Morgunblaðið - 04.08.1979, Síða 38

Morgunblaðið - 04.08.1979, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1979 Kveðjuorð: ^ Halldór Arnason Garði Mývatnssveit Fæddur 12. júlí 1898. Dáinn 28. júlí 1979. Þann 28. júlí síðastliðinn slitn- aði lífsþráður 81 árs gamals manns, Halldórs Árnasonar bónda í Garði í Mývatnssveit. Fregnin af þessum atburði kom ekki eins og reiðarslag yfir vandafólk og vini Halldórs. Lífsloginn hafði lengi blakt á veiku skari. Það kom því engum á óvart, að hann dvínaði og slokknaði síðan að fullu. Og samt verður okkur, samferðamönnum, á að staldra við, hvarfla huga til samfylgdar okkar á gengnum ár- um með þessum manni, sem var að hverfa sjónum okkar fyrir fullt og allt. Fullt og allt? Nei, svo einfalt er það ekki. Ef svo væri hefðum við einskis að minnast, einskis að sakna og yfir engu að gleðjast. Halldór Árnason átti heima í Garði alla ævi. Þeim stað lagði hann þrek sitt og lífsorku frá barnsaldri. Hann var verkhygg- inn, verkhagur og vinnuglaður með afbrigðum. í harðbýlli sveit njóta þeir eiginleikar sín vel, ekki sízt þar sem afkoman byggist á að nýta hlunnindi jarða, svo sem veiði, eggjatekju og útbeit, en svo var háttað hér fyrir vélvæðingar- tíð. — Þegar ég fluttist hingað fyrir rúmum þrjátíu árum, varð mér eins og fleirum ókunnugum á að spyrja hvernig hægt væri að lifa hér, sá aðallega grjót og vatn. En heimamenn þekktu sína sveit, vissu hvers hún krafðist og hvern- ig hún launaði atorku og trúfesti þeirra, sem helguðu henni ævi- starf sitt. Afkomendur þess manns, sem tók sér bólfestu í Garði eftir auðn móðurharðind- anna, búa hér enn. Þar er nú tvíbýli og hefir verið um alllangt skeið. Á annarri hálflendunni býr nú Árni, sonur Halldórs Árnason- ar, á hinni Þorgrímur Starri, sonur Björgvins Árnasonar, bróð- ur Halldórs. Og það virðast horfur á, að afkomendur þeirra frænda taki við, þegar þá þrýtur. Sú þróun er þau heiðurslausn, sem hver íslenzkur bóndi hefir litið til vonaraugum í æviglímunni við jörðina. Það er ekki ætlun mín að rekja búskaparsögu Halldórs í Garði. Hann og kona hans, Sigríður Jónsdóttir frá Vatnsleysu í Skaga- firði, eignuðust sex börn og komu þeim vel til manns. Þau hjón voru alla tíð samhent og farnaðist vel. Oft hefir verið fjölmennt á heimili þeirra, því bæði voru gestrisin og kunnu vel glaðværð og gamanmál- um. Tengdabörnum og barnabörn- um hafa þau reynzt sem beztu foreldrar og því ekki að undra þótt venzlatengslin hafi dregið að gesti. En fleiri hafa lagt þangað leið fyrr og síðar. í æsku Halldórs lá þjóðbraut um hlað í Garði og eflaust hefir oft verið þröngt setið í gamla Garðsbænum. En ekki hef ég haft spurnir af, að þar væri gesti vísað frá dyrum vegna þrengsla. — Þrátt fyrir það var vinnan rækt, enda óhjákvæmilegt að afla brauðsins í sveita síns andlitis. Ég gat þess áður, að Halldór hefði verið verkhygginn og vinnu- glaður og búnast vel. En hann var einnig mjög nærfærinn og gott til hans að leita, ef útaf bar með meinsemdir manna og dýra. Af einu slíku tilefni varð hann mér fyrst minnisstæðari en gengur og gerist um jafnvel mótbýlisfólk í sama túni. Elzta dóttir mín hafði verið bólusett við kúabólu. Nokkru síðar veitti ég því athygli, að stór og ljót hrúðurklessa þakti nær hálfan upphandlegg hennar og var að nokkru laus. Eins og algengt er um fyrstabarnsmæður var ég hrædd við þetta, e.t.v. meir en ástæða var til. Tengdamóðir mín réð mér til að fá Halldór til