Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1979 — Ekki er þetta reynslan hans Karls Haukssonar! Þessi viðbrögd við þýddri grein um Ananda Marga í einu dagblaðanna vakti íorvitni okkar og varð tileíni þessa viðtals við neíndan Karl Hauksson, ungan pilt, sem heíur undanfarin fjögur ár verið með annan fótinn í Ananda Marga, eins og hann orðaði það. Sótti mót hreyfingarinnar á Ítalíu, starfaði með henni í Bretlandi í8 mánuði og íHollandi í 4 mánuði þar sem hann rak sig óþyrmilega á, er hann sneri heim til íslands, og fékk ekki peningana sína, sem yfirmaðurinn íHoIIandi hafði tekið ígeymslu fyrir hann. • Hungraður í 2 daga — Á Ítalíu hætti ég við að fara til Indlands. Ég sá, að ekki var skynsamlegt að eiga bara farmiða aðra leiðina og þar var mér sagt, að ekki væri gott að ferðast til baka yfir Austurlönd. Ég ákvað því að kynnast hreyfingunni í Evrópu enn betur, hafði í huga að verða þar kennari eða munkur. Og féllst á það við einn kennarann, sem var yfir hreyfingunni í Hol- landi, að koma þangað og fá reynslu af þessu líferni sem kenn- ari. Þá er maður kallaður LFT (Local fulltime teacher) og er settur yfir eitthvert svæði. Látinn fara um það og kenna fólki. — Þetta er allt sjálfboða vinna. Af því að ég átti að fara um ákveðið svæði í Hollandi, mátti ég ekki hafa með mér peninga. Ég klæddist hvítum buxum og appelsínugulri blússu og átti að EG leiðinni kom ég við í aðalstöðvun- um í Den Bosch, eins og það er kallað í daglegu tali eða S-Hértogenbosch. Yfirmaðurinn var þá sagður farinn til Indlands og kominn staðgengill fyrir hann. Það var kona, og hún kannaðist ekkert við féð, sem ég átti í geymslu. Stúlkan sem veitti þeim viðtöku hafði líka skipt um starf. Ég átti far heim morguninn eftir, og ég sá að ef ég færi til lögregl- unnar, þá mundi ég verða að hætta við það. En þessi kona lofaði mér því, að þegar yfir- maðurinn kæmi aftur til Hol- lands, skyldi hún reyna að sjá til þess að mér yrðu sendir þessir peningar. Mánuður leið eftir að ég Karl Hauksson: Sé mest eítir tímanum, sem íþetta fór grennslast eftir því hvað hefði gerzt, þá hafði frumritið af undir- rituðu skýrslunni minni á íslenzku verið sent út, sem var auðvitað gagnslaust, og engin mótmæli. Seinna var svo send stutt þýðing og ófullkomin. Síðan hefi ég ekk- ert heyrt. Fyrr í sumar sendi ég sjálfum meistaranum bréf á Ind- landi og kvartaði undan þessu og allri meðferð málsins. Ég á ljósrit af þessum bréfum öllum. — Sagt er að yfirmaðurinn í Hollandi, sem tók við peningun- um, hafi orðið viðskila við hreyf- inguna og kvatt hana. Það segir fólkið hér heima, og einnig kenn- ari, sem kom til íslands fyrir stuttu Ac. Dharmapalandanda, en hann er yfirmaður yfir Norður- löndum og þar með íslandi, sagði, þegar ég talaði við hann, að hreyfingin bæri enga ábyrgð á þessum peningum, aðeins þessi maður í Hollandi og þetta kæmi hreyfingunni ekkert við. Þegar ég sagði honum, að ef kvittunin frá bankanum væri í bókhaldi sam- takanna í aðalstöðvunum í Hol- landi, þá væri það sönnun þess, að þeir hefðu komið inn í bókhaldið, og hann lofaði að athuga það. En ég er vonlítill um að fá nokkurn tíma þetta fé. Þeir segja alltaf að hreyfingin beri ekki ábyrgð á því sem á þá er borið, aðeins einhverj- ir einstaklingar, hvort sem þeir hafa verið sakaðir um þjófnað eða jafnvel morð. Og að verið sé að reyna klína hlutunum á hreyfing- una. — Nei, ég veit ekkert sjálfur um slíkt. Hefi aðeins heyrt um það. Einnig um margar brenni- fórnir, þar sem fólk fremur sjálfs- morð með því að kveikja í sér. Á