Morgunblaðið - 04.08.1979, Síða 37

Morgunblaðið - 04.08.1979, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1979 37 Mótmælaganga í Þýzkalandi, þar sem télagar Ananda Marga eru að mótmæia fangelsun lélaga sinna á Indlandi á tímum Indíru Gandi. miklum ytri þrýstingi. Fólkið, sem er virkt, hefur mörg járn í eldin- um og ábyrgðin er á fárra hönd- um. • Meinlætalíf — Ananda Marga? Hún hefur að því leyti sérstöðu meðal ýmiss konar hreyfinga, sem koma að austan, að þetta er bæði yoga og stjórnmálastefna. Þeir kalla það að vísu andlega og þjóðfélagslega hreyfingu. Kannski ég geri í stuttu máli grein fyrir uppbygg- ingunni. Hreyfingunni er skipt í þrennt. Það er Ananda Marga, sá hlutinn sem fæst við hjálparstarf- semi og útbreiðslu hugmynda sinna. í Hollandi eru þeir t.d. með drykkjumannaheimili, barna- heimili, hjálpa eiturlyfjasjúkling- um og fleira. Og undir það fellur starfsemi á borð við Kornmarkað- inn, eins og hér, og bakarí í Englandi og samyrkjubú eins og í Þýzkalandi. Síðan kemur Prout, sem er skammstöfun fyrir Progressive Utilization Theory. Það er stjórnmálahiið hreyfingar- innar, sem fæst við drauma henn- ar um nýtt þjóðfélag. Þeir vilja sósíalistíska stjórn, en yfir sé andlegur leiðtogi, svonefndur Sad- vipra, kosinn af „fólkinu", sem vill þessa tilhögun. Maður getur séð fyrir sér eitthvað í líkingu við Ayatola Khomeni, sem er andleg- ur leiðtogi, en aðrir minna áber- andi vinna stjórnarstörfin. Þessi Sadvipra á að fylgjast með störf- um stjórnunarmanna og er eitt- hvað fer úrskeiðis, þá hafi hann slíkt vald, að hann geti komið sem drottinn af himnum og þá breytist allt. Þriðji hlutinn er svo varð- sveitin, Voluntary Social Service eða VSS. Þeir ganga í ákveðnum búningum, kakilitum fötum með Á móti Ananda Marga á ftalíu. Nokkrir fslendingar eru í hópnum. Yfirmaður Ananda Marga á félagssvæðinu f Hollandi (með vefjarhött) með fólki sfnu, á þeim tíma sem Karl var þar, en hann kemur við sögu í viðtalinu. Karl er annar frá hægri. f bakarfi Ananda Marga í Englandi. Karl vann þar í sjálfboðavinnu sem bakari og hér kemur hann með brauðin. grænt belti og grænan túrban með hakakrossi í miðju. Og þeir hafa bjúghnífa. Ég hefi spurt af hverju? Þeir segja að það sé til varnar, til að ekki sé ráðist á þá. Þeir eru lögregla á mótum hreyf- ingarinnar, eða hugsuð varðsveit, ef byltingarástand skapast í þjóð- félaginu. Og þeir eru lífvörður meistarans. Ég veit ekki mikið um hvað gerist í þeirri deild. Hún starfar frekar leynt. Ég kom sjálfur aðeins einu sinni inn á æfingu hjá þeim á Ítalíu. Þá var verið að þjálfa þá í hergöngu eða einhverju slíku, en ég sá engin vopn. Fólkið veit af þeim, en þeirra störf eru ekki auglýst. Eru ekki eins opinber og mótin. — Hinn almenni félagi vinnur fyrir hreyfinguna með því að útbreiða hana og mælt með „frá dyrum til dyra“ aðferðinni. Mest er dregið að með fyrirlestrum. Almennt lifir þetta fólk meinlæta- lífi miðað við aðra. Maður vaknar klukkan 5 á morgnana, fer í kalda