Morgunblaðið - 04.08.1979, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 04.08.1979, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1979 Kristján Friðriksson: 2 milljónir fyrir hverja fjölskyldu Svör við greinum Ama Benedikts- sonar í Tímanum og Morgunblaðinu Árni Benediktsson! Ég þakka þér fyrir vinsamleg- ar athugasemdir um viðleitni mína til að benda á það sem betur mætti fara í þjóðarbú- skapnum. En það er ekki ofmælt að við séum ósammála. 1 þeim köflum, sem hér fara á eftir, mun ég ræða við þig þau helstu tilefni, sem þú gefur, bæði í Tímagreininni 27. júlí, og Morgunblaðsgrein 19. júlí. Samlíkingat Þú eyðir talsverðu rúmi í að sýna fram á að samlíkingar milli landbúnaðar og sjávarút- vegs geti verið villandi. Þetta er rétt — út af fyrir sig. Samlík- ingar eru sjaldnast tæmandi, og þess vegna út í hött að toga þær eins og þú gerir í Tímagr' ’ninni. En ég hef svo til eingön,, . notað eina samlíkingu milli landbún- aðar og sjávarútvegs. Hef notað hana vegna þess að mér hefur virst hún skýra vel ákveðið atriði fyrir mönnum. Þessi lík- ing er um það — að ég tel að líkja megi saman því atriði að þroska þriggja til 6 eða 7 ára fisks megi líkja við þrosk lambanna frá vordögum tii haustdaga. Lengra hef ég aldrei teygt þessa líkingu — enda engin samsvörun þarna á milli — nema aðeins að því er varðar þetta aldurskeið. Hvortveggja kostnaðarlaust, og læt ég þetta duga líkingamál. Rangt með farið — eða rangt skilið Ég hef ekki gert tillögu um að fiskiðnaður yrði látinn styrkja aðrar atvinnugreinar, heldur yrðu fiskveiðarnar látnar gera það. (Reyndar rakst ég á prent- villu eða ritvillu í einni greina minna, sem gat bent til þessa — en það leiðréttist þá hér með.) Yfirleitt er ég sammála því, sem þú segir um fiskiðnaðinn, en ég tel að þau markmið, sem stefnt er þar að geti fullkomlega samrýmst tillögum mínum um tilhögun veiðanna. Setjum upp dæmi Árni! Ég held að ýmsu í g rein þinni verði best svarað með því að setja upp það dæmi, sem hér fer á eftir. Hugsum okur að búið væri að ná upp fiskistofunum og þeir farnir að gefa af sér 750 þús. tonn árlega (meðaltalið frá 1952 til 1971 var 7161/2 þúsund lestir, og með því að friða svo til alveg 4., 5. og 6. árgang í uppeldinu, ætti síst að vera of hátt áætlað að gera ráð fyrir 10% aukn- ingu). Og segjum ennfremur að þetta fiskmagn væri sótt með skipulegum hætti á miðin af flota, sem væri 50 þúsund lestir eða rúmlega 1/3 minni en botn- fiskveiðiflotinn er nú, (Þessi floti, sem sífellt er verið að stöðva). Þá kæmu 15 lestir fiskjar í hlut hverrar veiðilestar í skipi að meðaltali. 100 lesta skip fengi þá 1500 lestir, en 400 lesta skuttogari fengi þá 6000 lestir. (Stórtækustu smáfiska- drápstogarar hafa núna komist á 5. þús.) Miðað við nú-verð á fiski (meðalverð á botnfiski) mundi þessi afli gera uppúr sjó nálega 1 milljarð króna (þá yrði allt stórfiskur). Ef hlutaskipti yrðu lík því sem nú gerist, fengju sjómennirnir í sinn hlut um 500 milljónir. Ef þessir sjómenn væru t.d. 25, (ca. hálf önnur áhöfn) þá kæmu 20 millj- ónir í hlut hvers. Augljóst er að engin venjuleg framleiðslu- starfsemi gæti nálgast það að geta keppt við slíkt. Og engin ástæða væri til slíkra kaup- greiðslna. Þetta dæmi sýnir að þarna ber að skattleggja — m.a. til jöfnunar við aðra atvinnuvegi — og bæta með því stöðu þeirra atvinnuvega, og sýnir þetta dæmi ljóslegs ' fiskveiðar við ísland á að s óa sem hlunnindi sem eru eign allrar íslensku þjóðarinnar. Þrjú megin hlutverk auðlindaskatts Eins og ég hef marg greint frá, hefur auðlindaskattur þrjú megin hlutverk. A) Að vera tæki til stjórnunar fiskveiða, m.a. til að koma í veg fyrir ofveiði. B) Að vera að hluta til jöfnun- arsjóður fyrir sjávarútveg- inn sjálfan, því útvegsmenn þurfa að vera í sterkri stöðu efnahagslega. C) Að bæta efnahagssöðu þjóð- arinnar allrar. Hluti skatt- sins gæti gengið til sveitar- félaganna, þar sem veiðileyf- in