Morgunblaðið - 04.08.1979, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1979
Hér með birtist fyrri greinin af tveimur sem Edward Crankshaw,
hinn kunni sérfræðingur í sögu Rússlands á síðari tímum, skrifaði um
„járnmanninn“ Stalín. hinn dularfulla Grúsíumann sem á aldaraf-
mæli í desember á þessu ári. Crankshaw endurskoðar í greinum sínum
mat manna á Staifn og varpar nýju ljósi á ógnþrungin áhrif hans og
ofurvald — bæði fyrr og nú. í fyrri greininni sem hér birtist varpar
hann fram þeirri spurningu hvers vegna Stalín hefur aldrei verið
afneitað eins og Hitler.
talín lifir ennþá góðu
lífi. Líkneskin af honum
eru horfin; líki hans var
úthýst úr grafhýsi Len-
íns og er enn falið þar
var holað niður í múrum
Kremlar í Moskvu; ýmsar tilraun-
ir til að endureisa hann hafa
runnið út í sandinn; hann er
sjaldan nefndur á nafn. En hann
er eins nálægur og fyrr, 26 árum
eftir dauða hans; nálægð hans er
sterk og ósýnileg.
Samkvæmt öllum eðlilegum
lögmálum vaxtar og hnignunar
ætti hann að heyra til sögunni.
Alexander II. átti tvö ár ólifuð
þegar Stalín fæddist og tveir
keisarar voru ókomnir fram á
sjónarsviðið. Nú heyra þeir til
sögunni; en Stalín heyrir til nútíð-
inni.
Enginn vissi hvað taka átti til
bragðs á 25 ára ártíð hans í fyrra.
Enginn veit hvað taka á til bragðs
á aldarafmæli hans í desember.
Mennirnir sem stjórna Rússlandi
nú stjórna af hans náð: hann
skipaði þá, hann þjálfaði þá, þeir
eiga sjálft líf sitt honum að launa.
endurreisa með erfiðismunum
1918. Þannig trónaði hann yfir lifi
mínu í 12 ár en það gerði Stalín
aldrei. En Hitler tilheyrir sögunni
í afar ríkum mæli. Hann hefur
verið afgreiddur í eitt skipti fyrir
öll, þætti hans er með öllu lokið,
og hann heyrir eins mikið fortíð-
inni til í mínum huga og skóla-
barna nú í dag. Og aðalástæðan
fyrir því að Hitler tilheyrir sög-
unni og Stalín heyrir til nútíðinni
er mjög einföld og mögnuð: Þýzka
land (að minnsta kosti vestur-
hlutinn) hefur afneitað Hitler,
lagt sig í líma við að bæta fyrir
syndir hans og gert allt sem í þess
valdi stendur til að jarða hann; en
sovézku leiðtogarnir hafa aldrei
afneitað Stalín eða skýrt heimin-
um frá mestu grimmdarverkum
hans eða gert bókstaflega nokkurn
skapaðan hlut nema óbeinlínis og
eftir krókaleiðum til þess að gefa í
skyn að þeir skammist sín fyrir
eigin hlutdeild í þeim. Þeir hafa
enga tilraun gert til þess að
endurskipuleggja kerfið, sem þeir
erfðu eftir hann. Sovézka valda-
stéttin lifir en, í fáum orðum sagt,
Einræðisherrann: Stalín 1938.
