Morgunblaðið - 04.08.1979, Side 20

Morgunblaðið - 04.08.1979, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1979 Björn Emilsson skrifar: Þegar bílarnir óku að jólatrénu, tílkynntí Þulurinn aö Monzan, til hægri, fengi 0,35 sekúndna forskot. Þá fór kliður um áhorfendur. Sigurvegarinn í Street Altered flokki, Richard Stiglitz, er fjær i myndinni. Ljósmyndir Kristinn. HATTAR OG SVAMPAR ÉTNIR EINS og flestum bifreiöaáhugamönnum er kunnugt, fór um síðustu helgi fram kvartmílukeppni á vegum Kvartmíluklúbbsins. Fyrr í sumar hélt klúbburinn sína fyrstu keppni í Kapelluhrauni. Þá vantaöi marga af okkar sprækustu bílum. Um síðustu helgi rættist hins vegar úr pessum málum. Auk pess aö nú brá fyrir orkumestu bílum okkar, voru peir einnig betur búnir til kvartmíluaksturs. Greinilegt var á útliti manna, aö unniö haföi veriö fram á nætur viö aö fullgera bílana, enda lét árangurinn ekki á sér standa. Stoppklukkurnar sýndu marga fallega tíma, en enginn tími var eins góöur og tími Camarobíls Örvars Sigurösson- ar. Honum ók Bandaríkjamaöur- inn Richard Stiglitz frá Mition bílafyrirtækinu á Long Island. Þar fór vanur maöur. Uppstilling- ar hans viö jólatréö voru mun yfirvegaöri og nákvæmari en hjá íslenzku keppendunum. Fálm og taugaóstyrkur einkenndi uppstill- ingar íslendinganna. Þá skorti einnig nákvæmni á græna Ijós- inu. Auk þess aö nýta jólatréð aö fullnustu í viöbragöinu, var ann- aö viö akstur Bandaríkjamanns- ins, sem vert er aö hafa í huga. Hann virtist ekki aka bíl Örvars meö fullum afköstum fyrr en í lokaspyrnunni. Hvort hér var um tilviljun aö ræöa eöa ekki, skal ósagt látiö, en gæti hafa ruglaö mótherjana í ríminu. Fyrir keppnina um síðustu helgi átti Birgir Jónsson á Monzu 302 brautarmetiö í Kapellu- hrauni, 12,07 sekúndur. Richard Stiglitz bætti nú metiö um 0,52 sekúndur, fór brautina á 11,15 sekúndum. Margir höföu spáö Camaronum betri tíma. Einn af þeim var Jóhann Kristjansson, varaformaður klúbbsins. Hann lét hafa eftir sér fyrir keppnina, aö hann æti hattinn sinn ef bíll Örvars færi ekki niöur í 10 sekúndurnar. Viö félagar Jó- hanns óskum honum góös geng- is í hattátinu og splæsum á hann kóki til aö renna hattinum niöur meö. Allavega sukkulaöisósu til aö bæta bragöiö. Aö slepptu gríni, veröa 11,15 sekúndur aö teljast nokkuö góöur tími, þegar tillit er tekiö til þess, aö bíll Örvars er um 1800 kíló. Mörg spennandi augnablik komu upp í keppninni, enda voru mættir til leiks margir litríklr kvartmílingar á bílum sínum. Þar mátti líta Benedikt Eyjólfsson, margfrægan torfæru- og sand- spyrnuakstursmann. Hann hélt sér viö Pontiacvélina aö vanda og var nú meö hana í fólksbíl, en VW-padda Birgis bjöllu át svampinn, sem skýldi blönd- ungi hennar. Því fór fór sem fór. hvers var aö vænta af, geröi litlar rósir. Mega þeir frægu félagar taka sig heldur betur á fyrir næstu keppni, ætli þeir aö kom- ast á blaö. í þeim fjórum flokkum, sem keppt var í, sigruöu eftirfarandi: Ólafur Grétarsson í flokki bifhjóla fór k-míluna á 11,65 sekúndum. Hann reiö Kawasaki 1000 hjóli. í Standard flokki bifreiöa sigraöi Sigurður Grétarsson á Ford Esc- ort 1700 CC. í flokki Modified Standard sigraöi gamla kempan, Pálmi Helgason, á 13,02 sekúnd- um á Camaro 350. Eins og áöur sagöi, náöi Bandaríkjamaöurinn Richard Stiglitz beztum brautar- tíma á Camaro 454. Hann fór k-míluna á 11,15 sekúndum. Hann keppti í Street Altered flokki og sigraöi í honum eftir skemmtilega viöureign viö Birgi Jónsson á 302 Monzunni. Sú Benedikt Eyjólfsaon, margfrægur notaöi hann gamalt salatfat, sem skildi jeppann eftir heima vélar- lausan. Volvo-kryppan og Finnbjörn viröast ekki ætla aö ná sér á torfæru- og sandspyrnumaður, skildi jeppann eftir heima. I staðinn virkaöi meö ágætum. 'T Hár er Chevy Camaro Pálma Helgasonar, sigurvegara í Modified Standard, í hreinsunareldinum. Takiö eftir sárkennilegu „klósett“loftinntaki á húddi bílsins. strik. Þaö brotnar alltaf eitthvaö hjá þeim. En kryppan er marg- frægur bíll og fyrr eöa síöar rís sól hennar upp fyrir brotna gírkassa og öxla. Birgir bjalla kom til keppni á grænu VW-pöddunni meö stóru vélina í skottinu. Hann fékk góöa tíma í flestum þrykkjunum, þó var ein áberandi lélegri en hinar. Paddan tók upp á því á miöri brautinni aö éta svamp þann, sem skýldi blöndungi hennar. Smjattaöi hún á góögætinu aö brautarenda og ropaöi viröulega með viöeigandi reykjarsvælu aö lokum. Lítiö fór fyrir þeim Palla V-átt- unda og Gylfa pústmanni. Þúfa sú, sem Gylfi sat á utan brautar, heföi mátt vera utan giröingar, 351 Cleveland Pinto þeirra fé- laga, eini Fordbíllinn, sem ein- spyrna var æsispennandi. Bezti tími Monzunnar fyrr um daginn var 11,32 sekúndur, en 11,17 hjá Stiglitz, þannig aö mjótt var á mununum. Þegar bílarnir óku aö jólatrénu, tilkynnti þulurinn, aö Birgir fengi 0,35 sekúndna for- skot vegna stærðarmunar á vél- um bílanna. Þaö var því Ijóst viö upphaf spyrnunnar, aö möguleiki væri á vinningi Monzunnar. Fór nú kliöur um áhorfendur. Sá litli gat unniö þann stóra. Skyndilega tendraöist jólatréö á akrein Monzunnar, en Birgir hikaöi. . . Ljós tendraöist á akrein Camar- osins. Hann hentist af staö, og haföi um leið unniö upp forskot Birgis. Monzan átti sér ekki viöreinsar von úr því. Forskot Birgis fór út í veöur og vind. Hér sýndi sig sem áöur, aö reynslan er bezti förunauturinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.