Morgunblaðið - 04.08.1979, Síða 24

Morgunblaðið - 04.08.1979, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1979 JMfagtnililfittfe Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og skrifstofur Aöalstraati 6, sími 10100. Auglýsingar Aöalstraati 6, sími 22480. Afgreiösla Sími 83033 Áskriftargjald 3500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 180 kr. eintakiö. Landbúnað- ur í þágu þjóðarinnar Landbúnaður okkar Islendinga hefur á síðustu áratugum tekið stórstígum framförum og eins og Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins benti á í ræðu á fundi sjálfstæðisfélaganna í Árnessýslu á Borg í Grímsnesi um landbúnaðarmál í fyrri viku, en engum blöðum um það að fletta, að sú mikla framleiðniaukning, -sem orðið hefur í landbúnaði hérlendis er með meiriháttar afrekum í atvinnu- sögu landsmanna. Þeirri stefnu hefur verið fylgt allt frá því að þjóðin fékk fullveldi, að landsmenn byggju sem mest að eigin búvöruframleiðslu. I samræmi við þá stefnu beitti Ingólfur Jónsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra sér fyrir því árið 1960 að tryggja bændum verðábyrgð á útfluttum landbúnað- arvörum. Geir Hallgrímsson undirstrikaði í ræðu sinni að þessi ábyrgð væri því ekki bara í þágu bænda heldur til að tryggja búvörur handa öllum landsmönnum. Ekki er langt síðan hér var skortur á landbúnaðarvörum og á þessu ári höfum við verið minnt á að veðurguðirnir geta á stuttum tíma kallað yfir okkur skort á búvörum á ný í stað offramleiðslu. Aðgerðir til að draga saman búvöruframleiðsl- una verða því að mótast af varfærni, en eins og Geir Hallgrímsson komst að orði í ræðu sinni, megum við samt ekki láta tímabundinn samdrátt koma í veg fyrir að við höfum þau stjórntæki við höndina, sem á þarf að halda, þegar framleiðslan vex á ný. Geir Hallgrímsson sagði í ræðu sinni að Sjálfstæðisflokkur- inn legði á það áherzlu við mótun stefnu í landbúnaðarmálum að bændur hefðu samsvarandi tekjur og samskonar félagslega aðstöðu og aðrir. Sjálfstæðismönnum væri Ijóst mikilvægi landbúnaðar til að tryggja samfellda byggð í landinu, eins og unnt væri, um leið og óhjákvæmilegt væri að draga úr búvöruframleiðslunni, þannig að miðað yrði við innanlands- þarfir að svo miklu leyti, sem viðunandi markaðir fást ekki erlendis. Erfitt væri að ná þessum markmiðum öllum samtímis nema með hækkandi verði á hverja framleiðsluein- ingu en finna þyrfti Íeiðir til að svo yrði. Úrslitum réði, hvort unnt væri að skapa ný atvinnutækifæri í sveitum landsins og almennt í strjálbýlinu. Umframframleiðsla í landbúnaði hefur síðustu ár verið á mjólkur- og sauðfjárafurðum og varpaði Geir því fram, hvort ekki væri rétt að endurskoða það fyrirkomulag að miða útflutningsábyrgð ríkissjóðs á landbúnaðarvörum við 10% af heildarverðmæti landbúnaðarvara. Þess í stað yrði miðað við verðmæti sauðfjár- og mjólkurafurða, hvort sem þá yrði miðað við 10% af verðmæti þessara afurða eða aðra tölu. Benti Geir á að rök fyrir þessari breytingu væru meðal annars þau að markmið með útflutningsbótunum væri að tryggja að þjóðin væri sjálfri sér nóg með sauðfjár- og mjólkurafurðir. Þá væri óeðlilegt að efling nýrra búgreina eða hliðarbúgreina yrði til þess að auka verðbótaábyrgðina fyrir sauðfé og nautgripi. Geir sagði einnig þyrfti að auka aðhald og ábyrgð þeirra, sem önnuðust sölumál landbúnaðarvara til útflutnings. Nauðsyn væri og að