að líta á þetta, hvað hann gerði. Mig minnir að hann byggi um þetta þannig, að hrúðrið gæti ekki losn- að of snögglega frá, og mjúklega tóku vinnuhendur hans á barns- handleggnum. En það sem ég geymi lengst í minni er það, hve það var fjarri honum að telja nokkuð athugavert við áhyggjur mínar og hve blátt áfram og eðlilega hann taldi í mig kjark. Eftir það leitaði ég oft til hans, ef eitthvað bar útaf og alltaf voru undirtektirnar hinar sömu. Að- gerða- og úrræðaleysi kom þar ekki til álita. Vissulega er margs að minnast frá langri samleið. Hnyttinna og hittinna orðsvara, sem margir munu lengi minnast. Þar var Halldór enginn eftirbátur syst- kina sinna, og ekki brást þeim íslenzkt tungutak. Næmið fyrir spauginu í tilverunni Aldrei myndi ég segja, að Halldór hafi verið skaplaus maður, enda tel ég slíkt ekki til mannkosta. En ég ætla að hversdagslega hafi honum tekizt að stilla í hóf. Og gaman var að tala við hann um liðna tíð, heyra hann segja frá gengnu fólki, vinnubrögðum þess og vinnutækj- um á sérkennilega ljósan og lif- andi hátt. Þar hafði hann miklum fróðleik að miðla, sem vonandi hefir ekki glatazt. Þeir sem náð hafa jafn háum aldri og Halldór hafa sennilega lifað mesta breytingaskeið í sögu íslenzku þjóðarinnar, ekki sízt í atvinnuháttum. í því umróti hefir margur misst fótfestu, ekki borið gæfu til að greina milli hismis og kjarna í hinni flughröðu fram- vindu þjóðlífsins. En þeir voru einnig til, sem byggðu upp án þess að glata tengslum við hið nýtilega í arfinum frá forverum okkar, hættu ekki að vera menn, þótt dráttarvél með stórvirkum hey- vinnutækjum ýtti orfi og hrífu til hliðar, rafljósið kolum, steinhúsið torfbænum. Þeir minnast stund- um liðinnar tíðar í elli sinni með ofurlítið rómantískri eftirsjá, slíkt er eðlilegt og mannlegt. En þeir hafa ekki glatað áttum, þeir vita að þeir gerðu skyldu sína, svo við framtíð sem fortíð. Halldór Árna- son í Garði var þannig maður, eins og Jón Steingrímsson, eldklerkur- inn þjóðkunni, hefur oft mannlýs- ingar í ævisögu sinni hvors kyns sem maðurinn er. Síðustu æviárin átti Halldór við þungbæra vanheilsu að stríða. Sigríður kon hans, annaðist hann heima svo lengi sem unnt var, fylgdi honum milli lækna og sjúkrahúsa og var langdvölum á Húsavík eftir að hann var fluttur á sjúkrahúsið þar og átti ekki afturkvæmt heim, nema til hinztu hvílunnar. Ég býst ekki við, að nokkur manneskja viti hve mikið sú kona hefir lagt að sér til þess að vera þessum ástvini sínum nærri í veikindum hans, honum til hugar- léttis. Oft hefir mér komið í hug vísa Sigurðar Breiðfjörðs í sam- bandi við það allt, sem Sigríður hefir á sig lagt, ekki sízt síðustu misserin: Tryggðin há cr hðfuðdyggð. helzt ef margar þrautir reynir. Hún er á þvf bjargi byggð, aem bugað fá ei stormar neinir. Um leið og ég með þessum fátæklegu kveðjuorðum þakka Halldóri samfylgd á liðnum árum, þakka ég einnig Sigríði, sem enn gengur sömu brautina og við, þakka þeim liðnar gleðistundir og þá lífstrú, sem stendur af sér alla storma, rís mót himni með rætur í moldu. Sigríði og öðrum aðstand- endum votta ég samúð á saknað- ar- og kveðjustundu. Gott er góðs að minnast. Jakobína Sigurðardóttir Garði Séd hef ég skrautleg sudræn blóm wólvermd i hlýjum garÓi, áburð og IjÓH og aðra virkt enginn til þeirra sparöi. Mér var þó löngum meiri í hug melgrasskúfurinn haröi, runninn upp þar sem Kaldakvfsl kemur úr VonarskarÖi. Mér komu í hug þessi vísuorð dr. Jóns Helgasonar prófessors, þegar ég heyrði andlát tengda- föður míns þann 28. júlí, þremur klst. eftir komu okkar hjóna til landsins frá Svíþjóð. Hann háði langt og erfitt dauðastríð án æðru og uppgjafar, og ekki gekk hann gruflandi að því, að eitt sinn skal hver deyja. Halldór bóndi var fæddur á ættaróðali sínu í Garði við Mývatn þ. 12.7. 