Morgunblaðið - 04.08.1979, Side 17

Morgunblaðið - 04.08.1979, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. AGUST 1979 17 Nýlega komu þeir Sigurður Biöndal skógræktarstjóri og Snorri Sigurðsson íram- kvæmdastjóri Skógræktar- félags íslands úr ferð til Færeyja. Það var „Skógfirð- inganevndFöroya“ sem bauð til fararinnar en þeir Sigurður og Snorri ferðuðust víða um eyjarnar, allt frá þeirri nyrstu til hinnar syðstu og kynntu sér trjá- og skógræktarmál eyjaskeggja. Að sögn þeira félaga á skóg- rækt sér nokkuð lengri sögu í Færeyjum en hér á landi en talið er að hún hefjist árið 1884 og höfðu Danir þar forgöngu um. Síðar kom þar við sögu C. E. Flensborg, sá sami sem stjórnaði fyrstu skógræktarframkvæmd- um hér á landi nokkru síðar, en hann var kvæntur færeyskri konu og var því tíðförult til eyjarinnar. I Skógfriðunarnefndinni eiga sæti 5 menn sem kosnir eru pólitískt af landsstjórninni en nefndin fer með yfirstjórn skóg- ræktar á eyjunum. Formaður nefndarinnar er Andrias Höjgaard rektor Kennaraskól- ans. Leivur Hansen skógar- vörður er fastur starfsmaður nefndarinnar en hefur lausráðið starfsfólk sér til aðstoðar. Hann hefur starfað á vegum nefndar- inar frá árinu 1968 — var reynd- ar hér á landi stríðsárin 1942—44 og vann þá við ýmis störf en kom síðast hingað árið 1975. Þess má geta að sonur hans Trondur er nú við skógræktar- nám í Noregi. Leivur Hansen hefur umsjón með framkvæmdum á friðunar- svæðum sem Skógfriðunar- nefndin ræður yfir, en þau eru 23 talsins og ná yfir um 100 ha. Þessa reiti má frekast flokka sem tilraunareiti. í Hoydölum við Þórshöfn hefur nefndin fengið ágætt svæði með töluverðum bygging- um og hefur sett þar á stofn gróðrarstöð þar sem eru ræktaðar garðplöntur en fram til þessa hafa nær allar skógar- plöntur fengist frá Danmörku. í gróðrarstöðinni hefur „skógfúti" en svo nefnist skógar- vörður á færeysku, komið upp flettisög, því ótrúlega mikið af timbri fellur til flettingar í hinum ýmsu reitum. Þar eru því framleiddir bæði girðingastaur- ar og plankar, sérstaklega úr stafafuru. Að sögn þeirra Sigurðar og Snorra er plantað í skógarreit- ina um 30 þúsund plöntur á ári, en í garða árlega um 20 þúsund, enda er furðu mikill trjágróður í görðum í Þórshöfn en minni annarsstaðar. Talið barst að loftslagi á eyjunum og kváðu þeir tölu- verðan mun á veðurfari á Suð-Vestur-eyjunum og Norð-Austureyjunum þótt undarlegt væri því aðeins eru um 115 km á milli nyrstu eyja til þeirra syðstu — en gró$ur áber- andi meiri þar sem meira rignir. Þarna eru all-lík veðraskil og hér og úrkoma að jafnaði frá 1000—3000 mm á ári. Vindasamt er yfirleitt á eyjunum en þó ágætlega skjólgóðir staðir víða — ámóta og hér. Og hvað finnst íslenzkum skógræktarmönnum athyglis- verðast í þessum færeysku skógarreitum? Þeir Sigurður og Snorri eru sammála um að það muni vera sú tilfinning sem grípur mann þegar komið er inn í reitina, að maður sé kominn inn í skóg og það náttúrlegan, en ekki plant- aðan reit. Astæðan sé líklega sú Lundurinn í Selatrad á Austurey. Stórvaxnasti skógarlundurinn í Færeyjum. Hæð trjánna er allt upp í 17 m. Islenzkir skógrækt- armenn í kynn- isferð til Færeyja að víða hefur verið plantað mjög þétt og ekki í raðir. Innan um barrtrén sé töluvert af lauftrjám þótt uppistaðan sé stafafura frá ca. 1930. Hæstu trén sögðu þeir vera orðin 17—18 m á hæð og æði gild. Um trjátegundirnar í Færeyjum var þetta helzt að segja: Færeyingar byrjuðu á að planta bergfuru og silfurreyni eins og við, en lítið sést orðið af þeim. Af öðrum tegundum en stafafuru sem algengar eru í reitunum er sitkagreni og japanskt lerki. Af stafafuru hafa verið notuð kvæmi sunnar af Kyrrahafsströnd en við höfum gert. Þau