auka aðhald að vinnslu, dreifingu, geymslu- og vaxtarkostnaði búvara. Huga þyrfti einnig að fjárfestingu í vinnslustöðvum landbúnaðarins. Aðgerðir til að skapa aðhald að framleiðslu hvers bónda fyrir sig eru vissulega ekki geðfelldar, en eins og Geir Hallgrímsson tók fram er slíkt eingöngu réttlætanlegt að ekki sé markaður fyrir afurðirnar eða að ekki fáist viðunandi endurgjald fyrir þær. Geir sagði það skoðun sína að yfirvöld gætu ekki ákveðið hvaða bústærð væri hagkvæmust og almennt jöfnunargjald væri því ekki með öllu útilokað. Hægt væri að haga þessari gjaldtöku þannig að lægri frádráttur væri á lögbýlum en hærri á tómstundaframleiðslu og framleiðslu tilraunabúa ríkisins. Þá væri og hægt að fara þá leið að greiða fullt verð fyrir framleiðslu allt að 400—500 ærgilda bús, en minna og allt niður í útflutningsverð fyrir þá framleiðslu, sem umfram væri. Ekki væri síst ástæða til að fara eftir tillögum Eyjólfs Konráðs Jónssonar og nýta útflutningsbætur og niðurgreiðslur með beinum greiðslum til bænda. Tilefni væri og til að velta því fyrir sér hvort ekki væri unnt að koma því svo fyrir að bændum væri verðákvörðun búvara í sjálfsvald sett. Spurning væri einnig hvort of mikilli útjöfnunarstefnu hefði ekki verið fylgt innan landbúnaðarins. Birgir ísL Gunnarsson: Fjórir óhagstæð- ir samningar Frá því að vinstri flokkarnir tóku völdin í Reykjavík fyrir ári síðan hefur fjórum sinnum til þess komið, að gera hafi þurft mikilvæga samninga við ríkis- stjórnina. Alla þessa fjóra samninga höfum við sjálfstæðis- menn harðlega gagnrýnt. Við höfum talið þá bera vott um ósjálfstæði vinstri borgarfull- trúanna gagnvart vinstri ráð- herrunum og að því fari fjarri, að hagsmuna Reykjavíkur hafi verið gætt sem skyldi við þessa samningagerð. Þessir samningar skulu nú rifjaðir upp. Uppgjör vegna Spánar- togara Á sínum tíma keypti Bæjarút- gerð Reykjavíkur þrjá af þeim togurun, sem ríkisstjórnin lét smíða á Spáni. Seljandi til BÚR var ríkissjóður, sem gert hafði smíðasamning við spænsku skipasmíðastöðina. Miklir gallar komu fram í þessum skipum, sem ollu miklu tjóni fyrir BÚR. Ágreiningur reis milli ríkissjóðs og borgarinnar um það, hver bera ætti tjónið. Á síðasta kjör- tímabili fóru fram miklar við- ræður við ríkið um þetta mál. Fulltrúar ríkisins vildu leysa málið á þann veg, að ríkissjóður slyppi skaðlaus, BÚR tæki á sig tjónið, en fengi hinsvegar lán að hluta til að standa undir kostn- aði. Þessari tillögu ríkisins höfn- uðum við, sem stóðum í þessum samningum fyrir hönd borgar- innar, og vildum frekar nýta ákvæði samningsins um að leggja málið fyrir gerðardóm heldur en að taka þessum kost- um ríkisins. Eitt af fyrstu verkum vinstri meirihlutans í borgarstjórn var að skrifa undir samninga við ríkið, þar sem tilboð ríkisins var samþykkt, en það var það sama og hafði verið hafnað af fyrrver- andi meirihluta. Var samningur þessi samþykktur í borgarstjórn 16. nóv. s.l. gegn atkvæðum sjálfstæðismanna í borgar- stjórn. Þarna var illa haldið á málum. Samningur um Portúgals- togarann Á s.l. vetri kom upp mikill áhugi hjá vinstri borgarfulltrú- unum að semja við ríkið um kaup á portúgölskum togara, sem viðskiptaráðuneytið hafði látið gera samninga um, til að auka viðskipti okkar við Portú- gal, en mikilvægir saltfiskmark- aðir þar væru í hættu. Við borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins lögðum