1898. Þar sleit hann barns- skónum, æsku- og unglingsárum við venjuleg sveitastörf, síðar mandóms- og elliárum. Garður er frekar hrjóstrug jörð, lítið ræktanlegt land á heimajörð, en því meira hraun og óræktan- legt land og svo Mývatn með gæðum sínum og göngum, fegurð og lífi í og á vatninu, sem vart mun eiga sinn líka í víðri veröld. Þrátt fyrir hrjóstrugt land hefur Garður haldist í sömu ætt um langan aldur og nú búa þar bændur, sem eru þeir sjöttu í beinan karllegg. Orsök þessa trúi ég vera einstaka ættartryggð og ást og trú á sveit sinni, sem mér þykir ein sú fegursta, er ég hef gist á landi hér. Ég kynntist Halldóri bónda fyrst, er ég hafði gert hosur mínar grænar fyrir elstu dóttur hans, Valgerði, er síðar varð eiginkona mín. Ég var þá í fyrsta hluta læknisfræði og var mér strax tekið sem einum úr fjölskyldunni. Tengdafaðir minn reyndist mér einstök hjálparhella gegnum erfiðleika námsáranna og æ síðan. Við dvöldumst á heimili hans lengri eða skemmri tíma á hverju sumri og nutum einstakrar gest- risni þeirra hjóna, sem höfðu einstakt lag á að láta öllum líða vel á heimili sínu. Hann var íturvaxinn, vel limaður, beinn í baki til hinstu stundar. Hann var hreinn og beinn, hreinskilinn og hreinskipt- inn, stuttorður og gagnorður og setti fram skoðanir sínar án mála- lenginga. Hann var gjörhugull, verkhagur og framsýnn og fljótur að tileinka sér nýjungar í búskap, svo sem óðal hans ber nú gleggst vitni, en ættar hans og uppruna er nánar getið af öðrum mér fróðari í þeirri grein. Mér fannst Halldór vera fæddur bóndi. Hann hafði sérstakt lag á börnum og unglingum, sem hænd- ust mjög að honum. Þau urðu meiri og betri í náivst hans, fundu til styrks síns, og hafði hann einstakt lag á að laða fram það besta í börnum og unglingum, sem hann umgekkst, en börn okkar og barnabörn hafa orðið þess aðnjót- andi í ríkum mæli. Hann hafði næmt skopskyn og kímnigáfu og hafði þann einstaka eiginleika að geta skýrt hugmyndir sínar í stuttum og hnitmiðuðum setning- um, kímni hans var græskulaus og aldrei særandi. Glaðværð hans hrein og innileg. Ég hef margs að minnast frá ógleymanlegum samverustundum okkar bæði heima í Garði og á heimili okkar bæði í Reykjavík og Keflavík. Hann var fróður vel og víðlesinn, sérlega í ævisögum og ættfræði, skrafhreifinn og skemmtilegur. Oft varð okkur skrafdrjúgt á sumarkvöldum, og var stundum eigi langt til dag- mála, er upp var staðið og til sængur gengið. Upplifðum við oft margar unaðslegar morgunstundir bæði við Mývatn og við firði vestur og raunar syðra líka, er vatn og firðir opinberuðust okkur í morgun- sárið, lygnir og djúpir, spegil- fagrir, er morgunsólin kom upp. Var okkur þá oft tíðrætt um líf og dauða og rök tilverunnar og voru þá oft kviðlingar og kvæði á vörum svo sem kvæðiskáldsins: Það er hollt að hafa átt heiðra drauma — vökunaetur. séð með vinum þrátt sólakinarönd um miðja nátt aukið degi f œviþátt, aðrir þegar komu á fetur. Halldór bóndi var mikill náttúruunnandi, ferðagarpur og „öræfasveppur" sem unglingar- mundu nú til dags segja. Eg hygg, að