kvæmi eru greinamikil og gildna fljótt en taka á sig meir veður, sem hefur aftur orðið til þess að hún hefur kastast til eða fokið um koll en það kemur heim Við trjálundinn í Kunoy. — Frá vinstri: Árni Olsen yfirlæknir, Andrias Höjgaard rektor og Leivur Hanson skógarvörður. Inni í lundinum í Selatrad. Stafafuran hér var gróður sett upp úr 1930 og er víða mjög gildvaxin. Leivur Hanson skógarvörður er á miðri myndinni. við reynslu Skota. Sitkagreni hefur náð verulegri hæð, sér- staklega í Viðarlundinum í Þórs- höfn en það er illa farið af sitkalús sem hefur verið lengi landlæg í Færeyjum. Yfirleitt sést aðeins einn árgangur af nálum á sitkagreninu. Það þrífst ekki á Norðureyjunum. Lítið er því plantað af sitkagreni. Japanska lerkið vex ágætlega þótt það sé að vísu krællótt. En þeir í Færeyjum hafa hug á að nota það meira til að styðja við stafafuruna. I Færeyjum er einnig nokkuð af vestur-amerískum risa-þin. Hann vex vel í Þórshöfn. Sömu- leiðis Evrópu-þinur og Normanns-þinur sem þrífst þó misjafnlega. En rauðgreni þrífst hins vegar ekki þarna. Af lauftrjám mætti nefna platan-hlyn. Hann er víða í reitum og er fallegur. Silfur- reynir hefur verið mikið notaður en villtir hérar hafa reynst miklir vágestir í Færeyjum síðustu ár og hafa nagað af honum börkinn allt upp í metra hæð. Yfirleitt er borið með lauf- trjám en Alaska-elri vex þó vel án áburðar. Islenskt birki hefur verið reynt í Færeyjum og má sjá þokkalegt birki 8-10 m á hæð frá fyrri tíð á Norður-eyjunum, en í Þórshöfn þrífst það ekki. Undirgróðurinn í reitunum er fallegur og gróskumikill eins og í skógargirðingum hér — en út- haginn nauðbitinn — nákvæm- lega eins og hér. Og hver var svo niðurstaðan eftir þessa ferð um skóg og trjárækt í Færeyjum? Við getum ekki annað séð eftir þessum reitum að dæma að á nokkrum helztu eyjanna sé hægt að koma upp álitlegum skógi. Færeyingar flytja nú inn árlega jólagreinar fyrir 1 milljón danskra króna. Slíkt gætu þeir auðveldlega ræktað sjálfir. Þar er líka hægt að rækta timbur- skóg en í Færeyjum er líkt á komið og hér á íslandi, sauð- kindin á fyrsta rétt á landinu. Ástandið er þó verra í Færeyjum en hér vegna flókins eignarhalds á jörðum. Jarðirnar bútast í smáparta vegna erfðarréttar og það hefur stundum komið í veg fyrir að hægt væri að taka stærri svæði til skógræktar. í Færeyjum eru 70 þúsund fjár. Féð gengur úti allt árið og afurðir af því eru rýrar. Um skilyrði til skógræktar má vafa- laust segja að þau séu jafnbetri en víðast var hér. En hvað um afstöðu fólks almennt til skógræktar í Færeyjum? Við umgengumst bara skóg- ræktarfólk og vitum lítið af eigin reynslu um það. En þeir sem við hittum töldu lítinn áhuga almennt á skógrækt, sér- staklega vegna þess að fólk gerir sér ekki grein fyrir hve árangur- inn er góður í skógræktarreitun- um. Að lokum sögðu þeir Sigurður og Snorri að sérlega hefði verið ánægjulegt að heimsækja þessa frændþjóð okkar. Þeir hefðu eins og aðrir Islendingar sem til Færeyja koma dáðst að vega- kerfi eyjanna þar sem hver vegaspotti er malbikaður. Þeir sögðu Færeyingum hafa tekist betur en okkur að halda tengsl- um við fortíðrna varðandi hús- byggingar. Þeir komu í Fróð- skaparsetrið í Þórshöfn og fannst mikið til um, en þar er vísir Færeyinga að háskóla. „í Færeyjum finna íslending- ar að þeir eru meðal skyldfólks", sögðu íslenzku skógræktar- mennirnir að lokum, „enda standa kynni okkar af Færeying- um á gömlum grunni. Við erum þakklátir Skógfirðingarnefnd- inni fyrir boðið — okkur finnst við hafa lært margt um skóg- kræt í ferðinni og vonum að þessi heimsókn geti orðið til að stuðla að frekari samskiptum." H. V.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.