kennt. í stað þess að skoða Stalín
sem Júdas Léníns ættum við að
skoða hann sem dáðan skjólstæð-
ing Leníns, en þannig leit Lenín
sjálfur á hann þar til rétt áður en
hann dó. Þeim tveimur kom mjög
vel saman oa ekkert hefur verið
eins villandij eins úthugsað til
þess að gefa algerlega ranga
hugmynd um sovézka kerfið og
Lenín sjálýan, og það verk að-
dáenda Leníns og óvina Stalíns að
stía þeirfl sundur. Trotsky hafði
vitaskuul ríka ástæðu til að draga
upp þá mynd af Stalín að hann
hafi verið lítilfjörlegur utan-
garðsmaður, sníkjudýr, sníkju-
gestur Leníns, lævísin uppmáluð
(Trotsky, sá erkibragðarefur, var
sérfræðingur í undirferli), maður-
inn með „gulu augun", „bófasvip-
inn og glottið". En þetta afsakar
ekki alla þá, sem ákaft hafa
afsakað byltingu Leníns og vildu
heldur láta sem þeir sæju ekki
milljónirnar, sem voru ofurseldar
Gúlaginu (sem Lenín byrjaði á,
ekki Stalín — þó ekki undir því
nafni), en játa að enginn fótur var
fyrir þeim skoðunum, sem voru
þeim kærastar.
Og auðvitað auðveldaði Stalín
þeim þetta. Stalín ófrægði fyrir-
fram hvert orð sem hann sagði
með því að endurrita söguna til að
útiloka Trotsky og fjölda marga
aðra, með klunnalegum falsákær-
um hinna miklu landráðaréttar-
tálmaðurinn
talín
Eftir Edward
Crankshaw
Og annað hvort ættu þeir að
minnast 19. desembers 1979 sem
afmælis mannsins sem gaf þeim í
arf Sovétríkin, sem þeir drottna
yfir nú í dag — eða nota tækifærið
til þess að afmá nafn hans og
segja sovézku þjóðinni, að þetta
hafi allt verið hræðileg mistök, að
þeim þyki þetta miður og að þeir
ætli að reyna að standa sig miklu
betur.
Það er einn þáttur harmleiksins
Sovét-Rússlands sem er enn ekki
lokið, að Brezhnev og samstarfs-
menn hans munu hvorugt gera.
Þeir hafa engan áhuga á því að
endurvekja hörku stalínismans og
samt geta þeir ekki bjargað sér án
stalíns í bakgrunninum.
Hvers vegna?
Hvernig má það vera að þessi
stórbrotni og hræðilegi maður
lifir enn? Hvernig stendur á því að
meira segja mér og vitaskuld
öllum Rússum sem öðluðust póli-
tíska meðvitund í skugga hans, að
þessi drungalegi marzdagur fyrir
26 árum, þegar skýrt var frá
andláti hans, hefði getað verið í
gær? Samt hafði Hitler jafnvel
beinni og nánari áhrif á líf mitt en
Stalín. Hann var atsvipaðra reki
og ég. Ég heyrði hann fyrst tala og
varð áþreifanlega var við viður-
styggilegan kraft, löngu áður en
hann varð áhrifamðaur á lands-
vísu. Fjölmargir vinir mínir og
kunningjar annað hvort flúðu
ógnarstjórn hans eða voru reknir,
fangelsaðir, pyntaðir og drepnir
fyrir hans tilverknað. Eftir sex
ára varmennsku heima fyrir lagði
hann í rúst í sex ára stríði þá
Evrópu sem mönnum tókst að
að grundvallar tilveru sína á
kerfinu sem hún tók við af
ófreskju; meira segja Krúsjeff
gagnrýndi aðeins þetta skrýmsli
þegar hann hélt um valdataumana
fyrir syndir þess gegn Kommún-
istaflokknum; aldrei fyrir glæpi
þess gegn sovézku þjóðinni.
Hvers vegna hefur Stalín aldrei
verið bannfærður eins og HitlerO
Ef við könnum þetta mál ættum
við að geta aflað okkur nokkuð
góðrar vitneskju um Rússland nú
á dögum og hægfara baráttu þess
fyrir því að losna undan járnhæl
Stalíns.