hvíit belti og túrban, og í appelsínugulri blússu. „ Mér fannst kenning þeirra í upphafi óttalega vitlaus, og hefi í rauninni aldrei getað sætt mig við allt sem þeir kenna, en ákvað að kynnast því betur, segir Karl. Upp úr þessu var stofnaður hér söfnuð- ur, þótt þeir vilji ekki kalla það söfnuð þar sem þeir telja þetta ekki vera trúmál, en það lítur samt út sem söfnuður. Næsta vor ákvað ég að fara í yogaþjálfun hjá hreyfingunni, þótt ég vissi ekki mikið um yoga. — Eftir þjálfunina var ég boð- inn að fara til Englands sem sjálfboðaliði. Ég fór og var í Englandi í 8 mánuði. Þar rekur Ananda Marga bakarí og ég vann sem bakarameistari — lærði bara að baka þar. Þarna voru eintómir sjáifboðaliðar. Maður vaknaði eld- snemma á morgnana og fór að vinna, bjó með þessu fólki og hafði fæði og húsnæði, en ekkert kaup. Það er reglan. Svo varð ég leiður á þessu, fannst ég vera að sóa tímanum til einskis og ákvað að koma heim til íslands og hefja nám í útvarpsvirkjun. Það gerði ég, en féll í skólanum um jólin og þurfti að bíða næsta hausts til að geta bætt það upp. En áður en það yrði breyttist allt og ég ákvað að fara til Indlands. • Hugðist fara til Indlands — Jú, ég hafði samband við þetta fólk í Ananda Marga hér, en bjó ekki með því, segir Karl. Kjarninn er líklega um 30 manns. Það vinnur mikið sjálfboðavinnu, við kornmarkaðinn — sem er REYNSLUNNIRIKARI lifa á gjöfum. Verkefni mitt varð mest að skipuleggja fyrirlestra fyrir aðra. Það var nógu erfitt að fá fyrir ekkert fyrirlestrasali og ferðast um á puttanum, til að gera annað. Þetta lif var tiltölulega auðvelt á fyrsta svæðinu, sem ég var á inni í landi, því fólkið þar var öðru vísi. En á næsta svæði í Norður-Hollandi vildu menn fá greitt fyrir það sem látið var í té. Hvernig ég lifði? Ég svaf undir brúm, ef með þurfti. Ég betlaði aldrei, en þáði mat sem boðinn var eða tíndi ber af trjám. Stundum var maður hungraður. Einu sinni borðaði ég ekki í tvo daga sam- fleytt, að ég man. Maður komst í snertingu við það líf, sem rónarnir á íslandi lifa, berjast við rigning- una og hungrið. Én það var ekki svo mikið átak fyrir mig að fasta, því ég var kominn í þjálfun. Föstur eru mjög vinsælar hjá Ananda Marga, því þeir fasta 4 sinnum í mánuði. • Aleigan hvarf — Eins og ég sagði áðan, þá þykir ekki hæfa að svona kennari eða meinlætamaður sé með fulla vasa fjár svaraði Karl spurningu um það. Yfirmaður hreyfingarinn- ar í Hollandi, Filippseyingurinn Maetreya, sagði mér að þeir mundu geyma peningana mína, sem voru 560 dollarar, og stúlka, sem var einhvers konar milliliður í aðalstöðvunum, tók við þeim. Ég féllst á þetta, hafði gert við hann samkomulag um að þegar ég yrði tilbúínn til að fara í meiriháttar kennaraþjálfun, þá mundi ég nota þessa peninga til að greiða fyrir þá þjálfun, en hann ætlaði að bæta við ef á vantaði. Hann bað mig að skipta dollurunum í annan gjaldeyri, því dollarinn væri alltaf að falla. Ég tók það sem gilda ástæðu og gerði það. Ég treysti honum eins og almættinu. Enda er það almennt í þessari hreyfingu að fólk treysti hverju öðru full- komlega. Að vísu tók ég kvittun frá bankanum, bg hún ætti að vera í aðalstöðvum hreyfingarinnar í Hollandi, en ekki kvittun þar fyrir móttöku peninganna. — Ég var sem sagt þarna í fjóra mánuði og lifði meinlætalífi, ferðaðist um á puttanum og lifði á gjöfum. Það var erfitt og ég var orðinn hundleiður á öllu saman. Samtímis gerði ég mér ljóst, að svona yrði þetta líf, ef ég yrði til frambúðar kennari í hreyfing- unni. Þá tók ég þá ákvörðun að hætta