Morgunblaðið - 20.09.1979, Side 1
36 SÍÐUR
205. tbl. 66. árg.
FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Samió um frið-
argæzlu á Sínaí
Washinjrtoh — 19. september — AP
EGYPTAR, lsraelsmenn og
Bandaríkjamenn hafa komizt að
samkomulagi um sameiginlegar
friðargæzlusveitir á Sínaiskaga.
Samkomulagið er árangur
tveggja daga viðræðna varnar-
málaráðherra Egyptalands og
Israels, ásamt utanríkisráðherr-
um Bandarikjanna og ísraels.
Munu Egyptar og Israelsmenn
leggja til hermenn i friðargæzlu-
sveitirnar, en hlutverk Banda-
ríkjamanna verður að fylgjast
með því að ísraelsmenn skili hinu
hernumda svæði í hendur Egypta
með friðsamlegum hætti.
Smith slær af
Lundúnum — 19. september — AP.
IAN Smith, leiðtogi hvíta
minnihlutans í Rhodesíu,
ljáði máls á því í dag að
láta af kröfum sínum um
neitunarvald minnihlut-
samkomulagsátt milli
stjórnar hans og brezku
stjórnarinnar um nýja
stjórnarskrá.
Brezkir heimildarmenn hafa
látið að því liggja að heldur þokist
nú í samkomulagsátt á ráðstefn-
unni, en almennt er við því búizt
að viðræður dragist á langinn og
geti staðið vikum saman.
Með sigurbros á vör. Gösta Bohman, Ola Ullsten, og Torbjörn Fálldin þegar talningu
utankjörstaðaatkvæðanna var lokið í gær. (simamymtPresaensBíid)
Bohman fórnfús fyrir stjórn-
armyndun borgaraflokkanna
Ian Smith
ans, en skömmu eftir að
hann lét þessi ummæli
falla lýsti Muzorewa for-
sætisráðherra því yfir að
verulega hefði miðað í
Frá Sigrúnu Gísladóttur fréttaritara
Morgunblaðsins i Stokkhólmi.
GÖSTA Bohman, for-
maður Hægri flokksins,
sem varð óumdeilanleg-
ur sigurvegari þingkosn-
inganna í Svíþjóð, lýsti
því yfir er sigur
borgaraflokkanna lá fyr-
ir í kvöld, að til að ná
ETA myrðir
tvo herf oring ja
Bilbao — 19. september — AP.
ETA-MENN skutu tvo her-
foringja í miðbæ Bilbao í
dag, um leið og gefið var
til kynna að samtökin
mundu á næstunni beita
sér af enn meiri hörku en
að undanförnu.
Tilræðismennirnir voru þrír
og voru þeir vopnaðir vélbyss-
um og skammbyssum. Lágu
þeir í leyni á bílastæði þegar
herjeppi ók hjá, en bifreiðar-
stjóri herforingjanna særðist
lífshættulega í árásinni.
Eftir morðin í dag er tala
þeirra, sem látizt hafa í póli-
tískum ofbeldisverkum í
Baskalandi það sem af er
þessu ári, komin upp í hundr-
að, og er héraðið því mesta
hryðjuverkasvæði Evrópu, en í
írlandi hafa verið framin 78
pólitísk morð á árinu og 18 á
Italíu.
Þjóðaratkvæðagreiðsla um
sjálfstjórn Baska fer fram í
héraðinu í næsta mánuði, en
öfgasinnar með ETA í broddi
fylkingar vilja ekki sætta sig
við neitt annað en fullt sjálf-
stæði héraðsins. Er óttazt að
þeir muni færast stórlega í
aukana á næstunni til að
leggja áherzlu á kröfur sínar.
samkomalagi um stjóru-
armyndun væri flokkur
hans reiðubúinn að
fórna ýmsum stefnumál-
um sínum. Um leið tók
Bohman fram, að Hægri
flokkurinn setti það ekki
sem skilyrði fyrir stjórn-
armyndun með hinum
borgaraflokkunum að
hann fengi forsætisráð-
herraembættið.
Formenn Miðflokksins og
Frjálslynda flokksins, Torbjörn
Fálldin og Ola Ullsten, sem er
forsætisráðherra í núverandi
stjórn borgaraflokkanna, hafa
báðir lýst sig fúsa til að taka að
sér forsætisráðherraembættið.
Ullsten biðst lausnar fyrir stjórn
sína á fimmtudag og samdægurs
ræðir Henry Allard, forseti þings-
ins, við formenn allra stjórnmála-
flokkanna um úrslit kosninganna
og möguleika á myndun nýrrar
stjórnar. Stjórnarmyndun á að
vera lokið fyrir 1. október þegar
nýtt þing kemur saman.
Um leið og Olof Palme, formað-
ur jafnaðarmanna, lýsti vonbrigð-
um sínum með ósigur vinstri
flokkanna, kvaðst hann óttast að
hægri öflin í borgaraflokkunum
næðu yfirhöndinni í stjórninni.
Hann bar borgaraflokkunum á
brýn að hafa gefið rangar upplýs-
ingar í kosningabaráttunni og
væri efnahagsástand landsins
mun alvarlegra en þerr hefðu
viljað vera láta, tinkum hvað
varðaði greiðsiujofnuð við útlöad.
Eins og fyrr segir unnu
borgaraflokkarhir með eins sætis
meirihluta, en Hægri fVokkurinn
fékk 73 og bætti við sig 18,
Miðflokkurinn fékk 64 og missti
22. Frjálslyndir fengu 38 þing-
menn og misstu 1 mann. Jafnaðar-
menn fengu 154 þinpmenn og
bættu við sig tveitnur. en komm-
únistar fengu 20 þtngmenn og
bættu vrð-sií* 3.
Khomeini:
Öllum óhlýðnum útrýmt
Tehcran — 19. sept. — Reuter.
AYATOLLAH Khomeini trúar-
leiðtogi lýsti því yfir i dag, að
öllum andstæðingum isl-
am-stjórnarinnar i íran yrði út-
rýmt.
Khomeini lét þessi ummæli
falía í ræðu, sem hann hélt yfir
flugherdeild frá Isfahan. „Þið,
sem eruð ekki vel að ykkur í
íslömskum fræðum, varið ykkur á
að flækjast fyrir. Þjóðin hefur
kosið sér íslamskt lýðveldi og allir
verða að hlýða. Ef þið hlýðið ekki
verður ykkur útrýmt."
Lögreglan i Bilbao við herjeppann eftir að lik herforingjanna höfðu verið flutt á brott.
(AP—nlmamynd)
Ntí koniið
aðDC-9
WashinKton. 19. sept. — AP
FLUGMÁLASTJÓRN Banda
rikjanna hefur fyrirskipað öll-
um bandariskum flugfélögum,
sem reka DC—9 farþegaþotur,
að Iáta kanna hvurt sprungur sé
að finna í ytri málmklæðningu
þotnanna.
Á mánudag var DC-9 þota frá
Air Canada á leið frá Boston til
Nova Scotia. Var hún skammt
komin þegar aftasti hluti stélsins
rifnaði skyndilega frá. Þrátt
fyrir erfiðleika tókst áhöfninni
að snúa við og lenda heilu og
höldnu aftur í Boston.
Við skoðun komu sprungur í
ljós í málmklæðningu þotunnar,
og sprungur fundust einnig í
tveimur öðrum DC-9 þotum frá
sama félagi.