Morgunblaðið - 04.08.1979, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 04.08.1979, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1979 Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Um þetta leyti er silungurinn yfirleitt upp á sitt bezta, svo það er ekki úr vegi að spreyta sig á því góðgætinu. Við íslendingar erum ekki þeir einu sem eru hrifnir af silungi, sjóbirtingi, bleikju og urriða. Þessir fiskar hafa lengi verið vinsælir í Ev- rópu og einnig í Bandaríkjunum, og reyndar áreiðanlega alls stað- ár þar sem þeir veiðast. Allir þekkja steiktan silung með soðnum kartöflum og það er matur sem svíkur engan silungs- aðdáandann. Reyktur silungur er mikið hnossgæti og þið getið reykt silunginn sjálf í þar til gerðum kössum, sem fást í sum- um veiðarfærabúðum. Þá fáið þið léttreyktan silung, sem er beztur heitur. Harla gott. Það má gera fleira gott við silunginn og hér fylgja nokkur sýnishorn. Uppskriftirnar eru jafn góðar fyrir silung og lax. Góða skemmtun! Möndlu- silungur (Handa fjórum) Þessi réttur er einkar einfald- ur og undragóður. E.t.v. er þessi samsetning, silungur og möndl- ur, komin frá Spáni. Spánverjar rækta möndlur og nota þær í ýmislegt gott, m.a. með silungi, sem þeir halda mikið upp á. Allt og sumt sem þarf að gera er að flaka fiskinn. Okkur vex það nú ekki í augum. Við byrjum á því að skera upp og niður með hryggnum og notum svo fing- urna til að renna fiskinum af beinum. Þannig náið þið hrygg- beinunum nettilega úr. Verið ekki að hafa fyrir því að roð- fletta silunginn, því roðið er sælgæti. Það er hins vegar gott að skafa hreistrið af. Steikið ekki fiskinn fyrr en allir eru tilbúnir að borða, því það er synd að láta þennan undurljúf- fenga fisk þorna upp. 4 væn flök eða 6 minni, ca. 800 gr 30 gr smjör (tveir litlir pakkar) 100 gr af möndluflögum eða grófsöxuðum möndlum 1 msk sítrónusafi 1. Hitið smjörið og látið möndlurnar stikna í því, þar til það rétt byrjar að brúnast. Setjið þá silunginn í, steikið hann báðum megin, dreypið sítrónusafanum yfir og berið fram. Soðnar kartöflur með, pipar og salt á borðið, fiskinn Iíka og ánægjuleg máltíð er að hefjast. Silungur fylltur með jurtum (Handa fjórum) Það er ekki margt að segja um þennan rétt, nema að hann er góður. Meginatriðið er, að sil- ungurinn er fylltur með nýjum kryddjurtum, og þar verður auð- vitað hver og einn að taka það sm hann hefur. Uppskriftin er því fremur ábending, sem þið getið svo notfært ykkur. Það er rétt að benda á, að hundasúra er ágætis kryddjurt. Takið litlu blöðin, en ekki þau sm eru stærst, þvoið vel og saxið þau niður. Bragðið er frísklegt og gott. í Frakklandi er skyld jurt, oseille, mjög eftirsótt kryddjurt, ekki sízt til að hafa með fiski. 4 litlir eða 2 stórir silungar, ca. 1 kg Fylling: 5 msk söxuð steinselja 5 msk saxaður graslaukur 5 msk saxaður kerfill eða dill 2 msk mjúkt smjör eða brætt 2 msk sítrónusafi nýmalaður pipar 1. Setjið ofninn á 200°C 2. Blandið fyllinguna. Gætið þess aðeins að þerra kryddjurt- _ Q ^ ^ .svE??i2.i 6<ZAS~ LAwEwft oe- E&- (3-6TT Sil_UíJ6-l sceei-o sen n"°0srr ap- ivepfWíriíi'Oóú wun ui-B >^eÍMíuO,ávo peií2- *-&JI 5Sn niwNSV. irnar vel, eftir að þið hafið skolað þær, svo fyllingin verði ekki vatnsósa. Þá er að undirbúa fiskinn. Bezt er að hafa hausinn á. Opnið fiskinn aftur úr kviðn- um og skerið að innan frá, sitt hvoru megin við hrygginn að endilöngu, en þó ekki í gegnum bakið. Annarw er bezt að nota fingurna líka og renna þeim með beinunum, því þannig losnar fiskurinn hreinlegar af þeim og hann rýrnar ekki eins. Skerið eða klippið hrygginn úr við sporð og haus og hrinsið burt einstök smábein. Nú er fiskurinn opinn eins og bók, þar sem bakið er heilt rétt eins og bókarkjölurinn. 