yrðu seld. En hluti til ríkissjóðs. Bæði sveitarfé- laga-hlutanum og ríkissjóðs- hlutanum mætfei og ætti að verja til að bæta stöðu ann- arra atvinnugreina, ýmist með beinum eða óbeinum hætti. Sveitafélögin gætu notað sinn hluta til að styrkja og byggja upp at- vinnustarfsemi hvert hjá sér. Ríkissjóður gæti gert það sama. a) Með beinum hætti með því að styrkja byrjandi iðnað. b) Með því að styðja óbeint atvinnustarf- semi — bæði í iðnaði og landbúnaði. c) Með því að halda niðri verði t.d. á raf- orku til iðnaðar eða til al- mennra nota. d) Með því að lækka skatta bæði á fram- leiðsluiðnaði og/ eða á al- menningi — sem þýddi þá ýmist bætt lífskjör og/ eða hóflegri kröfur um laun. Dæmið í heild gæti lítið þannig út í tölum talið. A) Auknar tekjur þjóðarbúsins í heild af auknum sjávarafla 220 milljarðar að meðtöldum tekjum af vinnslu og af margfeldisáhrifum. B) Spörun í útgerðarkostnaði á um 30 þúsund lesta fiski- skipaflota, sem e.t.v. mætti meta á 20 til 30 milljarða, segjum 25 milljarða. C) Auknar þjóðartekjur af iðn- aði (jafnvel þótt einhvern lítinn hluta hans þyrfti að styrkja tímabundið) segjum 30 milljarða. Alls um 275 milljarðar. Batinn gæti komið að gagni þó minni væri, því hér yrði um þjóðhagslegan tekjuauka að ræða, sem næmi tveim til þrem milljónum á hverja fjölskyldu í landinu. En sem sagt — mætti gott teljast þó ekki yrði svona mikið, enda yrði um einhverjar sveiflur að ræða, hvernig sem að yrði farið — vegna hinna mis- sterku árganga fisksins okkar, sem enginn kann ráð við. En hvorttveggja er, að sterkur iðnaður mundi draga úr hinum þjóðhagslegu sveiflum — og svo yrði efnahagskerfið á allan hátt betur undir það búið að mæta sveiflum, ef þjóðarbúskapurinn í heild styrktist eitthvað í lík- ingu við það sem hér er sýnt fram á að . róa mætti. Auðlindaskattur — bætt lífskjör Utreikningurinn hér á undan tel ég að sýni mjög ljóslega, hvernig það er hugsað að auð- lindaskatti megi þeita til að bæta lífskjörin í landinu. Sam- andregið mætti segja þetta þannig: A) Sem stjórntæki er auðlinda- skattur notaður til að tempra sókn, sem þýðir auk- ið fiskmagn. B) Spörun í útgerðarkostnaði við minnkaðan flota. C) Umfram afköst hverrar framleiðslueiningar, sem mundu myndast í fiskveiðum yrðu notuð til að styrkja stöðu nýrrar framleiðslu, sem kæmi sem hrein viðbót við þjóðartekjurnar. Ekki veit ég hvernig er hægt að segja þetta skýrar. Til þess að hrekja þessar niðurstöður þyrftir þú, Árni, eða einhver annar — að sýna fram á að einhver liður — eða hlekkur í hagkeðjunni, því það er hún sem hér er verið að gera grein fyrir, þó í grófum dráttum sé — að einhver liður væri stórlega rangt útreiknaður, eða rangar forsendur lagðar til grundvall- ar. Þess vegna lagði ég fyrir þig spuringar í 13 liðum til þess að gefa þér kost á að sýna fram á að eitthvert sérstakt atriði væri rangt með farið eða rangmetið. Ekki fordómar Það er gleðiefni — og virðing- arvert hjá þér, Árni — að þú segist ekki alfarið afneita auð- lindaskatti, en telur þig þurfa fyllri skýringar — m.a. um það hvernig hann skuli lagður á. Það er ekki rétt að engin tillaga hafi komið fram um þetta. Ég hef lagt til að veiðileyfin yrðu boðin upp, eða þeim úthlut- að til fiskvinnslustaðanna — og þá tekið mið af tryggðum vinnu- vikum í fiskiðnaði á hverjum stað fyrir sig. Ég hef meira að segja birt skrá — sem sýnir hve margar veiðilestir af botnfiskveiðiflot- anum kæmu í hlut hvers byggðalags umhverfis allt land- ið. Ég gerði þar ráð fyrir að þeim útgerðarréttindum, sem skipt yrði miðuðust við 60 þúsund lesta botnfiskveiðiflota. Eftir greinargerð háskólamannanna þriggja, sem gera ráð fyrir helmings minnkun flotans — tel ég rétt að athuga um milliveg og reiknaði því í dæminu hér að framan með 50 þús. lesta flota — en skiptingarhlutfallið til hvers byggðarlags um sig gæti haldist óbreytt eigi að síður. Þessi tillaga mín er sú fyrsta, sem fram hefur komið um