sturtu. Þeir segja að heitt vatn sé slæmt fyrir líkamann. Þeir borða sérkennilegt fæði, aðeins jurta- fæðu, en hvorki kjöt, fisk né lauk. Föstur eru vinsælar. Líffræðilega eiga þær að hreinsa magann og þá myndist loftrúm. En líka er á þessu dulræn skýring, að það opni fólk fyrir alheimsvitundinni. Hún á að vera vitund alls, og sótzt eftir að finna fyrir henni. Hér á landi er gefið út tímarit, Vitund og veruleiki, og selt. Þetta er opið rit og blandað í það greinum frá vísindamönnum og heimspeking- um. Það er alltaf verið að safna fyrir einhverju. Núna er von á meistaranum til íslands í haust með heilmikið lið. Lífverðir með honum. Hér er áformað mót ef af verður. • Hálfgert upplausnar- ástand — Hér á íslandi er líf félag- anna nokkuð veraldlegra en ég kynntist því úti. Ætlast er til að hópurinn sé í sambýli. Það er ekki gert hér lengur. Nokkuð margir hafa farið til Ananda Marga erlendis. Einn íslendingur er munkur einhvers staðar í Mið- austurlöndum og tveir aðrir a.m.k. eru erlendis í starfi með þeim. Gætu verið fleiri. Á mótunum erum við venjulega flest, ef miðað er við fólksfjölda. Allt upp í 10—20 manns frá íslandi, meðan algengast er að ekki séu fleiri en 10 frá öðrum löndum. — Fjölskyidunni minni? Henni leist illa á þetta. Flestum fjöl- skyldum iíst illa á það. Það er ekki bannað að umgangast fjölskyld- una, en mælt er með því að maður haldi sig frá þeim, sem ekki samþykkja hreyfinguna. Þeir segja að þeirra samfélag sé fjöl- skylda. Og látið er að því liggja að maður þurfi ekki annað. — Þetta hefur verið mikil reynsla fyrir mig, sagði Karl undir lok viðtalsins. En ég er reynslunni ríkari. Ég sé mest eftir tímanum, sem í þetta fór. Ég hefði getað verið orðinn útvarpsvirki. Það var hálfgert upplausnará- stand á mér á þessum tíma. Ég held að ég hafi bara ekki verið með sjálfum mér. Sálfræðingar geta kannski útskýrt það betur en ég. Innan hóps .helst ákveðin eining. Sé maður einn, er erfiðara að fara eftir því sem til er ætlast. Þá fer maður að hugsa. En ég hlýt að hafa séð einhvern ljóma í þessu, fyrst ég ætlaði að verða kennari þarna. Nú er ég alveg búinn að fá nóg af þessu. Trúi ekki á það lengur. Fylgist bara áfram með því hvernig málið gengur með peningana mína. Ég lét málið fá sína meðferð innan hreyfingar- innar. Mér fannst það prófsteinn á hana, hvernig hún brygðist við því. Samkvæmt þeirri reynslu hefði ég haft meiri möguleika ef ég hefði snúið mér annað. Ég tel því að fólk, sem orðið hefur fyrir slíkri reynslu af Ananda Marga, eigi að láta það uppi, svo annað ungt fólk viti hverk’g þetta er. — ■■■HKÍ.Pfi. m Afmælisrit FEF er ad koma út FÉLAG einstæðra foreldra er nú að undirbúa útgáfu myndarlegs afmælisrits í tilefni þess að i haust eru tfu ár liðin frá því félagið var stofnað. Einnig verður gefinn út postulínsplatti með teikningu eftir Baltasar í tilefni afmælisins og „afmælis- jólakort“ eftir Rósu Ingólfs- dóttur, allsérstætt að gerð, mun koma út á haustnóttum. í afmælisritinu verður starf