3. Jafnið nú fyllingunni á fiskinn, leggið hann aftur og setjið hann á smurt, ofnfast fat. Nú er hann tilbúinn í miðjan ofninn. Baksturstíminn fer nokkuð eftir stærð, líklega 10—20 mín. Það er bezt að vaka yfir honum svo hann þorni nú ekki upp. Góðar, soðnar kartöfl- ur er ágætis meðlæti, eða soðin hýðishrísgrjón. Brauðaðdáendur láta sér líklega nægja gott og ilmandi heimabakað brauð með silungnum. Silungur fylltur með nýjum sveppum (Handa fjórum) Það er ekki amalegt að leiða saman silung og svo þessa ljóm- andi góðu íslenzku sveppi, sem alltaf gleðja auga okkur öðru hverju í búðum núorðið. Ég er þó hrædd um, að það séu nú aðeins við á höfuðbogarsvæðinu sem njótum þeirra, enn sem komið er. En auðvitað eru víða til niðursoðnir sveppir, þó þeir séu aðeins svipur hjá sjón miðað við nýja sveppi. Ef þið notið niður- soðna sveppi, þá skuluð þið sía þá vel, sjóða soðið þar um 1 msk er eftir og blanda því saman við rjómann. Sveppina hitið þið svo sem snöggvast í smjöri og bland- ið svo rjómasósunni saman við þá og kryddið. 4 litlir silungar eða 2 stærri, ca. lkg. Fylling: 'Æ laukur 20 gr smjör 3 msk rjómi, má vera sýrður 1 msk sftrónusafi eða þurrt sérrí nýmalaður pipar 1. Setjið ofninn á 200°C. 2. Opnið fiskinn eins og lýst er hér að ofan. 3. Hreinsið sveppina og skerið þá í litla bita, ásamt lauknum. Bræðið smjörið. Látið sveppina og laukinn stikna í smjörinu. Hrærið í á meðan, því þetta á ekki að brúnast. Þegar safinn kemur úr sveppunum, bætið þá rjómanum út í. Látið þetta sjóða þangað til sósan þykknar. Það tekur varla meira en fimm mín- útur. Þegar sósan er orðin þykk, takið hana þá af hitanum og bætið bæði steinseljunni og safanum eða víninu út í. Fyllið nú fiskinn og bakið eins og lýst er hér að ofan. Viðbót um smurt brauð í síðasta þætti talaði ég um ferðamat og minntist á smurt brauð. Það er tilvalið að fylla snittubrauð með einhverju góð- gæti, eða horn og rúnnstykki eða brauðkollur. Sumir bakarar eru svo fremmilegir að baka ágætis heilhveitisnittubrauð. Þið skerið þá brauðið að endilöngu og takið það mesta innan úr því, en rífið það ekki og hafið veggina ekki of þunna. Innmatinn má auðvitað borða á staðnum eða þurrka í brauðmylsnu. , Fyllingin getur t.d. verið sardínur með tómötum, þ.e. heil- ar sardínur, eða skornar að endilöngu, með tómatsneiðum ofan á. Einkum bendi ég á portúgalskan makríl, sem er soðinn niður í olíu ásamt piparávexti og því sterkur, fyrir þá sem þykir það gott. Tómat- arnir milda þó bragðið mjög. Ef andinn býður ykkur svo, má bæta við paprikuhringjum og/eða gúrkum og jafnvel ólífum fyrir þá sem aðhyllast þær. í staðinn fyrir sardínur er gott að nota túnfisk eða soðinn kaldan fisk. Kalt kjöt, t.d. nauta- eða lambakjöt og kjúklingar, og svo kjötálegg, t.d. skinka eða spægi- pylsa er heldur ekki slaklegt. Hvers konar salöt úr sýrpum rjóma eru góð. Gætið ykkar á rækjum, þær geymast illa, og auðvitað geymist svona brauð í réttu hlutfalli við geymsluþol innmatarins. Pressið brauðið saman, eftir að það er fyllt. Brauðið er svo sneitt niður líkt og venjulegt brauð, þegar þap er borðað. Svona brauð eru auðvitað ekk- ert bundin við ferðalög, heldur eru þau jafn góð heima við, sem fullkomin máltíð eða snarl. Og hvernig væri að hafa eitthvað svona í afmæli hjá