þessu. Meðan á því stóð trúði ég á meistarann, en nú var farið að trosna úr trúnni. Ég ætlaði því heim til íslands og taka upp fyrra líf, taka aftur til við nám í útvarpsvirkjun. Ég hafði enn farmiðann til Indlands og skipti honum fyrir far til íslands. Fékk kvittun fyrir mismuninum, sem ég fékk svo greitt hér heima. — Ekki fór eins vel með pen- ingana mína, sem var aleigan. Á Rætt við Karl Hauksson af veru hans í Ananda Marga kom heim. Þá skrifaði ég þessum manni bréf og krafðist þess að hann sendi mér peningana mína. Ekkert svar. Þá skrifaði ég aðal- i stöðvunum í Evrópu, sem eru í Berlín. Skrifaði AC Karunananda Avdt, sem hefur komið hingað. Heldur ekkert svar. Svo leið og beið. í sumar talaði ég við Ananda Marga fólkið á íslandi, kom á stjórnarfund hópsins, sem ákvað að mótmæla þessu. Á fundinum var ákveðið, að ég gæfi skýrslu lögfræðingi, sem þá var í Ananda Marga. Þegar ég fór svo að því virðist enginn kunna skýringu. Ég hefi ekki komizt það djúpt inn í hreyfinguna, að ég kunni á þvi skýringu hvers vegna fólk gerir það. En á yfirborðinu er maður a.m.k. ekki hvattur til slíks og sagt er að meistarinn sé á móti því. Þeir, sem þetta hafa gert, eru munkar og ég veit ekki hvað fram fer milli þeirra eða hvað liggur að baki. Helzta skýringin gæti verið sú, að maður á að gefa sig allan, ekki bara líf sitt heldur anda lika og sumir geta tekið það of bókstaf- lega. Karl sagði að sín fyrstu kynni af Ananda Marga hefðu verið haust- ið 1975, þegar tveir munkar frá samtökunum komu til Islands, fluttu fyrirlestra og á eftir var efnt til móts í Saltvík. Þetta voru munkar á efra stigi, klæddir appelsínugulum alklæðnaði með indversku „longi", sem er nokkurs konar pils. En fyrsta þreps munk- ar eru í hvítum buxum og með uppistaða þess, sem fólkið lifir á, og við aðra starfsemi. Forvitni dró mig að. Hugleiðsla og líkamleg þjálfun er stór þáttur í þessu og þar hrærist maður einstöku þjóð- félagi. í Indlandi draga sumir sig út úr og fara upp í fjöll. — Ég ákvað að fara til Ind- lands, vildi sjá af eigin raun staðinn, þar sem Ananda Marga er upprunninn og heyra þá sem þar eru. Þar er meistarinn sjálfur, sem talinn er af meðlimunum heilagur maður, sem jafnast á við guðdóminn, eins og algengt er í slíkum hreyfingum. Félagarnir kalla hann Baba, sem þýðir faðir, og svo heitir hann Shri Ananda- murti. En indverska nafnið hans er Prabat Ranjan Sarkar. Ég hafði safnað mér peningum til námsins, en keypti mér nú far- miða til Indlands og hugsaði mér að vera þar í 6 mánuði. En ætlaði að koma við á móti Ananda Marga í fjöllunum fyrir norðan Feneyjar á Italíu á leiðinni. — Mótin eru jafnan í Evrópu tvisvar sinnum á ári. Þangað koma venjulega 400—500 manns víðs vegar að. Þessi mót eru eins og innspýting sem dælir blóði í æðar hreyfingarinnar. Á þeim fá þeir nýtt fólk til að starfa í hreyfingunni. Þar koma svo marg- ir og eru gripnir. Á þessum mót- um eru fyrirlesarar og hóphug- leiðingar, svo og skemmtiatriði. Fólk sækir þau aðallega af tveim- ur ástæðum. Sumir til að njóta þess að hitta fólk úr öllum áttum og kynnast því. Þarna koma sam- an flestir kennarar hreyfingarinn- ar. Hin hliðin er að fá fólkið til að nýta það eins mikið og hægt er til starfa fyrir hreyfinguna. Þessi mót eru kölluð UKK (Utilisation Katha Kurtan) en Katha eru furðusögur af meistaranum. Þær eru fluttar og Kiirtan er dans. Maður er hvattur til að lifa eftir ákveðnu kerfi. Og þar sem maður er í nábýli, verður maður fyrir Á móti í Noregi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.