Líka Lenmismi
Það er ,ekki nóg að segja ein-
faldlega að Stalín hafi skipað
Brezhnev, Kosygin, Suslov, Ustin-
ov og aðra í stjórnmálaráðið eða
valdamikil ráðherraembætti, að
hann hafi þjálfað þá, að þeir hafi
fengið skipanir sínar frá honum,
að þeir hafi lifað í náð hans og í
nagandi ótta við hann og að þeir
hafi fyrir sitt leyti þjálfað yngri
kynslóðir á þann eina hátt sem
þeir þekktu. Allt er þetta satt svo
langt sem það nær, en fyrir því
eru ennþá gildari ástæður, duldar
ástæður, að þeir hafa ekki getað
fleygt Stalín á ruslahaug sögunn-
ar. Því að stalínismi var meira en
stalínismi: hann var lenínismi
líka.
Þetta er villukenning. Útbreidd
og viðurkennd þjóðsaga þeirra
sem líta til Leníns með samúð, en
hafa áhyggjur af svip Stalíns,
viðtekin sannindi þeirra eru á þá
leið að Stalín hafi svikið byltingu
Leníns og Stalín beri því ábyrgð á
öllu hinu illa, sem ógæfusöm þjóð
Sovétríkjanna varð að þola eftir
dauða Leníns 1924. Þessari skoðun
var fyrst ákaft haldið fram af
Trotsky, vestrænir sósíalistar út-
breiddu hana víða og nú hafa
vissir sovézkir villutrúarmenn
tekið hana upp og lagt yfir hana
blessun sína, þeirra fremstur
sagnfræðingurinn Roy Medvedev,
sem lætur engan bilbug á sér
finna þegar segja þarf núverandi
forystu sovétríkjanna til synd-
anna, en er ekki nógu kjarkmikill
til þess að horfast í augu við þann
möguleika að öll hin mikla sov-
ézka tilraun (eins og hún var
kölluð einu sinni) sem Lenín
innleiddi hafi verið ekkert annað
en hræðilegt víxlspor.
En það fyrsta sem verður að
gera þegar reynt er að skilja
Stalín og kverkatak hans á Rúss-
landi er að gleyma öllu, sem
Trotsky sagði um hann, og byrja á
því að skoða hann frá allt öðru
sjónarhorni en því sem er viður-
halda, með ljósmyndafölsunum og
fölsunum kvikmynda til þess að
sýna, að hann, hinn útvaldi erf-
ingi, hefði alltaf verið handgengn-
ari Lenín en nokkur annar. Svona
lygar voru kannski nógu góðar
handa rússneska smábóndanum,
sem hefur helgitákn í blóðinu; en
veraldarvanari menn sem stóðu
fyrir utan voru líka einfaldir á
sinn hátt. Af því að Stalín laug svo
blygðunarlaust um fortíðina var
gert ráð fyrir því, að allt, sem
hann hefði sagt, væri helber lygi
og að hann hefði aldrei notið
trausts og trúnaðar Leníns. Og
þegar loks var sannað, að Lenín
hefði raunar varað félagana við
aðalritara þeirra í hinni frægu
Erfðaskrá sinni, var miklu auð-
veldara að ganga út frá því að
Stalín væri ekki aðeins lygari og
svikahrappur heldur líka valda-
ræningi, sem hefði engan lögmæt-
an grundvöll fyrir völdum sínum í
flokknum.
Ekkert gæti verið fjær sanni og
ekkert gæti verið eins hættulega
villandi þegar að því kemur að
gera þarf einhvers konar úttekt á
Rússlandi nútímans.
Dáði Stalm
Lenín dáði Stalín fyrir óvenju-
legt sambland hæfileika, sem
sumir hverjir voru fágætir í
Rússlandi, sem sumir sættu gagn-
rýni beztu samstarfsmanna Len-
íns sjálfs; manna sem létu sér ekki
meginreglur í leftu rúmi liggja
eins og leiðtogi þeirra — umfram
allt fyrir miskunnarlausan,
dólgslegan ofsa, sem var sam-
tvinnaður feikilegri slægð og und-
irferli og vinnuþreki, sem hann
Stalín ásamt Lenin og Kalinin á Áttunda Þingi Rússneska Kommúnistaflokksins 1919.