stálpaðri krökkum? Þau geta útbúið brauðið sjálf með sínum uppá- haldsfyllingum. Brauðið, ein góð súkkulaðikaka, ávaxtasafi í skál með ávaxtabitum og ísmolum og svo e.t.v. ís ætti að vera gott efni í ágætis sumarafmæli. Svona brauðgeta krakkarnir nefnilega, gripið og borðað á hlaupum, þegar annir afmælisins kalla. sjálfsvígs þarf að fylgjast með árum saman. Það er ekki fyrr en viðkomandi einstaklingur hefur ýtt þeirri óþroskuðu lausn frá sér að Ianga til að deyja sem batinn kemur. Flestir þeir sem gera tilraun eða fyrirfara sér eru í geðlægð, þótt ekki séu þeir allir geðveikir. Algengur misskilningur er að aðeins geðveikt fólk fremji sjálfsmorð. Annar algengur misskilningur er að góður efnahagur og öryggi í félagslegu umhverfi komi í veg fyrir að fólk svipti sig lífi. í Bandaríkjunum er tíðni sjálfsmorða til dæmis talin algeng meðal manna í æðstu stöðum. Þriðji algengi misskilningurinn er að fólk sem talar opinskátt um sjálfsmorð láti ekki verða af því. „Okkur ber öllum skylda til að reyna að fremsta megni að fyrirbyggja sjálfs- víg“, segir Guðrún Jónsdóttir. „Kristin trú boðar að við eigum að gæta bróður okkar. Hins vegar á hverjum manni að vera það ljóst að við berum sjálf ábyrgð á eigin lífi þrátt fyrir frjálsan vilja til að velja, sé viðkomandi á annað borð ábyrgur fyrir vali sínu og gerðum. Áhættusamur lífsstíll stuðlar meðal annars að sjálfsvígum eða tilraunum í þá átt. Gott dæmi um slíkt er æviferill Hemingways, sem svipti sig lífi eftir ótal tilraunir. Lífsstíll er þó, þrátt fyrir mismun- andi aðstæður og uppeldi eigi val. Það er algengt að fólk í sjáifsmorðs- hugleiðingum líti á sig sem ólæknandi andlega og líkamlega. Meðan einstakl- ingur heldur í þá neikvæðu og ógn- vekjandi hugsun, að dauði fyrir eigin hendi sé eina lausnin þá eykur það á vanlíðan og þunglyndi og viðheldur því, engu síður, en mikil vanlíðan var orsök sjálfsvígshugsana í upphafi. Þetta verð- ur því vítahringur, sem rjúfa þarf með ölum tiltækum læknisfræðilegum ráð- um. Það er einkenandi fyrir fólk sem grípur til þessara ráða að það hefur lægra álagsþol enn aðrir". I meðferð sinni á fólki í þessu ferli segist Guðrún Jónsdóttir spyrja fólk hvaða hugmyndir það hafi um dauðann. Fólk virðist almennt ekki hafa hugsað mikið út í hann. Það virðist bara vera að flýja óbærilegt hugarástand. Fyrirbyggjandi aðferðir sem Guðrún Jónsdóttir talar um, eru í fyrsta lagi að reyna að fyrirbyggja að sjálfsvígs- hugsanir verði til og að ferlið hefjist. Það getur orðið ævi- starf foreldra og annarra aðstandenda og er lang erfiðasti þátturinn. í öðru lagi að grípa inn í þegar sjálfsvígsferlið er hafið. Það þyrfti að koma á fót sjálfsvígsstöðvum hér á landi eins og víða annars staðar þar sem fólk gæti náð sambandi við lækna og heilbrigðisstéttir, klerka og leik- menn. Þriðja leiðin til að fyrirbyggja sjálfs- morð er eftirlit með öllum sem gert hafa tilraunir. Það er þó aldrei hægt að fyrirbyggja sjálfsvíg nema að viðkom- andi einstaklingur vilji það sjálfur. Guðrún Jónsdóttir geðlæknir er mjög trúuð kona. Hún segist hafa með Guðs hjálp reynt að hjálpa öðrum til að hjálpa sér sjálfum. Hún telur að fátt fari betur saman en trú og sönn vísindi. „Vaxtarmáttur manneskjunnar er stórkostlegur. Það getur verið hættu- legt að velta sér sífellt upp úr orðnum mistökum. Bænin getur hjálpað okkur á leið til jákvæðra lausna og forðað okkur frá þeirri neikvæðustu sem völ er á að taka — sitt eigið líf...“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.