að- ferðina við álagningu skattsins, svo mér sé kunnugt. Iðnrekendur hafa rætt um að tekjurnar af auðlindaskatti ættu að falla í hlut hinna einstöku byggðarlaga. Ég tel að vel kæmi til greina að hluti teknanna félli í hlut byggðanna — en alls ekki allar — því fiskurinn er í eðli sínu sameign allra landsmanna, og ætti því a.m.k. að stórum hluta að koma í hlut hins sameigin- lega sjóðs landsmanna, hvar sem þeir búa. íbúar á Egilstöð- um og Selfossi og fólk í sveitum eru eigendur þessara þjóðar- hlunninda jafnt og strandbúar. Þessi tillaga mín um að binda sölu veiðileyfanna við byggðar- lögin, ætti að svara til fullnustu þeirri furðulegu „grýlu", sem þú ógnar með í Morgunblaðsgrein þinni 19. júlí, um það að veiði- réttindin gætu hrokkið tilvilj- , anakennt á milji staða. Skarplega athugað, Árni 1 Ég tilfæri hér orð þín úr Morgunblaðsgreininni. „Samkvæmt kenningum sumra þeirra (þ.e. þeirra sem mæla með auðlindaskatti) á auðlindaskatturinn að færa sjávarútveginum miklu betri af- komu. Og nú fæ ég ekki komið hlutunum heim og saman. Hvernig ætlar iðnaðurinn að lifa af betri afkomu í sjávarút- vegi? Því væntanlega ætlar iðn- aðurinn sér að lifa af. . .“ Þetta var þörf athugasemd hjá þér — því hér kemur einmitt að einu meginatriði í þessu heildarsamhengi. Það sem ber að gera er að stjórna fiskveiðum þannig, að af þeim verði stórgróði — og skatt- leggja, með sölu veiðileyfa — sjávarútveginn, og nota pening- ana til að styrkja stöðu annara atvinnugreina. Hér er því ekki verið að jafna niður á við — þegar á heildina er litið, heldur upp á við. Styrkur til sjávarútvegs! ! I Morgunblaðsgreininni segir þú á einum stað: . . „Og það getur verið spurning hvenær við neyðumst til að taka upp fjár- hagslegan stuðning við okkar sjávarútveg af því að aðrar þjóðir gera það. Nú þegar verður ekki hjá því komist að þjóðfé- lagið í heild greiði hluta af olíuhækkun fiskveiðiflotans um stundarsakir . . .“ Styrkur til íslensks sjávarút- vegs er auðvitað fjarstæða. (Olíustyrkurinn núna er stund- arfyrirbrigði, sem menn neydd- ust út í — en er í eðli sínu hneyksli). Styrkur til botnfiskveiða (þorskveiða) við ísland er álíka fjarstæða eins og ef farið yrði að styrkja bændur sem eiga veiðiár til þess að dæma árnar af laxi — og gera þær þar með verðlausar. Þó útlendingar styrki veiðar hjá sér er það ekki til eftir- breytni fyrir okkur — af tveim ástæðum aðallega. 1. Fiskimiðin við ísland eru einhver þau gjöfulustu í öllum heiminum. Til þess liggja líf- fræðilegar ástæður, sem bæði ég og margir aðrir hafa greint rækilega frá í ræðum og ritum. 2. Styrkur erlendra þjóða við fiskveiðar hjá sér — stuðla sumstaðar að ofveiði, og verður því árangurinn öfugur við til- ganginn. I sumum tilvikum eru sérstakar ástæður fyrir hendi, sumar að vísu líkar þeim sem hér gætu skapast — að því er einstaka stofna varðar — og gætu þá að vísu komið til greina. (Karfi — kolmunni o.fl.?) Byggðaröskun? Þvert á móti Ég hef þegar svarað þeirri kenningu þinni að sala veiði- leyfa mundi valda byggðaröskun með tillögunni um að binda leyfin byggðalögum, og ekki veitir af að nýta alla fisk- vinnsluaðstöðu hvar sem er á landinu — í vaxandi mæli með auknu fiskmagni, sem stjórnun- in mundi hafa í för með sér. En auk þess haf ég lagt til að nýiðnaður verði óhikað beinlín- is styrktur á þeim svæðum landsins, þar sem til dæmis útgerð miðlungsstórra báta mundi bíða hnekki við skipu- lagninguna. Ég hef sýnt fram á að þó þessir styrkir yrðu ríflegir fyrir byggðarlögin — mundu þeir kosta þjóðfélagið mjög lítið, í hlutfalli við þann ávinning sem fengist við skynsamlega heildar- stjórnun. Margt fleira væri ástæða til að ræða í grein þinni, Árni, en læt hér staðar numið að sinni. Ég treysti þér til þess að festa þig ekki í fordómum (sbr. þín eigin orð), en að þú leitist við að líta á málin í víðu samhengi. Kristján Friðriksson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.