en
að auki voru stjórnarmenn félags-
ins með í förinni. Til Ieiðbeiningar
voru þeir Hákon Bjarnason og
Valdimar Elíasson.
I Gráhelluhrauni er mikið fjöl-
gresi og sakir þess, hve seint
voraði voru margar plöntur enn í
blóma, sem mönnum hefði sést
yfir að öðrum kosti. Skoðunin tók
því lengri tíma en ætlað hafði
verið, en að auki furðuðu flestir
sig á hinni miklu fjölbreytni í
hrauninu. Ræktun trjáa í hraun-
inu hefur gefið því hlýlegan og
mildan svip, aukið skjólið í því og
er það að verða snotur bæjargarð-
ur. Þar eð hraunið er víða mjög
úfið þyrfti að leggja nokkra gang-
stíga um það. En þá yrði það líka
sannkölluð bæjarprýði.
Frá Gráhelluhrauni var gengið í
Hvaleyrarvatnsgirðingu skóg-
ræktarfélagsins, skoðuð gróðrar-
stöð þess og litið á brunaskemmd-
irnar frá í vor, en þær eru mjög
tilfinnanlegar. Flestir létu undrun
sína í ljós yfir því, hve lúpínan frá
Alaska er fljót að græða örfoka
mela og gróðurlítil holtin, og að
lokum var staðnæmst á Húshöfða,
þar sem Ólafur Vilhjálmsson og
Jón Magnússon í Skuld greindu
frá örnefnum og staðarheitum.
Með því lauk þessari skemmtilegu
og fróðlegu för rétt um klukkan
11, en þá var rökkrið að síga á
þessa lygnu og heiðu júlínótt. Þá
kvöddust menn með virktum og
hver hélt til síns heima með
ánægjubros á vör.
Stjórn Skógræktarfélags Hafn-
arfjarðar á þökk og heiður skilið
fyrir þetta framtak sitt.
Einn úr hópi þátttakenda.
AlKíl.YSINCASlMINN Elí: i
0
•Wovfltinbla&iö
ÚTKALL um land altt
[lunarmannahelgin
ÁRNES
3. 4. og 5. ágúst
Fjölskylduskemmtun
Ókeypis aðgangur er að fjölskylduskemmtun-
inni
fyrir alla fjölskylduna.
Nsag tjaldstæöi.
Sérstakir gestir
Magnús og Jóhann.