meiri áherzlu á togarakaup frá Stálvík, sem væri íslenzk skipasmíðastöð með mörgum Reykvíkingum í vinnu. Þrátt fyrir það var rokið í að undirrita samning, sem við- skiptaráðuneytið hafði útbúið. Sá samningur var meingallaður og svo illa að honum staðið af hálfu borgarinnar, að það var eins og börn hefðu verið þar að verki. Samningur þessi var pressaður í gegnum borgarstjórn þann 15. febrúar s.l. gegn at- kvæðum sjálfstæðismanna og létum við bóka ýmsar efnislegar athugasemdir við samninginn. Samningur um Lauga- lækjar- skóla í vetur samþykktu vinstri menn í borgarstjórn að flytja verzlunardeildir á framhalds- skólastigi úr Laugalækjarskóla í Ármúlaskóla og að ganga jafn- framt til samninga við Mennta- málaráðuneytið um að ríkið eignaðist 2. áfanga Laugalækj- arskóla gegn því að byggja jafn- stórt húsnæði í Breiðholti. Full- Menn eru að gera því skóna, að Norðmenn muni e.t.v. veiða meira en 90 þús. tonn af loðnu nú á sumarvertíðinni. Ekki ætla ég þeim það, fjarri fer því. Þeir leggja mikla áherzlu á þýðingu ákvæða uppkastsins að Hafrétt- arsáttmála, þ.á m. 121. gr. um réttindi eyja, sem þeir telja að taka eigi til óbyggðra eyja eins og Jan Mayen, jafnvel gegn mótmælum ríkis, sem yrði svipt veigamiklum réttindum, sem önnur ákvæði væntanlegs sátt- mála mundu ella tryggja því. Og þessari „lögskýringu" halda þeir ákveðið fram, þótt þeir geti enga hliðstæðu bent á. sérstakiega, en efni hennar er á þá leið, að strandríkjum og öðrum ríkjum, sem leita til veiða fisktegunda, sem bæði eru utan og innan efnahagslögsögunnar beri að Ieita samkomulags, ann- að hvort beint eða með aðstoð svæðastofnanna, til að tryggja nauðsynlega vernd stofnsins á svæði því, sem liggur að efna- hagslögsögu strandríkis. Þetta ákvæði er eips og sniðið fyrir þær aðstæður, sem nú ríkja á Jan Mayen-svæðinu. Og þetta ákvæði er miklu nær því að vera alþjóðalög en 121. gr. í tilfelli eins og því, sem hér um ræðir, því að það er víða þegar fram- Eyjólfur Konráð Jónsson: Norðmenn mundu brjóta þvert gegn uppkasti Hafréttarsáttmála, ef þeir veiddu meira en 90 þús. t — væri siðleysi og árás á íslenzka hagsmuni Hvernig geta menn þá í alvöru ætlað þeim að brjóta heila þætti uppkastsins og það grundvallar- atriði, sem þessi merka tilraun þjóðanna byggist á, að vernda verði auðlindir hafsins og forða þeim frá eyðingu? Annar þáttur VII. kafla uppkastsins fjallar um rétt og skyldu til fiskverndar utan 200 mílna efnahagslögsögu. I 116.—120. grein er sú skylda lögð á þjóðirnar að vernda þessa auðsuppsprettu, og í 116. gr. er m.a. vitnað til 2. mgr. 63. gr. kvæmt, er réttur í raun („de facto"). Þess vegna hvarflar ekki að mér, að Norðmenn muni ekki hlýða því. Svo vel vill líka til, að fullt samkomulag var orðið um með- ferð málsins á fundinum í Ráð- herrabústaðnum, helmingaskipti aflans, 90 þús. tonn til hvors aðila. (Þó vildu íslendingar tryggja Færeyingum einhverja hlutdeild). Heildarsamkomulag strandaði á allt öðrum atriðum, fráleitri lögfræðilegri hártogun, stífni eða „stolti" einstakra Norðmanna — eða þá af enn öðrum hvötum. Og Islendingar buðu að láta sitja við þetta samkomulag eitt sér til eins árs, ef ágreiningsefnunum yrði vikið til hliðar að sinni. Alveg er því ljóst, að Norðmenn hljóta sóma síns vegna að hætta veiðum, þegar 90 þús. tonna markinu er náð (ef það næst). Annars brytu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.