FEF þessi tíu ár rifjað upp í ýmsum greinum, Jódís Jónsdóttir segir frá aðdraganda og stofnun, Jóhanna Kristjónsdóttir skrifar „nokkra minnismola" ítarleg grein myndskreytt heitir „Stikl á starfi" þar sem víða er komið við, nokkrir félagar lýsa afstöðu sinni til starfs FEF, rætt er við Gunnar Þor- steinsson, fyrsta karl í stjórn. Einnig eru greinar eftir Margréti Margeirsdóttur, Þóri Stephensen, Stellu Jóhannsdóttur, Bryndís Guðbjartsdóttir skrifar. „Hvað má betur fara“, myndir eru af flestu stjórnarfólki í tíu ár. Kafli í ritinu er „Börn skrifa úr sveitinni" með teikningu. Leitað var til formanna allra stjórnmálaflokka um smágreinar og sömuleiðis eru greinar eftir Birgi Isl. Gunnars- son, fyrrv. borgarstjóra og Sigur- jón Pétursson forseta borgar- stjórnar. Margt annað efni er í ritinu sem verður hið veglegasta að gerð og hefur Ásdís Sigurðar- dóttir auglýsingahönnuður séð um alla uppsetningu og frágang þess. Blaðið verður sent öllum félags- mönnum endurgjaldslaust, svo og ýmsum aðilum sem ætla má að hafi áhuga á. Einnig verður það sent ýmsum einstæðum foreldr- um, sem ekki eru í FEF, til kynningar og fróðleiks. í ritnefnd eru Bryndís Guðbjartsdóttir, varaform. FEF, Þóra Stefáns- dóttir og Jódís Jónsdóttir, sem báðar hafa verið varaformenn, og Birna Karlsdóttir, meðstjórnandi. Ritstjóri afmælisritsins er Jóhanna Kristjónsdóttir, form. FEF. (Fréttatilkynninjí) í sumar hefur verið haldið áfram framkvæmdum við dagheimili á Bolungarvfk en bygging þess hófst 1977. Ljósm. Gunnar. Byggja dagheimili fyrir 40 böm á Bolungarvík Bolungarvík 1. águét. í sumar hefur verið framhaldið framkvæmdum við byggingu dagheimilis sem hófust 1977. Byggingin er 264 fm og er ætlað að rúma 40 börn. Eins og áður sagði hófust framkvæmdir 1977 og hefur síð- an verið unnið við bygginguna eins og fjármagn hefur leyft hverju sinni. Það sem er ef til vill athyglis- verðast við þessa byggingu er það að byggingarnefnd hússins sam- anstendur af fulltrúum úr kvenfél. Brautinni, Kvennadeild S.V.F.Í. og Lionsklúbbi Bolungarvíkur auk bæjarfél. Og hafa félagar áður- nefndra áhugamannafélaga sem tekið hafa þetta mál á sína stefnuskrá, unnið undanfarið í sjálfboðavinnu við bygginguna. Nú þessa dagana eru félagar Lionsklúbbsins að vinna að því að rífa steypumótin og við þeim taka frúrnar úr áðurnefndum félögum og naglhreinsa þau og skrapa. Stefnt er að því að gera bygg- inguna fokhelda fyrir haustið, því bærinn vex stöðugt og þörfin fyrir nýtt dagheimili er þegar orðin brýn. Um nokkurra ára bil hefur verið rekið dagheimili í gömlu húsnæði sem áður var barnaskóli, það húsnæði rúmar um 25 börn. Hið nýja dagheimili er teiknað af arkitektunum Guðmundi Kr. Guðjónssyni og Ólafi Sigurðssyni. Byggingarmeistari er Sigurður Ólafsson. Gunnar. Félagar nokkurra áhugamannafélaga hafa að undanförnu unnið í sjálfboðavinnu við byggingu dagheimilisins. Nokkrar konur úr bænum komu og buðu vinnuflokknum upp á kaffi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.