hann hafi verið fæddur ferða- langur, hann hafði unun af að ferðast, opin augu fyrir öllu, sem hann sá og heyrði, og undi sér best, að ég held, í innri hlutum okkar lands, sem við á stundum köllum öræfi, en eiga kannski síður skilið það nafn en mörg önnur svæði okkar ágæta lands. Ekki mun hann hafa verið sérlega gefinn fyrir blómaskraut eða ræktunarblóm, sem við mundum kalla að okkar sið, en blómaskrúð öræfanna og hálendisins hygg ég, að hann hafi kunnað að meta öðrum mönnum fremur og einnig kunnað góð skil á þeim. Hann tjáði mér oft af ferðum sínum um öræfin, göngur á haustin og vetrum, ferðalögum frá Garði til Húsavíkur og víðar og lenti hann oft í mannraunum í þessum ferðum, svo sem vænta mátti. Göngur hans í sveit tóku nokkra daga og voru valdir til þess rösk- leikamenn og lét hann sig aldrei vanta þar svo ég viti, fyrr en aldur fór að há honum. Göngur í sveit eru einhver mesta hátíð sem þar þekktist og til þeirra hlakka allir ungir sem gamlir og allir reyna að fara í göngur og réttir eftir því sem aðstæður leyfa og geta. Halldór bóndi var einstakur ferða- félagi og fékk ég oft að reyna það af ferðalögum okkar um sveitina og næsta nágrenni og víðar. Flest okkar mannabörn eru þannig gerð, að við eigum okkur einhverja drauma, einhverjar von- ir — okkar Vonarskarð ef svo má segja — og Halldór bóndi hefur sjálfsagt átt það eins og við. Sagt hefur verið að Halldór bóndi hafi farið í orlofsför til Jóns læknis bróður síns á Kópaskeri í marzlok eða aprílbyrjun 1928, og hafi hann þar fyrirhitt og kynnst verðandi konu sinni, Sigríði Jóns- dóttur frá Vatnsleysu í Skagafirði, sem hann síðar tók sér fyrir eiginkonu hinn 30. júní 1928. Heyrt hef ég sagt, að heimkoma t Eiginmaöur minn og faöir okkar DANÍEL HARALDSSON, Vigtarmaöur, Ránargötu 5, Grindavík, lést á heimili sínu 2. ágúst. Ragnheiöur Ragnarsdóttír og börn. t Innilegar þakkir fyrir samúö og vinarhug viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur og afa BJÖRNS ÁRNASONAR bifreiöastjóra, Brekkuhvammi 2, Hafnarfiröi. Guö blessi ykkur öll. Guölaug Björnsdóttir, Björn Sveínbjörnsson, Sigurlaug Björnsdóttir, Björn Pálsson, Siguröur Björnsson, Sieglinde Kahmann Björnsson, og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, GUDRUNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Efri-Gegnishólum. Guöbjörg Þorgrímsdóttir, Kristjana Þorgrímsdóttir, Þórgunnur Þorgrímsdóttir, Karl Þorgrímsson, Bergbóra Þorgrímsdóttir, Valdís Þorgrímsdóttir, Guömundur Þorgrímsson, Óskar Þorgrímsson, Borghíldur Þorgrímsdóttir, Hörður Þorgrímsson, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum sýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför SIGRÍÐAR H. EINARSDÓTTUR, frá Miðdal Geróur Guönadóttir Halldór Arinbjarnar, Jón Guónason, Sigrún Guómundsdóttir, Bjarni Guónason, Anna Guörún Tryggvadóttir, Þóra Guönadóttir, Baldur Aspar, Einar Guðnason, Súsanna Möller, Bergur Guönason, Hjördís Böövarsdóttir, Jónína Margrét Guönadóttir, Sveinn Snæland, Elín Guönadóttir. t Þökkum hjartanlega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröarför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, VALGEIRS GUÐJÓNSSONAR múrara Selvogsgrunní 3 R. einnig viljum viö þakka læknishjálp og hjúkrun á Borgarspítalan- um. Guöjón Valgeirsson Hallveig Halldórsdóttir Gunnar Valgeírsson Anna Sveinsdóttir Kjartan Þór Valgeirsson Anna Hermannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.